Morgunblaðið - 23.08.2007, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
VITUR maður hefur sagt að næst
því að missa afkomu sína sé fátt holl-
ara úngum þjóðum en missa menn-
ingararf sinn. Það er nauðsynlegt
hverri þjóð að eiga sér sögu og í því
samhengi má ég til með að minnast
þess þegar ævagamlar risastyttur
voru vísvitandi eyðilagðar í Afganist-
an fyrir ekki svo löngu á þeim for-
sendum að hugmyndafræðin á bak
við stytturnar þóknaðist ekki þáver-
andi stjórnvöldum. Þegar svo er kom-
ið að þjóð afneitar fortíð sinni er illa
komið fyrir henni, þá er komið drep í
sál þjóðarinnar sem gæti tekið langan
tíma að gróa.
Það liggur ljóst fyrir að þessi til-
teknu hús eru ekki í sinni fallegustu
mynd. Fyrir flestum blasir ekkert
annað við en einhverjir kofaræflar, en
til eru þeir sem kynnt hafa sér húsa-
gerðina sem liggur að baki og verða
ekki blindaðir af núverandi ástandi
húsanna, þeir sjá fyrir sér hvernig
húsin litu út, hvernig
þau muni geta litið út
og hvað þau myndu
gera mikið fyrir götu-
myndina ef þau væru
lagfærð. Þegar fólk
gengur um vel heppn-
aða gamla bæjarhluta í
borgum Evrópu, sem
oft eru 200-1.000 ára
gamlir, er hollt að
minnast þess að flest
húsin þar hafa einhvern
tímann verið í jafn
slæmu ástandi og húsin
sem nú eiga að víkja.
Með öðrum orðum, ef það að hús er í
vondu ásigkomulagi, réttlættir alltaf
niðurrif væri líklegast ekki mikið eftir
af t.d. gamla borgarhlutanum í Prag.
Það er margt sem mælir gegn því
að þessi tilteknu hús séu rifin, þetta
eru með elstu húsum Reykjavíkur, í
raun ein af sárafáum húsum sem
sýna eldri gerð timburhúsa, þ.e. áður
en sveitser stíllinn varð allsráðandi.
Húsin standa við einn heillegasta
hluta Laugavegar, frá húsi númer 2
að húsi númer 22, eru einungis 3 hús
sem reist eru eftir 1918. Í okkar ungu
byggingarsögu jafnast þetta á við
götumyndir sem eru 500 ára í erlend-
um borgum. Stundum hefur verið
haft á orði að Laugavegurinn sé of
sundurleitur. Ef það
væri lagt til grundvallar
segir það sig sjálft að
það væri mun minna
verk að rífa þessi þrjú
hús sem byggð eru eftir
1918 frekar en hrófla
meira við gamla stílnum
sem enn er ríkjandi.
Nýbyggingar byggðar
eftir tískusveiflum
dagsins í dag myndu
gera lítið annað en að
auka enn á sundurleitn-
ina.
Það eru ekki margir
staðir í Reykjavík þar sem jafn lítið
þyrfti í raun að gera til að mynda heil-
legan bæjarhluta í gömlum stíl. Stað
sem myndi virka sem segull á ferða-
menn jafnt sem vin fyrir íbúa. Fyrir
þessu er hugsað í flestum ef ekki öll-
um öðrum borgum í Evrópu, en það
er einmitt sú hugsun sem varð svo ill-
þyrmilega útundan í núverandi deili-
skipulagi.
Ég hef áður bent á það og legg það
enn og aftur til að miklu skyn-
samlegra væri að byrja á að leyfa nið-
urrif norðan megin götunnar frá húsi
númer 47 og upp úr. Þar með væri
hægt að koma til móts við kröfur
kaupmanna, auka verslunarrými
töluvert án þess að eyðileggja heilleg-
ustu götumyndirnar. Það þarf að
byggja á sérstöðunni sem neðri hluti
Laugavegar þrífst á en það eru ein-
mitt lítil eða meðalstór versl-
unarrými, kaffihús, veitingahús og
önnur starfsemi sem ekki þrífst í
stærri verslunarmiðstöðum. Það er
nóg pláss á Laugavegi fyrir alla og
óskynsamlegt að hunsa verðmæti
sem þjóðin á saman vegna skamm-
tíma gróðasjónarmiða fárra manna.
Ég hóf greinina á bjagaðri tilvitnun
í frægan íslenskan rithöfund. Það er
ekki alveg úr lausu lofti gripið þar
sem sá hin sami var fastagestur á
kaffihúsi sem var í öðru af húsunum
sem nú eiga víkja, þ.e. Laugavegi 6.
Tvö yfirlætislaus
hús við Laugaveg
Þórður Magnússon skrifar um
endurnýjun Laugavegar
»Ef það að hús er ívondu ásigkomulagi
réttlættir alltaf niðurrif
væri líklegast ekki mik-
ið eftir af t.d. gamla
borgarhlutanum í Prag.
Þórður Magnússon
Höfundur er tónlistarmaður og situr í
stjórn Torfusamtakanna.
Laugavegur 4 fyrir tíma flennistórra nærfataauglýsinga.
EINN mikilvægasti hornsteinn í
lýðræðislegu og opnu samfélagi er
virk þátttaka almennings í stjórn-
málum. Aðeins með upplýstri um-
ræðu fólks er líklegt að hið mikla vald
stjórnmálamanna yfir borgurum sé
nýtt til þess að setja og fylgja stefnu
sem hefur réttlæti og almannahag að
leiðarljósi.
Samband ungra sjálfstæðismanna
er ein öflugasta stjórnmálahreyfing á
Íslandi. Þetta helgast fyrst og fremst
af því að í pólitísku starfi ungs fólks
eru það ekki gamalgróin hags-
munatengsl eða fyrirgreiðsla sem
ræður för. Enn fremur hefur ungt
fólk jafnan ekki hag af því að viðhalda
úr sér gengnum hugmyndum – held-
ur getur það litið yfirvegað á skipan
mála og lagt til lausnir sem þjóna al-
mennri skynsemi og réttlæti.
Undanfarin ár hefur starf ungra
sjálfstæðismanna verið mjög blóm-
legt. Sterk staða Sjálfstæðisflokksins
meðal ungs fólks helgast meðal ann-
ars af þeim málflutningi sem heyrst
hefur frá ungum sjálfstæðismönnum.
Enda er það svo að rödd frelsisins
hefur ætíð haft mikinn samhljóm með
ungu fólki og er í takt við lífsviðhorf
þeirra og drauma. Innan Sjálfstæð-
isflokksins hefur ungliðahreyfingin
oft verið kölluð „samviska flokksins“,
enda hafa ungir sjálfstæðismenn
jafnan haldið því að fulltrúum sínum
á þingi og í sveitarstjórnum að þeir
bregðist ekki grundvallarhugsjónum
flokksins þegar þeir komast í áhrifa-
stöður.
Borgar Þór Einarsson, núverandi
formaður Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna, hefur verið öflugur tals-
maður frelsis og minnkandi ríkisaf-
skipta, sem aukinheldur skilur eftir
sig djúp spor hvað varðar skipulag og
starfshætti í samtökunum. Hann hef-
ur afráðið að gefa ekki kost á sér
áfram sem formaður nú þegar ungir
sjálfstæðismenn koma saman til að
velja sér forystu til næstu tveggja ára
á Seyðisfirði um miðjan september.
Borgar hefur í starfi sínu öðlast
óskorað traust og virðingu þeirra sem
með honum hafa starfað. Hann á mik-
inn stuðning vísan ef hann kýs að
gefa kost á sér til frekari starfa á hinu
pólitíska leiksviði.
Nú þegar hefur verið greint frá því
að Þórlindur Kjartansson muni sækj-
ast eftir stuðningi til þess að taka við
formennsku í Sambandi ungra sjálf-
stæðismanna. Vitað er að hann nýtur
til þess víðtæks stuðnings þeirra sem
starfað hafa með honum á ýmsum
vettvangi undanfarin ár. Við erum
báðir meðal þeirra sem vonumst eftir
því að Þórlindur hljóti góðan stuðning
og brautargengi til þess að taka við
forystunni í Sambandi ungra sjálf-
stæðismanna.
Formannsskipti í SUS
Davíð Örn Jónsson og Teitur
Björn Einarsson skrifa um starf
Sambands ungra sjálfstæð-
ismanna og komandi formanns-
skipti
Davíð Örn er rafmagnsverk-
fræðinemi. Teitur Björn er stjórn-
armaður í SUS.
» Sterk staðaSjálfstæð-
isflokksins með-
al ungs fólks
helgast meðal
annars af þeim
málflutningi
sem heyrst hef-
ur frá ungum
sjálfstæð-
ismönnum. Davíð Örn JónssonTeitur Björn Einarsson