Morgunblaðið - 23.08.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 23.08.2007, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 29 MINNINGAR ✝ Magdalena Jór-unn Búadóttir fæddist í Hveragerði 19. mars 1934. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 14. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Búi Þorvaldsson mjólkurbússtjóri, síð- ar verslunarmaður í Reykjavík, f. 20.10. 1902, d. 20.10. 1983, og Jóna Erlends- dóttir, f. 4.2. 1903, d. 31.12. 1993. Systkini Magdalenu eru Kristján, f. 25.10. 1932, tvíburarnir Þorvaldur og Er- lendur, f. 11.3. 1937, og Þórður, f. 19.12. 1944. Magdalena giftist 5.7. 1963 Höskuldi Baldurssyni bækl- unarskurðlækni, f. 30.5. 1934. For- eldrar hans voru Baldur Stein- grímsson skrifstofustjóri, f. 21.6. 1904, d. 5.9. 2000, og Margrét S. Íslands í október 1956. Hún starf- aði næstu árin á lyflæknisdeild Landspítalans, Sahlgrenska sjúkra- húsinu í Gautaborg ( 1958-59) og Söder-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi (1960-61). Magdalena var búsett í Bandaríkjunum á árunum 1963-67 ásamt manni sínum og starfaði þar á sjúkrahúsi Texas-háskóla í Galve- ston á lyflæknis-, kvensjúkdóma- og fæðingardeild. Hún var kennari við Hjúkrunarskóla Íslands 1968-70 og við Nýja hjúkrunarskólann 1972-73. Hún starfaði síðan við ýmsar sjúkrastofnanir, síðustu starfsárin við Heilsugæslustöð Mið- bæjar. Magdalena starfaði mikið að félagsmálum innan Hjúkrunar- félags Íslands, var m.a. ritari í stjórn félagsins 1971-75 og fulltrúi og ritari í hjúkrunarráði 1974-78. Hún var í ritnefnd þeirri er safnaði efni og undirbjó útgáfu Hjúkrunar- fræðingatals II og III. Magdalena var um árabil í sóknarnefnd Grens- ássóknar, auk þess sem hún starf- aði í kvenfélagi kirkjunnar til ævi- loka. Útför Magdalenu Jórunnar Búa- dóttur verður gerð frá Grensás- kirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. Símonardóttir, f. 9.11. 1896, d. 15.9. 1989. Börn Magda- lenu Jórunnar og Höskuldar eru: 1) Margrét Jóna lyfja- fræðingur, f. 25.4. 1972, gift Torfa Pét- urssyni lyfjafræð- ingi, f. 23.3. 1968. Þeirra börn eru Magdalena Anna, f. 12.2. 1996, Helena Lilja, f. 6.6. 2002, og Diljá Dögg, f. 17.1. 2007. 2) Baldur Búi húsasmiður, f. 18.4. 1977, kvæntur Hönnu Rut Jónasdóttur hjúkrunar- fræðingi, f. 2.10. 1972. Þeirra börn eru Dagbjört Gísladóttir, f. 15.7. 1997, og Höskuldur Þórir, f. 9.2. 2005. Magdalena útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík 1952 og lauk námi við Hjúkrunarskóla Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Blessuð sé minning þín, elsku Magdalena. Þín tengdadóttir, Hanna Rut. Þegar ég kyssti ömmu eftir að hún dó rifjuðust upp allar góðu minning- arnar með henni. Ég á ömmu minni allt gott að þakka og hún var alltaf svo góð við mig. Ég man þegar ég var lítil og gisti hjá ömmu og afa í Hvassaleiti. Þá var ég leið því mamma var í burtu en þeg- ar amma sá að ég var leið kom ég í fangið á henni og hún kyssti á tárin mín. Þá söng hún fyrir mig „Sofðu unga ástin mín“ alveg eins og mamma gerði alltaf og þá varð ég aftur glöð. Amma kenndi mér oft gamlar góð- ar vísur úr Vísnabókinni eins og „Bí bí og blaka“ og „Sáuð þið hana systur mína“ og margar aðrar vísur. Amma var mikil handavinnukona. Henni fannst gaman að sauma og prjóna og eins að hjálpa mér að sauma og prjóna. Amma hafði líka gaman af því að föndra og föndraði oft margt snið- ugt og skemmtilegt. Til dæmis bjó hún til snjókalla úr plastpokum og kenndi mér að búa til pappírssnjó- kalla og servíettuhringi. Amma var glöð, hjartahlý, þolin- móð og hún hafði alltaf tíma til að hlusta á mig og tala við mig. Amma gat alltaf kennt mér svo margt. Ég man þegar ég fór með ömmu og afa að Látrum. Þá fór amma með mér út að sýna mér blómin og hvað þau hétu. Það var gaman. Alltaf þegar ég var með ömmu leið mér vel. Amma kom alltaf til okkar á jólunum og það gerði jólin skemmtilegri. Ég elskaði ömmu mína mjög mikið og ég er stolt af því að heita sama nafni og hún. Það er allt svo öðruvísi eftir að amma dó og það má segja að það sé mjög tómlegt án hennar. Ég sakna þín, amma mín. Hvíldu í friði. Þín, Magdalena. Elsku amma okkar. Þú varst alltaf svo brosmild og góð. Kvöldið sem þú veiktist fyrst, voruð þið afi nýbúin að vera í heimsókn hjá okkur. Þið voruð að koma frá París og auðvitað fengum við gjafir. Ég, Dag- björt, var að læra og átti að skrifa eitt- hvað um heimilistæki sem voru notuð í gamla daga. Þú gast aldeilis sagt mér frá þeim. Þú vissir svo margt. Höskuldur Þórir er svo lítill og skil- ur ekki mikið, en ég mun segja honum frá þér og svo eigum við margar fal- legar myndir af þér. Takk fyrir allt, elsku besta amma. Við söknum þín, en við vitum að þér líður vel uppi á himnum hjá Guði og englunum. Þín, Dagbjört og Höskuldur Þórir. Í kirkjugarðinum á Brjánslæk hvíl- ir hvítvoðungurinn Jórunn og í Foss- vogi önnur systir með sama nafni, sem var hrifin burt úr faðmi fjölskyld- unnar í blóma lífsins, eftirlæti og sól- argeisli ættingja og vina. Þegar móðir okkar sagði Magðalenu ömmu okkar, að hún vildi láta nýfædda dóttur heita Magðalenu, bað amma hana að leyfa nafni Jórunnar sinnar að vera með. Magðalena Jórunn, eina systirin í hópi fimm systkina, var afar um- hyggjusöm um foreldra sína. Hún var góð dóttir. Af einstakri hugkvæmni, alúð og innileika færði hún gjafir, hvar sem hún kom, lagði lið og kveikti ljós. Hún var góð systir. Á dögunum kom ég í kirkjugarðinn á Brjánslæk. Að þessu sinni var ekki aðeins litla Jórunn hugleikin, á hug- ann leituðu minningar um nýlátna systur. Yfir dyrum gamla prestset- ursins er tilvísun í bæn, sem séra Bjarni Símonarson valdi sem yfir- skrift (1. Kon. 8.29): „að augu þín séu opin yfir þessu húsi dag og nótt, yfir þeim stað, er þú hefur um sagt: Þar skal nafn mitt búa.“ Mér fannst að þessi orð hefðu verið einkunnarorð systur minnar fyrir heimili hennar, musteri hennar. Hún var góð móðir. Síðustu mánuðir voru henni erfiðir, það þurfti að leggja henni lið og kveikja hjá henni ljós. Hún var þakk- lát og glöð, þegar ég kvaddi hana síð- ast, og gat gert orð Herdísar Andr- ésdóttur skáldkonu að sínum: Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. Henni er fyrir margt að þakka. Þorvaldur Búason. Hún bar nöfn föðurömmu okkar, Magdalenu Jónasdóttir sem um langt árabil var prestsfrú í Sauðlauksdal við Patreksfjörð, og föðursystur okk- ar, Jórunnar Þorvaldsdóttur kennara sem dó í blóma lífsins og var föðurfjöl- skyldu okkar mikill harmdauði. Í fjöl- skyldunni var hún alltaf kölluð Jór- unn, sennilega afa og ömmu til huggunar að þau mættu vita af fal- legri stúlku með Jórunnarnafnið í ná- munda við sig. Magdalena var hún þó ávallt nefnd á löngum og heillaríkum starfsvettvangi. Hún var eina systirin í hópi fimm myndarsystkina, næstelst og leit ávallt til bræðra sinna með um- hyggju og farsæld þeirra í fyrirrúmi. Hún naut þeirrar gæfu að alast upp mitt í stórfjölskyldunni þar sem þrjár kynslóðir bjuggu saman á miðhæð- inni og þeirri efstu á Öldugötu 55 í Reykjavík. Föðursystur okkar, Þur- íður Þorvaldsdóttir skólahjúkrunar- kona í Melaskóla, og Arndís Þorvalds- dóttir, lengi umboðsmaður Happ- drættis Háskóla Íslands í Vestur- bænum, héldu heimili með séra Þorvaldi Jakobssyni afa okkar, sem minnst er sem einstaks íslensku- og stærðfræðikennara í Flensborg í Hafnarfirði, og Magdalenu ömmu sem við barnabörnin fengum ekki að njóta lengi. Magdalena prestsfrú í Sauðlauksdal var merk hannyrða- kona. Sitthvað af handarverkum hennar, dætra hennar og nemenda eru nú varðveitt á byggðasafninu að Hnjóti í Örlygshöfn. Á efstu hæðinni á Öldugötunni bjuggu þau Búi Þorvaldsson frá Sauðlauksdal, mjólkurfræðingur, og kona hans Jóna Erlendsdóttir frá Hvallátrum, með börnunum sínum fimm. Gestir og gangandi streymdu þangað að vestan og nutu þeirrar rómuðu gestrisni sem ríkti á báðum hæðunum. Og umræðan var svo und- ursamlega öll að vestan, um fyrri tíma og nýja. Þannig var sú umgjörð sem Magdalena Jórunn og bræður hennar ólust upp í einstök gestumblíða og viðræðulist. Það var gaman að vera barn, þegar fjölskyldan var öll komin saman. Magdalena Jórunn fetaði í fótspor þeirra kvenna sem voru henni fyrir- myndir á hæðunum tveim og varð hjúkrunarfræðingur eins og Þuríður föðursystir. Hún var afar vel menntuð í fagi sínu, dvaldi við framhalds- og sérnám á sjúkrahúsum í Svíþjóð og um þriggja ára skeið við háskóla- sjúkrahús í Texas í Bandaríkjunum. Hún vann einnig alla tíð af einurð að mannúðarmálum. Jóna Erlendsdóttir móðir hennar var formaður Hvíta- bandsins í fjölmörg ár. Magdalena Jórunn fylgdi henni á fundi þess merka félags og var traustur og góð- ur liðsmaður bæði í félagsmálum og hjúkrunarframförum þjóðarinnar. Magdalena Jórunn skilur eftir sig fallega lífsmynd. Gæfan var henni hliðholl. Hún átti afbragðs eiginmann, tvö gjörvuleg börn sem hefur farnast vel og barnabörnin voru henni bjart sólskin. Við, afkomendur Finnboga Rúts Þorvaldssonar frá Sauðlauksdal, minnumst Magdalenu Jórunnar frændkonu okkar með mikilli hlýju og vottum fjölskyldu hennar allri inni- legan samhug okkar á döprum stund- um. Vigdís Finnbogadóttir. Í dag verður Magdalena J. Búa- dóttir borin til grafar. Leitar hugur- inn þá til baka. Fyrstu kynni mín af henni voru á námsárum mínum í Hjúkrunarskóla Íslands. Hún starf- aði þá við hjúkrun á Landspítala Ís- lands. Vakti hún sérstaka athygli mína. Ég dáðist að því hversu snögg hún var við vinnu sína og var hún ein- staklega góð og tillitssöm við sjúk- lingana. Hún hafði mikla útgeislun, var alltaf létt í lund og hún var björt yfirlitum. Fljótlega komst ég að því að við Magdalena værum frænkur, Magdalena Jórunn Búadóttir SJÁ SÍÐU 30 ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, ERIKA GUÐJÓNSSON, áður til heimilis á Brimhólabraut 26, Vestmannaeyjum, Helgubraut 7, Kópavogi, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 10. ágúst. Útför hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, Reynir Carl Þorleifsson, Jenný Eyland, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÁRNI IBSEN, lést þriðjudaginn 21. ágúst. Hildur Kristjánsdóttir, Kári Árnason, Sigurrós Jónsdóttir, Flóki Árnason, Jenný Guðmundsdóttir, Teitur Árnason, Darri Kárason, Jón Árni Kárason, Bríet Flókadóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, amma, langamma, tengda- móðir og systir, KRISTÍN AÐALHEIÐUR ÓSKARSDÓTTIR, (Alla), Þórufelli 18, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi fimmtu- daginn 16. ágúst. Jarðarför fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. ágúst kl. 15.00. Vigdís, Bjarney, Sigurrós, barnabörn, barnabarnabörn, tengdabörn og systkini. ✝ Ástkær faðir okkar, GUÐMUNDUR J. KRISTJÁNSSON dúklagninga- og veggfóðrarameistari, Bakkagerði 12, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 22. ágúst. Guðni Guðmundsson, Örn Guðmundsson, Áslaug Guðmundsdóttir, Þórlaug Guðmundsdóttir, Albert Guðmundsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, GUÐNÝ Þ. ÞÓRÐARDÓTTIR frá Neskaupstað, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 12. ágúst sl. Hún verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði í dag, fimmtudaginn 23. ágúst, kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Axel Óskarsson, Jóhanna Kristín Óskarsdóttir, Friðrik Grétar Óskarsson, Auður Sigurrós Óskarsdóttir, Bergþóra Óskarsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.