Morgunblaðið - 23.08.2007, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Már Karlssonfæddist í
Reykjavík 29. maí
1937. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 15. ágúst
síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Karl Ásgeirs-
son, f. 16.6. 1906, d.
6.4. 1998, og Stef-
anía María Sigurð-
ardóttir, f. 2.4. 1907,
d. 13.3. 1961. Systk-
ini Más eru Ólafur
Ragnar, f. 11.1.
1929, d. 4.9. 2005, Bergljót, f.
22.11. 1930, Ásgeir, f. 29.1. 1932,
Sigrún, f. 30.5. 1933, Stefán, f.
19.3. 1935, og Sigurður, f. 4.12.
1950. Már kvæntist 18.9. 1960
Guðlaugu Kristjáns Jóhann-
esdóttur, f. 4.9. 1939, d. 25.4.
1982. Foreldrar hennar voru Jó-
hannes Hannesson, f. 18.9. 1910,
d. 4.2. 1986, og Elín Kristjáns-
dóttir, f. 8.8. 1915, d. 15.12. 1984.
Már og Guðlaug eignuðust
þrjár dætur: 1) Elínu Jóhönnu, f.
3.1. 1960, gifta Sverri Þór Sverr-
issyni, f. 3.8. 1961. Sonur þeirra
er Arnar Orri, f. 20.3. 1995. Fyrir
átti Elín soninn Kristján Má Arn-
arson, f. 19.4. 1980, kvæntur Nínu
Margréti Andersen, f. 14.8. 1982.
Sonur þeirra er Daníel Örn, f.
12.12. 2005. Fyrir átti Sverrir
soninn Hauk Inga, f.
23.2. 1986. 2) Maríu,
f. 8.4. 1962, gifta
Magnúsi Norðdahl,
f. 27.8. 1962. Börn
þeirra eru Magnús,
f. 22.12. 1986,
Bjarki Þór, f. 16.10.
1989 og Thelma
Björk, f. 14.3. 1993.
3) Guðnýju Viktor-
íu, f. 1.4. 1970, gifta
Sævari Jónssyni, f.
20.7. 1968. Börn
þeirra eru Leó
Fannar, f. 9.2. 1991,
Alexander Már, f. 24.11. 1996, og
Rafael Darri, f. 6.6. 2003. Már
kvæntist seinni konu sinni hinn
18.12. 1997, Pensri Karlsson, f.
9.1. 1953. Pensri á tvo syni frá
fyrra hjónabandi: 1) Chakkaphan
Thakham, f. 8.9. 1985, giftan
Wacharephorn Utsa, f. 23.6. 1989.
Dóttir þeirra er Yuna Ír Thak-
ham, f. 5.2. 2007. 2) Kiattisak Tak-
ham, f. 20.10. 1983.
Már vann frá unga aldri við
málningarstörf hjá föður sínum
eins og bræður hans. Upp úr 1960
starfaði Már sem vörubifreiða-
stjóri í Reykjavík, fyrst fyrir
tengdaföður sinn og síðar sjálf-
stætt.
Útför Más fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.00.
Elsku pabbi minn.
Minningarnar streyma um hjarta
mitt þegar þú ert búinn að kveðja
þennan heim. Þú munt ávallt eiga
stórt rúm í hjarta mínu. Ég veit að nú
ert þú í góðum höndum, hjá mömmu,
og ert búinn að finna ró og frið eftir
erfiða baráttu. Eftir situr mikill og
sár söknuður. Við söknum galdraafa
sem sagði hókus-pókus-píla-rókus og
togaði í eyra, fingur og nef og úppsss
ópal í lófanum, mikil kátína og gaman.
Og hve natinn þú varst að fara með
okkur á vörubílnum í Selvoginn. Þar
sátum við systurnar með brjóstsykur,
ópal og appelsín og sungum hástöfum
alla leiðina. Selvogurinn var og er
paradísin okkar. Þar voru byggðir
sandkastalar og margar gersemar
fundum við og fórum með heim, sem
vakti nú ekki kátínu hjá mömmu. Í
Selvoginum var krummi alltaf kom-
inn um leið og hann sá vörubílinn
þinn, enda fékk hann alltaf part af
nestinu þínu, elsku pabbi. Ég man
líka góðu stundirnar í sumarbústaðn-
um hans Hannesar á Þingvöllum er
við sátum saman að veiða. Ég gat set-
ið tímunum saman í fanginu á þér
undir þykku hlýju úlpunni og hvíslaði
með þér , bíttu á … bíttu á … En
Maja skottaðist um að finna orma og
hún sá um að þræða þá á öngulinn og
rota fiskinn. Skemmtilegar stundir
þakka ég, elsku pabbi.
Er mamma dó, dó stór partur af
þér líka. Þið voruð eitt. Það reyndist
þér og okkur erfitt. En pabbi minn,
þú knúsar hana frá okkur. Elsku
pabbi, sakna þín mikið.
Þúsund gæsagoggar og knús.
Ég veit, að faðir minn, sál þín lifir
og sól guðs náðar þér ljómar yfir.
Nú vermir anda þinn eilíft vor,
en elskan mýkir vor sorgar spor.
(FJA.)
Elín.
Elsku pabbi minn, hann Mási er
látinn.
Pabbi minn, mikið er ég þakklát
fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og
hver þú varst. Það eru margar minn-
ingar sem flæða fram í huga minn.
Þegar við systurnar vorum litlar
varst þú alltaf til í að leika með okkur.
Þú tókst þér tíma til að leika með okk-
ur, búa til snjóhús og sagðir sjaldan
nei þó að þú værir þreyttur eftir lang-
an vinnudag. Ég fékk oft að skoffínast
með þér í vörubílnum í Selvoginn. Þú
varst með svo hlýtt og stórt hjarta að
þú áttir erfitt með að segja nei. Ég
man ekki eftir stund sem þú reiddist,
þú varst alltaf jákvæður og blíður.
Þegar mamma veiktist gerðir þú
allt sem í þínu valdi stóð til að hjálpa
henni í gegnum veikindi hennar og er
ég stolt af þér, pabbi minn. Hjarta
þitt brast um tíma þegar mamma dó
og áttir þú erfitt með að ná fótfestu.
En þegar maður er með jafn mjúkt og
fallegt hjarta getur reynst erfitt að ná
áttum eftir eins mikinn missi og þeg-
ar mamma dó.
Ég veit líka að þú gerðir þitt besta
til að hlúa að okkur systrunum. Ég er
ævinlega þakklát þér fyrir að hafa
getað rætt við þig á dánarbeði þínum
um þessi erfiðu ár. Þú vildir hreinsa
þetta erfiða skeið úr hjarta þínu og
það hjálpaði þér líka að sætta þig við
að takast á við síðustu stundirnar þín-
ar. Ég er mjög stolt af þér, elsku
pabbi minn.
Þegar þú greindist með sjúkdóm-
inn var hann svo langt genginn að
ekki var hægt að gera neitt nema
reyna að láta þér líða eins vel og unnt
var. Þakka ég öllum þeim sem lögðu
þér lið á Landspítalanum og líknar-
deildinni í Kópavogi. Þetta var erfið
barátta, pabbi minn, og er ég þakklát
því að hafa fengið að hlúa að þér.
Ég veit að þú ert kominn á fallegan
stað.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Rósa Guðmundsdóttir.)
Takk fyrir allt og allt.
Þín
María.
Elsku pabbi minn, ég trúi því varla
að þú sért dáinn, býst einhvern veg-
inn við að vakna upp frá vondum
draumi við símtal frá þér og heyra
rödd þína alltaf jafn blíða segja, hæ,
hæ, Guðný mín, eða Gunnsa mín, eins
og þú kallaðir mig stundum. Þegar þú
sagðir mér í lok júní að þú værir kom-
inn með krabbamein fékk ég hnút í
magann og verk í hjartað. Ég bara
grét og grét trúði þessu varla því ég
var búin að ákveða að þú fengir að
vera hjá mér þar til þú yrðir eldgam-
all. Þú varst alltaf jafn sterkur þó svo
að slæmu tíðindin dyndu á þér svo
mörg á svo stuttum tíma, þó sá ég í
augum þínum hvernig þér leið og þú í
mínum því við þekktum hvort annað
svo vel. Það var skrítið að keyra til þín
upp á spítala sömu leið og við tvö fór-
um á hverjum degi í heimsókn til
mömmu. Ég var mikið hjá þér uppi á
spítala, langaði helst að taka sæng
mína og kodda og vera alltaf hjá þér.
Þú vildir aldrei láta hafa fyrir þér,
vildir aldrei eitt né neitt, sagðist alltaf
eiga allt af öllu. Á veturna þegar ég
var lítil var alltaf snjóhús hjá okkur
bæði fyrir framan hús og aftan, stór
með stól og borði úr snjó. Svo komst
þú og mamma með kakó, kex og vasa-
ljós og við drukkum saman í snjóhús-
inu, þá var sko gaman. Ég hlakkaði
alltaf til þegar frí var í skólanum þá
fékk ég að vera með þér á vörubíln-
um. Ég var svo montin af að þú áttir
stóran vörubíl, meira að segja með
koju. Toppurinn var að ná í sand í Sel-
voginn. Þá töluðum við og sungum
mikið. Ég mátti alltaf taka allt með
heim, oftast hálfan Selvoginn;
krabba, kuðunga skeljar og fleira.
Mamma var ekki alveg eins ánægð
með að fá allt þetta dót heim skilj-
anlega en þú blikkaðir hana alltaf svo
sætt. Fiskur var ekki mitt uppáhald
en þú bjóst til bíl eða kall úr honum
og þá var ég ekki lengi með hann. Við
spiluðum oft saman og horfðum svo á
bang bang myndir eins og þú kallaðir
þær. Þegar mamma veiktist voru erf-
iðir tímar hjá okkur en þú stóðst allt-
af við hlið hennar eins og hetja, sterk-
ur og traustur sem var aðdáunarvert.
Þegar mamma dó var vínið þinn
huggari, ég ásakaði þig aldrei fyrir
það því ég skildi þig svo ósköp vel.
Aldrei í lífinu heyrði ég þig hækka
röddina, ekki einu sinni um eina tón-
hæð, sama hversu uppátækjasöm ég
var. Þú varst svo ljúfur og góður mað-
ur með hjarta úr gulli. Einn daginn
fyrir jól tók ég upp á því að baka smá-
kökur, ekki vildi betur til en þær
runnu allar saman í eina örþunna
skúffuköku, ég var með tárin í aug-
unum en þú varst ekki lengi að skera
kökuna niður í smákökur og sagðir að
þetta væru bestu smákökur sem þú
hefðir á ævinni smakkað, þú gerðir
alltaf gott úr öllu eins og þér var ein-
um lagið. Þegar ég byrjaði að búa
varstu alltaf fyrstur að koma og
hjálpa mér. Ég gat líka alltaf hringt
til þín ef eitthvað var og þú reddaðir
hlutunum.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
pabbi minn. Minning þín mun ávallt
lifa í hjarta mínu. Takk fyrir að vera
pabbi minn og fyrir að gefa mér bestu
systur í heimi, knúsaðu mömmu frá
mér, þúsund gæsagoggar.
Þín dóttir,
Guðný Viktoría.
Elsku tengdapabbi, eða Mási eins
og ég kallaði þig alltaf. Mig langar að
þakka þér fyrir allar stundirnar okk-
ar saman. Veiðiferðirnar og sumar-
húsaferðir. Þú varst einstakur afi,
hlýr og góður maður, enda sé ég og
finn hvaðan dóttir þín fékk þetta
hlýja og góða hjartalag. Þú varst allt-
af tilbúinn að rétta okkur hjálpar-
hönd hvort sem það var að mála, við
flutninga eða hvað sem var. Svo var
eitt sem ég tók eftir, og ekki bara ég
heldur allir í kringum þig, hvað þú
hafðir einstaklega góða stjórn á skapi
þínu, það var alveg sama hvað gekk á,
þú bara skiptir aldrei skapi, fannst
frekar jákvæðu hliðarnar á málunum.
Við hin mættum taka þig til fyrir-
myndar.
Það var heiður að fá að kynnast
þér.
Þinn tengdasonur
Sævar.
Elsku galdraafi okkar. Okkur lang-
ar að þakka þér fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman. Alltaf þegar við
hittum þig var það fyrsta sem þú
gerðir að kyssa okkur gæsagogg og
síðan settir þú puttann upp í loftið
snerir honum og sagðir hókus pókus,
togaðir svo í eyrað á okkur og galdr-
aðir nammi handa okkur. Bara þú
kunnir að galdra svona. Þú gafst þér
alltaf tíma til að setjast á gólfið og
leika með okkur, þú kenndir okkur
fullt af spilum og við spiluðum oft
saman. Þegar við gáfum þér eitthvað,
sama hvort það var steinn úr Selvog-
inum eða eitthvað í afmælisgjöf, var
það alltaf akkúrat það sem þig vant-
aði. Við hugsum til þín í hvert sinn
sem við förum á uppáhaldsstaðinn
okkar, Selvoginn. Elsku galdraafi, við
söknum þín svo óskaplega mikið, þús-
und gæsagoggar fyrir allt.
Leó Fannar, Alexander Már
og Rafael Darri.
Að kveðja Má bróður minn er mér
óskaplega erfitt. Þó að fjórtán ár skilji
okkur að í aldri vorum við alltaf góðir
vinir, ég bar mikla virðingu fyrir
bróður mínum. Ávallt var mikill kær-
leikur okkar í milli. Upphaf vináttu
okkar má rekja til hversu góður Már
var við mig litla bróður sinn, eftir að
móðir okkar lést. Ég minnist sérstak-
lega ferðanna í Selvoginn á stórum
vörubíl, en akstur var til langs tíma
hans aðalatvinna. Á ferðum okkar
Mása, en undir því nafni gekk hann
oftast var ýmislegt brallað. Mási
kenndi mér að virða náttúruna, fara
með skotvopn og ganga til veiða. Allir
sem þekktu Mása vita að þar fór góð-
ur maður. Hann elskaði að halda
veislur eða safna fjölskyldunni saman
og fara í ferðalag, minnist ég ferða í
skíðaskála í Skálafelli svo og fjöru-
ferða nú eða bara hittast og skemmta
sér. Innilegar samúðarkveðjur til eig-
inkonu Más, Pensri Karlsson, dætra
hans, elsku Elínar, Maríu, Guðnýjar
og fjölskyldna þeirra, guð gefi ykkur
styrk.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka þér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Guðs friður veri með þér, elsku
bróðir minn.
Sigurður K. Karlsson.
Það er svo innilega sárt að kveðja
Mása. Aðeins 51 sólarhring eftir að
hann leitaði sér læknis er hann látinn.
Krabbameinið var komið um allt og
aðeins hægt að lina kvalirnar og hlúa
að honum. Þar stóð fjölskyldan þétt
saman og Pensri og dætur hans véku
ekki frá honum á sjúkrabeðinum og
einnig voru vinirnir duglegir að líta
inn.
Fyrir nákvæmlega 48 árum giftist
ég Stebba bróður hans og var það
Már sem bjó til þriggja rétta brúð-
kaupsmiðdag sem við snæddum á
Stýrimannastíg 10 áður en haldið var
í brúðkaupsferð og að sjálfsögðu
komu Már og Kiddý með. Það var
ómetanlegt að eiga þau að næstu árin,
þau voru sannir vinir og áttu synir
okkar hjá þeim dásamlegt athvarf.
Tengdamamma María dó daginn áður
en eldri sonur okkar varð eins árs og
öll mín fjölskylda bjó í Danmörku, svo
við höfðum enga ömmu til að passa
sem er svo dýrmætt og þykir kannski
sjálfsagt en þar stóðu þau hjón þétt
við bakið á okkur.
Ótal ferðir fóru strákarnir með
Mása í Selvoginn að sækja sand og
milli þeirra myndaðist góð vinátta og
margt var rætt þegar komið var úr
slíkum ferðum. Við Stebbi höfðum
gaman af að fylgjast með sonum okk-
ar leika sér með vörubíla og gröfur,
þeir skiptust jafnan á að leika Mása
og pabba sinn. Þegar annar drengj-
anna var farinn að draga seiminn og
kominn með buxurnar aðeins niður á
bossann vorum við ekki í vafa um
hvor gæinn var að leika Mása frænda.
Þegar við Stebbi vorum bíllaus
fannst Má og Kiddý sjálfsagt mál að
lána okkur bílinn ef þau þurftu ekki á
honum að halda. Eins vorum við oft
saman í sumarbústaðnum við Þing-
vallavatn. Eitt gleymdi ég að segja
ykkur og það er að Mási frændi var
göldróttur. Alla vega gat hann bara
með því að snerta annan eyrnasnep-
ilinn á krökkunum galdrað fram Opal,
eitt stykki á mann. Reyndar viður-
kenndi hann þó í eitt skipti að það
munaði minnstu að hann yrði uppi-
skroppa.
Árin liðu og Már og Kiddý eign-
uðust þrjár dásamlegar dætur og þau
voru líka orðin amma og afi þegar
Kiddý lést úr krabbameini aðeins 42
ára gömul. Það var mikið reiðarslag
og fjölskyldan og vinahópurinn sátu
eftir í sárum. Már beið þess aldrei
bætur og þótt hann ætti möguleika á
að öðlast hamingjuna var eins og
hann væri of örvinglaður til að halda
fast í það besta sem kom. Þegar Mási
og Geiri komu í heimsókn til okkar í
sveitina, fyrir ofan Þverá, þar sem við
erum að byggja okkur smákot, var
okkur mjög brugðið að sjá hvað hann
Mási var mikið veikur. Þrátt fyrir það
lagði hann á sig þetta langa ferðalag
en þeir bræður fóru hringinn í kring-
um Snæfellsnesið á einum degi. Mási
hafði þá sagt við Stebba að honum
þætti mjög leiðinlegt að vera ekki
frískur og geta ekki hjálpað við bygg-
inguna.
Í von um að Mása líði betur og sé
umvafinn ást vil ég votta öllum sem
nú syrgja þennan góða mann innilega
samúð og óska þess að sárin muni
gróa og að Guðs blessun fylgi þeim
um alla framtíð.
Blessuð sé minning Mása.
Þín mágkona,
Karen Karlsson.
Elsku Mási, með þessum orðum
kveð ég þig:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Fjölskyldu og ástvinum Más sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Guð veiti ykkur styrk kraft á þess-
um erfiðum tímum.
Takk fyrir allt, þín frænka
María G. Finnsdóttir.
Kæra fjölskylda, vinir og ættingj-
ar. Ég vil votta ykkur öllum samúð
mína og bið Guð að veita ykkur styrk í
sorginni.
Nú ertu farinn elsku vinur minn.
Frá okkar veröld lausn fékk andi þinn.
Á himinsboga blika stjörnur tvær.
Hve brosi í augum þínum líkjast þær.
Nú gengur þú til fundar Frelsarans.
Friðargjafans, náðar sérhvers manns.
Þar englar biðja í bláum himingeim
og bíða þess þú komir loksins heim.
(Svava Strandberg.)
Elsku Mási, frændi minn, hvíldu í
friði
Þór Sigurðsson, Danmörku.
Það er margs að minnast við fráfall
manns sem maður er búinn að þekkja
og eiga samleið með í meira en hálfa
öld.
Fyrir rúmum fimmtíu árum
kynntst fjórir strákar á þann hátt að
bindast tryggðaböndum við fjórar
vinkonur. Við strákarnir vissum hver
af öðrum áður en þessi nánu kynni
hófust. Tveir okkar voru æskuvinir.
Þessi átta manna vinahópur fjölg-
aði sér allhratt fyrstu árin því barn-
eignir voru nokkuð tíðar.
Þegar börnin fóru að vaxa úr grasi
kom að því að við fórum að fara sam-
an út fyrir bæjarmörkin. Bæði að
vetrarlagi á skíði og í veiði- og tjald-
ferðir á sumrin. Árviss veiðiferð norð-
ur á Skaga var farin seinustu helgina í
júlí í mjög mörg ár.
Flestar ferðirnar hófust í Hraunbæ
41 á heimili Más og Kiddýjar. Þar var
safnast saman. Þar voru skíðin oft
geymd og vélsleðarnir (einka skíða-
lyfturnar okkar).
Í Hraunbænum var oft „glatt á
Hjalla“. Kiddý gefandi öllum ein-
hverja næringu og Már henni til að-
stoðar. Hann galdraði oft fyrir yngri
kynslóðina. Alltaf rólegur og yfirveg-
aður í framkomu. Þetta voru dásam-
legir tímar. Maður hlakkaði til hverr-
ar helgar allan veturinn. Sama
hvernig viðraði. Jafnvel meira gaman
í vondum veðrum. Hangandi aftan í
vélsleðanum í löngum böndum. Bíl-
arnir festust. Hjálpast að við að losa
þá og jafnvel aðra bíla ef heppnin var
með, sem oft gerðist.
Vorið 1982 breyttist mikið hjá okk-
ur, þessum fernu hjónum og börnum
okkar. Hún Kiddý veiktist og lést
hinn 25. apríl 1982. Hún Kiddý (Guð-
laug Kristjáns Jóhannesdóttir) var
dáin. Þessi lífsglaða og afburðagóða
kona sem með rólegheitum stjórnaði
öllu því sem hún vildi stjórna.
Már Karlsson
Þú verður í huga mínum með
mér að eilífu.
Þín að eilífu.
Pensri Karlsson.
HINSTA KVEÐJA