Morgunblaðið - 23.08.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 33
Þetta var mikið áfall fyrir alla. Ekki
síst fyrir Má og dæturnar þrjár.
Már átti mjög erfitt með að sætta
sig við þennan missi. En sem betur
fer náði Már áttum.
Már giftist fyrir tíu árum tælenskri
konu sem heitir Pensri.
Már var augljóslega mjög heppinn
að eignast Pensri sem eiginkonu. Hún
er mjög indæl og dugleg kona og Má
leið auðsjáanlega mjög vel með henni
þessi tíu ár.
Már var mjög rólegur og yfirveg-
aður maður. Undir þessum rólegheit-
um var einnig mjög ákveðinn maður
sem stóð á sínu þegar þess var þörf.
Hann var vinur vina sinna. Ávallt
reiðubúinn til hjálpar ef falast var eft-
ir því. Már var góður drengur.
Við sexmenningarnir sem enn lif-
um munum sakna hans.
Við vitum að þó að okkar söknuður
sé sár er söknuður eiginkonu hans,
hennar Pensri, mun sárari og dætra
hans, barnabarna og tengdasona.
Við félagarnir sendum ykkur okkar
hugheilustu samúðarkveðjur og von-
um að góður Guð styrki ykkur í sorg
ykkar.
Þess óskum við af öllu hjarta.
Jón Björnsson og
Þorgerður H. Aðalsteinsdóttir.
Þórarinn Þ. Jónsson og
Þorbjörg Jónsdóttir.
Böðvar Valtýsson og
Hólmfríður K. Guðjónsdóttir.
Kæri vinur, þá er baráttunni lokið,
en ég hugga mig við það að nú ertu
laus við þjáningarnar. Það var mitt
lán að kynnast þér á Landspítalanum
í júní, þú varst duglegur að skreppa
með mér í reyk og þar áttum við mörg
góð samtöl um lífið og tilveruna. Það
lýsti þér vel að þegar þú fékkst grein-
inguna hafðir þú mestar áhyggjur af
dætrum þínum og vildir bíða fram yf-
ir helgina með að segja þeim frá því,
þú vildir ekki skemma fyrir þeim
ferðalag sem var á döfinni þessa
helgi.
Það er mér góð minning að hafa
komið við hjá þér á mánudaginn og
fengið að halda í höndina á þér og
kveðja þig, við vissum bæði hvert
stefndi.
Takk fyrir fallegu orðin sem þú
sagðir við mig, ég geymi þau vel.
Nú guð ég von’ að gefi,
af gæsku sinni frið,
að sársaukann hann sefi,
af sálu allri bið.
Og þó að sárt sé saknað,
og sól sé bakvið ský,
þá vonir geti vaknað,
og vermt okkur á ný.
Þá ljósið oss mun leiða,
með ljúfum minningum,
og götur okkar greiða,
með góðum hugsunum.
(I.T.)
Innilegar samúðarkveðjur til eigin-
konu, dætra og annarra sem eiga um
sárt að binda vegna fráfalls Más
Karlssonar.
Takk fyrir samveruna, kæri vinur,
megi allir himinsins englar vaka yfir
þér.
Hvíl í friði.
Elísabet.
Elsku Mási, okkur langar til að
kveðja þig með þessum fallegu orð-
um.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Blíðlynd eins og besta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Við biðjum góðan guð um að veita
eiginkonu, dætrum og fjölskyldum
þeirra styrk í sorginni.
Minningin um góðan dreng mun
lifa með okkur.
Sigrún (Systa) og börn.
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Helluhrauni 10
Sími 565 2566 - www.englasteinar.is
Sendum
myndalista
Sú harmafregn
barst mér sl. mánu-
dag að þú, vinur
minn, værir farinn
burt, svona snögglega og óvænt, án
þess að kveðja. Þú kvaddir mig allt-
af þegar þú fórst í ferðalag, hvort
heldur þú fórst vestur á firði til for-
eldranna eða austur til tengdafor-
eldranna.
Hversvegna fórst þú í ferðina
löngu núna, burt frá ástvinum, burt
frá okkur öllum sem höfum fengið
að vera þér samferða og notið allra
gleðistundanna með þér? Þú sem
alltaf varst hrókur alls fagnaðar og
ætíð gleðigjafinn á samverustund-
um okkar. Húmor þinn hreif okkur
öll með sér í gleði, brandarar og
skrítlur runnu frá þér í stríðum
straumum og viðstaddir nutu gleð-
innar sem geislaði frá þér og þinni
góðu nærveru. En nú ertu farinn
frá okkur og kemur ekki aftur.
Sjúkdómurinn lævísi sem þú barðist
við hafði betur í hetjulegri baráttu
þinni við þann mikla skugga.
Það besta í lífinu á oft snöggan
endi. Það var það sama með þig, þú
hafðir einstaka mannkosti sem hver
maður mætti óska sér og varst
drengur góður.
Kæri vinur, ég kveð þig með
söknuði. Það er hörmulegt að sjá á
eftir góðum dreng sem hverfur úr
miðju lífsverki sínu. Sorgin er erfið
þeim sem eftir lifa, en minningin
um góðan dreng mun lifa með okk-
ur.
Ásu, börnunum og aðstandendum
öllum votta ég samúð.
Aðalbjörn Jóakimsson.
Sumir menn sem maður kynnist á
lífsleiðinni hafa þann kost og styrk-
leika að láta öllum líða vel í nær-
veru sinni. Þannig maður var Ás-
geir Þór Jónsson. Hann var fljótur
að kynnast fólki og hafði einlægan
áhuga á högum þess og líðan.
Ég kynntist Ásgeiri Þór fyrst
sem ræðuskörungi að vestan þar
sem hann birtist mér sjálfsöruggur,
rökviss og skemmtilegur. Fljótlega
lágu leiðir okkar saman í fé-
lagsstarfi ungra sjálfstæðismanna
þar sem tókst með okkur góð vin-
átta. Við höfðum svipaðar hugsjónir
og viðhorf til manna og málefna.
Ásgeir var höfðingi heim að
sækja hvort heldur sem var í Bol-
ungarvík eða í námsmannaíbúð
sinni á Flyðrugrandanum. Hann
var rammíslenskur heimsborgari,
sem stundaði nám bæði í Bretlandi
og Bandaríkjunum, og hafði gaman
af því að kynnast menningu ann-
arra þjóða. Hann var hrókur alls
fagnaðar á mannamótum og þótti
fátt skemmtilegra en að gleðjast í
góðra vina hópi. Í minningunni
geymi ég margar skemmtilegar
stundir frá Bolungarvík, Ísafirði,
Neskaupstað, Reykjavík, Sauðár-
króki og Selfossi.
Ásgeir var vinmargur og vin-
fastur, og gerði sér far um það að
við vinir hans „að sunnan“ kynnt-
umst sterkum og samhentum vina-
hópi hans að vestan.
En Ásgeir átti sínar alvarlegu
hliðar, hafði skoðanir og var rökviss
í umræðum. Hann átti auðvelt með
að skilja sjónarmið annarra og finna
málamiðlanir. Hann var einn þeirra
sem töluðu ekki oft á sama fund-
inum, en þegar hann talaði, þá var
hlustað. Ásgeir var forystumaður í
samtökum ungra sjálfstæðismanna
og einnig í Bolungarvík þar sem
hann sat í bæjarstjórn fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Hann fluttist síðar
til Reykjavíkur og kynntist þar eig-
inkonu sinni, Ásu Ásmundardóttur.
Í mörg ár skildu lönd og höf okk-
Ásgeir Þór Jónsson
✝ Ásgeir ÞórJónsson fæddist
í Reykjavík hinn 21.
apríl 1967. Hann
lést í Reykjavík
hinn 12. ágúst síð-
astliðinn.
Ásgeir Þór var
jarðsunginn frá
Háteigskirkju 20.
ágúst sl.
ur að og samskiptin
urðu stopulli en áður.
Við hittumst fyrir
ekki svo löngu og
ræddum að nú þyrfti
að taka upp þráðinn
að nýju.
Á kveðjustund sem
þessari verður maður
óþægilega var við hve
lífið er hverfult. Vin-
áttan er dýrmæt eign
og því mikilvægt að
leggja rækt við hana.
Fráfall Ásgeirs Þórs
minnir okkur á að
ekki er hægt að gefa sér að góðar
stundir megi geyma til „betri tíma“.
Guð geymi góðan dreng og styrki
fjölskyldu og ættingja hans.
Jónas Friðrik Jónsson.
Það er ekki mikið hægt að segja,
þegar ungur maður, í blóma lífsins
fellur frá. Hvað þá þegar þessi ungi
maður er einn af mínum allra besti
vinur.
Við Ásgeir Þór hittumst fyrst
þegar við hófum nám við Mennta-
skólann á Ísafirði haustið 1983 og
urðum fljótlega miklir vinir. Þessi
vinátta hefur haldið alla tíð og síð-
ustu tuttugu ár hefur ekki liðið sú
vika að við félagarnir höfum ekki
spjallað saman og farið yfir stöð-
una, eins og Geiri sagði oft.
Á þessum árum hefur margt ver-
ið brallað, gefnar út söngbækur,
settir saman geisladiskar, ferðast
og einstaka sinnum jafnvel farið út
á lífið, það er á túttípúttið! Það er á
engan hallað þó ég segi að í okkar
félagsskap, Vestfirskum gleðipinn-
um, hafi Ásgeir Þór verið prímus-
mótorinn í öllu því sem við tókum
okkur fyrir hendur.
Það er margt í þessu lífi sem
maður skilur ekki og margt sem
maður á hreinlega ekkert að skilja.
Ásgeir hafði í mörg ár glímt við
sinn sjúkdóm og hafði þannig lært
að lifa með honum, að ég og aðrir
héldum að sigur myndi vinnast en
andstæðingurinn var lævís og hafði
að lokum betur.
Fyrir ekki svo mörgum árum sát-
um við Ásgeir tveir heima og ætl-
uðum að ráða lífsgátuna, hlusta
kannski aðeins á Ragga Bjarna eða
BG og Ingibjörgu, en þá bar svo við
að Ásgeir var í símanum allt kvöld-
ið, sem mér þótti nokkuð furðulegt.
En þetta átti allt sínar skýringar.
Helgina áður hafði hann hitt stelpu
að austan, að mig minnir í Þjóðleik-
húskjallaranum og átti hún upp frá
því hug hans allan. Þarna var Geiri
sem sagt að kynnast henni Ásu
sinni, sem hann síðan giftist og
eignaðist með yndislega fjölskyldu.
Þó að Ásgeir Þór sé nú fallinn
frá, mun minning hans lifa um
ókomna tíð. Fjölskylda hans er stór
og samhent, Jón Friðgeir og Mar-
grét fyrir vestan og Magga, Einar
Þór og Kristján fyrir sunnan og vin-
irnir eru fjölmargir. Öll syrgjum við
nú góðan dreng en þegar frá líður
munum við einnig gleðjast yfir öll-
um þeim góðu minningum sem
hann skilur eftir sig.
„Því ég geymi allt það vinur, það allt er
gafstu mér.
Góða ferð, vertu sæll, já góða ferð.“
Elsku Ása, Ásdís, Ásgrímur, Ás-
gerður og litla systir. Ég og Hulda
vottum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur og vonum að Guð
gefi ykkur og okkur öllum styrk til
að takast á við erfiða tíma.
Hvíl í friði, kæri vinur,
Halldór V. Magnússon.
Þessa síðustu daga, frá því ég
frétti andlát Geira vinar míns, hefur
endurtekið rifjast upp fyrir mér
sama myndin:
Við vinirnir Bjarki Már ferjaðir
síðsumardag fyrir næstum tveimur
áratugum á bátsskel yfir Djúpið;
fyrst grillir í land, svo hverfur það í
hvítamyrkur þokunnar, birtist allt í
einu aftur og þá bendir kafteinninn
og segir „Jökulfirðir.“ Við sjáum
fjöllin rísa æ hærra yfir okkur, það
er farið að skyggja og ekki laust við
að báran verði krappari því nær
sem dregur landi. En svo, um það
bil sem hrollurinn er að byrja að
renna niður bakið á mér, sjáum við
lendinguna í Grunnavík. Á hálf-
hrundum bryggjusporði sjáum við
stóra manninn standa og bíða eftir
okkur. Handtakið er vel þétt og
brosið, eins og alltaf, nær milli
beggja augna. Hann kynnir okkur
fyrir öðrum íbúum Grunnavíkur
þessa helgi, eintómum Vestfirðing-
um í óteljandi ættliði, með orðunum
„Þetta eru vinir mínir“ og meira
þarf ekki að segja – eftir u.þ.b. hálf-
tíma dvöl í víkinni líður mér eins og
heima hjá mér á malbikinu fyrir
sunnan, ég er velkominn.
Þannig leið mér í félagsskap
Geira. Þannig er bara hægt að líða í
félagsskap þeirra sem eru góðir
drengir og vinir vina sinna.
Ég votta aðstandendum Geira
mína dýpstu samúð.
Hlynur Níels Grímsson.
Mér varð alvarlega brugðið, þeg-
ar ég fékk fregnir af andláti vinar
míns, Ásgeir Þórs Jónssonar. Mað-
ur í blóma lífsins, tekinn frá eig-
inkonu og fjórum börnum. Það var
nú aðeins fyrir tæpum þremur vik-
um síðan, eldsnemma á laugardags-
morgni, sem ég fékk frá honum
smáskilaboð þar sem honum og Ásu
hafði fæðst dóttir. Svona getur ver-
ið stutt á milli gleði- og ótíðinda.
Það eru ekki svo margir dagar síð-
an ég fékk myndir af nýjasta fjöl-
skyldumeðlimnum á tölvupósti eins
og Ásgeir var vanur að gera, þegar
nýir erfingjar fæddust þeim Ásu.
Ég kynntist Ásgeiri í Tækniskól-
anum á árunum 1990 og 1992 og
tókst með okkur góð vinátta sem
entist til síðasta dags. Ásgeir kom
mér fyrir sjónir sem skemmtilegur
og orðheppinn drengur og alltaf var
hann mikið snyrtimenni. Mér verð-
ur hugsað til allrar þeirra hópvinnu
sem við leystum saman í skemmti-
legum og góðum hópi í Tækniskól-
anum. Ofarlega í huga er útskrift-
arferðin, þar sem við Ásgeir
deildum saman hótelherbergi í
London, en hann var vel kunnugur í
London og gat farið með okkur
Valla á mjög skemmtilegar og sér-
stakar slóðir. Ekki hef ég komið til
London síðan en ég á örugglega eft-
ir að hugsa mikið til Ásgeirs, þegar
ég ferðast þangað á næstu árum.
Einnig hugsa ég til viknanna, áður
en ég fluttist til Noregs en þá höfð-
um við þrír félagarnir tekið upp á
þeirri skemmtilegu hefð að hittast
einu sinni í viku og borða saman
góðan hádegisverð og spjalla um líf-
ið og tilveruna. Að sjálfsögðu
gegndi Ásgeir þar lykilhlutverki,
með sinni framkomu og hnyttnu til-
svörum.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til Ásgeirs og Ásu og þau
höfðingjar heim að sækja. Ég minn-
ist skemmtilegu þorrablótanna sem
mér var boðið í og sérstaklega var
heimsóknin til þeirra um síðustu
páska skemmtileg, þar sem ég fékk
loksins tækifæri til þess að heilsa
upp á börnin þeirra. Elsti dreng-
urinn fæddist jú nokkrum dögum
áður en ég fluttist frá Íslandi og
hafði mér ekki gefist tækifæri til
þess að heilsa upp á hann og yngri
systur hans, sem fæddist tæpum
tveimur árum síðar.
Ásgeir var alltaf traustur og
ræktarsamur vinur og þrátt fyrir að
fjarlægðin væri orðin meiri, núna
síðustu ár, vorum við oft í sambandi
í gegnum síma eða á Skype. Þar
fékk ég fréttir af sameiginlegum
vinum og kunningjum og einnig
fékk ég fréttir af börnunum hans.
Að leiðarlokum vil ég þakka þér
kæri vinur, fyrir þau forréttindi að
hafa kynnst þér og votta Ásu samúð
mína, börnunum þeirra, systkinum
Ásgeirs og öðru fólki sem á um sárt
að binda á þessum tímamótum. Guð
gefi ykkur styrk. Minning um góð-
an dreng lifir áfram.
Jón Þór Jóhannsson.
Sumir menn hafa svo mikla per-
sónutöfra að fyrstu kynni við þá líða
manni ekki úr minni. Ásgeir Þór
var slíkur maður, en ég man enn
fyrsta fund okkar á þingi Sambands
ungra sjálfstæðismanna í Borgar-
nesi árið 1987. Á SUS-þingum koma
hundruð ungra sjálfstæðismanna af
öllu landinu saman til að rækta hug-
sjónir sínar en ekki síður til að efla
góð kynni. Á þessum vettvangi var
Ásgeir einn af leiðtogum Vestfirð-
inga, orðheppinn málafylgjumaður
með andstyggð á lognmollu, þraut-
góður félagsmálamaður og gleði-
maður sem þótti hóf best í hófi.
Enginn fundur var svo dauflegur að
ekki mætti gera úr honum góðan
fagnað með því að fela Ásgeiri
veislustjórn.
Kunningsskapur tókst strax með
okkur Ásgeiri sem þróaðist í góða
vináttu. Á meðan Ásgeir bjó fyrir
vestan, kom hann oft til Reykjavík-
ur ýmissa erinda og var þá oft efnt
til gleði í boði hans eða einhvers úr
hópi þess merka félagsskapar;
Vestfirskra gleðipinna.
Þegar Ásgeir var heimsóttur
vestur í menninguna voru viðtök-
urnar ekki heldur af verri endanum.
Ef um hóp var að ræða var ekkert
sparað til að gera ferðina skemmti-
lega og fróðlega. Við félagarnir
munum ætíð minnast ökuferða um
vestfirska firði, upp á fjöll og út í
víkur undir traustri leiðsögn Ás-
geirs, mannlýsingum og gamanmál-
um. Í þessum ferðum kom vel fram
að hann bar hag heimabyggðar
sinnar og Vestfjarða mjög fyrir
brjósti enda barst talið oft að at-
vinnumálum og framtíð byggðar
þar.
Þótt margt væri gert til gamans á
þessum árum voru alvarleg málefni
einnig rædd ef svo bar undir. Vissu-
lega urðu vinir Ásgeirs þess
áskynja að yfir honum sveimaði
stundum dökkur fugl. Ásgeir vildi
þó ætíð bera sig vel og sýndi að fátt
var svo alvarlegt að hann gæti ekki
fundið á því spaugilega hlið. Ásgeir
vildi sjálfur takast á við vandamálin
og sigrast á þeim en var jafnframt
óspar á hjálp til annarra í svipuðum
sporum. Gekkst hann m.a. fyrir
námskeiðshaldi um fjármál einstak-
linga og þunglyndi þar sem hann
miðlaði af eigin reynslu.
Þegar komið er fast að fertugu er
auðvelt að telja sig búa yfir svo
mikilli lífsreynslu að fátt geti lengur
komið á óvart. Þegar staðið er
frammi fyrir fráfalli góðs vinar á
besta aldri, verðum við þó algerlega
berskjölduð og máttvana. Á þetta
vorum við minnt þegar okkur bár-
ust fregnir af andláti Ásgeirs.
Fyrir nokkrum vikum áttum við
langt símtal, en nú vorum við í fríi í
Bolungarvík en hann í Reykjavík,
bíðandi óþreyjufullur eftir fæðingu
yngstu dóttur sinnar. Það gladdi
hann að við værum fyrir vestan og
sem fyrr lagði hann línurnar með
hvaða staði við skyldum skoða. M.a.
var komið við á Traðarstígnum þar
sem við fengum að vanda alúðlegar
móttökur hjá foreldrum hans, Mar-
gréti og Jóni Friðgeiri. Að því loknu
var farið, eins og áður, í skoðunar-
ferð um Víkina og upp á Bolafjall.
Í símtalinu var rætt um að hittast
bráðlega, jafnvel fyrir vestan. Ör-
lögin hafa nú hagað því þannig að
bið verður á þeim fundi. En minn-
ingu um góðan dreng munum við
halda í heiðri meðan okkur endast
dagar.
Kjartan Magnússon og
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir.
Fleiri minningargreinar um Ás-
geir Þór Jónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu á næstu dög-
um.