Morgunblaðið - 23.08.2007, Page 38

Morgunblaðið - 23.08.2007, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR að hlæja og spjalla yfir góðu kaffi eða stórum tebolla en raunverulegur fé- lagsandi byggist á því að sjálfsvirð- ing manna sé óskert. Honum datt aldrei í hug að líta á sig og sitt sam- starfsfólk sem óvirka launþega sem neyðast til að láta allt yfir sig ganga. Reyndar bar hann ekkert síður hag Ríkisútvarpsins fyrir brjósti því hann áleit menningarlegt hlutverk þess mikilvægt í samfélaginu og víl- aði ekki fyrir sér að standa vörð um það. Hann var hugrakkur og rétt- sýnn og þar að auki skemmtilegur. Þessi stóri og góði drengur, með strákslegt brosið og prakkaralegan hlátur, var okkar vinnustað ákaflega dýrmætur. Við kveðjum nú frábæran vinnufélaga og vottum ástvinum hans einlæga samúð okkar. Það eru viss forréttindi að vinna með skemmtilegu fólki og það var ekki vika liðin af samstarfi okkar Jóns Ásgeirs í þættinum Samfélag- inu í nærmynd í Ríkisútvarpinu þeg- ar ég vissi að ég var í góðum höndum. Hann var unglingurinn í okkar sam- starfi, alltaf kátur, átti auðvelt með að taka stríðni minni þegar ég sat geispandi yfir erlendum fréttum sem hann þýddi með annarri úr þýska blaðinu „Frankfurter Rundschau“ og hann glotti þegar ég enn og aftur lagði til að það yrði fjallað meira um ítalska matargerð í þættinum okkar. Það kætti hann einnig mjög þegar hann lét mig lesa erlendar fréttir með ægilega mörgum þýskum orð- um sem ég gat ekki fyrir mitt litla líf borið rétt fram, svo ég las þau bara hratt og hann brosti út að eyrum. Okkur þótti það einnig kostur að við vorum gift inn í sömu fjölskyld- una, Torfi minn og Magga hans systkinabörn svo við gátum hist í boðum og tekið þátt í gleðistundum hvort hjá öðru. Jón tók veikindum sínum með ein- stöku æðruleysi sem kom mér ekk- ert sérstaklega á óvart, og þegar hann spurði mig hvort mér þætti hann of kátur þá gat ég ekki annað en brosað. Hann sagði mér að hann ætlaði að njóta lífsins. Ég stakk þá upp á því að við færum einhvern dag- inn á Grillið og fengjum okkur hum- ar og hann var til í það.Við náðum því aldrei. Á meðan ég skrifa þessa minning- argrein er ég að sjóða niður tómat- sósu og baka brauð, ég vona þó að bragðið af sósunni verði gott þótt tár mín hafi blandast henni, ég vildi bara að ég gæti boðið Jóni Ásgeiri, mínum kæra vini, í mat. Við Torfi sendum þér, elsku Magga og ykkur öllum sem elskuðuð Jón, hlýjar hugsanir og vonum að ykkur takist að vinna úr sorginni. Sigurlaug M. Jónasdóttir. Jón Ásgeir Sigurðsson gekk til liðs við okkur í Samfylkingunni í Kópa- vogi nokkru fyrir síðustu sveitar- stjórnarkosningar. Hann vildi leggja okkur lið í kosningabaráttunni. Við komumst fljótlega að því að hann bjó yfir mikilli þekkingu og hæfni sem hann vildi miðla og myndi nýtast okkur vel. Hann varð sérlegur ráð- gjafi okkar. Hann brýndi okkur, leið- beindi og hvatti til dáða. Gagnrýni hans var uppbyggileg og ýtti undir sjálfstraust okkar. Í kjölfarið náðum við góðum árangri. Með þessum fá- tæklegu orðum kveðjum við traustan félaga og þökkum góða samfylgd. Fjölskyldu Jóns sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Félagar í Samfylkingunni í Kópavogi. Ég kynntist Jóni Ásgeiri fyrst að ráði í stúdentaráðskosningunum 1973. Þá dáðist ég að skipulagsgáfu hans, eljusemi og ósérhlífni. Ég átti eftir að dást oft að þessum eiginleik- um Jóns seinna. En hann var ekki aðeins óvenjulega vel gefinn maður. Hann hafði líka óvenjulega gott og hlýtt hjartalag. Jón Ásgeir stóð æv- inlega með þeim sem minna áttu undir sér og sá aldrei eftir tíma eða fyrirhöfn í því skyni. Um 1980 vildi svo til að ég missti vinnu sem ég hafði haft. Jón Ásgeir kom mér í vinnu á Vikunni. Þar unnum við sam- an um nokkurra missera skeið og það var skemmtilegur tími. Þar kynntist ég líka annarri hlið á Jóni, glettninni. Alltaf var það þó græsku- laust en minningin mun ylja mér eins lengi og ég lifi. Stuttu seinna fór ég að vinna á Bylgjunni. Þá var Jón kominn til Bandaríkjanna með Möggu sinni. Hann gerðist fréttaritari fyrir Bylgj- una vestra. Seinna vann hann fyrir Moggann og Ríkisútvarpið og þá urðum við enn samstarfsmenn. Jón var alla tíð ákaflega hollur Ríkisút- varpinu og vildi veg þess sem mestan og bestan. Við hjónin áttum þess kost að heimsækja Jón Ásgeir og Möggu í Bandaríkjunum, bæði í New Haven og Atlanta og nutum þar yndislegra stunda. Jón Ásgeir var þeirrar gerð- ar að það var alveg sama hvaða greiða maður fór fram á, allt var hon- um eðlilegt og sjálfsagt. Ég á honum margt að þakka og verður ekki tí- undað hér. Ótal sinnum sátum við líka saman og fórum yfir sviðið. Mér finnst hann auðvitað hafa dáið langt um aldur fram. Við áttum eftir að ræða svo margt. Ég sendi börnum hans og Margréti konu hans innileg- ust samúðarkveðjur. Sigurður G. Tómasson. Jón Ásgeir Sigurðsson ✝ Guðný Þ. Þórð-ardóttir fæddist í Vöðlavík í Suður- Múlasýslu 5. desem- ber 1911. Hún and- aðist á Hrafnistu í Hafnarfirði hinn 12. ágúst sl. Foreldrar Guð- nýjar voru Kristín Björg Jóhannes- dóttir, f. í Vöðlavík 14.10. 1881, d. 13.8. 1976, og Þórður Benediktsson, f. í Kirkjuvogssókn 22.10. 1891, d. 11.3. 1911. Bræður Guðnýjar voru Jóhann Sigurður Þórðarson, f. 1907, d. 1937, og Auðunn Jóhannes Þórðarson, f. 1909, d. 1965. Guðný giftist hinn 2.1. 1941 Óskari Sigfinnsyni skipstjóra frá Norðfirði, f. 17.1. 1911, d. 1.11. 2003. Foreldrar hans voru Sig- finnur Árnason, f. 1890, d. 1913, og Júlía Sigurðardóttir, f. 1886, d. 1979. Börn Guðnýjar og Óskars eru: Axel, f. 1933, Friðrik Grétar, f. 1936, Jóhanna Kristín, f. 1939, Auður Sigurrós, f. 1941 og Berg- þóra, f. 1943. Guðný var að miklu leyti alin upp hjá þeim Sigurrósu Jóhanns- dóttur og Hinriki Sigurðssyni á Norð- firði. Hún fór snemma að vinna út í frá og starfaði m.a. við síldarsöltun og hefðbundin fisk- vinnslustörf með- fram því að halda heimili. Óskar starf- aði lengst af sinni starfsævi sem sjó- maður á Norðfirði en árið 1963 fluttu þau hjón til Reykja- víkur og bjuggu þar allt til ársins 1997. Þá settust Ósk- ar og Guðný að á Hrafnistu í Hafnarfirði hvar þau bjuggu til dánardags. Guðný starfaði alla tíð ötullega að félagsmálum, ekki síst er hún bjó á Norðfirði. Hún var ein af helstu driffjöðrum leikfélagsins í Neskaupstað á þeim tíma og lék sjálf og leikstýrði jöfnum höndum. Þá tók hún þátt á kórastarfi alveg fram á síðasta dag, má segja, því nú síðast söng hún með Hrafnistu- kórnum og var þar sem annars staðar hrókur alls fagnaðar. Útför Guðnýjar verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin kl. 13. Elsku amma, nú er þinn tími kom- inn, þú hafðir sagt svo oft að þú værir alveg að deyja en allir aðrir voru þó farnir á undan þér. Ég fékk að vera nálægt þér áður en þú kvaddir og það var mér dýrmætt. Það er svo margs að minnast þegar horft er til baka þau 40 ár sem ég hef verið svo lánsöm að njóta þín að það væri efni í heila bók, ferðirnar mínar í rútunni til ykkar afa í Eskihlíðina þar sem ég gisti og fékk að fara með í heimsókn til Möggu og Guðnýjar á loftinu og hinna. Við fórum ófáar ferð- irnar á Skodanum til Auðar og, amma, það eru líka ófá jólin sem ég fékk að njóta nærveru ykkar afa í Keflavík. Í Eskihlíðinni fékk maður að bralla ýmislegt og það var svo gaman að vera með ykkur afa, þið spjölluðuð mikið og kenndir þú mér kasínu í eld- húsinu og þar fékk ég líka að mala kaffi í kvörninni góðu. Það eru ekki allir svo lánsamir að kynnast ömmu sinni og afa og verð ég ævinlega þakklát fyrir að hafa átt þennan frá- bæra tíma með þér. Amma, þú varst ein sú lífsglaðasta kona sem ég hef komist í kynni við, þú varst alltaf í góðu skapi, þú varst líka svo skemmtileg að tala við, hafðir sterkar skoðanir á hlutum og málefnum en það var þó alltaf gaman að ræða við þig þú gast líka leyft öðrum að hafa sínar skoðanir. Þú varst svo mikið fyrir leiklist og tókst þátt í því starfi þegar þú varst fyrir austan og þú varst líka mikið fyrir góða músík og þér fannst gaman að syngja og þú naust þín í kórnum á Hrafnistu þar sem þín verður sárt saknað. Amma, svo lékstu í mynd og varst eins og flott Hollywood-stjarna á hvíta tjald- inu þar sem þú naust þín vel og þar fengu allir landsmenn að kynnast lífs- gleði þinni sem var svo smitandi og mér var sagt eftir þá sýningu hversu frábæra ömmu ég ætti og ég veit það, amma, að þú varst sú allra frábær- asta amma í heimi. Amma, það var heldur enginn sem fylgdist eins vel með öllum sínum ættingjum og þú. Það hafa sjálfsagt flestir ef ekki allir af afkomendum þínum yljað sér á sokkum og vett- lingum sem þið afi prjónuðuð af myndarskap og, amma, það var engin eins vandvirk og þú. Spjallið okkar fyrr í sumar er mér ofarlega í huga á þessari stundu, þá ræddum við sam- an á alvarlegum nótum og ég fékk að heyra að líf þitt var ekki alltaf dans á rósum en þú notaðir lífsgleðina og já- kvæði til að yfirstíga það sem erfitt var og það ætla ég að læra af þér. Þú varst svo lánsöm að kynnast góðum manni sem þú fékkst að eyða yfir 70 árum með. Það var erfitt hjá þér þegar hann kvaddi okkur fyrir um fjórum árum, söknuður þinn var mikill en, amma, nú veit ég að hann tekur vel á móti þér og bíður þín með opin faðminn og allir sem á undan þér fóru. Elsku amma, ég vil með þessum orðum þakka þér fyrir allar stundir okkar saman og ég bið þig að smella stórum kossi á afa þegar þið faðmist. Ég kveð þig nú, elsku amma, með litlu ljóði og bið þess að Guð á himn- um geymi þig og verndi. Við minnumst þín áfram – hvern einasta dag – og um þig við hugsum með hlýju. Þú einstaka kona sem Guð okkur gaf. Hann geymir þig uns við hitt- umst að nýju. Hvíldu í friði, elsku besta amma mín. Þín, Guðný Svava. Elskuleg amma okkar hefur nú kvatt þetta jarðlíf. Guðný amma, eða amma í Eskihlíð, eins og við kölluðum hana lengst af, var einstök kona. Það er ekkert oflof þó að við teljum hana með víðsýnustu og heilsteyptustu manneskjum sem við höfum kynnst á lífsleiðinni. Í bernskuminningunum sér maður fyrir sér mynd af ömmu og afa koma keyrandi á gula Skódanum upp Lundarreykjadalinn, með farangur- inn á toppgrindinni. Við systkinin út á hlaði, spennt og óþolinmóð, enda vissi maður að þar sem amma var mátti búast við skemmtilegum og líflegum uppákomum. Það var gjarnan söngur og sprell í kringum ömmu, enda var hún afar söngelsk og mikill húmoristi. Þegar við fórum hvert um sig að fara til Reykjavíkur upp á eigin spýt- ur hlakkaði maður til að fá eitthvað gómsætt hjá ömmu, sem hún reiddi fram meðan afi sótti okkur í Akra- borgina. Síðan var búið um mann í græna sófanum, og alltaf var nóg pláss í hlýlegri íbúðinni í Eskihlíðinni. Og hvort sem maður var að koma eða fara mátti reiða sig á að bæði amma og afi stæðu við eldhúsgluggann sinn og veifuðu og fylgdust með ferðum okkar. Þrátt fyrir kynslóðabilið var hægt að ræða nánast hvað sem var við ömmu. Leiklistin var eitt af hennar stærstu áhugamálum og kom gjarnan við sögu þegar hún deildi með okkur endurminningum að austan. Amma var leikkona af guðs náð og hefði get- að náð langt á því sviði. En leiklistin var ekki eina listgreinin sem hún lagði fyrir sig. Amma var sérlega handlagin og vandvirk og hafa ófá sokka- og vettlingapörin yljað barna- börnum og barnabarnabörnum gegn- um tíðina. Auk þess prýða listaverkin hennar heimili okkar, mörg hver unn- in eftir að hún komst á efri ár. Við áttum ömmu sem lifði tímana tvenna. Ömmu sem þvoði þvott í köld- um bæjarlæk og kynntist því að hafa fyrir lífinu í byrjun tuttugustu ald- arinnar. Ömmu sem kynnti sér þá tækni að tala við afkomendurna í út- löndum á Netinu og hlusta á tónlist- ina sem henni þótti svo vænt um á geisladiskum. Ömmu sem gerðist listakona og sjónvarpsstjarna á tí- ræðisaldri. „Það er svo gaman að lifa,“ voru kjörorð ömmu og hún naut lífsins og tók fullan þátt í því nánast fram á síð- asta dag. Við erum þakklát fyrir að makar okkar og börn fengu að kynnast ömmu. Hún fylgdist vel með sínu fólki og var alltaf með á nótunum og hélt sínu virðulega fasi allt til hinsta dags. Nú er ómurinn af söngnum hennar ömmu orðinn að englasöng. Anna Guðný, Gísli, Sigríður, Brynjólfur Óskar, Kristín Sigurrós og Ástríður. Þegar mér bárust þær fréttir að vinkona mín Guðný Þórðardóttir hefði kvatt þetta líf, settist ég niður og horfði á heimildarmynd Þórsteins Jónssonar, Ómur af söng. Með bros á vör rifjaði ég upp samtöl okkar yfir kaffibolla og sérrýstaupi. Hún hafði einstaka frásagnargáfu og átti auð- velt með að gera svipmyndir liðinna ára ljóslifandi í huga mínum. Lífið á Norðfirði. Rottusögur. Leikhúslíf. Viðhorf fólks til kommúnista. Sögur af Óskari. Blikið í augunum leyndi sér ekki er hún talaði um hann. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast þessari lífsglöðu konu sem gjarn- an sagði: „Guð minn góður, það er svo gaman að lifa!“ Allt hennar viðmót bar það með sér. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi Hrafnistu, söng í kórn- um og fagnaði ákaft ungu og efnilegu fólki sem leit í heimsókn til þess að gleðja heimilismenn með leik og söng. Hún tók það gjarnan á eintal til þess að hrósa því og hvetja að fylgja eftir draumum sínum. Sjálfa dreymdi hana alltaf um að verða söng- eða leikkona. Hún rifjaði upp er hún ung að árum eyddi aurunum sínum í mynd af am- erískri kvikmyndastjörnu, hversu fólk hneykslaðist, en hún lét það ekki á sig fá. Guðný var sannarlega stjarna í mínum huga. Hún var fyrir- mynd og hvatning ungri konu sem lærði margt af því að hlusta á lífs- speki hennar og viðhorf til lífsins. Á kveðjustund er því þakklæti efst í mínum huga. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast Guðnýju og ég bið þess að ástvinir allir megi finna huggun í þeirri birtu sem hún eftirlét samferðarmönnum með elskulegu viðmóti, skemmtilegum tilsvörum og dillandi hlátri. Blessuð sé minning þín, Guðný Þórðardóttir. Sigríður Kristín. Guðný Þ. Þórðardóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Borgarhóli, Húsavík, lést á heimili sínu föstudaginn 10. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Guðlaug Jóhannsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Svava Gústavsdóttir, Trausti Ólafsson, Auður Jónasdóttir, Berglind Hanna Ólafsdóttir, Guðmundur Árni Ólafsson, Fanney Hreinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.                          ✝ Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra DAVÍÐS GUÐMUNDSSONAR, Dalbrún 3, Fellabæ. Guðmundur og Viktoría Emma Davíðsbörn, Guðmundur Davíðsson, Sjöfn Eggertsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Haukur Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðbjörg Valdimarsdóttir, systrabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.