Morgunblaðið - 23.08.2007, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
HALLÓ
HVERNIG
HEFUR ÞÚ
ÞAÐ?
BARA
FÍNT
EN ÞÚ?
HEF
HAFT ÞAÐ
BETRA
Æ,
NEI!
STAÐAN ER
3-2 Í SÍÐASTA
LEIKHLUTA
VIÐ
GETUM
JAFNAÐ
ÞETTA!
EN KALLI ER Í
ÞRIÐJU HÖFN OG
VIÐ EIGUM AÐ SLÁ
BOLTANN!
HELDUR ÞÚ
NOKKUÐ AÐ
KALLI REYNI
AÐ STELA
HÖFN?
EKKI EINU
SINNI HANN
ER NÓGU
HEIMSKUR
TIL ÞESS!
ÆTTI ÉG KANNSKI
AÐ STELA HÖFN?
KALVIN, AF HVERJU
ERTU SEINN Í SKÓLANN?
AF HVERJU VARSTU EKKI
Í SKÓLABÍLNUM?
ÉG ÆTLAÐI
AÐ SKRÓPA Í
SKÓLANUM EN
HÚN NÁÐI MÉR
NÚ?
HVER?
MAMMA! HÚN HAFÐI
ÞREKIÐ Í LOKASPRETTINN
ÞURFTI
HÚN AÐ
ELTA ÞIG?
JÁ... HÚN
STÖKK MEIRA
AÐ SEGJA
YFIR RUNNA
TIL AÐ NÁ
MÉR
HVERNIG VORU
FYRSTU MÁNUÐIRNIR
EFTIR AÐ ÞIÐ GIFTUÐ
YKKUR?
VIÐ RIFUMST MIKIÐ...
ÉG FÓR MJÖG OFT HEIM
TIL MÖMMU MINNAR
OG ÉG FÓR
ALLTAF MEÐ
HENNI...
ÞAÐ VAR EINA LEIÐIN
TIL AÐ FÁ EITTHVAÐ
ALMENNILEGT AÐ BORÐA!
SJÁÐU BARA!
ÉG VISSI AÐ ÉG
MUNDI FINNA
DÓS MEÐ
HUNDAMAT!
TAKK FYRIR AÐ
HJÁLPA MÉR AÐ
FLYTJA ÖLL
HÚSGÖGNIN HEIM
EKKERT MÁL
ELSKAN
EN ERT ÞÚ
VISS UM AÐ
ÞÚ GETIR
UNNIÐ INNI Á
SKRIFSTOFU?
HÚN ER
FREKAR LÍTIL
EN ÞETTA
VERÐUR
Í FÍNASTA
LAGI
VIÐ HEFÐUM SAMT
KANNSKI ÁTT AÐ MÆLA
HANA FYRST
ÞAÐ GÆTI ENGINN
HALDIÐ LÍFI INNI Í
ÞESSU ELDHAFI
ÞÁ ER
ANSI
HEPPILEGT...
AÐ ÞAU SÉU EKKI
ÞARNA INNI!
dagbók|velvakandi
Virðingarleysi eða fáviska
ÉG á ekki orð yfir umræðunni um 72
ára manninn sem var hent út eins og
hverju öðru rusli. Ég skammast mín
fyrir að vera Íslendingur þegar ég
heyri þessa umræðu. Erum við ekki
samfélag? Það eiga ekki allir fjöl-
skyldu til að leita til í erfiðleikum. Ef
það versta sem getur gerst er að
fleiri geti ekki greitt leiguna, hvað
um það? Förum við á hausinn?
Bendir það ekki til þess að þörfin sé
mikil? Erum við of góð til að hugsa
vel um samborgarana sem hafa
minna á milli handanna en flestir?
Lífsstíllinn á Íslandi hefur breyst.
Nær það til eldri borgara, eða eiga
þeir að lepja dauðann úr skel meðan
restin af þjóðinni heldur ofneyslu-
veislu?
Við höfum ekki fjármagn þegar
snýr að fólki. Þá birtast ábyrgðar-
fullir fulltrúar borgarinnar og passa
upp á aurana. En það virðist enginn
bera ábyrgð á stærri fjárhæðum
sem fara forgörðum. Við höfum vel
efni á að setja mannvirðingu ofar
öllu.
Ég held að við ættum að kenna
samkennd og virðingu sem skyldu-
fag í grunnskóla. Það gæti breytt
mörgu til hins betra. Sjálfsvirðing
hjá ungu fólki er gott veganesti út í
lífið. Í eldri íbúum þessa lands get-
um við kynnst fortíðinni og lært að
meta hana. Ég bendi einnig á að þeir
sem ekki eiga fjölskyldur arfleiða
ríki og borg að eigum sínum. Er það
virðing við eldra fólk að ætlast til að
það leggist upp á aðstandendur
nauðugt viljugt? Auðvitað eiga
margir góða að en ekki allir. Þeir
þurfa á okkur sem þjóð að halda.
Emma.
Góð þjónusta fasteignasölu
MIG langar þakka fasteignasölunni
Húsið fyrir góða og vandaða þjón-
ustu. Við gerðum tilboð hjá fyrir-
tækinu í íbúð og eyddi starfsmaður
þar dágóðum tíma með okkur í að út-
skýra öll lán, lántökur, greiðslugetu
og allt sem máli skipti alveg ofan í
kjölinn. Við fengum góðar ráðlegg-
ingar þó að við hefðum ekki sóst sér-
staklega eftir þeim. Þar var ekki
fyrst og fremst verið að hugsa um að
selja sem fyrst eins og hjá stærri
keðjunum, heldur haldið vel um
hagsmuni kúnnans.
Þó að ekki hafi orðið af kaupunum
vil ég þakka góða þjónustu.
Harpa.
Síðhærðir árásarmenn
Í FRÉTTUM Ríkissjónvarps kom
fram um helgina að fjölskyldumaður
hefði orðið fyrir fólskulegri árás í
miðbænum. Tekið var fram að árás-
armennirnir voru síðhærðir. Til
hvers að blanda útlitseinkennum í
málið? Er fylgni milli síðs hárs og
líkamsárása? Ber fólki að óttast síð-
hærða karlmenn í smáhópum? Ég
hvet fréttastofu einnig að tilkynna
árásir múgmenna með aflitað hár,
skalla og þá fúlskeggjuðu, einungis
til að varpa ljósi á mikilvægar töl-
fræðiupplýsingar hvað varðar af-
brotafélagsfræði.
Einn úr minnihluthópi
síðhærðra kappa.
Góð þjónusta
ÉG þakka fyrir frábæra þjónustu
starfsmanna í BP merkingum,
Vatnagörðum 14.
Kona í Kópavogi.
Sjal tapaðist á Menningarnótt
LJÓST heklað sjal með stóru kögri
tapaðist við Söngskóla Reykjavíkur,
Snorrabraut 54, þegar Garðar Cort-
es söng þar á Menningarnótt. Finn-
andi vinsamlegast hafi samband við
Guðrúnu í s. 553 6652.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
VERKAMENN sem vinna við viðgerðir á Þjóðleikhúsinu tóku sér kaffihlé á
þaki þess. Þessi glæsilega bygging er hönnuð af Guðjóni Samúelssyni arki-
tekt . Fimm leiksvið eru í Þjóðleikhúsinu sem var vígt árið 1950.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Kaffihlé á Þjóðleikhúsinu
FRÉTTIR
NÝBÝLAVEGI í Kópavogi verður
lokað frá Birkigrund vestur að Sæ-
bólsbraut frá og með deginum í dag
á meðan háspennustrengur verður
færður. Stefnt er að því að opna
veginn aftur laugardagskvöldið 25.
ágúst. Bent er á hjáleið um Álfhóls-
veg og Hamraborg. Ekki verður
hægt að komast inn á Hafnarfjarð-
arveg af Nýbýlavegi meðan á lokun
stendur og eru ökumenn beðnir að
fara heldur um Digranesveg. Veg-
farendum sem leið eiga að fyr-
irtækjum við Nýbýlaveg 232 er
bent á hjáleið um Hamraborg,
Skeljabrekku og Auðbrekku.
Nýbýlavegi
lokað um tíma
Rangt föðurnafn
RANGT var farið með föðurnafn
Auðar Ákadóttur í myndatexta á bls.
19 í blaðinu á þriðjudag. Beðist er
velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
UPP hefur komið galli í tjaldi sem
hefur verið til sölu í Rúmfatalag-
ernum síðan í vor.
Í fréttatilkynningu frá versl-
uninni segir að þeim hafi verið til-
kynnt að ein gerð af tjaldi sem
keypt er af Nordisk Company A/S
sé gölluð. Tjaldið heitir „Wood-
stock“, vörunúmer 47219000,
tveggja manna „pop-up“ tjald.
Gallinn felst í ófullnægjandi önd-
un efnis í tjaldi. Hefur sölu tjald-
anna þegar ver iðhætt og við-
skiptavinir sem hafa keypt tjaldið
eru beðnir að skila þeim í næstu
verslun Rúmfatalagersins.
Gölluð tjöld
innkölluð