Morgunblaðið - 23.08.2007, Side 44
Þar minnkar maður
með aldrinum, full-
orðnir leika börn og börnin
leika þá fullorðnu… 46
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
HÉR á landi eru staddir tveir dans-
arar úr hinum heimsfræga dansflokki
Pinu Bausch, Tanztheater Wupper-
tal. Hjónin Julie Shanahan og Rainer
Behr hafa starfað með Bausch í mörg
ár og komu m.a hingað til lands síð-
astliðið haust þegar flokkurinn sýndi
í Borgarleikhúsinu. Þau eru nú hér á
eigin vegum til að halda námskeið
fyrir dansnema í Listaháskóla Ís-
lands, leikara Borgarleikhússins og
dansara Íslenska dansflokksins.
„Námskeiðin eru byggð á reynslu
okkar og erum við bæði með fyrir-
lestra og danskennslu en við byggj-
um kennsluna mikið á einstaklingn-
um og að hann finni sína eigin leiðir,“
segir Shanahan og bætir við að þeim
finnist áhugavert að vinna með ís-
lensku listamönnunum. „Þeir hafa
verið mjög opnir og áhugasamir,“
segir hún og tekur ekki undir klisj-
una um að Íslendingar séu lokaðir.
„Fólkið sem við erum að vinna með er
a.m.k. ekki lokað, við höfum þurft að
kreista heilmikið út úr því en þetta er
ekki eina landið í heiminum þar sem
þarf að kreista. Það er frekar að þá
skorti þekkingu til að ná ýmsu út úr
sér en við hjálpum þeim við það. Með
því að finna hvað það er sem gerir
mann sérstakan verður sköpunin
heiðarlegri.“
Fjölskylduferð
Shanahan kemur frá Ástralíu en
Behr er Þjóðverji, þau kynntust í
danshópnum og eru hér með tvö börn
sín, 3 mánaða og 5 ára. Spurð hvernig
sé að ferðast svona mikið með fjöl-
skylduna vegna vinnunnar segir Sha-
nahan að það sé auðvitað erfitt.
„Þetta er samt mikil reynsla fyrir
börnin, eldra barnið veit t.d. mikið
um landafræði og getur borðað allan
heimsins mat.“ Shanahan segir að
þrátt fyrir ferðalögin sé mjög gott að
vinna í danshópi Bausch enda sé hún
búin að vera þar í 19 ár. „Það er mikil
áskorun, maður þarf að gefa mjög
mikið af sjálfum sér í sköpunina en
fyrir vikið þekkir maður sjálfan sig
vel.“
Shanahan segir að það sé und-
antekning að þau haldi námskeið líkt
og hér á landi því þau geri það í frí-
tíma sínum. „Vinnan með Bausch er
mikil en okkur langaði mjög að koma
til Íslands, það er líka mikilvægt að
koma þekkingunni áfram.“
Heiðarleg sköpun
Morgunblaðið/G.Rúnar
Hjón Julie Shanahan og Rainer Behr eru dansarar hjá Tanztheater
Wuppertal og héldu námskeið hér á landi fyrir listamenn.
Tónlistarmað-
urinn Svavar
Knútur er um
þessar mundir
staddur í Ástralíu
á tónleikaferð.
Svavar skrifar
heim í Poppland á Rás 2 og í síðasta
bréfi lýsir hann tónleikaferð sinni
um Melbourne, Sydney og aðra
smærri bæi þessa gríðarstóra
lands. Merkilegust er þó frásögn
hans frá Tasmaníu þar sem hann
dvaldi í góðu yfirlæti hjá Brian
nokkrum Ritchie sem Svavar
kynntist á MySpace. Fóru þeir í
skemmtilega skoðunarferð um eyj-
una sem varð svo töluvert merki-
legri þegar það rann upp fyrir
Svavari, eftir tveggja tíma bílferð,
að hann var að rúnta með bassa-
leikara Violent Femmes.
„Hafið þið nokkuð
gefið út plötu?“
Vinahljómsveitirnar Á móti sól
og Sóldögg ætla að leggja land und-
ir fót á næstu dögum og fara til
Danmerkur. Tilgangur ferðarinnar
er að skella sér á tónleika með
Sting og félögum hans í hljómsveit-
inni The Police sem verða í Árósum
1. september. Eins og margir ef-
laust vita var sveitin endurvakin
nýverið og hefur verið á gríðarlega
vel heppnuðu tónleikaferðalagi um
heiminn. Nú er bara spurning hvort
Magni fái ekki að skella sér upp á
svið og syngja dúett með Sting …
Skella sér á Lögguna
Glöggir lesendur Morgunblaðs-
ins hafa eflaust tekið eftir því að á
forsíðu blaðsins í gær var talað um
minningartónleika og Tom Waits í
sömu setningu. Af því tilefni skal
áréttað að Waits er enn í fullu fjöri,
enda ekki nema 57 ára gamall.
Tom Waits er á lífi
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
„ÉG ER upphaflega djass-gítar-
leikari og hef leikið á gítar síðan
ég var barn,“ segir Búi nokkur
Dam, færeyskur tónlistarmaður
sem ætlar að leika fyrir Íslendinga
í Norræna húsinu á morgun.
Búi hefur einnig fengist talsvert
við leiklist enda kemur hann úr
mikilli leikarafjölskyldu í Fær-
eyjum. Fyrir tveimur árum hóf
hann svo upp raust sína, hóf að
syngja og semja lög.
„Mig langaði að segja sögur,“
segir Búi um þessa ákvörðun sína
að gerast tónlistarmaður.
Hann hefur ekki langað að
skrifa bók fyrst hann vildi koma
frá sér sögum?
„Jú það er reyndar á planinu
líka,“ viðurkennir Búi, en sögurnar
hans eru um „stóru hlutina í lífinu,
ástina, dauðann og konur.“
Talar íslensku
Budam er listamannsnafn Búa
og einnig nafnið á hljómsveitinni
hans sem sendi nýverið frá sér sína
fyrstu plötu, Stories of Devils,
Angels, Lovers and Murderers.
Platan hefur fram að þessu að-
eins verið gefin út í Færeyjum, Búi
segist þó vonast til þess að platan
og hljómsveitin nái eyrum fleiri en
landa sinna. „Það er mikið af nýj-
um listamönnum að koma upp hér í
Færeyjum. Ég held að það sé að
gerast hér það sama og gerðist hjá
ykkur á Íslandi fyrir svona 20 ár-
um, þegar erlendir aðilar fóru að
uppgötva tónlistina ykkar,“ segir
Búi.
„Það er auðvelt að ná athygli
fjöldans hér í Færeyjum vegna
þess hve við erum fá en á móti er
maður líka fljótur að gleymast sé
maður ekki duglegur að minna á
sig.“
Sex manns verða Búa til full-
tingis á tónleikunum á morgun,
hann ætlar sjálfur að syngja og
„taka aðeins í gítarinn“.Aðspurður
segist Búi ekki vera að koma til Ís-
lands í fyrsta sinn. „Ég tala meira
að segja íslensku,“ segir hann
skyndilega á næstum lýtalausri ís-
lensku og gerir blaðamanni það
óþarft að halda uppi samræðum á
erlendu tungumáli.
Budam halda tónleika í Norræna
húsinu á morgun, föstudag, klukk-
an 22.30 en tónleikarnir eru hluti
af dagskrá Reyfis – Menning-
argnægð Norræna hússins sem nú
stendur yfir.
Sveitin heldur einnig tónleika á
Sirkus á laugardagskvöld.
Tónleikar Búa Dam eru hluti af dagskrá Reyfis í Norræna húsinu
Færeyskur Búi Dam telur Færeyjar líklegar til að komast á alþjóðlega tónlistarkortið líkt og Ísland gerði fyrir tuttugu árum.
Sögur af ástkonum,
morðingjum og englum
myspace.com/budam