Morgunblaðið - 23.08.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 47
Stærsta
kvikmyndahús
landsins
Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á
www.haskolabio.is Sími - 530 1919
CHRIS
TUCKER
JACKIE
CHAN
Sýnd kl. 3:45, 6, 8 og 10 b.i. 12 ára
-bara lúxus
Sími 553 2075
ÞEIRRA STRÍÐ.
OKKAR HEIMUR
eee
F.G.G. - FBL
V.I.J. – Blaðið
Sýnd kl. 3:45 m/ísl. tali kl. 7 og 10 b.i. 10 ára
Miðasala á www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 4 m/ísl. tali
Astrópía kl. 6 - 8 - 10
The Bourne Ultimatum kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára
Rush Hour 3 kl. 10:30 B.i. 12 ára
Becoming Jane kl. 8
BECOMING JANE BAKVIÐ ALLAR GÓÐAR ÁSTARMYNDIR ER FRÁBÆR SAGA
10:20
eee
H.J. – MBL
eee
MMJ – Kvikmyndir.com
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA
MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE
MATT DAMON
ER JASON BOURNE
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeeee
- SV, MBL
MAGNAÐASTA
SPENNUMYND
SUMARSINS
CHRIS
TUCKER
JACKIE
CHAN
Jackie Chan og Chris Tucker fara á
kostum í fyndnustu spennumynd ársins!
Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20-POWERSÝNING b.i. 14 ára
MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE
MAGNAÐASTA
SPENNUMYND
SUMARSINS
MATT DAMON
ER JASON BOURNE
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
eeeee
- SV, MBL
Jackie Chan og Chris Tucker fara á
kostum í fyndnustu spennumynd ársins!
SÝND M
EÐ
ÍSLENSK
U TALI
eeee
S.V. - MBL
LANDSLIÐ GRÍNISTA Í STÆRSTU ÍSLENSKU BÍÓMYND ÁRINS
PÉTUR OG SVEPPI HAFA
ALDREI VERIÐ FYNDNARI
- H.A, FM 957
EIN SÚ SKEMMTILEGASTA
SÍÐAN SÓDÓMA
- Í.G, BYLGJAN
FRÁBÆR ÍSLENSK
AFÞREYING
- SVALI, FM 957
að leikrit um svik, ást og fyrirgefn-
ingu og þar er tekið á viðkvæmu
máli á óvenjulegan og undarlega
leikandi léttan hátt. Hér er á ferð-
inni margbrotin þroska- og fjöl-
skyldusaga sem fær áhorfendur til
að súpa hveljur. Sagan er spenn-
andi og tilfinningarnar heitar.“
Ökutímar er margverðlaunað
verk sem farið hefur sigurför um
heiminn, að sögn Magnúsar Geirs.
Höfundurinn hlaut m.a. hin virtu
Pulitzer-verðlaun þegar verkið var
frumsýnt í Bandaríkjunum.
María Reyndal leikstýrir verkinu
en með aðalhlutverk fara Þröstur
Leó Gunnarsson og Kristín Þóra
Haraldsdóttir, nýútskrifuð leik-
kona, sem tók þátt í Lífinu – notk-
unarreglum sem LA setti upp í
samstarfi við Nemendaleikhúsið sl.
vetur. Kristín er annar tveggja
nýrra leikara á föstum samningi
hjá LA en hinn, Hallgrímur Ólafs-
son, verður einnig áberandi í sýn-
ingum vetrarins.
Frumraun Björns Hlyns
Eftir áramót verður nýtt íslenskt
leikrit, Dubbeldusch eftir Björn
Hlyn Haraldsson, frumsýnt en það
er sett upp í
samstarfi við
Vesturport.
Magnús Geir
segir að síðustu
ár hafi forráða-
menn LA horft
mikið til fram-
tíðar, starfsemin
hafi gengið vel
og því aukið
svigrúm verið til
þess að þróa ný íslenskt verk – nú
séu fjögur slík í vinnslu fyrir félag-
ið og Dubbeldusch er eitt þeirra.
„Mér er það sérstök ánægja að
bjóða Vesturport velkomið til
Akureyrar. Hópurinn hefur auðvit-
að verið að gera frábæra hluti á
undanförnum árum eins og allir
vita.“
Magnús lýsir Dubbeldusch sem
ljúfsáru verki; leikriti um ástina,
lífið, tilviljanir og erfiða valkosti.
Magnús segir hér á ferðinni ein-
staklega fallegt og manneskjulegt
verk úr íslenskum samtíma. Sagan
segir frá hjónum á miðjum aldri
sem deilt hafa lífinu saman. Í verk-
inu knýr fortíðin dyra og 30 ára
gamalt leyndarmál skýtur upp koll-
inum. Þá stóð maðurinn frammi
fyrir erfiðu vali og enn þann dag í
dag veit hann ekki hvort hann valdi
rétt. Hann hefur aldrei fengið svar
við spurningunni hvað ef?
Björn Hlynur leikstýrir verkinu.
Áhorfendamet LA var slegið
hressilega í hittifyrra og aftur í
fyrra. „Við veljum sem fyrr góð
leikrit; verk sem snerta okkur og
okkur finnst eiga erindi, en við
veljum ekki verk sérstaklega með
það í huga að slá einhver tiltekin
áhorfendamet. Ef við gerðum það
væri voðinn vís,“ segir Magnús
Geir. „Hér vinnur frábært starfs-
fólk af einlægni, af lífi og sál og
með það að markmið að bjóða upp
á hágæða leiklist sem snertir fólk.
Það er svo auðvitað afskaplega
ánægjulegt þegar fólki líkar það
sem boðið er upp á. Áhorfendur
okkar koma af öllu landinu og und-
anfarin misseri hefur verið gaman
að sjá þá miklu fjölgun sem hefur
orðið í hópi leikhúsgesta sem koma
í sérstakar leikhúsferðir til Akur-
eyrar.“
og eyfirsk fló á skinni
Björn Hlynur
Haraldsson
auk nokkurra gestasýninga
www.leikfelag.is
AUK fjögurra nýrra frumsýninga býður LA upp á a.m.k. fimm gestasýn-
ingar í vetur auk fjölbreyttrar annarrar starfsemi eins og leiklistar-
námskeiða.
Gestasýningarnar eru þessar:
Íslenski dansflokkurinn sækir Akureyri heim í haust, áður en hann held-
ur í þriggja vikna sýningarferðalag um Bandaríkin. Sýnd verða þrjú af
bestu verkum dansflokksins undanfarið, en þau gefa góða mynd af þeirri
fjölbreytni sem einkennir þetta flaggskip íslenskra danslista. Verkin
þrjú eru Maðurinn er alltaf einn eftir Ólöfu Ingólfsdóttur, Elsa eftir
Láru Stefánsdóttur og Critićs choice? eftir Peter Anderson.
Þú ert nú meiri jólasveinninn! verður sýnt á aðventunni, en þar er um að
ræða verk sem byggt er á sýningu sem boðið hefur verið upp á í Dimmu-
borgum í Mývatnssveit síðustu árin.
Frelsarinn er ný sýning Kristjáns Ingimarssonar í leikstjórn Jóns Páls
Eyjólfssoar sem frumsýnd var í Danmörku í vor og var lofuð í hástert,
að sögn Magnúsar Geirs.
Killer Joe var tilnefnd til átta Grímuverðlauna í vor en verkið var frum-
sýnt í Borgarleikhúsinu sl. vetur í leikstjórn Stefáns Baldurssonar.
Boðið verður upp á óvissusýningu úr höfuðborginni að vanda síðla vetr-
ar.
Nokkrar gestasýningar í vetur
ÞRJÚ sígild verk íslenskrar leikritunar verða leiklesin hjá LA í vetur;
Skugga-Sveinn, Fjalla-Eyvindur og Piltur og stúlka. Hugmyndin að leik-
lestraröðinni kviknaði í kjölfar vel heppnaðs leiklesturs á Ævintýri á
gönguför í vor í tilefni 100 ára afmælis Samkomuhússins. Þá kostaði eina
krónu inn eins og fyrir hundrað árum. Sami háttur verður hafður á nú og
boðið verður upp á pönnukökur og súkkulaði í hléi.
Nýtt leikrit um ævi og sögur Nonna verður einnig leiklesið.
Að auki verður farið í leikhúsferð til London, efnt til Íslandsmeistara-
móts í leikhússporti og áfram haldið með valgreinakennslu í leiklist fyrir
gagnfræðiskólanema. Magnús segir að það verði því af nógu að taka fyrir
leikhúsunnendur. „Það er ljóst að hér verður líf og fjör í allan vetur,“ segir
hann.
Gamlir kunningjar