Morgunblaðið - 23.08.2007, Síða 48

Morgunblaðið - 23.08.2007, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ THE BOURNE ULTIMATUM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ DIGITAL RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 10:20 B.i. 10 ára DIGITAL / KRINGLUNNI ASTRÓPÍA kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 8 - 10:10 LEYFÐ LÚXUS VIP RATATOUILLE m/ensku tali kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 3 - 5:30 LEYFÐ DIGITAL THE TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 10:40 B.i.10.ára THE TRANSFORMERS kl. 5 B.i.10.ára LÚXUS VIP NANCY DREW kl. 6 B.i.7.ára GEORGIA RULE kl. 8 B.i.7.ára HARRY POTTER 5 kl. 3 - 8 B.i.10.ára SHREK 3 m/ísl. tali kl. 3 - 4 LEYFÐ OCEAN´S 13 kl. 10:30 B.i.7.ára NANCY DREW YNGSTI OG KLÁRASTI EINKASPÆJARI HEIMS ER NÚ MÆTT Á HVÍTA TJALDIÐ ÓVÆNTASTA STELPUMYND ÁRSINS! eee H.J. - MBL FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE MATT DAMON ER JASON BOURNE eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL MAGNAÐASTA SPENNUMYND SUMARSINS LANDSLIÐ GRÍNISTA Í STÆRSTU ÍSLENSKU BÍÓMYND ÁRINS. PÉTUR OG SVEPPI HAFA ALDREI VERIÐ FYNDNARI - H.A, FM 957 EIN SÚ SKEMMTILE- GASTA SÍÐAN SÓDÓMA - Í.G, BYLGJAN FRÁBÆR ÍSLENSK AFÞREYING - SVALI, FM 957 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI Íslendingar eru í nostalgíukastium þessar mundir. Íslensk„eitís“-plata með gömlum smellum og slögurum rýkur út. Menn sperra eyru við tíðindum af „kombakki“ útbrunninna hljóm- sveita. Bíómyndir um gamlar hetjur rata á hvíta tjaldið. Fólk hummar stakar kryddpíuhendingar á rölti um bæinn! Maður veltir vöngum. Af hverju að breyta hlutunum yfirleitt? Við söknum þeirra hvort sem er bara aftur.    Myndir byggðar á fornfrægumfígúrum hafa til að mynda löngum tryllt bíógesti. Ekki endi- lega vegna sjarma Transformers, Turtles og He-man („öflugasta manns í alheiminum“), heldur vegna sjarma minninga áhorfenda. Annað dæmi. Í hvert skipti sem ný hljómsveit sem leikur „klassískt rokk“ stígur fram á hampa spek- ingar og mógular henni. Hvað eru þeir samt raunverulega að dásama? Fyrstu kynni sín af rokki? Við viljum upplifa gamlar tilfinn- ingar. En er það hægt? Og fyrst og fremst: Er eitthvað á því að græða? Um daginn sá ég unglingamynd- ina The Breakfast Club frá árinu 1985. Frekar þunn frásögn af eft- irsetukindum í „high school“ í Bandaríkjunum, byggð á stereótýp- um og fyrirsjáanleika. Engu að síð- ur vakti hún þó sælar minningar unglingsáranna. Myndin notfærir sér „veikleika“ áhorfandans - for- tíðarþrána sem blundar í brjósti sérhvers manns. Þegar ég svo að loknu glápi tók spóluna úr tækinu (spóluna, nota bene …) kviknuðu nokkrar hugleið- ingar í annars ókvikum kolli mín- um: Hversu gamlir þurfa svona „nostalgíu-hlutir“ eiginlega að vera svo að þeir höfði til nostalgíu- áráttu okkar? Þurfa þeir að falla í „gleymsku“ og „enduruppgötvast“? Miðað við vinsældir Transform- ers-myndarinnar nýju þurfa þeir ekki að vera svo ýkja gamlir. Smá fjarlægð litar fjöllin blá. Þannig viljum við hafa þau. Þegar maður kemur nær eru þau nefnilega svört eða grá eða eitthvað, og í rauninni bara ljót. Um leið og þau blána langar okkur í fjallgöngu.    Ég sakna enn þá gömlu prins-póló-umbúðanna. Voru þær betri en þessar nýju? Já, ekki spurning. Hvenær blánar fjall? AF LISTUM Sverrir Norland »Ég sakna ennþágömlu prinspóló- umbúðanna. Eggert Jóhannesson Legó Ótal minningar tengjast þessum litríku og fallegu kubbum. sverrirn@mbl.is JÖTUNMENNIÐ Steven Seagal kennir FBI um fæð þeirra kvik- myndahandrita sem hann fær í hendur sínar. Leikarinn, sem er þekktur fyrir vinsælar, te- stósterónhlaðnar slagsmálamyndir á borð Under Siege og Out for Justice, hefur nú í fyrsta skipti tjáð sig opinberlega um fimm ára rann- sókn þar sem kappinn er bendlaður við ógnanir og hótanir í garð blaða- manna. Steven sagði Los Angeles Times: „Falskar og rangar ásakanir FBI kyntu undir þúsundum greina með fullyrðingum um að ég sýni blaða- mönnum í tvo heimana og umgang- ist mafíuna. Þess háttar dylgjur hræða stóru kallana í kvikmynda- verunum og einnig sjálfstæða fram- leiðendur - og drepa starfsferla.“ Seagal hefur aldrei verið ákærður og neitar öllum tengslum við nokkra glæpastarfsemi. Krefst hann þess að mannorð sitt verði hreinsað. Drap FBI feril Stevens Seagals? Rægður Steven Seagal spennir greipar og vonar að bjartari tímar séu framundan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.