Morgunblaðið - 23.08.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2007 49
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
HLJÓÐ OG MYND
WWW.SAMBIO.IS
/ SELFOSSI SÍMI: 482 3007
ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR
FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG
eee
F.G.G. - FBL
V.I.J. – Blaðið
HLJÓÐ OG MYND
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR TOY STORY,
FINDING NEMO, THE INCREDIBLES OG CARS KEMUR
SKEMMTILEGASTA MYND ÁRSINS.
NÝJASTA MEISTARAVERK
PIXAR OG DISNEY
GETUR ROTTA ORÐIÐ
MEISTARAKOKKUR Í FÍNUM VEITINGASTAÐ?
SÝND M
EÐ ÍSLE
NSKU
OG ENS
KU TAL
I
eeeee
- LIB, TOPP5.IS
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ensku tali kl. 8 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
THE TRANSFORMERS kl. 10:15 B.i. 10 ára
ASTRÓPÍA kl. 8 - 10 LEYFÐ
THE BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára
ASTRÓPÍA kl. 9 LEYFÐ
RUSH HOUR 3 kl. 7 - 9 B.i. 12 ára
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 6:50 LEYFÐ
eeee
FGG - Fréttablaðið
eeee
ÓHT - Rás2
eeee
Morgunblaðið
50.000
GESTIR
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
48.000
GESTIR
eeee
- S.V, MBL
Í UPPISTANDI sínu á 9. áratugnum hafði
bandaríska gamanstjarnan Robin Williams
sérstaka nautn af því að gera grín að því
hversu algeng kókaínneysla var í Hollywood.
Þetta var partílyfið sem var á sama tíma eins
konar stöðutákn og gamanið hjá Robin gekk
jafnan út á hversu skrýtið fólk varð eftir lang-
varandi neyslu. Nýleg heimildamynd Billy
Corbins fjallar í raun um bakgrunninn að gríni
Williams, eða kókaín-leiðina frá Kólumbíu til
Kaliforníu. Kókaín kúrekar segja frá ferlinu
sem leiddi til útbreiðslu kókaíns og upphafs
gríðarlegra vinsælda efnisins um gervöll
Bandaríkin, en miðstöðin var Miami á Flórída
þar sem um suðurhluta þess fylkis kom víst
meiripartur þess kókaíns sem ætlað var
Bandaríkjamarkaði. Nálgunarleið mynd-
arinnar er í gegnum viðtöl við smyglara, lög-
reglumenn, blaðamenn og aðra sem voru á
staðnum á sínum tíma, í bland við ýmiss konar
fréttaefni, tölvutækni og ljósmyndagrafík en
með þessum aðferðum er reynt að blása lífi í
frásögnina. Segja má að í huga smyglaranna
hafi verið um gullöld að ræða, peningarnir
streymdu inn og lögreglan stóð ráðþrota
frammi fyrir vandanum, en í huga hennar var
heldur um vargöld að ræða þar sem dópstríðin
sem fóru í hönd reyndust þau mannskæðustu í
sögu skipulagðrar glæpastarfsemi í Banda-
ríkjunum. Þetta er umhverfið sem lagði sjón-
varpsþáttunum vinsælu, Miami Vice, til um-
fjöllunarefni og sama á við um sígilda mynd
Brian De Palma, Scarface, þannig að segja má
að tímabilið sé umlukið ákveðnum ljóma. Þessi
mynd mun svo sem ekki gera neitt annað en að
auka við ljómann þar sem hún er allt að því
furðulega gagnrýnislaus á viðfangsefnið.
Gamlir smyglarar, eiturlyfjasalar og morð-
ingjar fá gott næði til að segja hetjusögur af
sjálfum sér og lífsstílnum á þessum dýrð-
ardögum kókaínsins. Þá er sjálft viðfangsefnið
kannski ekki gríðarlega knýjandi nú um stund-
ir og því helst hægt að mæla með myndinni
fyrir sérstaka áhugamenn um kókaín, eða
Miami á níunda áratugnum.
Dýrðardagar kókaínsins
Kúrekarnir „Gamlir smyglarar, eitur-
lyfjasalar og morðingjar fá gott næði til að
segja hetjusögur af sjálfum sér og lífstílnum
á þessum dýrðardögum kókaínsins.“
KVIKMYNDIR
Regnboginn – Bíódagar Græna ljóssins
Leikstjórn: Billy Corbin. Bandaríkin, 116 mín.
Kókaín kúrekar (Cocaine Cowboys) Heiða Jóhannsdóttir
MEÐ flestum blundar löngun til að sjá og
reyna eitthvað nýtt, kynlífið er engin und-
antekning. Yfirleitt marka svefnherberg-
isveggirnir baksvið tilraunastarfseminnar,
aðrir vilja meira - og meira. Hugsanlega
endar slík leit í þeirri veröld sem kynnt er í
No Body Is Perfect.
Umhverfis jörðina á ástalífsklúbbum,
gæti hún heitið, og í hlutverki Phileasrar
karlsins Fogg, er Matty Jankowski, sem
lóðsar áhorfandann um heim kynóranna.
Kynlífsklúbba er að finna í háborgum ver-
aldar, rétt eins og tískuhúsin, við fáum for-
vitnilegan nasaþef í þennan annars lokaða
heim þar sem þátttakendurnir eru greini-
lega á ýmsum aldri og í mismunandi lík-
amlegu ástandi. Flestir að leita að því sama,
að vera kvaldir, niðurlægðir og í örfáum til-
fellum að fá‘ða samkvæmt gömlum, góðum
aðferðum.
Starfsfólkið er í hlutverki kvalaranna,
arkar um með píska, ólar, keðjubúta, engin
takmörk í sjónmáli hvað gengið er langt í
leitinni. Eitt viðundrið býðst til að láta stýfa
köggul af fingri frammi fyrir myndavél-
unum en áhorfendum er blessunarlega hlíft
við að gerast sjónarvottar. (Viðkvæmum er
engu að síður ráðlagt að sjá flestar aðrar
myndir en þessa á fjölbreyttri hátíð.)
Ýmis tiltæki eru kynnt, húðflúr, stungur
og við leidd inn í draumaheim kynóra þar
sem hægt er að velja herbergi til að gamna
sér í, útlítandi eins og skólastofur, skurð-
stofur, dýflissur, lestarvagnar, nefndu það.
Hnarreist latex- og keðjukona býður upp á
„Disneyworld kvalalostans“, í New York;
„Píningagarðurinn“ er vinsæl í Lundúnum.
Það er ekki allt sem sýnist.
Kynlífsþorsti, kvalir, losti
Bönnuð börnum „Viðkvæmum er engu að
síður ráðlagt að sjá flestar aðrar myndir en
þessa á fjölbreyttri hátíð.“
KVIKMYNDIR
Regnboginn: Bíódagar Græna ljóssins
Heimildarmynd. Ótextuð enska, enskur texti við
önnur tungumál Leikstjóri: Raphael Sibilla. Fram
koma m.a.: Kevin Aviance, Matty Jankowski. 80
mín. Frakkland 2006.
No Body Is Perfect Sæbjörn Valdimarsson