Morgunblaðið - 23.08.2007, Qupperneq 52
FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Þjónustuskortur
Fangelsismálastofnun hefur yfir
tveimur sálfræðingum að ráða, en
þeir eiga að sinna tæplega 500 skjól-
stæðingum. » Forsíða
Þjóðverjar enn týndir
Leit að tveimur þýskum ferða-
mönnum sem ekki hafa sést síðan
17. ágúst síðastliðinn gekk treglega í
gær vegna erfiðra aðstæðna. Leitað
var í Skaftafelli og á Vatnajökli. » 6
Vatnsréttindi metin
Vatnsréttindi vegna Kárahnjúka-
virkjunar voru metin á 1,6 milljarða.
Lögmaður nokkurra landeigenda
segir aðferðafræði matsnefnd-
arinnar furðulega. » 2
Samdráttur, ekki kreppa
Robert Wade, prófessor við Lond-
on School of Economics og Þorvarð-
ur Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur
Seðlabankans, telja að óróa á fjár-
málamörkuðum sé ekki lokið.
» Viðskipti
SKOÐANIR»
Staksteinar: Eftir storminn …
Forystugreinar: Alþingi verður að
taka afstöðu | Staða fangelsismála á
Íslandi
Ljósvaki: Frábærar og flottar …
UMRÆÐAN»
Upplýsingar í fjölbreyttu formi
Að styðja Hamas en fordæma
Norðmenn
Lækkum verðlag
Hótanir OPEC hafa lítil áhrif
Kennslan var erfiðasta verkefnið
Baráttan um OMX harðnar
Pókerspil til bjargar alheiminum?
VIÐSKIPTI »
3
"4# ,!
) !"
5!
!
! 1
2
2 2
2
2
2
2
2 2
2 2
2
2
2
2
2 +
6'/ #
2
2 2 2
2
2
2 7899:;<
#=>;9<?5#@A?7
6:?:7:7899:;<
7B?#66;C?:
?8;#66;C?:
#D?#66;C?:
#0<##?1E;:?6<
F:@:?#6=F>?
#7;
>0;:
5>?5<#0)#<=:9:
Heitast 18°C | Kaldast 10°C
Suðvestanátt og
víða 5-13 m/s og skúrir
en þurrt og bjart veður
austan til á landinu.
Hlýjast fyrir austan. » 10
Bourne Ultimatum
fær fullt hús stiga
hjá gagnrýnanda
sem segir hana
bestu spennumynd-
ina í áraraðir. » 51
KVIKMYND»
Fimm
stjarna hetja
TÓNLIST»
Magnaðar vinsældir
Magna. » 45
Sverrir Norland
veltir fyrir sér for-
tíðarþrá okkar allra
og hann saknar
gömlu Prins póló-
umbúðanna. » 48
AF LISTUM»
Fjöllin sem
verða blá
TÓNLIST»
Færeyingurinn Búi Dam
talar íslensku. » 44
FÓLK»
Seagal kennir FBI um
dapran feril. » 48
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Bubbi Morthens í átökum við …
2. Britney hætti á síðustu stundu …
3. Maserati bifreiðin næstum …
4. Bill Murray gripinn drukkinn …
BRUNINN í Austurstræti, vöxtur úthverfanna,
reykingabann og slagsmálamenning eru meðal
þeirra skýringa sem íbúar í Þingholtunum nefna á
því að í sumar hefur sóðaskapur, hávaði og al-
mennt ónæði af skemmtanalífinu stóraukist.
Erna Valdís Valdimarsdóttir hefur búið í Ing-
ólfsstræti í tvö ár. Hún hefur undanfarið safnað
undirskriftum nágranna sinna á mótmælaskjal
gegn ástandinu og hafa flestir þeirra sömu sögu að
segja. „Þetta hefur versnað gríðarlega. Ég hugsa
að bruninn í Austurstræti hafi haft sitt að segja,
því þá færðist fólkið sem hélt sig áður niðri á torgi
hingað ofar.“
Bjarni Einarsson, nágranni Ernu, hefur búið
alla sína ævi í miðbænum. Hann tekur undir það
með henni að undanfarið hafi skemmtanalífið
breyst mjög til hins verra. Hann nefnir að úthverfi
höfuðborgarinnar hafi vaxið mjög síðustu ár og að
margir þeirra sem koma í bæinn að skemmta sér
um helgar hafi engin önnur tengsl við miðborgina.
„Það ríkir algjört virðingarleysi gagnvart sam-
félagslegu hliðinni, að það sé fólk sem býr hérna.
Fólk lítur bara á þetta sem stað til þess að detta í
það. Ég var kýldur fyrir stuttu síðan þegar ég
spurði mann sem var að pissa á húsið hjá mér hvað
hann væri að gera,“ segir Bjarni.
Hann segir að ákveðin slagsmálamenning sé við
lýði þar sem ungir menn hittast í miðbænum um
helgar til þess að slást. „Þeir eru hinsvegar ekki
lengur bara að útkljá málin innbyrðis, heldur
lenda saklausir borgarar á milli.“ Hann segir eit-
urlyfjaneyslu áberandi í þessum hópi.
Bjarni er ekki í vafa um að sóðaskapur sé meiri
nú en áður. „Öll umgengni í miðbænum hefur
snarversnað síðan reykingabannið skall á. Núna
er umhorfs um hverja helgi eins og áður var bara
eftir 17. júní.“ | 4
Sóðaskapur og ónæði
Íbúar miðbæjar Reykjavíkur segja ástandið um helgar hafa snarversnað
Skemmtanalífið hefur breyst eftir reykingabannið og brunann í Austurstræti
Rusl Glerbrot og rusl á menningarnótt.
ÆSKULÝÐURINN á myndinni tók
sín fyrstu skref eftir mennta-
veginum langa í útiskólastofu
Norðlingaskóla í gær.
Í Norðlingaskóla, sem kallar sig
sveitaskólann í Reykjavíkurhreppi,
trúa menn ekki á vond veður, því
allar veðurþrautir mega vinnast
með réttum fatnaði.
Í anda þeirrar stefnu var skólinn
settur í gær í útiskólastofunni í
Björnslundi, þar sem skólabörnin
nýbökuðu, ásamt vinum sínum og
velunnurum, bökuðu epli yfir opn-
um eldi til þess að halda upp á dag-
inn.
Ekki er að sjá að nokkur hafi
æmt undan votviðrinu, enda er und-
an litlu að kvarta þegar volg epli
eru í boði og öll ævintýri grunn-
skólans eru framundan.
Bökuðu epli
yfir eldi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snillingurinn, meistarinn, veitingamaðurinn á
Þremur frökkum og yfirkokkur Fiskidagsins mikla
Úlfar Eysteinsson.
Til hamingju með daginn elsku
kallinn…þú ert flottastur, aldur er
afstæður og 60 ár eru nú ekki
mikið þegar þú eldar fyrir tugþús-
undir án þess að blása úr nös,
enda þekktur fyrir stáltaugarnar.
Stjórn Fiskidagsins mikla, íbúar
Dalvíkurbyggðar og gestir.
Ljósmyndari: Helgi Steinar Halldórsson
LEIKRITIÐ Dubbeldusch, frum-
raun Björns Hlyns Björnssonar sem
leikskálds, verður sýnt á sviði Leik-
félags Akureyrar í vetur. Þar segir
frá hjónum á miðjum aldri sem þurfa
skyndilega að horfast í augu við 30
ára gamalt leyndarmál.
Þrjú önnur verk verða frumsýnd á
Akureyri í vetur, enda segir Magnús
Geir Þórðarson leikhússtjóri aðsókn-
ina hafa aukist gríðarlega. Leikárið
hafi verið lengt og framboð aukið til
þess að svara þessari eftirspurn.
Fyrsta frumsýning vetrarins er á
leikritinu Óvitum
eftir Guðrúnu
Helgadóttur. Þar
minnkar fólk með
aldrinum, svo
börn leika full-
orðna og öfugt.
Aðrar nýjar sýn-
ingar eru Öku-
tímar eftir Paulu
Vogel, með frum-
saminni tónlist
eftir Lay Low, og Fló á skinni í nýrri
leikgerð Gísla Rúnars Jónssonar. | 46
Fjórar nýjar sýningar
á fjalirnar hjá LA
Magnús Geir
Þórðarson