Morgunblaðið - 12.09.2007, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
ÚTLENDINGAR eru um
þessar mundir ekki aðeins
ráðnir til starfa í ýmsa verka-
mannavinnu eða í iðnaði og
þjónustu, heldur hafa íslensk
fyrirtæki einnig sótt starfs-
krafta til útlanda í störf há-
skólamenntaðra sérfræðinga.
Matís er eitt þessara fyr-
irtækja. Þar starfa hátt í 100
manns og þar af eru allnokkrir
útlendingar. Sjöfn Sig-
urgísladóttir, forstjóri Matíss, segir kröfur um
menntun hafa aukist hratt og hafi ekki náðst að
metta þann markað sem fyrir hendi er með ís-
lensku starfsfólki. Erlendu starfsfólki hjá Matís
hefur enda fjölgað mjög, bæði á þessu ári og í
fyrra.
Algengt að fólkið hafi lokið framhaldsnámi
Margir þeirra sem vinna hjá Matís eru mennt-
aðir á sviði efnafræði, efnaverkfræði, líffræði,
matvælafræði, lífefnafræði og í fleiri raunvís-
indagreinum. Algengt er að starfsmennirnir hafi
lokið meistara- eða doktorsprófi.
Sjöfn segir nokkrar meginástæður fyrir því að
leita hafi þurft út fyrir landsteinana að starfsfólki
fyrir Matís. „Það virðast vera færri sem fara í
raunvísindi í dag heldur en áður,“ nefnir hún. Þá
sé mikil þensla á vinnumarkaði og hún hafi einnig
áhrif. Þenslan geri að verkum að mikil eftirspurn
sé eftir fólki og það hafi í för með sér að sumir
kjósi fremur að fara út á vinnumarkaðinn að loknu
grunnháskólanámi, heldur en að halda til fram-
haldsnáms. Ennfremur hafi viðskiptagreinar ver-
ið vinsælar meðal námsmanna og það komi niður
á fjölda nemenda í raunvísindagreinum.
„Svo eru líka auknar kröfur um menntun,“ seg-
ir Sjöfn og bendir á að eftirspurn eftir hámennt-
uðu fólki á sviði raunvísinda hafa aukist mikið.
Fleiri íslensk fyrirtæki, sem ráði fólk með raun-
vísindamenntun til starfa, séu í svipuðum sporum
og Matís.
Sjöfn segir reynslu Matíss af því að hafa útlend-
inga í vinnu almennt góða. „Það eru auðvitað kost-
ir og gallar. Kostirnir eru að þeir eru oft með
þekkingu og reynslu annars staðar frá sem við
getum nýtt okkur. En gallinn er að það tekur
ákveðinn tíma að aðlagast landinu, sumir aðlagast
og aðrir ekki,“ segir Sjöfn. Þá hái tungumálið hin-
um erlendu starfsmönnum oft.
Erlendir starfsmenn Matíss koma frá öllum
heimshornum og segir Sjöfn að fanga sé víða leit-
að til að fá fólk til að koma hingað í vinnu. Meðal
annars hafi verið leitað eftir starfsmönnum í
gegnum erlendar ráðningarskrifstofur og sam-
starfsaðila Matíss.
Snúnustu málin séu þau sem varða ráðningu
starfsfólks sem er frá löndum utan Evrópska
efnahagssvæðisins. Erfitt og tímafrekt sé að fá
þessi leyfi „og við höfum nánast verið búin að
missa af viðkomandi starfskrafti þegar leyfið
kemur“, segir Sjöfn. Það taki marga mánuði að
ganga frá leyfi fyrir slíkt fólk. Þetta sé bagalegt
enda séu dæmi þess að þessir sérfræðingar búi yf-
ir þekkingu sem ekki sé til á Íslandi.
Sjöfn segir mjög misjafnt hvort þeir sérfræð-
ingar sem koma til starfa hjá Matís hyggist dvelj-
ast hér í skamman eða langan tíma. Sumir komi
hingað til dvalar í stuttan tíma, til dæmis í gegn-
um skiptisamstarf Matíss við erlenda aðila, en
„margir eru alveg tilbúnir að koma hingað og búa
hérna“, segir hún.
Fannst Ísland áhugaverður kostur
Jennifer Coe hefur B.Sc-gráðu í lyfjafræði en
hún er frá Edinborg í Skotlandi. Hún hefur unnið
hjá Matís á Akureyri um nokkurra mánaða skeið.
Jennifer starfar við rannsóknir á fyrstu stigum
fiskeldis, á sviði sameindaerfðafræði og við bakt-
eríurannsóknir. Þá sinnir hún jafnframt kennslu í
Háskólanum á Akureyri. „Mér fannst það áhuga-
verð tilhugsun að fara til Íslands að vinna. Það fer
gott orð af Íslandi og það er gott að dveljast
hérna,“ segir hún um ástæður þess að hún kaus að
ráða sig í vinnu hjá Matís. Jennifer var spennt
fyrir því að skoða sig um í Skandinavíu og fannst
ágætt að byrja á Íslandi.
Hún kom hingað í ágúst í fyrra. Hún hefur ekki
hugsað sér að dveljast á Íslandi til frambúðar en
hefur enn ekki ákveðið hversu lengi hún hyggst
starfa hjá Matís.
Hún hefur starfað á Akureyri frá því hún kom
hingað og lætur vel af dvölinni þar. „Það er fínt
fyrir mig, sem er frá Edinborg, að prófa að búa í
litlum bæ,“ segir hún.
Sótt í erlenda sérfræðinga
Forstjóri Matís segir auknar kröfur um framhaldsnám og þenslu á vinnumark-
aði valda því að fyrirtækið leitar til útlanda eftir hámenntuðu starfsfólki
Í HNOTSKURN
»Erlendir starfsmenn Matíss koma víðaað.
»Þar starfar nú fólk frá Póllandi, Sví-þjóð, Íran, Ísrael, Kanada, Kína og
Portúgal.
»Sumir útlendinganna vinna í Reykjavíken aðrir á landsbyggðinni.
Sjöfn
Sigurgísladóttir
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hjá Matís Jennifer fannst spennandi að dveljast um hríð á Íslandi og réð sig þess vegna í vinnu hjá Matís á Akureyri.
JÓHANNA Sigurðardóttir félags-
málaráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í
gær sameiginleg áform sín og fjár-
málaráðherra um
vinnu að því verk-
efni stjórnarsátt-
málans að minnka
óútskýrðan kyn-
bundinn launa-
mun og hvernig
störf kvenna yrðu
endurmetin. Tveir
hópar munu vinna
á vegum félags-
málaráðherra að
því að ná markmiðum ríkisstjórnar-
innar.
„Ég mun óska eftir samstarfi aðila
vinnumarkaðarins, ASÍ og SA, um
þetta viðfangsefni og það var lagt fyr-
ir ríkisstjórnina að ég mundi skipa
fimm manna hóp með þessum aðilum
ásamt fjármálaráðuneyti og fulltrú-
um frá mér sem færu í að leita leiða til
að eyða óútskýrðum launamun
kynjanna á almennum vinnumarkaði
og jafna stöðu karla og kvenna í
stjórnum og nefndum stofnana og
fyrirtækja,“ segir Jóhanna. „Á mín-
um vegum verður líka ráðgjafahópur
skipaður fagaðilum sem þekkja vel til
þessara mála. Þar er um að ræða há-
skólana þrjá, HÍ, Bifröst og HR, auk
fulltrúa frá Jafnréttisstofu, jafnrétt-
isráði og Kvenréttindafélagi Íslands.“
Hópur verður skipaður á vegum
fjármálaráðuneytis sem fjalla á sér-
staklega um opinbera vinnumarkað-
inn. BSRB, BHM og launanefnd
Sambands sveitarfélaga munu eiga
aðild að þeim hópi og markmiðið er að
minnka launamun kynjanna á opin-
bera vinnumarkaðnum um a.m.k.
helming á kjörtímabilinu. „Félags-
málaráðuneytið á líka aðild að þessu
verkefni og forstöðumenn ríkisstofn-
ana. Viðfangsefni hóps fjármálaráðu-
neytisins verður sérstaklega að end-
urmeta kjör kvenna hjá hinu
opinbera.“
Samráðsvettvangur þessara
þriggja hópa verður myndaður með
formönnum hópanna þriggja og full-
trúa ráðherranna og þar verður starf
hópanna samhæft. „Ég tel að þetta sé
mjög mikilvægt og eitt af því sem rík-
isstjórnin leggur áherslu á og metnað
sinn í, þ.e. að ná árangri í jafnrétt-
ismálum og liður í því er að setja
þessa hópa af stað,“ segir Jóhanna.
Ljóst sé að viðfangsefni hópanna
tengist mjög kjarasamningum og
aldrei náist góður árangur nema í
samvinnu við aðila vinnumarkaðarins,
hvort sem er í opinbera geiranum eða
á almennum markaði. „Það er til-
gangurinn með þessu og eitt af stóru
málunum í að efla velferðarkerfið er
að endurmeta kjör umönnunarstétta
og þar sem konur eru í miklum meiri-
hluta. Það er flótti úr þessum stéttum
og meðan þannig hagar til er á bratt-
ann að sækja í velferðarkerfinu.“
Þetta segir Jóhanna ekki hægt að
leysa í einum áfanga heldur viðfangs-
efni sem þurfi að glíma við á kjör-
tímabilinu. „Og vonandi getum við
tekið einhver skref í þessu.“
Hópar ráðast gegn launamun kynja
Morgunblaðið/Þorkell
Jafnrétti „… mjög mikilvægt og eitt af því sem ríkisstjórnin leggur áherslu
á og metnað sinn í, þ.e. að ná árangri í jafnréttismálum,“ segir ráðherra.
Jóhanna
Sigurðardóttir
OPINBER heim-
sókn Geirs H.
Haarde forsætis-
ráðherra til Ír-
lands hefst í dag
en þetta mun
vera fyrsta opin-
bera heimsókn ís-
lensks forsætis-
ráðherra til
Írlands. Er til-
gangur heimsóknarinnar sá að efla
tvíhliða samskipti landanna tveggja,
bæði í viðskiptum og menningu.
Geir mun m.a. í heimsókninni eiga
fund með Bertie Ahern, forsætisráð-
herra Írlands, og jafnframt hittir
hann Mary McAleese, forseta Ír-
lands. Hann mun einnig heimsækja
nokkur fyrirtæki á Írlandi sem eru í
eigu Íslendinga og kynna sér rekstur
þeirra. Með í förinni verða m.a.
sendiherra Íslands í Lundúnum,
Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sem
jafnframt er sendiherra Íslands
gagnvart Írlandi og Margrét Hall-
grímsdóttir þjóðminjavörður.
Geir til Ír-
lands í dag
Geir Haarde
ELDUR kom upp í verslun Pennans
í Strandgötu í Hafnarfirði í fyrri-
nótt. Starfsmaður Securitas kallaði
á lögreglu eftir að hann varð var
við reyk. Þegar slökkvilið kom á
staðinn hafði eldurinn ekki náð að
breiðast út um verslunina. Vel gekk
að slökkva eldinn og var hættan úti
um fimm mínútum eftir að slökkvi-
lið kom á staðinn.
Eldur í Pennan-
um í Hafnarfirði
TILKYNNT var um innbrot í fyrir-
tæki í Síðumúla í fyrrinótt og var
þaðan m.a. stolið tölvubúnaði. Um
stundarfjórðungi síðar stöðvaði
lögregla karl og konu á ferð í borg-
inni sem reyndust hafa tölvubún-
aðinn í fórum sínum.
Þau voru einnig með hass á sér
og er ökumaðurinn grunaður um
akstur undir áhrifum fíkniefna.
Stálu tölvubúnaði
í Síðumúla
NAFNI Höfðahrepps hefur verið
breytt í Sveitarfélagið Skaga-
strönd. Var þetta gert í samræmi
við vilja íbúanna en mikill meiri-
hluti þeirra kaus þessa breytingu í
könnun sem lögð var fyrir við al-
þingiskosningar síðastliðið vor.
Höfðahreppur
verður Skagaströnd
NIÐURSTÖÐUR kjarakönnunar
Félags viðskiptafræðinga og hag-
fræðinga fyrir árið 2007 sýna að
leiðréttur launamunur kynjanna er
nú 8,8% en mældist 7,6% árið 2005
og 6,8% árið 2003.
Laun karla og kvenna hafa
hækkað álíka mikið frá síðustu
mælingu. Laun kvenna um 12,8% en
laun karla um 13,3%. Í tilkynningu
frá félaginu segir að áhyggjuefni sé
þó að þegar launamunur kynjanna
er leiðréttur með tilliti til þátta eins
og menntunar, starfs, atvinnu-
greinar, aldurs, vinnuframlags,
mannaforráða og starfsaldurs komi
í ljós að launamunur kynjanna virð-
ist heldur vera að aukast frekar en
hitt.
Niðurstöðurnar eru byggðar á
svörum 2.035 viðskipta- og hag-
fræðinga. Capacent Gallup gerði
könnunina.
Meiri launa-
munur 2007