Morgunblaðið - 12.09.2007, Side 41

Morgunblaðið - 12.09.2007, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2007 41 WWW.SAMBIO.IS / KEFLAVÍK / SELFOSSI SÍMI: 482 3007 KNOCKED UP kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára ASTRÓPÍA kl. 8 - 10 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 8 LEYFÐ BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára RUSH HOUR 3 kl. 10 B.i. 12 ára / AKUREYRI VEÐRAMÓT kl. 8 - 10 LICENSE TO WED BOÐSÝNING kl. 8 B.i. 7 ára ASTRÓPÍA kl. 6 - 10 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ eeee - JIS, FILM.IS eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE MAGNAÐASTA SPENNU- MYND SUMARSINS SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK MATT DAMON ER JASON BOURNE 3 VIKUR Á TOPPNUM Á ÍSLANDI FRÁBÆR ÍSLENSK AFÞREYING - SVALI, FM 957 PÉTUR OG SVEPPI HAFA ALDREI VERIÐ FYNDNARI - H.A, FM 957 SÚ SKEMMTILEGASTA SÍÐAN SÓDÓMA - Í.G, BYLGJAN ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST YFIR 32.000 MANNS eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL eeee - RÁS 2 FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS Ertu að fara að gifta þig? Þá viltu alls ekki lenda í honum!!! HLJÓÐ OG MYND SJÓNVARPSMAÐURINN Rich- ard Hammond virðist ekkert sér- staklega spenntur fyrir því að læra af reynslunni. Hann slapp á dög- unum ómeiddur þegar hann ók kappakstursbifreið út af braut á miklum hraða á meðan tökur stóðu yfir á sjónvarpsþættinum Top Gear. Hammond var að taka þátt í sólarhringslöngum kappakstri sem ber heitið Britcar 24 Hour þegar slysið átti sér stað. Auk Hammond tóku félagar hans Jeremy Clarkson og James May auk hins dularfulla ökumanns The Stig, sem reglulega kemur fram í þáttunum, þátt í kapp- akstrinum. Bifreiðin sem Hammond ók skemmdist nokkuð, en þó tókst að gera við hana og gat Hammond haldið áfram kappakstrinum nokkru síðar. Innan við ár er síðan Hammond slasaðist mikið og varð fyrir heila- skemmdum er hann missti stjórn á bifreið sem knúin var þotuhreyfli og var á um 464 kílómetra hraða á klukkustund. Öryggisfulltrúi á vegum hins opin- bera sem gerði skýrslu um slysið gagnrýndi BBC fyrir lélegt öryggis- eftirlit og sagði Hammond ekki hafa haft nægilega reynslu til að aka bíln- um. Óheppinn Richard Hammond er á batavegi, í annað sinn. Annað bílslys „ÞETTA bar þannig til að ég var einhverju sinni að dæma erlendu plötu vikunnar uppi á Rás 2. Við- fangið var þá Icky Thump, ný plata White Stripes, og í loftinu var tit- illagið, þrusurokkari. Óli Palli veltir því þá upp hver væri nú góður í að sjá um metal-þátt í vetur. Án þess að hugsa mikið út í það stakk ég upp á sjálfum mér. Og fljótlega vorum við báðir orðnir sannfærðir um að það væri bara hin prýðilegasta hug- mynd.“ Þannig lýsir Arnar Eggert Thor- oddsen tildrögum þess að hann er að fara að stýra vikulegum þunga- rokksþætti á Rás 2. Ber hann nafnið METALL! og verður á dagskrá á fimmtudagskvöldum frá lokum tíuf- rétta til miðnættis. „Mér líst þrusuvel á þetta og ég þykist vita að þessu verði tekið fagn- andi. Þungarokk er að heita má öfl- ugasti undirgeirinn í dægurtónlist- inni og fólk leggur líf sitt og sál í þetta. Ég ætla líka að taka allan skalann inn í þetta og spila allt frá léttu, hárblásnu glysrokki að hætti Poison út í blóðþyrst og brjálað svartþungarokk. Fróðleikurinn mun svo flæða yfir allt, gestir munu kíkja við og undirstefnur, hljómsveitir og jafnvel heilu plöturnar verða teknar sérstaklega fyrir. Nýtt og spennandi efni verður þá að sjálfsögðu kynnt og ég ætla ennfremur að leggja „þunga“ áherslu á það sem er að gerast á Íslandi í þessum efnum og hvet í því skyni íslenskar bárujárns- og harðkjarnasveitir að vera í sam- bandi upp á spilun á efninu þeirra. Þær geta sent mér póst – og lög – á persónulega netfangið mitt, arnareggert@gmail.com.“ Svartir bolir Þó að Arnar hafi þjónað vel á alt- ari hins níðþunga í fjölda ára segist hann þó ekki vera þessi dæmigerði metalhaus, staðreynd sem eigi eftir að koma þættinum til góða. „Ég var með þætti síðasta vetur á tveimur rokkstöðvum, XFM og svo X-inu, en þeir voru almenns eðlis. En eðlilega er það toppurinn að vera kominn hingað, bæði hvað dreifingu og almenna fagmennsku varðar.“ „Aðkoman að honum verður því fersk, og það verður dálítið annar vinkill en vaninn hefur verið með þætti af þessu tagi. En þetta er auð- vitað bölvanlegt, ég hef t.d. aldrei náð að safna síðu hári. Það verður bara að afrókollu! Ég reyni hins veg- ar að bæta það upp með því að kaupa mér svarta boli.“ Arnar er sáttur með að vera kom- inn inn á Rás 2. Meiri metall! Arnar Eggert stýrir þungarokksþætti á Rás 2 í vetur Metall! er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudögum frá kl. 22.10 til mið- nættis. Metall Arnar Eggert segist sjálfur aldrei hafa náð að safna síðu hári. VEGLEG tónleikadagskrá á skemmtistaðnum Organ heldur áfram og í kvöld eru það Jakob- ínarína og Lada Sport sem leika fyr- ir viðstadda. Jakobínarína er á leið í tónleika- ferðalag í Bretlandi til að fylgja eftir fyrstu plötu sinni, The First Cru- sade. Tvennir tónleikar á höfuð- borgarsvæðinu eru þó áætlaðir áður en sveitin leggur af stað til landvinn- inga í suðri, annarsvegar á Organ í kvöld og svo hitar sveitin upp fyrir Franz Ferdinand á Nasa næstkom- andi föstudagskvöld. Eftir Bretlandstúrinn er svo kom- ið að tónleikum á Airwaves áður en sveitin heldur í tónleikaferð með bresku sveitinni Kaiser Chiefs. Þá verður nóg um að vera á Organ um helgina. Tónlistarvefsíðan Rjó- minn.is heldur tónleika á föstudag- inn og á laugardaginn verða sér- stakir aukatónleikar skosku gleðisveitarinnar Franz Ferdinand. Rokk á Organ jakobinarina.com myspace.com/jakobinarina myspace.com/ladasport Morgunblaðið/Árni Torfason Jakobínarína Það er í nógu að snú- ast hjá liðsmönnum sveitarinnar á næstunni, innanlands sem utan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.