Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 1

Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 258. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Er leikhúsið griðastaður sálarinnar? >> 48 Leikhúsin í landinu LITIR LANDSINS HEFUR VAKIÐ ATHYGLI FYRIR HÖNNUN SEM ÞYKIR ENDURSPEGLA Í́SLENSKA NÁTTÚRU >> 26 málaráðherra hefur tekið málið upp á sína arma og hefur í undirbúningi miklar endurbætur á lögunum. Verður frumvarp að öllum líkindum lagt fram fljótlega eftir að Alþingi kemur saman í haust, þar sem lagt verður til að gildissvið laganna verði rýmkað svo það nái til allra foreldra langveikra barna, greiðslurnar verði hækkaðar og félagsleg þjónusta auk- FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is LÖGIN um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna hafa verið harðlega gagnrýnd m.a. vegna þess hversu takmarkað gildissvið þeirra er og fjárhæðir lág- ar. Lögin ná eingöngu til barna sem greinst hafa með veikindi eða alvar- lega fötlun eftir 1. janúar 2006. Örfáir hafa notið greiðslna Áætlað var þegar frumvarpið var lagt fram að foreldrar 250-300 barna gætu átt rétt á greiðslum í allt að 3 mánuði en foreldrar 30 til 40 mjög al- varlega langveikra barna átt rétt á greiðslum í allt að 6 mánuði til við- bótar. Nú hefur komið í ljós að að- eins örfáir einstaklingar hafa notið þessara greiðslna frá upphafi eða innan við tíu foreldri frá því lögin tóku gildi 2006. Jóhanna Sigurðardóttir félags- in. Jóhanna hóf undirbúning að breytingunum um leið og hún tók við sem félagsmálaráðherra og segist staðráðin í að reyna að ná því fram að lögunum verði breytt. Ekki liggur fyrir hversu háar greiðslurnar verða í væntanlegu frumvarpi en Jóhanna telur rétt að skoða hvort ekki ætti að hafa hliðsjón af greiðslufyrirkomu- lagi atvinnuleysistrygginga. Ragna K. Marinósdóttir, fram- kvæmdastjóri Umhyggju, segir ástæður þess hve fáir hafa notið greiðslnanna m.a. þær hve gildissvið laganna er þröngt. Ragna er þeirrar skoðunar að sömu réttindi eigi að gilda um greiðslur til foreldra lang- veikra barna og gilda um fæðingar- orlof og foreldri geti fengið 80% af launum. Ragna segir það ljós í myrkrinu að félagsmálaráðherra vilji greinilega auka réttindi lang- veikra barna og foreldra þeirra. Hafa fulltrúar Samhjálpar tekið þátt í undirbúningi breytinganna á um- liðnum vikum.|4 Aðstoð stóraukin Ráðherra vill að lög um greiðslur til foreldra langveikra barna nái til þeirra allra, greiðslur hækki og þjónusta aukist Morgunblaðið/Frikki Vill úrbætur. „Ég finn mjög sárt til með foreldrum þessara barna,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. EXORKA International, félag í eigu íslenska orkufyrirtækisins Geysis Green Energy, orkufyrir- tækis frá Ástralíu og þýskra fjár- festa, hefur gert samstarfssamn- ing við kanadíska fyrirtækið Polaris Geothermal um hönnun og uppbyggingu á jarðvarmavirkjun í Níkaragva í S-Ameríku. Um er að ræða virkjun sem hefur möguleika á að framleiða allt að 250 mega- vött af raforku á ári. Sem stendur framleiðir hún 10MW og fyrir- hugað borunarverkefni gerir ráð fyrir stækkun í næsta áfanga upp í 66MW. Exorka kaupir í Polaris Innifalin í þessum samningi eru kaup Exorku á hlutabréfum í Pol- aris, sem skráð er í kauphöllinni í Toronto í Kanada. Á móti mun Polaris einnig eignast hlut í Ex- orku. Exorka var upphaflega stofnað árið 2001 af Orkuveitu Húsavíkur og verkfræðistofunum VGK í Reykjavík, Útrás á Akureyri og Tækniþingi í Húsavík. Félagið var stofnað kringum svonefnda Kal- ina-tækni þar sem lághitajarð- varmi er nýttur til raforkufram- leiðslu. Exorka varð svo dótturfélag Geysis Green Energy fyrr á þessu ári og hefur m.a. ver- ið að vinna að uppbyggingu jarð- varmavirkjana í Þýskalandi. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að Exorka er með þrjú virkjanaleyfi í Þýskalandi. Verkefni í Níkaragva Geysir Green fer mikinn í jarðvarma Viðbragðsaðilar sem bregðast eiga við ef upp kemur fuglaflensusmit hér á landi æfðu í gær notkun sérstaks hlífðarfatnaðar sem keyptur hefur verið hingað til lands. Var þetta fyrsta æfing af þremur, en sérfræðingar frá Landbúnaðarstofnun, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og smitsjúkdóma- lækni tóku þátt í æfingunni. Morgunblaðið/Júlíus Viðbúnir fuglaflensu AF þeim ríflega 60 kg af fíkniefnum sem fundust í skútunni á Fáskrúðs- firði á fimmtudag voru um 14 kg af dufti sem áætla má að hægt sé að búa til úr um 140 þúsund e-töflur. Um er að ræða svokallað MDMA- duft sem er virka efnið í e-töflum. Þótt ekki sé búið að efnagreina duft- ið benda bráðabirgðarannsóknir lög- reglu til að styrkleiki efnisins sé mjög mikill. Úr einu grammi af hreinu MDMA má fá 10 e-töflur og má því áætla að hægt væri að búa til um 140 þúsund e-töflur úr duftinu sem fannst á fimmtudaginn. Til að setja þetta magn í samhengi má benda á að árið 2001 var Austurrík- ismaður tekinn með rúmlega 67 þús- und e-töflur í farangri sínum og er það langmesta magn af e-töflum sem hald hefur verið lagt á hér á landi. Ekki var þá talið að töflurnar hefðu verið ætlaðar á íslenskan fíkniefna- markað. Hafa dómstólar ákveðið þung refsiviðurlög vegna meðferðar á efninu og hefur það verið rökstutt með því að það sé álitið eitt hið hættulegasta á fíkniefnamarkaði. Afar óvenjulegt er að hald sé lagt á MDMA-duftið sjálft en Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, segist kannast vel við að duftsins sé neytt. Hægt sé að hugsa sér að fíkniefna- smyglararnir hafi ætlað að búa til töflur úr duftinu hér á landi. Hann segir forvarnargildi lög- regluaðgerðarinnar á fimmtudaginn mikið en efast aftur á móti um að áhrif hennar verði mikil til lengri tíma litið. „Verðið hækkar aðeins en fíklarnir fóðra þá fíknina með öðrum hætti þangað til aftur kemur efni á markaðinn.“ Hefðu fíkniefnin farið í umferð telur Þórarinn aftur á móti að mikill þrýstingur hefði skapast á að koma efninu til þeirra sem ekki væru þegar orðnir neytendur. Hörð neysla í stærri hóp Díana Ósk Óskarsdóttir, ráðgjafi hjá Vímulausri æsku, segir algengt að í upphafi neyslu fái ungmenni fíkniefni gefins en þegar þau séu komin á bragðið þurfi þau að borga fullt verð. Hún segir það vera lítið vandamál fyrir unglinga að ná sér í fíkniefni og undanskilur þar ekki sterk fíkniefni á borð við amfetamín og e-töflur. Sumir sölumenn fíkni- efnanna séu aðeins 15 ára gamlir. „Það sem mér finnst vera að ger- ast er að neyslan er að verða miklu harðari í miklu stærri hóp,“ segir Díana. Áður hafi hass verið algeng- asta vímuefnið meðal unglinga en nú séu sterkari efnin að taka við. Auk hassins séu amfetamín og e-töflur að verða helstu fíkniefni unglinga. Aðr- ir fagmenn sem starfa með ungling- um segja þróunina vera þá að neysla ólöglegra fíkniefna fari töluvert vax- andi hjá ákveðnum hóp unglinga. | Miðopna E-töfluduftið dugar í 140 þúsund töflur Vímuefnaráðgjafi segir yngstu sölu- menn fíkniefna vera 15 ára gamla  Alls hafa tíu verið hand- teknir í tengslum við málið og sitja átta í gæsluvarðhaldi í þremur löndum» Miðopna Er eftirlit með strönd landsins fullnægjandi?  Forstjóri Landhelgisgæsl- unnar segir auðvelt að koma upp ratsjárkerfi sem fylgst gæti með skipum » Miðopna Rannsóknin heldur áfram og fleiri handteknir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.