Morgunblaðið - 22.09.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 22.09.2007, Síða 2
Á góðri stundu Úrhellið hefur sett strik í reikning íslensku ferðalanganna en þeir eru allir heilir á húfi og héldu í gær í fjallgöngu á öruggar slóðir. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „SLÓVENAR kalla þetta nátt- úruhamfarir því það gekk svo mikið á. Sólarhringsúrkoman hérna varð yfir 300 millimetrar. Ég hef lent í hressilegri rigningu en aldrei í annarri eins úrkomu og þessari,“ sagði Halldór Hreinsson, fararstjóri hjá Íslandsvinum, en hann er nú staddur í Slóveníu ásamt 30 manna hópi Íslendinga. Þarna eru á ferð 22 hjúkr- unarfræðingar, sem eru að halda upp á fjörutíu ára útskrift- arafmæli, ásamt fylgdarliði. Ofsafengið vatnsveður, sem varð sl. þriðjudag, er það mesta sem orðið hefur í landinu síðastliðna þrjá áratugi. Olli veðrið gífurlegu tjóni og sex manns létust í ham- förunum. Aurskriður urðu víða og gríðarlegir vatnavextir í vötnum og ám sem sópuðu hundruðum bíla burt, eyðilögðu vegi og brýr og skemmdu fleiri hundruð hús. Tjón vegna hamfaranna er það mikið að forsætisráðherra landsins hefur sagt að leita þurfi fjárhags- aðstoðar til Evrópusambandsins, í fyrsta sinn síðan landið gekk í bandalagið árið 2004. „Þetta hefur sett ákveðið strik í reikninginn í ferðinni, en við erum öll heil á húfi og það skiptir mestu,“ segir Halldór. Valgerður Jónsdóttir hjúkr- unarfræðingur segir ferðina alla hafa verið mikið ævintýri. „Við vorum orðin svoleiðis gegnblaut að það var ekki á okkur þurr þráður. En fararstjórinn tók vel á mál- unum og kom okkur öllum fyrir á hóteli.“ Spáð var vatnsveðri á þriðjudag og tók Halldór tillit til þess í ferðaáætlun hópsins. Til hafði staðið að fara á fjöll en af því varð ekki. „Þetta endaði þannig að við urðum strandaglópar við Bled- vatnið og vorum svo heppin að fá þar hótelherbergi því það voru auðvitað margir í sömu sporum og við. Vegir fóru í sundur, m.a. veg- urinn að Bohinj-vatninu þar sem við ætluðum að gista. Samgöngur eru ekki enn komnar í eðlilegt horf en við höfum komist leiðar okkar með því að velja fjallabaks- leiðir.“ Hópurinn hélt þrátt fyrir þetta í fjallgöngu í gær á öruggar slóðir og góð stemning var í hópnum. „Það var hrikalegt að sjá ástandið í gær en í dag [föstudag] er heið- ríkja,“ segir Halldór. Hjúkrunarfræðingar í úrhelli AP Eyðilegging Flóðin í Slóveníu hafa kostað sex manns lífið. Í HNOTSKURN »Gorenjska-héraðið, sem erum 60 kílómetra norð- vestur af höfuðborginni Lju- bljana, varð verst úti í hamför- unum. »Þorp þar eru sum hver ennán samgangna þar sem ofsaveðrið sópaði vegum og brúm burt. »Er tjónið metið á um 200milljónir evra, eða um 17,7 milljarða króna. 2 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkur hef- ur samþykkt að gerð verði breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001- 2024 vegna Keilugranda 1. Breyting- in felst í því að skilgreindur verði nýr þéttingarreitur við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 130 íbúð- um. Fjöldi íbúa í nágrenni lóðarinnar hefur mótmælt breytingum á skipu- lagi hennar og m.a. bent á að sam- kvæmt gildandi deiliskipulagi og að- alskipulagi sé einungis gert ráð fyrir 50 íbúðum á reitnum. Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- maður skipulagsráðs, lagði í samtali við Morgunblaðið áherslu á að nú hefði einungis verið samþykkt að skilgreina reitinn sem þéttingarreit á aðalskipulagi þar sem gert sé ráð fyrir allt að 130 íbúðum. Aðalskipu- lagsbreytingin fæli ekki í sér sam- þykkt á framkvæmdum heldur ein- ungis skilgreiningu á notkun reitsins. Næsta skref er gerð deili- skipulags og sagði Hanna Birna að það væri í vinnslu. Þar verður m.a. kveðið á um hæð húsa, útlit þeirra, umferð á svæðinu o.fl. Hún sagði að við gerð deiliskipulagsins yrði farið yfir athugasemdir og mótmæli sem hefðu borist. „Málinu er langt frá því lokið,“ sagði Hanna Birna. Tillagan var samþykkt með at- kvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG greiddu atkvæði gegn tillögunni og lögðu fram bókun ásamt áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra. Þar leggjast þeir gegn auglýstri tillögu að breyt- ingu á aðalskipulagi. Þeir segja m.a. að ekki verði séð að breytingin þjóni íbúum í nágrenninu eða hagsmunum grenndarsamfélagsins. Ennfremur segja þeir að svo virðist sem verið sé „að þjóna hagsmunum eigenda lóð- arinnar, verktökum og þeim sem hafa væntingar um hagnað undir yf- irskini þéttingar byggðar,“ eins og segir m.a. í bókun minnihlutans. Í bókun fulltrúa meirihlutans kemur m.a. fram að undirbúningur að þéttingu byggðar á Keilugranda 1 hafi hafist undir forystu Samfylking- ar og Vinstri grænna á síðasta kjör- tímabili. Aðalskipulagi breytt vegna Keilugranda Tölvuteikning/Loftmynd Hugmyndir um stórhýsi við Keilu- granda kölluðu fram mótmæli. MIKLAR breytingar urðu á starfsumhverfi og starfsemi Land- spítala, áður Landspítala – há- skólasjúkrahúss, frá stofnun spít- alans með samruna sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 þar til í fyrra, að því er segir í frétta- tilkynningu frá spítalanum. Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 9,4% frá 2000 til 2006 eða um tæplega 16.500, sem samsvarar heildaríbúafjölda á Ak- ureyri í árslok 2006. Fjölgunin er mest meðal eldri borgara. Tæpur fjórðungur legudaga á LSH er nýttur af fólki 80 ára og eldri og fer það hlutfall heldur vaxandi þótt legudögum hafi fækkað um 20% frá sameiningu spítalanna. Komum á dag- og göngudeildir hefur fjölgað um 74.500 á tíma- bilinu, eða um ríflega 26%. Heimaþjónusta er einnig veitt í mjög vaxandi mæli og hefur slík- um vitjunum fjölgað úr 5.125 árið 2000 í 6.875 árið 2006, eða um 34%. Komum á slysa- og bráða- deildir hefur fjölgað um tæp 14.000, eða 18%. Stöðugildum á Landspítala fækkaði úr 4.127 árið 2000 í 3.866 árið 2006, eða sem nemur 6,3%. Miklar breyt- ingar á LSH MAÐURINN sem féll í Sogið við Bíldsfell síðastliðinn miðvikudag fannst látinn um kl. 15 í gær. Vinir hins látna og félagar í Stangaveiði- félagi Reykja- víkur fundu hinn látna fyrir ofan Álftatanga, skammt ofan við þar sem Sogið rennur í Álfta- vatn. Hans hafði verið leitað frá því á miðvikudag og tók fjöldi fólks þátt í leitinni. Lögreglan í Árnessýslu gat þess í fréttatilkynningu í gær að hún hefði verið beðin að koma sér- stökum þökkum frá aðstand- endum hins látna til þeirra fjöl- mörgu, sem að leitinni komu, fyrir frábært og óeigingjarnt starf. Hinn látni hét Árni Eyjólfsson, hann var 53 ára, til heimilis í Reykjavík. Hann lætur eftir sig þrjú uppkomin börn og eitt barna- barn. Fannst látinn Árni Eyjólfsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.