Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                                                                                                                                                                                                                                                                            JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra undirbýr miklar breytingar á lögum um greiðslur til foreldra langveikra barna. Jóhanna segist hafa varað mjög við því á sínum tíma þegar lögin voru samþykkt að þau myndu ekki ná þeim tilgangi sínum að veita foreldrum langveikra (eða fatlaðra) barna raunverulega aðstoð. „Gildissviðið var allt of þröngt, náði til mjög fárra og það mismunaði foreldrum sem voru í þessari stöðu t.d. eftir því hvort barnið var fætt degi fyrir gildistökuna eða eftir. Foreldrar sem hafa í mörg ár verið bundnir veikum börnum sínum og beðið eftir þessum greiðslum fengu ekkert og voru skildir eftir. Þetta mál var allt andvana fætt frá byrjun og við því varaði ég mjög eindregið,“ segir Jóhanna. Greiðslurnar sem lögin kveða á um í dag eru mjög litlar og eru veittar til mjög skamms tíma, að sögn Jóhönnu. „Það hefur líka komið í ljós að gildissviðið er svo þröngt að miklu færri hafa fengið aðstoð en ætlað var þegar frumvarpið var lagt fram. Það eru örfáir einstaklingar, innan við tíu, sem hafa notið góðs af þessum lögum,“ segir hún. Í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Birnu Sigurðardóttur, móður tveggja ára langveikrar stúlku, Védísar Eddu Pétursdóttir, sem greindist með banvænan hrörnunarsjúkdóm. Védís Edda lést aðfaranótt 20. september. Grein Birnu leiðir í ljós að lögin eru meingölluð en þau ná aðeins til barna sem greindust eftir 1. janúar 2006. Jóhanna segir þetta mjög átakanlegt dæmi um hvernig kerfið hafi brugðist þeim sem þurfa mjög á því að halda eins og í þessu tilfelli. „Ég finn mjög sárt til með foreldrum þessara barna. Frá því ég kom hingað í ráðuneytið hef ég verið að skoða þessi lög og fara yfir þau og ég er staðráðin í að reyna að ná því fram að þessum lögum verði breytt. Ég er tilbúin með ákveðnar hugmyndir í því sambandi, bæði að auka gildissvið þessara laga þannig að allir sem eru með langveik börn falli undir þau og að rýmka greiðslurnar og auka þjónustu við þessa hópa. Þá er ég að tala um að þjónustan sé ekki eingöngu í formi peninga- greiðslna, heldur að þessum foreldrum verði boð- in liðveisla og þjónusta í samræmi við almenna stoðþjónustu, skammtímavistun og ýmsa aðra þjónustu, sem er nú í lögum um málefni fatlaðra. Það er mjög nauðsynlegt fyrir foreldra sem eru bundnir yfir langveikum börnum að hafa þjónustu frá opinberum aðilum á borð við skammtímavist- un og aðra stoðþjónustu og liðveislu. Ég hef áhuga á að rýmka lögin með þessum hætti þannig að þessir foreldrar og börn þeirra fái þá þjónustu, sem þau ættu fyrir löngu að vera búin að fá.“ Félagsmálaráðherra stað- ráðinn í að breyta lögunum Í HNOTSKURN »Lög um greiðslur til foreldra lang-veikra barna ná aðeins til barna sem greindust eftir 1. janúar 2006. »Fjárhæðin er 93 þús. kr. á mánuði. Erlögin koma að fullu til framkvæmda 2008 eiga foreldrar rétt á greiðslu í 3 mán- uði en heimilt er að framlengja þær um 6. »Lögin tóku gildi í skrefum. Greiddurvar 1 mánuður í fyrra og 2 mánuðir í ár. Í NÝJU hverfi sunnan Sléttuvegar í Fossvogi í Reykjavík verður auglýst eftir kauptilboðum í 22 lóðir fyrir 57 íbúðir að tillögu skrifstofustjóra framkvæmdasviðs borgarinnar. Lágmarksverð að meðtöldu gatna- gerðargjaldi er samkvæmt tillög- unni 4 milljónir pr. íbúð í fjölbýlis- húsi og 7,5 milljónir í rað- og tvíbýlishúsum. Er lagt til að í hverf- inu verði tólf raðhúsalóðir, átta tví- býlishúsalóðir, þ.e. sextán íbúðir, og ein fjölbýlishúsalóð með 28 íbúðum. Nöfnin tengjast náttúrunni Afgreiðslu tillögunnar var frestað á fundi borgarráðs sl. fimmtudag en samþykkt voru nöfn á nýju göturn- ar að tillögu byggingarfulltrúa. Samþykkt var að gata næst Sléttu- vegi fengi heitið Skógarvegur og neðsta gatan í hverfinu heiti Laut- arvegur. Hvort tveggja er valið með tilliti til náttúru Fossvogsdals. Um er að ræða nýja byggð sem þar hefur verið deiliskipulögð en gert er ráð fyrir að lóðirnar verði byggingarhæfar í október/nóvem- ber á næsta ári. Í drögum að út- boðsskilmálum, sem fylgja tillög- unni, er gert ráð fyrir að útboðinu verði hagað þannig að allir, þ.e. ein- staklingar og lögaðilar, geti gert til- boð í byggingarrétt fyrir fjölbýlis- hús, en einungis einstaklingar byggingarrétt fyrir tvíbýlishús og raðhús. Raðhúsin munu samanstanda af samtengdum íbúðareiningum sem eru hver á sinni lóð. Skilyrði er um samræmda hönnun. Þegar um tví- býlishús er að ræða er gert að skil- yrði að a.m.k. tveir einstaklingar standi saman að tilboðinu. 22 lóðir fyrir 57 íbúðir Nafngiftir gatna voru samþykktar Morgunblaðið/Ómar Nýtt hverfi Hverfið markast af lóð Borgarspítala, Kringlumýrarbraut, skógræktinni og Sléttuvegi í Fossvogi. Tillögu um auglýsingu lóða neðan Sléttuvegar í Fossvogi frestað BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að Reykjavíkurborg greiði 334,6 milljóna króna aukaframlag til rekstrar Strætó bs. á árunum 2007-2009. Í bréfi borgarstjóra vegna málsins kemur fram að þessum aukakostnaði verði mætt með hækkun á áætluðum skatt- tekjum í fjárhagsáætlun. Skiptist framlagið þannig milli ára að í ár verða greiddar 97,3 mkr., árið 2008 182,5 mkr. og ár- ið 2009 54,8 mkr. Verja auknu fé til Strætó bs. FATLAÐIR framhalds- og háskóla- nemendur geta notað Ferðaþjón- ustu fatlaðra í Reykjavík endur- gjaldslaust í vetur í tilraunaskyni. Var tillaga þess efnis samþykkt í borgarráði á fimmtudag. Gagnrýnt hafði verið að fatlaðir framhalds- nemar nytu ekki góðs af því að ókeypis sé í strætó í vetur. Hafa fjölmargar fyrirspurnir borist vel- ferðarsviði borgarinnar af þessum sökum. Áætlað er að nemendur sem ferðast með Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í dag séu um það bil fjörutíu. Er samþykkt að velferð- arsvið fái 3,2 milljóna króna viðbót- arfjárveitingu vegna þessa. Fatlaðir fá frítt í skólann YFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa innkallað um milljón barnarúm sem framleidd voru í Kína. Er um að ræða vöru af gerðinni Simplicity Inc. Vitað er um tvö dauðsföll og 55 óhöpp vegna slæmrar hönnunar á lausri grind í einni hlið rúmsins. Vitað er að 9 mánaða gamalt barn og 6 mánaða barn hafa dáið vegna þess að grindinni hafði óvart verið komið fyrir á hvolfi. Myndast þá rifa sem barnið getur kafnað í. Mun einkum vera um að ræða rúm af gerð sem seld var vestra milli 1998 og 2007. Dagmar Pétursdóttir hjá versluninni Fífu segir rúm af þessari gerð ekki hafa verið seld hjá fyrirtækinu og ólíklegt sé að aðrar verslanir hér selji slík rúm. Innkalla barna- rúm frá Kína ENN eru lausar kennarastöður í 13 grunnskólum Reykjavíkurborgar. 20. ágúst var ljóst að vantaði tæp 35 stöðugildi kennara miðað við upp- haflega áætlaða mönnun og standa ráðningar enn yfir. Menntasvið mun í lok mánaðarins safna upplýs- ingum um stöðu starfsmannamála í skólunum. Kemur þetta fram í svari Ragnars Þorsteinssonar fræðslu- stjóra við fyrirspurn fulltrúa Vinstri grænna í borgarráði. Kennara vant- ar í 13 skóla ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR) samþykkti í gær tillögu meirihlutans um að auka sveigjanleika í þjónustu frístunda- heimila fyrir grunnskólabörn í borg- inni. Er markmið breytingarinnar að nýta þá starfsmenn sem starfa á heimilunum betur svo hægt sé að fækka þeim börnum sem eru á bið- lista eftir þjónustu. Björn Ingi Hrafnsson, formaður ÍTR, segir að eftirspurnin eftir þjón- ustu á frístundaheimilum hafi aukist til muna á síðustu árum en það hafi eftirspurn eftir starfsfólki einnig gert. Um 110 starfsmenn vantar upp á til að taka við þeim börnum sem nú eru á biðlista og er staðan mjög mis- munandi eftir hverfum bæjarins. Skoðanakönnun sem ÍTR gerði á dögunum sýnir hins vegar að um þriðjungur barna sem nota heimilin núna þyrftu ekki að vera þar alla virka daga vik- unnar. Verður því nú reynt að at- huga hvort ein- hverjum foreldr- um dugi að hafa börnin færri daga á heimilunum. Segir Björn Ingi að með því að auka sveigjanleikann í þjónustunni með þessum hætti gefist færi á að veita fleiri börnum þjónustuna. Kostnaður vegna breytinganna er um 5 milljónir króna en Björn Ingi segir að foreldrar muni ekki þurfa að greiða þann kostnað með hærra þjónustugjaldi. Reyna að koma fleiri börnum að Ný tillaga um frístundaheimili Björn Ingi Hrafnsson Flokksstjórn- arfundur Sam- fylkingarinnar verður haldinn milli kl. 12 og 17 í dag á Hótel Selfossi. Helsta umræðuefni fundarins verð- ur þátttaka flokksins í rík- isstjórn, reynsl- an af stjórnarsamstarfinu hingað til og verkefnin framundan. Flokksstjórn er æðsta valdastofn- un Samfylkingarinnar milli lands- funda og eiga þar sæti um 140 fé- lagar. Dagskráin hefst með ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og í kjölfarið eru almennar stjórnmálaumræður. Flokksstjórn fundar í dag Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.