Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 10

Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 10
10 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Við bjóðum upp á stórkostlega skíðaferð um áramótin til bæjarins Engelberg í Sviss. Svæðið er snjóöruggt, enda hægt að skíða á fjölbreyttu svæði Titlis jökulsins. Brekkurnar eru 82 km og við allra hæfi. Fjallasýnin er ólýsanleg og margir möguleikar á ýmiss konar afþreyingu. Meðal annars sem við prófum er skemmtileg sleðaferð og dagskrá á vegum skíðakennaranna er einnig í boði. Að upplifa áramótin í öðru landi er frábær skemmtun auk þess að njóta útiverunnar og renna sér á skíðum. Hér er engu til sparað og hreinlega allt innifalið í þessari ferð! Fararstjóri: Marianne Eiríksson Verð á mann í tvíbýli: 204.500 kr. 28. desember 2007 - 6. janúar 2008 Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r s: 570 2790www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Engelberg SVIGSKÍÐAFERÐ Áramótaferð til VEÐUR Nú er svo komið að ferðamenn íReykjavík þora ekki „af ein- skærum ótta“ út af hótelinu sínu á kvöldin.     Þannig var tónninn í lesandabréfifrá Heinz Kubitz í Morgunblað- inu í gær. Hann var niðurbrotinn, svekktur og sorgmæddur yfir ástandinu í miðborginni um helgar.     Mörg þúsundunglingar fara drukknir með óspektir um göturnar, brjóta rúður og eyði- leggja eignir annarra.“     Og ennfremur:„Laugavegur leit á mánudegi út eins og það hefði farið fram styrjöld.“     Og Kubitz, sem heillaðist af feg-urð náttúrunnar og áhugaverð- um ferðamannastöðum, hyggst ekki koma aftur til Íslands að óbreyttu: „Er þess ekki nokkur kostur að koma vitinu fyrir þessa óeirðaseggi? Og heldur fólk virki- lega að yfirstandandi Íslandsbylgja í Þýskalandi haldist með þessu áframhaldi?“     Enn og aftur kemur á daginn aðstyrjaldarástandið í miðborg- inni um helgar getur ekki viðgeng- ist lengur. Ekki er nóg með að það valdi íbúum á svæðinu og öðrum at- vinnurekstri ónæði og jafnvel eignaspjöllum, heldur er það líka farið að spilla ímynd Íslands. Lög- reglan er með viðbúnað í miðborg- inni um hverja helgi eins og á útihá- tíð. Ef óskað yrði eftir að halda útihátíð með íslenskum formerkj- um í miðborg Kaupmannahafnar, drykkjuhátíð fram undir morgun í hjarta höfuðborgarinnar, þá yrði það álitin geggjun.     En hér á landi hefur það þótt sjálf-sagt. Þar til nú … STAKSTEINAR Ástand í miðborginni. Enn af stríðsástandi í miðbænum FRÉTTIR                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -                  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (               ! ""#      $ $        :  *$;<                   !"#  %   &  '(      $ *! $$ ; *! % & '    &    (  ) *) =2 =! =2 =! =2 % (' "!  + "# , -!)".   <<$ -            8   )       $ %' $ 6 2  %   *(     !+  $ % *#   $ *    ;  ,      # ,    -   *( !." $ %    &  '(  # $ /0!!  )11 "!)  2 )  ) + "# 3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A $$ $ 3 3 $  $   $ $  $ $ $ $ $ $ $ $ $ 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Sema Erla Serdar | 20. september Önnur bók Khaleds Hosseini Bókin „A thousand splendid suns“ er önnur bók afganska rithöf- undarins Khaleds Hos- seini. Fyrri bók hans, „Flugdrekahlauparinn“ ættu nú allir bókaunn- endur að hafa lesið nú þegar. Bókin segir sögu kvenna í Afgan- istan en Flugdrekahlauparinn lagði áherslu á karlpeninginn, og er mögn- uð í alla stað. Meira: semaspeaks.blog.is Toshiki Toma | 20. september 2007 Kvenprestur í Dómkirkjunni Þetta eru góðar fréttir. Mig langar til að óska séra Önnu Pálsdóttur hjartanlega til ham- ingju, innilega. Hún er góð í prests- þjónustu sinni fyrst og fremst, óháð því hvors kyns hún er. Auk þess er það gott að kven- prestur sé kominn í embætti Dóm- kirkjunnar loksins. Ég fagna því!! Meira: toshiki.blog.is Oddgeir Einarsson | 20. september Nú aukast innbrot og vændi Aðgerðir lögreglu munu líklega hafa í för með sér aukningu af- brota og vændis. Af hverju? Af því að þegar framboð á einhverju er minna en eftirspurn hækkar verðið. … Eins og allir vita þekkist það að fíklar fjármagni neyslu með innbrotum og vændi þeg- ar þá skortir fé. Þetta er engin heims- endaspá heldur bara kommon sens. Meira: oddgeire.blog.is Baldur Kristjánsson | 20. september Hatursfull umræða! Hatursfull umræða er víða hér á netinu og vefsíður fullar af hatri í garð annarra á hverju strái. Nýnasistar eru sennilega stórtækastir með hatur sitt á gyð- ingum og innflytjendum. Herská múslímsk samtök eru einnig áber- andi magnaðar af hatri í garð vest- ræns þjóðskipulags. Hatursmenn ísl- ams eru áberandi. Þessar síður skipta hundruðum þúsunda á netinu. Málstaður mannanna að baki þessum síðum er alltaf heiður og klár. Allir þeir sem tilheyra trúflokki eða hópi eru fyrirlitnir. Bullandi rasismi er í gangi. Í stað þess að beina gagnrýni sinni að hernaðarstefnu Ísraels eru allir gyðingar útmálaðir sem ill- menni. Í stað þess að beina gagnrýni sinni að öfgafullum múslimum eru trúarbrögðin sjálf og allir fylgismenn þeirra ataðir auri. Heimurinn svart/ hvítur. Offors þeirra á vefsíðum er einnig viðbrugðið. Hatursfullur áróð- ur hefur alltaf verið til staðar. Átök og stríð legíó í sögu mannsins. Á sama hátt hafa alltaf verið öflugar hreyfingar sem hafa boðað og talað fyrir umburðarlyndi og skilningi t.a.m. hefur umburðarlynt fólk verið í miklum meirihluta fylgjenda allra trúarbragða. Með netinu verða fulltrúar haturs- ins áberandi. Hinn hatursfulli mál- staður fær vængi. Það er e.t.v. hætt- an við tímana. Öfgamenn eru yfirleitt bráðvirkir eins og títt er um þá sem hafa fundið sannleikann, efast ekki. Ungir ómótaðir hugir verða fórn- arlömb þeirra og einnig fólk á öllum aldri sem óttast hið óþekkta og kaup- ir einfaldar skýringar á böli heims- ins. Ég er ekki að lesa um fjölda- morðingjann Maó. Sú bók bíður þess að ég komist í gegnum bók Simons Sebag Montefiore um Stalín. Þvílíkt illmenni Stalín. Það er alveg ótrúlegt að lesa hvernig eitt stykki verðandi illmenni gat náð tökum á heilum flokki og heilli þjóð. Maó var víst verri. Samkvæmt Jung Chang og Jon Halliday í bókaþætti Egils í gær drap hann 70 milljón manns. Og ungir draumóramenn á Vest- urlöndum elskuðu Maó, gengu með merki hans í barminum og kölluðu sig maóista, sátu kvöld eftir kvöld í hring og lásu úr (ómerkilegum) verk- um hans. Meira: baldurkr.blog.is BLOG.IS ÞAÐ voru ljúfir tónar sem biðu farþeganna sem ferð- uðust með strætó í gærmorgun. Tilefni tónanna var Samgönguvikan sem hófst um síðustu helgi og lýkur í dag. Eins og kunnugt er þá er Samgönguvikan átak um bættar samgöngur í borgum. Miðar hún að því að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur. Tón- listarkonan Ólöf Arnalds spilaði í vagni nr. 13 á leið frá Öldugranda að Verslunarskóla Íslands í gærmorgun. Morgunblaðið/G.Rúnar Tónlistin ómaði í strætó í morgunsárið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.