Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 13 FRÉTTIR FYRSTA skóflustungan að nýbygg- ingu Bílabúðar Benna á Krókhálsi 9 var tekin í gær. Réttara væri að tala um skóflustungurnar, þar sem allir starfsmenn, makar þeirra og börn, um 150 manns, voru með í að taka þessa táknrænu skóflustungu. Allir voru með skóflu í hönd, öryggishjálm á höfði og samtaka í því að taka þessa fyrstu skóflustungu að nýju húsinu. Hópurinn raðaði sér svo eftir verð- andi útlínum byggingarinnar. Fyr- irhuguð nýbygging á Krókhálsi 9 mun hýsa alla starfsemi Bílabúðar Benna.Ljósmynd/Odd Stefán 150 manns tóku skóflu- stungu BEST er að búa á Norðurlöndunum en þar er séð best um umhverfið og íbúana. Þetta er niðurstaða rann- sóknar, sem birtist í tímaritinu Reader’s Digest í gærdag. Að mati blaðsins er best að búa í Finnlandi en síðan koma Ísland, Noregur og Sví- þjóð. Stokkhólmur er besta borg heims að mati blaðsins og Ósló fylgir þar á eftir. Alls er lagt mat á 141 land í könn- un blaðsins. Á eftir Norðurlöndun- um fjórum koma Austurríki, Sviss, Írland og Ástralía. Neðst á listanum eru Eþíópía, Níger, Síerra Leóne, Búrkína Fasó og Tsjad. Lagt er mat á umhverfisþætti, svo sem loftslag og gæði vatns, virðingu fyrir líffræðilegri fjölbreytni og mengun. Norður- löndin best EIGENDUR jarðarinnar Skálm- holtshrauns í Flóahreppi hafa slitið viðræðum sem þeir hafa átt í við Landsvirkjun vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár. Í bréfi sem lögmaður eigenda jarðarinnar sendi Landsvirkjun kemur fram að þeir leggist alfarið gegn framkvæmdinni. Verði af fram- kvæmdum við fyrirhugaðar virkjan- ir mun stór stíflugarður rísa í landi jarðarinnar og hluti hennar fara undir vatn. Slitu við- ræðum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.