Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 16

Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 16
16 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT KJARNORKA mun áfram gegna lykilhlutverki þegar reynt verður að minnka losun koldíoxíðs, að sögn framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins í gær. Þriðjungur raforku ESB-ríkjanna kemur nú frá kjarn- orkuverum og í Frakklandi er hlut- fallið um 80%. Í yfirlýsingu frá framkvæmda- stjórninni er sagt að sérstakt ráð muni fá fulltrúa iðnaðarfyrirtækja og vísindamanna til að móta fram- tíðarstefnu sem tryggi að Evrópu- menn hafi sem fyrr forskot í nýt- ingu kjarnorku. Janez Potocnik, sem fer með mál- efni vísinda og rannsókna í stjórn- inni, sagði að „fyrir þau ríki sem það kjósa“ myndi kjarnorka verða „mjög mikilvægur liður í að tryggja orku og samdrátt í losun gróður- húsalofttegunda“. En tryggja yrði að ekki hlytist af þeirri stefnu um- hverfistjón og einnig yrði að minnka framleiðslu úrgangs og auka endurvinnslu. Kjarnorka áfram í lykilhlut- verki í Evrópusambandinu AP ÁÐUR en Ísraelar gerðu loftárás á skotmörk í Sýr- landi nýverið vöruðu þeir Bandaríkjamenn við því að Norður-Kóreumenn væru ef til vill farnir að deila kjarnorkuleyndarmálum með Sýrlendingum. Kemur þetta fram í frétt í blaðinu The Washington Post í gær. Ísraelskir ráðamenn, þ.á m. Ehud Olmert forsætis- ráðherra, þögðu þunnu hljóði um árásina og hið sama gerðu Sýrlendingar en Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likud-flokksins í Ísrael, staðfesti í vikunni að umrædd loftárás hefði verið gerð og hún tekist með ágætum. Er talið að Sýrlendingar hafi talið skást að segja sem minnst um málið þar sem þeir hafi verið teknir í bólinu. Bandaríska blaðið segir að stjórn George W. Bush forseta hafi verið mjög brugðið þegar upplýsingar Ísraela, þ.á m. myndir teknar með gervihnöttum, bárust. En Bush hafi ákveðið að gera ekki neitt í málinu um sinn til að hindra að viðkvæmar viðræður við N-Kóreumenn færu út um þúfur. Þeir hafa heitið að hætta öllum tilraunum til að smíða kjarn- orkuvopn. Vöruðu við kjarnorkusam- starfi N-Kóreu við Sýrland Ehud Olmert BANDARÍSKI leikfangaframleið- andinn Mattel hefur viðurkennt hönnunargalla í flestum leikfang- anna sem fyrirtækið hefur inn- kallað að undanförnu. Hefur Mattel staðfest að sökin sé ekki kín- verskra fyrirtækja. Aðstoðarfor- stjóri Mattel bað í gær kínverska framleiðendur afsökunar á þeim álitshnekki sem málið hefur valdið þeim. Gallarnir ekki sök Kínverja ENN ein flugvélin af gerðinni Dash-8 varð að nauðlenda í gær vegna bilunar í lendingarbúnaði. Að þessu sinni var það vél í eigu Lufthansa sem nauðlenti í Münc- hen. Enginn mun hafa slasast. Dash-vél nauðlenti GRIPIÐ var til hertra öryggis- ráðstafana í sendiráðum Frakk- lands í N-Afríku í gær í kjölfar sjálfsmorðstilræðis í Alsír þar sem tveir Frakkar og einn Ítali særðust. Á varðbergi Washington. Los Angeles Times. | Rúm- ur þriðjungur Bandaríkjamanna undir 65 ára aldri var ekki sjúkra- tryggður síðustu tvö árin eða hluta þeirra, að sögn bandarísku neyt- endahreyfingarinnar Families USA. Alls voru 89,6 milljónir Banda- ríkjamanna einhvern tíma án sjúkratryggingar á þessum tíma, þar af 47 milljónir allt síðasta ár. Flestir voru án sjúkratryggingar í Kaliforníu þar sem um þrettán milljónir, eða 41% íbúa undir 65 ára aldri, voru ekki sjúkratryggðir. Texas kom næst með 9,3 milljónir manna. Fólk sem náð hefur 65 ára aldri á rétt á sérstökum sjúkratryggingum fyrir aldraða, Medicare. Rúm 70% þeirra sem ekki voru sjúkratryggðir allt tímabilið eða hluta þess voru í fullu starfi. Rúmur helmingurinn var án sjúkratrygg- ingar í níu mánuði eða lengur. Þeim Bandaríkjamönnum sem eru án sjúkratryggingar hefur fjölgað um 17 milljónir frá fyrstu könnun Families USA sem náði yfir árin 1999-2000.                        !  "  #$%                                 !   "       #          $%&       '(  % )*%'    % !   "     !      +,,'-+,,#         &#'()(**+,-%.-$+/0%&1''(-'% 4567 '859:;;<97      '(    "     !# "    .  /01       21 34 15 67 819 :; 39 90 <3/: 6= <1 8> 7: 6> 0> 6? 76 81 73 14 70 1@ @1 .@ A1 :6 28 8@ 86 3 78 9B 6B 6 71 48 <: 6C >? 7> 7? 2B D1 =12= =: 6< 0< +, $, , (,&              E  F 23    G"   F 43 2  5 G"   '(  F 4 62   !" # #" $%%& Þriðjungur ekki sjúkra- tryggður Carancas. Los Angeles Times, AP. | Þegar Isabel Junquilla, 53 ára kona í Perú, heyrði sprenginguna var hún viss um að stríð hefði blossað upp. „Við héldum að Chilebúar hefðu gert loftárás,“ sagði Junquilla og skírskotaði til þess að Perú og Chile hafa lengi eldað grátt silfur. „Þetta var það sem allir sögðu. Það var óg- urlegur hávaði.“ Stór gígur myndaðist í sprenging- unni nálægt Titicaca-vatni við landa- mærin að Bólivíu um helgina. Stjarnfræðingar segja nú að flest bendi til þess að gígurinn hafi mynd- ast við árekstur loftsteins, en mjög sjaldgæft er að það gerist. Fyrstu viðbrögð heimamanna við sprengingunni minntu einna helst á töfraraunsæið í suður-amerískum bókmenntum. Íbúar í grennd við Titicaca-vatn fullyrtu að fólk hefði fengið furðulega sjúkdóma, aðrir sögðust hafa fundið sterkan daun frá gígnum, orðrómur komst á kreik um að gerð hefði verið loftárás, varað var við mikilli geislamengun og enn aðrir sögðu að gulli hefði rignt af himnum ofan. Vísindamenn tóku sýni úr jarð- veginum og vatni í gígnum til rann- sóknar. Þeir staðfestu síðan í fyrra- dag að gígurinn hefði myndast við árekstur loftsteins – ekki af völdum eldgoss, loftárásar eða geimrusls. „Við erum núna viss um að þetta var loftsteinn,“ sagði Ronald Wood- man, yfirmaður Jarðvísindastofn- unar Perú, sem sendi rannsókn- armenn á staðinn. „Slíkt fyrirbæri getur verið hættulegt, ef það fellur á bæ, hús eða fólk. Sem betur fer gerðist það ekki í þessu tilviki.“ Woodman sagði að gígurinn væri 12,7 metrar að þvermáli og fimm metra djúpur. Áreksturinn olli jarð- skjálfta sem mældist 1,5 stig á Richters-kvarða. Sérfræðingar við kjarnorkustofn- un Perú sögðu að loftsteinninn hefði líklega verið í mesta lagi metri að þvermáli þegar hann skall á jörðinni á firnamiklum hraða. Algengt er að hlutir berist í lofthjúp jarðar úr geimnum en flestir þeirra brenna þar upp og lenda ekki á jörðinni. Gígurinn við Tititaca-vatn vakti því heimsathygli. „Jafnvel áður en hann féll heyrð- ist mikill hávaði, eins og frá flugvél,“ sagði Marina Llanqui Mamani, 53 ára kona í indíánabænum Carancas, sem er með um 3.000 íbúa. „Og þeg- ar hann skall á jörðinni var eins og jarðskjálfti riði yfir. Allir urðu skelf- ingu lostnir. Jafnvel dýrin mín urðu logandi hrædd og hlupu út um allt.“ Bæjarbúarnir vonast nú til þess að ferðamenn flykkist á staðinn. „Núna þegar sérfræðingar frá Jap- an og fleiri löndum hafa fullvissað okkar um að þetta hafi ekki neinar alvarlegar afleiðingar ætlum við að eigna okkur loftsteininn,“ sagði Ben- ito Mosaja Pari, 56 ára aðstoðarhér- aðsstjóri í Carancas. „Við ætlum að grafa hann upp. Vísindamennirnir segja okkur hann sé hluti af veröld sem splundraðist. Hann er því mikils virði. Og núna eigum við hann.“ AP Dularfull veiki Djúpur gígur myndaðist þegar loftsteinn skall á jörðinni í Perú um helgina. Heimamenn sögðu að 200 manns hefðu veikst af völdum reyks eða gufu, sem stigið hefði upp úr gígnum, en vísindamenn drógu það í efa. „Við héldum að Chile-búar hefðu gert loftárás“ » Vísindamenn stað- festu að gígurinn hefði myndast við árekstur loftsteins – ekki af völdum eldgoss, árásar eða geimrusls Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is Tryggvabraut 1–3, Akureyri • Sími 460 3630 Opið mánud.–föstud. 8–18, laugard. 10–16 Útivistar- fatnaður 25–7 0% AFS LÁT TUR H im in n o g h af /S ÍA 25–70% afsláttur af útivistarfatnaði. Nú er lag að gera kjarakaup og dúða sig vel fyrir veturinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.