Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 19

Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 19 MENNING Eggert Pétursson er fyr-irferðamikill þessa dagana.Er með stóra yfirlitssýn- ingu í Listasafni Reykjavíkur og einkasýningu í Gallerí i8 þar sem veggir gallerísins eru nánast bet- rekktir með 100 blómamyndum sem seldust upp á opnunardegi og fengu færri en vildu. Í stundakennslu sem ég sinni um þessar mundir við Listaháskóla Ís- lands komu verk hans til tals og náði umræðan afar forvitnilegum vinkli þegar einn nemandi spurði mig; „Heldurðu að Eggert Pét- ursson væri svona frægur ef hann væri kona?“ Ég hef af áhuga og að- dáun fylgst með þróun og uppgangi á málverkum Eggerts Péturssonar á annan áratug, en verð að við- urkenna að þessari spurningu hafði ég aldrei velt fyrir mér. Ég fann engu að síður svar mótast um- svifalaust á vörum mínum: „Nei, Eggert Pétursson væri ekki svona frægur ef hann væri kona.“ Það er vissulega fallvalt að al- hæfa eitthvað sem ekki er í raun- verunni og byggist eingöngu á Ef- spurningu. En enginn er elskaður af öllum og þær fáu neikvæðu radd- ir sem ég hef heyrt í garð málverka Eggerts Péturssonar fela einmitt í sér orð eins og„bróderingar“ og „blómakerling“. Það eitt segir mér að gömul kvenlæg gildi eða ímyndir séu helsta vopnið til að fella blóma- myndir listamannsins. Sú stað- reynd að Eggert er karlmaður veg- ur hinsvegar á móti þessum kvenlægu ímyndunum eða við- fangsefninu blóm sem máski konur eru sjálfar útilokaðar frá vegna þess að álíka neikvæðar raddir fylgja þá fyrirfram með verkunum. Í kjölfar þessa vaknaði hjá mér önnur spurning. Eru þessi sömu kvenlægu gildi þá ekki líka partur af upphafningunni á verkum Egg- erts? Þegar breski listamaðurinn Greyson Perry, sem er klæðskipt- ingur, hlaut Turner-myndlist- arverðlaunin í Bretlandi fyrir lögu- lega og nýstárlega myndskreytta keramikvasa sagði hann í viðtali að myndlistarheimurinn ætti eftir að hneykslast yfir því að verðlauna- hafinn skyldi vera keramik- listamaður mun frekar en að hann væri klæðskiptingur. Vafalaust var þetta hárrétt athugasemd hjá Perry. En aftur má samt spyrja; Hefði Greyson Perry hlotið Turner- verðlaunin fyrir keramikvasana ef hann væri kona? Auðvitað ekki. Perry hlaut verðlaunin fyrir að vera karlmaður sem gerir í því að vera eins og kona. Og ef Perry fær bónus fyrir kvenlægni má þá ekki allt eins álykta að þær kvenlægu ímyndir sem eru notaðar til að fella verk Eggerts Péturssonar séu þær sömu og upphefja þau. Að það þyki göfugt af karlmanni að ganga í slík- ar ímyndir en tabú fyrir konu. Ég tala ekki um þegar hann líkir list- sköpun sinni við mataruppskriftir, eins og lesa mátti í viðtali Kolbrúnu Bergþórsdóttur við Eggert í Blaðinu á miðvikudaginn 12. sept- ember. Afar vafasöm líking- armynd, ef hann væri kona.    Í þessu sama viðtali greinir Egg-ert einnig frá því að viss hugmyndavinna liggi að baki áður en hann málar mynd, sem hleypir okkur þá inn á annarskonar upp- hafningu á verkum listamannsins sem er í nokkurri mótsögn við hina og er aðallega notuð á meðal inn- vígðra. Þ.e. að listamaðurinn sé í raun konseptlistamaður en svo heppilega vilji til að afurðir hug- myndavinnunnar séu fallegar. Hér er semsagt rökhyggjunni teflt gegn tilfinningaseminni til að undir- strika að viðfangsefnið hallist í átt til grasafræða en ekki blóma- skreytinga, sem aftur snertir göm- ul karlæg og kvenlæg gildi þar sem hinu fyrrnefnda er gefið göfugra hlutverk en hinu síðarnefnda. Þeir sem þekkja bakrunn Egg- erts Péturssonar efast ekki um að hugmyndalegt myndlistaruppeldi í Nýlistadeildinni hafi mótað nálgun hans við listina. En hugmyndaleg nálgun gerir menn ekki endilega að konseptlistamönnum, né heldur þrautseigja, þráhyggja eða skrá- setningarárátta, og hef ég alltaf átt erfitt með að kyngja þessari kons- ept-skilgreiningu á blómamyndum Eggerts sökum þess að einhvers- staðar í sköpunarferlinu (og frekar snemma að ég tel) hafnar listamað- urinn konseptlistinni, tekur meðvit- aða eða ómeðvitaða ákvörðun um að skipta út hugmyndalegum þætt- inum fyrir skynræna upplifun og fegurð, og einblínir markvisst á maleríið og áþreifanleika efnis en ekki hugmyndar. Sem þýðir að þótt Eggert hefji ferlið í grasafræðinni, þá miðast það engu að síður við að búa til blómaskreytingar. Ef Eggert væri kona » Sem þýðir að þóttEggert hefji ferlið í grasafræðinni, þá mið- ast það engu að síður við að búa til blómaskreyt- ingar. Morgunblaðið/Sverrir Listamaðurinn „Nei, Eggert Pétursson væri ekki svona frægur ef hann væri kona.“ ransu@mbl.is AF LISTUM Jón B. K. Ransu SIGURGEIR Sigurjónsson ljós- myndari er þekktur fyrir ljós- myndabækur sínar sem birta flestar sýn á náttúru Íslands, einnig kann- ast margir við bók hans og Unnar Jökulsdóttur, Íslendingar. Nú sýnir Sigurgeir tvær ljós- myndaraðir í Gallerí Kambi, loft- myndir frá Íslandi, af árfarvegum og mótum lands og hafs, og myndraðir frá Kúbu. Sigurgeir er ekki sá fyrsti sem myndað hefur íslenskt landslag úr lofti, en tilurð myndanna tengist verkefni fyrir Adobe sem síðan vatt upp á sig. Árangurinn er líka annar og meiri en rútínubundin úrvinnsla verkefnis, loftmyndirnar eru persónulegar og grípandi og birta óvænta sýn á lit- brigði og form. Þær einkennast af mildum jarðlitum og nær grafískum þáttum þar sem hvítar öldur teikna á svartan sand. Kúbumyndirnar búa síðan yfir frásögn þar sem mannlífið er í for- grunni. Sigurgeir fangar litanotkun Kúbubúa á húsveggjum og klæðn- aði, dýpt litanna er undirstrikuð af votri birtunni en þær eru flestar teknar í rigningu. Hreyfing er áber- andi en um leið sterk myndbygging, en báðar myndraðirnar eru mal- erískar í nálgun. Á sýningunni birt- ast ástríður ólíkra heima, óhamin náttúra Íslands og ólgandi mannlíf á Kúbu. Í kynningarrými Gallerí Kambs má sjá gráglettin verk Bandaríkja- mannsins William Anthony sem leit- ar jafnt í listasöguna og heims- viðburði við gerð mynda sinna sem eru við fyrstu sýn stirðbusalegar teikningar en þegar betur er að gáð listilega gerð myndverk, áleitin og full dirfsku. Tveir heimar MYNDLIST Gallerí Kambur (Afleggjari aust- an Þjórsár merktur Gíslholti og Gallerí Kambi) Til 30. september. Opið daglega 13-18, lokað miðvikudaga. Sigurgeir Sigurjónsson William Anthony Gallerý Kambur „Á sýningunni birtast ástríður ólíkra heima, óhamin nátt- úra Íslands og ólgandi mannlíf á Kúbu.“ Ragna Sigurðardóttir HAUKUR Gröndal og Ólafur Jóns- son stóðu í framlínunni með ten- órana er kvintett þeirra flutti verk af efnisskrá eins skemmtilegasta saxó- fónsdúetts djasssögunnar, Al Cohns og Zoot Sims. Það var byrjað á P- Town Als og síðan blúsað feitt í lagi eftir píanistann John Bunch, sem löngu er gleymdur þrátt fyrir að hafa verið skotinn niður yfir Þýska- landi í heimstyrjöldinni og leikið með stórsveitum Hermans, Good- mans, Krupa og Richs. Aðeins einn söngdans var á dagskránni, On The Alamond, en þeir hefðu mátt vera fleiri einsog tíðkaðist hjá Al & Zoot, þó hljómagangur margra orgínal- anna væri kunnuglegur. Eitt lag eft- ir Zoot var leikið, Red Door, enda samdi hann lítið miðað við Al. Hauk- ur var í hlutverki Als í samleiknum meðan Ólafur blés Zoot. Afturá móti var Zoot miklu nær í spuna Hauks, sem hefur sterkari svingrætur en bopparinn Ólafur. Það var flott að heyra tvö stórsveitarlög sem Al & Zoot blésu oft: The Goof And I, skrifað fyrir Hermanbandið og svo A Moment́s Notice eftir Ernie Wilk- ins; Basieútsetjarann mikla sem hingað kom og stjórnaði Big bandi 81, fyrirrennara útvarpsstórsveit- arinnar. Ekki má gleyma Back To Back þarsem Agnar Már velti upp nýjum fleti í hverjum takti við frá- bært burstaspil Ericks Qvicks eða söxunum í Morning Fun og bassa- sólóum Þorgríms Jónssonar.Svo verður að geta þess að RÚV hljóðrit- aði herlegheitin og von er á þeim í þætti Lönu Kolbrúnar 5/4, sem er á dagskrá öll þriðjudagskvöld á Rás 1. Al og Zoot í Reykjavík TÓNLIST Múlinn á DOMO Miðvikudagskvöldið 19.september 2007. Jónsson/Gröndal Quintet  Tónn Haukur Gröndal (á mynd) var í hlutverki Als í samleiknum meðan Ólafur Jónsson blés Zoot. Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.