Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 22
|laugardagur|22. 9. 2007| mbl.is daglegtlíf Hálendið speglast í hönnun Jónu Bjargar Jónsdóttur, sem vakið hefur athygli fyrir þjóð- lega og frumlega hönnun. »26 tíska Alda Ingibergsdóttir óperu- söngkona er mikið fyrir kerti, falleg ljós og skemmtilega hönnun. »24 innlit Ég reyni að finna minn tónfrekar í gegnum hjartaðen hugann, í mínum tón-smíðum. Mér finnst elítan í dag hugsa alltof mikið með höfðinu en lítið með hjartanu og ég nenni ekki að taka þátt í því. Auðvitað á öll tónlist rétt á sér en ég skammast mín ekkert fyrir að gera músík frá hjart- anu. Ég vil vera trúr sjálfum mér og það skiptir mig öllu máli að gefa. Ákveðin auðmýkt fyrir tónlist er mjög mikilvæg, hvort sem fólk er að koma fram eða semja,“ segir Hreiðar Ingi Þorsteinsson sem útskrifaðist í vor frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands. Lokaverkefnið hans var tón- verkið Stabat Mater sem hann samdi fyrir finnska kórinn Chamber Choir Cantinovum. „Þetta var mikill heiður fyrir mig en verkið var sérstaklega pantað af kórstjóranum og krafta- verkakonunni Ritu Varonen. Hún tók mig í tíma í kórstjórn þegar ég var skiptinemi í Finnlandi og við urðum góðir vinir. Hún hefur trú á tónlist- inni minni og fyrir það er ég þakk- látur.“ Stabat Mater er kirkjulegt verk sem Hreiðar Ingi skrifaði út frá krossfestingunni. „Ég hugsaði þetta út frá íslensku vögguvísunni Sofðu unga ástin mín og hvernig María mey sefar grátinn vegna sonarmissis með vögguvísu. Aðalröddin er etnísk altó- rödd, eða finnsk þjóðlagarödd, sem gefur verkinu sérstakan hljóm. Ég fékk góð viðbrögð og í kjölfar frum- flutningsins voru þrjú önnur verk pöntuð hjá mér í Finnlandi. Fyrir mér er Finnland gullæð, því það er eitt af aðalkórlöndunum í heiminum.“ Ömmusöngur kveikir tónverk Hreiðar Ingi er þessa dagana að semja eitt af pöntuðu verkunum sem er fyrir finnska kvennakórinn Jyvä- skylä Female Choir. „Ég vinn alltaf út frá ljóði og ég vil gera eitthvað persónulegt. Þegar ég var lítill strák- ur svæfði amma mín mig með því að syngja Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, og þar sem hún verður níræð á næsta ári ákvað ég að gefa henni það að semja tónverk út frá þessum texta fyrir þennan finnska kvennakór. Ég bað hana að syngja þetta fyrir mig í gegnum síma og ég komst að því að hún söng þetta öðru- vísi en nóturnar í sálmabókinni segja til um. En ég ætla að að nota hennar útgáfu. Ég læt verkið byrja á því að kona í kórnum stígur fram og syngur þetta á íslensku og ég er að hugsa um að setja það skilyrði að hún sé amma. Síðan tekur kórinn við og syngur á latínu.“ Hilmar Örn örlagavaldur Það er nóg að gera hjá Hreiðari Inga í tónsmíðunum því nýlega hafði suður-afríski kórinn TUKS Came- rata samband við hann og fékk hann til að semja verk fyrir sig í tilefni af því að kórinn verður fjörutíu ára á næsta ári. „Ég er auðvitað upp með mér því þessi kór er margverðlaun- aður en þau panta verk frá tónskáld- um alls staðar að úr heiminum í til- efni af afmælinu.“ Þegar Hreiðar Ingi semur tónlist segist hann verða að hafa algjört næði. „Það má helst enginn vera í húsinu og ég vinn best frá níu til fimm. Ef ég á að skilgreina mína tón- list þá er hún mjög hefðbundin. Ég er svolítið í þjóðlagastílnum og sumum finnst tónlistin mín bera keim af kvikmyndatónlist.“ Hreiðar Ingi hefur verið að semja tónlist allt frá því hann var 12 ára og kannski ekki að undra að hann hafi verið kallaður Mozart þegar hann var í Menntaskólanum á Laugarvatni. „Ég hef alltaf haft þessa þörf fyrir að tjá mig með söng og þegar ég var lít- ill bankaði ég upp á hjá fólki og bað um að fá að syngja fyrir það. Þegar ég var tólf ára flutti ég í Laugarás í Biskupstungum og það var mikil gæfa fyrir mig því þá fór ég að syngja hjá Hilmari Erni organista í Skál- holti. Hann er stórkostlegur. Hann kveikti ljós í hjarta mér. Hann lét mig hlusta á H-moll-messuna eftir Bach þegar ég var 14 ára og þá ákvað ég að ég ætlaði að verða tónskáld. Hilmar á í raun heiðurinn af því hvar ég er staddur í dag.“ Hreiðar Ingi missti pabba sinn þegar hann var 10 ára og hann segist ekki hafa komist yfir þá sorg fyrr en hann tók þátt í tónlistarlífinu í Skál- holti hjá Hilmari. „Tónlist er eitt besta meðal sem til er við sorg. Ég samdi Sálumessu fyrir pabba minn sem frumflutt var 2004. Langholts- kórinn flutti hana og Ísak litli Rík- harðsson söng með þeim. Ég varði heilu ári í að skrifa þetta verk og þetta var mikil hreinsun fyrir mig. Núna vill Rita Varonen að ég endur- skrifi þessa sálumessu fyrir kór og sinfóníuhljómsveit sem til stendur að flytja árið 2009.“ Hreiðar Ingi syngur með tveimur sönghópum um þessar mundir, ann- ars vegar er það raddbandið VoxFox og hins vegar Laugaráskvartettinn. „Hann samanstendur af mér og Þresti bróður mínum og öðru pari af bræðrum, þeim Agli og Þorvaldi Pálssonum, en við ólumst allir upp saman í Laugarási. Við höfum sungið saman í tíu ár og sérhæft okkur í barbershop-tónlist. Mér finnst algjör forréttindi að syngja með mörgum af mínum bestu vinum.“ Hreiðar Ingi hefur viðað að sér þekkingu og er alltaf að bæta við sig. Hann er útskrifaður tónmenntakenn- ari, er að læra að verða söngkennari og er að taka áttunda stig í Söngskól- anum. „Ég er baritón-tenór en er að skríða upp í tenórinn. Auk þess tók ég að mér starf stjórnanda drengja- kórsins í Langholtskirkju næstu tvö árin. Ég verð með tuttugu stráka á aldrinum sjö til fjórtán og ég hlakka virkilega til að kenna þeim að syngja. Nú er starfið í söngskólanum í Lang- holtskirkju að fara af stað og á morg- un ætlum við að vera með kynningu þar sem allir kórarnir átta sem þar starfa munu koma fram. Jón Stef- ánsson og Ólöf Kolbrún hafa unnið ómetanlegt starf þarna og þau hafa skapað fjölmargar stjörnur. Í mínum augum eru þau meðal kyndilbera í þróun íslenskrar sönglistar.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Að störfum Tölva og píanó eru tækin sem Hreiðar Ingi þarf að hafa við höndina þegar hann semur. Hann hefur samið tónlist frá því hann var tólf ára og í bernsku bankaði hann upp á hjá fólki og bað um að fá að syngja fyrir það. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti tónskáld sem hefur nóg að gera við að semja tónlist fyrir virta kóra úti í heimi. www.hi.is/~sverriro/hreidar www.myspace.com/voxfoxband www.islandia.is/kvartett www.cantinovum.fi www.naislaulajat.net www.tukscamerata.up.ac.za Tenór í tónsmíðum khk@mbl.is ÞEIR eru kostulegir ásýndum jafnvægislistamennirnir sem hér hafa stillt sér upp við höfnina í Hong Kong. Þeir eru hluti ástralska sirkusshópsins „Circus Oz“ sem er talinn einn fyrsti „nútíma“-sirkusinn. Jafnvægiskúnstir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.