Morgunblaðið - 22.09.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 22.09.2007, Síða 24
lifun 24 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ EF ÞÚ FINNUR EKKI RÉTTA LITINN EKKI KENNA OKKUR UM X E IN N IX 0 7 09 0 11 G reinilegt er að söngur og fallegir hlutir standa hjarta Öldu næst. Fögur tónlist barst frá geislaspil- aranum og flest ef ekki öll hús- gögnin og annað sem fyrir augu ber á heimilinu segja sögu þekktra hönnuða, enda hefur Alda unnið síð- ustu tvö ár í Casa. Alda er sannur Gaflari en Hauk- ur er kominn norðan úr Hörgárdal en er vonlítill um að eiga eftir að geta dregið Öldu með sér þangað í framtíðinni. Hún vilji víst hvergi frekar vera en í Hafnarfirði. „Ég stundaði söngnám í London og út- skrifaðist með diplóma frá Trinity College of Music. Eftir það flutti ég heim í Hafnarfjörðinn, en síðan lá leiðin til Akureyrar þar sem ég var beðin að kenna við tónlistarskólann. Þar var ég í tvö og hálft ár. Linda dóttir mín, sem er 15 ára, vildi kom- ast aftur í skólann í Hafnarfirði svo við fluttum hingað á ný.“ Allt sem þarf á einum stað Haukur sýnir okkur íbúðina sem þau keyptu í ágúst í fyrra og fluttu þá inn. Hún er hönnuð í samræmi við það sem gerist nú algengast; eldhús og stofa renna saman í eitt stórt rými. Eldhúsið er lengst til vinstri, þegar inn er komið. Þá tek- ur við borðstofuhlutinn þar sem fjölskyldan borðar enda ekki gert ráð fyrir að fólk geti sest niður í eldhúsinu. Síðan renna borðstofan og stofan saman í eitt. Að auki eru í íbúðinni þrjú stór herbergi, ekki þessi agnarlitlu herbergi sem einu sinni voru í tísku, þar sem varla komst meira inn en rúm, borð og stóll. Þægindi eru líka að því að ekki þarf að fara langt í þvottahús eða geymslu, hvort tveggja er á hæðinni og ágætlega rúmgott. Íbúðin reynist líka vera 148 fer- metrar að grunnfleti og þar af leið- Morgunblaðið/Kristinn Bjart yfir hvítu húsgögnin eru glæsileg í stofunni. Lampar og kerti setja svip á umhverfið. Á endaveggnum er óvenjulegur lampi með spegilperu og úr plexigleri. Skugginn á veggnum markar útlínur þess á vegginn. Lampinn heitir Louis 5D og hönnuður er Blandine Dubos. Elskar söng og fallega hluti Tuban Ljósið yfir borðinu í borðstofunni er hönnun Daggar Guðmundsdóttur. Söngur og hönnun Alda er óperusöngkona en hefur ekki síður áhuga á fallegri hönnun, eins og heimilið ber með sér, en þar leika ljós af ýmsu tagi stórt hlutverk . Það var farið að rökkva á Völlunum í Hafnarfirði. Kertaljós og ótal lampar, sumir harla óvenjulegir, settu svip á íbúð þeirra Öldu Ingibergsdóttur söngkonu og Hauks Steinbergssonar, sem vinnur við álverið á Reyðarfirði, þegar Fríðu Björnsdóttur bar þar að garði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.