Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 24
lifun 24 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ EF ÞÚ FINNUR EKKI RÉTTA LITINN EKKI KENNA OKKUR UM X E IN N IX 0 7 09 0 11 G reinilegt er að söngur og fallegir hlutir standa hjarta Öldu næst. Fögur tónlist barst frá geislaspil- aranum og flest ef ekki öll hús- gögnin og annað sem fyrir augu ber á heimilinu segja sögu þekktra hönnuða, enda hefur Alda unnið síð- ustu tvö ár í Casa. Alda er sannur Gaflari en Hauk- ur er kominn norðan úr Hörgárdal en er vonlítill um að eiga eftir að geta dregið Öldu með sér þangað í framtíðinni. Hún vilji víst hvergi frekar vera en í Hafnarfirði. „Ég stundaði söngnám í London og út- skrifaðist með diplóma frá Trinity College of Music. Eftir það flutti ég heim í Hafnarfjörðinn, en síðan lá leiðin til Akureyrar þar sem ég var beðin að kenna við tónlistarskólann. Þar var ég í tvö og hálft ár. Linda dóttir mín, sem er 15 ára, vildi kom- ast aftur í skólann í Hafnarfirði svo við fluttum hingað á ný.“ Allt sem þarf á einum stað Haukur sýnir okkur íbúðina sem þau keyptu í ágúst í fyrra og fluttu þá inn. Hún er hönnuð í samræmi við það sem gerist nú algengast; eldhús og stofa renna saman í eitt stórt rými. Eldhúsið er lengst til vinstri, þegar inn er komið. Þá tek- ur við borðstofuhlutinn þar sem fjölskyldan borðar enda ekki gert ráð fyrir að fólk geti sest niður í eldhúsinu. Síðan renna borðstofan og stofan saman í eitt. Að auki eru í íbúðinni þrjú stór herbergi, ekki þessi agnarlitlu herbergi sem einu sinni voru í tísku, þar sem varla komst meira inn en rúm, borð og stóll. Þægindi eru líka að því að ekki þarf að fara langt í þvottahús eða geymslu, hvort tveggja er á hæðinni og ágætlega rúmgott. Íbúðin reynist líka vera 148 fer- metrar að grunnfleti og þar af leið- Morgunblaðið/Kristinn Bjart yfir hvítu húsgögnin eru glæsileg í stofunni. Lampar og kerti setja svip á umhverfið. Á endaveggnum er óvenjulegur lampi með spegilperu og úr plexigleri. Skugginn á veggnum markar útlínur þess á vegginn. Lampinn heitir Louis 5D og hönnuður er Blandine Dubos. Elskar söng og fallega hluti Tuban Ljósið yfir borðinu í borðstofunni er hönnun Daggar Guðmundsdóttur. Söngur og hönnun Alda er óperusöngkona en hefur ekki síður áhuga á fallegri hönnun, eins og heimilið ber með sér, en þar leika ljós af ýmsu tagi stórt hlutverk . Það var farið að rökkva á Völlunum í Hafnarfirði. Kertaljós og ótal lampar, sumir harla óvenjulegir, settu svip á íbúð þeirra Öldu Ingibergsdóttur söngkonu og Hauks Steinbergssonar, sem vinnur við álverið á Reyðarfirði, þegar Fríðu Björnsdóttur bar þar að garði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.