Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 28

Morgunblaðið - 22.09.2007, Side 28
28 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STRANDHÖGG GEGN EITRI Íslensk yfirvöld hafa á einu brettigert upptæk hátt í 70 kg af eitur-lyfjum, 50 kg af amfetamíni, 1.800 e-töflur og 14 kg af efninu, sem notað er til að búa til e-töflur. Tíu menn hafa ver- ið handteknir í þessu smyglmáli í að- gerð, sem náði til fimm landa í Evrópu. Þetta er ótrúlegt magn af eiturlyfjum og meira en gert var upptækt allt árið í fyrra, sem þó var metár. Hér var um mjög viðamikla lögregluaðgerð að ræða og hefur rannsókn málsins staðið yfir frá því í fyrra. Í aðgerðinni unnu saman lögreglan, sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæsla Íslands. Eitrið var gert upptækt í skútu í höfninni í Fá- skrúðsfirði, en einnig var gerð húsleit á höfuðborgarsvæðinu, í Sandgerði, á Kaupmannahafnarsvæðinu og í Noregi. Tveir voru handteknir í Kaupmanna- höfn og einn í Noregi. Lögregluyfirvöld í Hollandi og Þýskalandi aðhöfðust einnig í málinu en þar var enginn hand- tekinn. Ísland er orðið vettvangur skipu- lagðrar glæpastarfsemi. Á því er engin launung. Magnið, sem gert var upptækt í höfninni í Fáskrúðsfirði, slagaði hátt upp í allt það magn, sem gert var upp- tækt í Noregi allt árið í fyrra. Þetta er stærsta smyglmál, sem upp- lýst hefur verið hér á landi. Hins vegar er áhyggjuefni að smyglmálin gerast stöðugt umfangsmeiri. Því bera vitni tvö stór fíkniefnamál, sem upplýstust í fyrra. Eiturlyfjasalar og -smyglarar byggja líf sitt á eymd annarra. Þeir eru sölu- menn dauðans. Nú hefur verið komið í veg fyrir að 70 kg af eitri komist á markað og það er mikið fagnaðarefni. Yfirvöld geta verið stolt af þeim ár- angri, sem náðist á fimmtudag. Hér þurfti ekki aðeins samvinnu innan lands, heldur samstarf milli lögregluyf- irvalda í fimm löndum án þess að glæpa- mönnunum yrði gert viðvart. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lýsti aðgerðinni á blaðamannafundi í fyrra- dag: „Þessi aðgerð var mjög vel skipu- lögð og ég held að þeir aðilar sem komu af þessari skútu hafi gengið í flasið á lögreglunni, sér að óvörum. Það hefur ríkt mikill trúnaður hjá löggæslustofn- unum í mjög langan tíma, sem sýnir fram á að íslenskar löggæslustofnanir eru fullfærar um að sinna svona stórum verkefnum, sem teygja anga sína inn í alþjóðasamfélagið, án þess að vitneskja um það berist út.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti árangri lög- reglunnar hárrétt þegar hann sagði að hann sýndi að lögreglan hefði lagað sig vel að gjörbreyttum aðstæðum, þegar leitað væri allra ólögmætra leiða til að koma fíkniefnum til landsins. Þetta fíkniefnamál sýnir einnig hvað yfirvöld eiga erfitt verkefni fyrir hönd- um. Strandlengja Íslands er löng og vandasamt að hafa eftirlit með henni allri. Eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um málið í gær er nán- ast alls staðar hægt að komast á land og því engin trygging þótt eftirlit verði stóreflt með höfnum landsins. Það er hins vegar engin ástæða til að slá slöku við. Hugmynd Georgs Lárussonar, for- stjóra Landhelgisgæslunnar, um aukið ratsjáreftirlit með ströndum landsins er skynsamleg. Handtakan á fimmtu- dag sýnir hvað hægt er að gera. Hún er hvatning til dáða. ÓTTI VIÐ HIV-FARALDUR Alnæmi er plága sem hefur höggviðstór skörð víða um heim. Nú bendir allt til þess að tíðni sjúkdóms- ins fari vaxandi hér á landi. Það sem af er þessu ári hafa fjórir einstakling- ar greinst með HIV-sýkingu og allir eru þeir fíkniefnaneytendur. Í frétt í blaðinu Farsóttafréttir, fréttariti sótt- varnalæknis hjá Landlæknisembætt- inu, segir að þetta renni stoðum undir þá tilgátu að hópsýking meðal sprautufíkla sé í uppsiglingu. Frá því að byrjað var að mæla hér á landi hef- ur það aldrei gerst að fleiri en tveir hafi smitast og aðeins þrisvar að það hafi komið fyrir fleiri en einn. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að talið er að um 500 sprautufíklar séu nú á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mikill fjöldi og ríður á að grípa til að- gerða til að koma í veg fyrir að HIV- sýkingum fjölgi. Í máli Haraldar Briem í Morgunblaðinu í fyrradag kemur fram að faraldur meðal fíkni- efnaneytenda hafi verið sérstakt áhyggjuefni heilbrigðisyfirvalda hér frá því að HIV-veiran barst til lands- ins í upphafi níunda áratugarins. Al- næmissmit meðal þeirra hafi hins veg- ar verið mjög fátítt. Haraldur segir að ræddar hafi verið leiðir til að sporna við smiti og til greina komi að bjóða upp á ókeypis sprautur og nálar til að brjótast út úr ástandinu. Ástandið, sem getur myndast hjá fíklum, er skelfilegt. Í Morgunblaðinu í gær er vitnað í lýsingu á bloggsíðu á lífi sprautufíkils: „Ég man að stundum átti ég ekki krónu og notaði þá sömu áhöldin dögum saman eins lengi og hægt var, sundum fékk ég lánuð áhöld hjá vinum mínum því það eina sem komst að hjá mér var að fá vímuna, deyfa mig niður. Ég man að ég hugs- aði alveg um það að ég gæti smitast, mér var stundum alveg sama því það eina sem ég þráði ofar öllu var að deyja. Sem betur fer varð mér ekki að þeirri ósk minni.“ Þetta er hryllileg lýsing og með ein- hverjum hætti þarf að koma því fyrir að sprautufíklar eigi aðgang að hrein- um áhöldum allan sólarhringinn undir þannig kringumstæðum að þeir telji sér óhætt að nýta þjónustuna. Þau sjónarmið gætu komið fram að slík þjónusta ýti undir fíkniefnanotkun, en þegar fíknin hefur náð tökum á ein- staklingi gildir einu hvernig hann fær skammtinn sinn. Það á að tryggja sprautufíklum hreinar sprautur af mannúðarástæðum, en það er einnig kostnaðarspursmál að hefta út- breiðslu veirunnar. Nú er hægt að bæla HIV-veiruna með lyfjablöndu og langt er síðan það jafngilti dauðadómi á Vesturlöndum að fá sjúkdóminn. Mánaðarskammtur- inn kostar hins vegar 150 þúsund krónur. Sú meðferð dregur einnig úr smithættu. En auðvitað er ákjósanleg- ast að koma í veg fyrir smit og að því má stuðla með einfaldri og ódýrri að- gerð. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FÍKNIEFNAMÁLIÐ semupp kom á Fáskrúðsfirðiá fimmtudag vindur ennupp á sig. Fengist hefur staðfest að tveir af þeim tíu, sem handteknir hafa verið í tengslum við málið, voru á ferð á Fáskrúðs- firði á svipuðum tíma fyrir tveimur árum og líklegt verður að teljast að þeir hafi þá komist með töluvert magn af fíkniefnum inn í landið. Þá greindi lögregla frá því í gær um hvaða fíkniefni er að ræða. Á meðal efnanna voru um 14 kg af MDMA- dufti en það jafngildir 140 þúsund e-töflum. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu boðaði að nýju til fréttamanna- fundar í gærmorgun þar sem greint var frá fleiri atriðum málsins. Þar kom fram hjá Friðriki Smára Björgvinssyni, yfirmanni rann- sóknardeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, að ríflega 60 kg af efnum í heild hefðu fundist í skútunni, sem lagt var við bryggju snemma fimmtudagsmorguns. Þar af voru um 14 kg af MDMA-dufti, sem er virka efnið í e-töflum, og eins 1.800 e-töflur. Bráðabirgðanið- urstöður lögreglunnar benda til þess að styrkleiki efnanna sé mjög mikill. Jafnframt greindi Friðrik Smári frá því að tveir menn til viðbótar hefðu verið handteknir í Færeyj- um, annar Íslendingur en hinn Dani. Þeir hafa báðir verið hnepptir í gæsluvarðhald en ekki liggur fyrir hversu langt það er. Í tengslum við handtökurnar í Færeyjum fundust tvö kíló af því sem talið er vera am- fetamín. Í Danmörku fundust einn- ig fíkniefni en þau voru undir einu kílói og ekki hefur verið greint frá því hvaða efni um ræðir. Alls hafa því tíu verið handteknir í tengslum við málið og sitja átta í gæsluvarðhaldi – í þremur löndum. Yfirheyrslur hafa staðið yfir und- anfarna daga en lögregla verst eftir bestu getu frétta af framgangi rannsóknarinnar. Karl og kona sem handtekin voru í Danmörku á fimmtudag voru látin laus og eru þau ekki talin viðriðin málið. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu leitaði í fimm húsum á fimmtu- dag en Friðrik Smári sagði ekki tímabært að segja frá því hvað hefði fundist. „Við erum að sanka að okkur ákveðnum upplýsingum sem lá fyrir að við þyrftum að fá. Síðan er að vinna úr þeim hvernig og hvort þær teng inu,“ sagði Friðrik. Meða var leitað í smábáti í Sa sem er í eigu eins hinna ha og lagt hald á bifreið sem eftir að leita í. Skútan var þ höfuðborgarinnar í gær verður skoðuð nánar eftir h Mennirnir fimm, sem ha voru hér á landi, voru allir aðir í gæsluvarðhald á fimm kvöld. Fjórir þeirra sitja in október nk. en einum verð í vikutíma. Allir hafa þeir k sögu lögreglunar áður veg efnabrota. Í gærkvöldi lá hins ve fyrir hversu lengi mennir handteknir voru í Færeyj Sömu menn á ferð Fáskrúðsfirði árið Bráðabirgðaniðurstöður lögreglu benda til þess að um sé Hífð á land Skútan sem fíkniefnin fundust í á Fáskrúðsfirði var h Eftir Andra Karl andri@mbl.is Lítið vandamál er fyrirungmenni að ná sér ífíkniefni, þ.m.t. sterkfíkniefni á borð við amfetamín og e-töflur, einsetji þau sér á annað borð að gera það. Sölumenn eru sumir aðeins 15 ára gamlir. Mjög algengt er að í upphafi neyslunnar fái ung- menni fíkniefnin gefins en þeg- ar þau eru komin á bragðið þurfa þau að borga þau fullu verði. Þetta segir Díana Ósk Ósk- arsdóttir, ráðgjafi hjá Vímu- lausri æsku. Kjell Hymer hjá félagsþjónustu Kópavogs telur að neysla harðra fíkniefna með- al ungmenna hafi aukist en Guðni Björnsson hjá FRÆi kveðst ekki sjá þess merki. Á þessu ári hafa ráðgjafar Vímulausrar æsku veitt um 1.300 viðtöl við unglinga og for- eldra þeirra en þar að auki fer fram ýmiss konar annað starf hjá samtökunum. Díana telur því að ráðgjafar Vímulausrar æsku hafi skýra mynd af ástandinu. Henni finnst sem fíkniefnaneysla meðal ung- menna sé að aukast og það mik- ið. „Það sem mér finnst vera að gerast er að neyslan er að verða miklu harðari í miklu stærri hóp,“ segir hún. Fyrir nokkrum árum hafi t.d. aðeins verið vitað um einn á aldrinum 15-17 ára í Kópavogi sem var í harðri neyslu örvandi fíkniefna. Nú nálgist þeir tuginn. Hjá fram- haldsskólanemum sé neyslan mikil meðal ákveðins hóps. Díana segir að meðal ung- menna sé fyrst og fremst um að ræða neyslu á hassi, amfeta- míni og e-töflum. Áður hafi hass verið algengasta vímuefnið en nú séu sterkari efnin að taka við. Svolítið sé um neyslu á LSD. Í vor kynnti Lýðheilsustöð niðurstöðu könnunar sem sýndi að fíkniefnaneysla væri á nið- urleið meðal grunnskólanema. Díana segir að niðurstöðurnar séu algjörlega á skjön við henn- ar upplifun og reynslu. Þeir unglingar og foreldrar sem Díana hefur rætt við hafa sagt að afar lítið mál sé að út- vega fíkniefni og sölumennirnir séu víða. Vilji unglingar útvega sér fíkniefni dugi yfirleitt að tala við aðra unglinga sem þeir telji að séu að fikta í fíkniefnum til að koma boltanum af stað. Aðspurð segir hún að eitt merki þess að unglingur selji fíkniefni sé að auraráð hans séu mun rýmri en eðlilegt geti talist og hann virðist geta borgað fyrir hvað sem er, svo lengi sem hægt sé að borga með reiðufé. „Mér finnst eitt mjög und- arlegt. Mér finnst undarlegt hvað það er auðvelt fyrir ung- lingana að þefa þá uppi en erfitt fyrir lögregluna.“ Áfengisneyslan hættuleg Kjell Hymer, unglingafulltrúi hjá Félagsþjónustu Kópavogs, telur engan vafa leika á því að neysla fíkniefna sé að aukast meðal ungmenna og þau neyti harðari fíkniefna en áður. Erfitt væri að gera könnun á neysl- unni en hann teldi ljóst, af sinni reynslu, að hún væri að aukast meðal ungmenna á aldrinum 15-18 ára. Þetta væri þó ekki mjög stór hópur. Guðni Björnsson hjá FRÆi, Fræðslu og forvörnum, segir að kannanir meðal grunnskóla- nemenda í 10. bekk sýni að færri ungmenni neyti fíkniefna en þau sem geri það á annað borð noti meira og sterkari fíkniefni en áður. Merki um vaxandi áfengisneyslu í grunn- skólum sé áhyggjuefni þar sem hún leiði einatt til aukinnar vímuefnaneyslu. Auðvelt fyrir ung- menni að ná í fíkniefnin Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Díana Ósk Óskarsdóttir L a m m s a m f f e á 2 E

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.