Morgunblaðið - 22.09.2007, Page 46

Morgunblaðið - 22.09.2007, Page 46
Persónurnar eru vissu- lega svo fráhrindandi og illa gerðar að þær eiga ekki betri leik skilið … 52 » reykjavíkreykjavík S æl, þetta er Katie.“ Í sím- anum er flauelsmjúk rödd sem talar ensku. Tölustaf- irnir á símtækinu sýna að þetta er breskt númer. Ég segi halló. Röddin á línunni segir aft- ur halló. Sekúndubroti áður en ég missi út úr mér „Katie – hvaða Ka- tie?“ legg ég saman tvo og tvo. „Katie Melua? Einmitt, sæl. Ha, já. Þetta var nú óvænt. Hvað segir þú gott?“ Tímasetning viðtalsins hefur eitt- hvað ruglast, ég taldi það eiga að fara fram fimm dögum síðar. Röddin á lín- unni er hins vegar vinaleg og róleg og til í að hinkra meðan ég tengi upp- tökutækið. Þetta reddast. Ímyndaður Quentin Tarantino Það hlýtur að liggja beint við að byrja á að ræða nýju plötuna. Af hverju heitir hún Pictures? „Upprunalega hugmyndin var að búa til „concept“-plötu. Platan átti að hafa söguþráð og þetta áttu að vera lög fyrir ímyndaða Quentin Tarant- ino-mynd. Þegar við byrjuðum að semja pössuðu sum af bestu lögunum hins vegar ekki alveg við þessa hug- mynd, þannig að við hættum við þetta. Við enduðum samt á því að hafa sum laganna með eins konar kvikmyndaþráð. Textarnir í öðrum eru mjög sjónrænir, þannig að okkur fannst nafnið Pictures eiga vel við.“ Þegar Katie segir „við“ á hún við sig og framleiðandann og samstarfs- manninn Mike Batt sem gerði hinar plöturnar með henni. „Tónlistarlega séð er þessi plata ólík hinum. Hún er fjölbreyttari og þetta er náttúrlega í fyrsta skipti sem við höfðum ákveðið „concept“ í huga þegar við byrjuðum,“ segir hún. Ka- tie og Mike semja flest lögin á plöt- unni en síðasta lagið er lag Leonards Cohens, In my secret life. Fjórum árum eftir að platan Call off the Search skaut Katie Melua upp á stjörnuhimininn hefur hún selt meira en 7,5 milljónir platna og var í fyrra söluhæsta evrópska tónlist- arkonan í heiminum. Hann yfirmaður, hún sæt Katie er frá Georgíu en er í dag breskur ríkisborgari. Hún fluttist til Írlands þegar hún var átta ára og síð- ar til London, og varð hún 23 ára um síðustu helgi. Í gegnum símann hljómar hún samt eins og hún sé mörgum árum eldri. Katie segist væntanlega hefja tón- leikaferðalag í janúar til að fylgja plötunni eftir. Ætlar hún að spila á Ís- landi? „Já, ég væri þvílíkt til í að koma til Íslands. Vonandi geri ég það. Ég veit samt ekki enn í hvaða löndum og ná- kvæmlega hvar ég mun koma fram.“ Katie spilaði í Laugardalshöllinni í apríl í fyrra og segist í sömu ferð hafa náð að smella sér í Bláa lónið. „Það var æðislegt. En það væri líka frá- bært að sjá meira af landinu.“ Breska pressan er ekki þekkt fyrir að taka fræga fólkið neinum vett- lingatökum. Hefur Katie lent illa í því? „Ég er fyrst og fremst þekkt fyrir tónlistina mína og get venjulega farið um án þess að þekkjast í sjón eða vera með ljósmyndara á hælunum. Fjölmiðlar hafa ekki fjallað mikið um einkalíf mitt og ég get lifað þokkalega venjulegu lífi,“ segir hún en bætir við að hún hafi hins vegar ekki mikla stjórn á því sem er skrifað um hana, til dæmis eftir viðtöl. „Maður getur haft ákveðin áhrif á umfjöllunina en fjölmiðlar geta hins vegar magnað hitt og þetta upp og ýkt hlutina. Það er dálítið skrýtið og stundum erfitt. En maður verður bara að sætta sig við að maður getur ekki stjórnað þessu. Blaðamennirnir eru guðlegir því það eru þeir sem halda á pennanum. Þeir geta skrifað það sem þeir vilja.“ Ég umla eitthvað og finnst ég allt annað en guðleg þar sem ég sit við símtækið og naga pennann. – Hvað hefur til dæmis verið skrif- að um þig sem er ýkt eða ekki alveg rétt? „Ja, margir hafa þá ímynd af mér að ég sé svona feimna stelpan í næsta húsi sem syngur hugljúf og þægileg lög. Ég veit alveg hvaðan fólk hefur þá hugmynd – ég sé alveg hvernig hægt er að álykta það af tónlistinni minni, ef menn vita ekkert um mig. Fjölmiðlar hafa líka þessa mynd af mér. En hún er ekkert nákvæm eða lýsandi fyrir það hver ég er. Og myndin af mér í fjölmiðlum verður það auðvitað aldrei. Hvernig á ein- hver að geta vitað hvernig önnur manneskja er eftir hálftímalangt við- tal? Auðvitað kæmi ég alltaf vel fram við blaðamenn!“ Katie segir bresku pressuna ekki endilega vera að búa til ímynd af sér sem ekki eigi sér neina stoð í veru- leikanum, en myndin sem dregin sé upp sé hins vegar ekki alveg rétt. „Vegna þess að ég vinn með Mike heldur fólk oft að hann sé voða mikið yfirmaðurinn og ég bara unga, sæta stelpan sem fylgi honum. Það hefur reyndar minnkað aðeins eftir því sem plöturnar verða fleiri.“ Katie áréttar að hún taki samt ekki of bókstaflega því sem um hana sé skrifað. „Ég er reyni bara að búa til eins góða tónlist og ég mögulega get.“ Elskar tónlistina Katie stendur í flutningum þessa dagana. Hún er að flytja af heimili foreldra sinna í vesturhluta London og út í bæ. En hvar sér hún sig eftir 10, 20 og 30 ár? „Að gera tónlist. Vonandi. Kannski að vinna með öðrum listamönnum og skrifa lög með þeim,“ svarar hún. Tónlistin, söngurinn og gítarinn er málið. „Ég elska að semja og spila tónlist og það er það sem ég vil gera.“ KATIE MELUA NÝJASTA PLATA KATIE MELUA KEMUR ÚT UM MÁNAÐAMÓTIN. SIGRÍÐUR VÍÐIS JÓNSDÓTTIR RÆDDI VIÐ SÖNGKONUNA UM PLÖTUNA, BRESKU PRESSUNA, FRAMTÍÐ OG FLUTNINGA – OG KOMST AÐ ÞVÍ AÐ HÚN ER EKKI BARA FEIMNA STELPAN Í NÆSTA HÚSI SEM GERIR FALLEGA TÓNLIST. Góð Katie Melua langar til að koma aftur til Íslands og fylgja nýjustu plötunni sinni eftir með tónleikum. Platan átti fyrst að vera með lögum fyrir ímyndaða kvikmynd eftir Quentin Tarantino.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.