Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 22.09.2007, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDIVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á MR. BROOKS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára BRATZ kl. 12:30 - 3 - 5:30 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 4 - 6:30 - 8:30 LEYFÐ LICENSE TO WED kl. 6 - 8 B.i. 7 ára THE BOURNE ULTIMATUM kl. 10 B.i. 14 ára THE TRANSFORMERS kl. 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:30 - 4 LEYFÐ DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ / KRINGLUNNI CHUCK AND LARRY kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS VIP MR. BROOKS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára BRATZ kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ DISTURBIA kl. 8 - 10:30 B.i.14.ára ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ ASTRÓPÍA LÚXUS VIP kl. 12:30 - 3 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 12:30 - 3 - 5:30 LEYFÐ RATATOUILLE m/enksu tali kl. 3 LEYFÐ HARRY POTTER 5 kl. 12:30 B.i.10.ára / ÁLFABAKKA VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA ALLIR EIGA SÍN LEYNDARMÁL ÓVÆNTASTI SÁLFRÆÐITRYLLIR ÁRSINS HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Á AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Á AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eeee Morgunblaðið SÝND Í ÁLFABAKKA SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB eeee – KVIKMYNDIR.IS eee – L.I.B TOPP5.IS HERRA Brooks (Costner), tekur sig vel út í upphafsatriðinu, vel snyrtur, klipptur og smókingklæddur, hampar hann heiðrinum „Maður ársins“, í samkvæmi þar sem mættur er blómi samfélagsins. Kauði er ekki allur þar sem hann er séður; undir fínpússuðu yfirborð- inu, er Mr. Brooks sálsjúkt afstyrmi, raðmorð- ingi sem drepur sér til ánægju og yndisauka Upphafið lofar góðu og Mr. Brooks er snyrtileg að ytri gerð, leiktjöld og búningar, taka, hljóð, klippingar, allt í vænu meðallagi. Innihaldið er engan veginn í samræmi, fyrsta stundarfjórðunginn er efnið áhugavert og óvenjulegt, við fáum að kynnast þankagangi raðmorðingja, hann er í forgrunninum og sjúka hliðin kaupsýslumannsins Brooks er persónugerð í Marshall hinum morðóða, sem William Hurt túlkar prýðilega. Höfundarnir verða fljótlega ráðþrota, að- alsagan víkur á löngum köflum fyrir rúm- frekum skilnaðaerjum lögreglukonu (Moore), sem vinnur að lausn málsins, við fyrrverandi bónda sinn; voðamenni sem sleppur úr fangelsi gerir ekkert til gagns en ruglar framvinduna og nokkrar tengingar í atburðarásinni ganga ekki upp. Enn ein fáránleg hliðarsagan, sem gengur út á erfðaþátt drápshneigðar, kæfir endanlega áhuga manns. Til að bæta gráu ofan á svart er vitni að einu morði Mr Brooks einhver daprasta persóna kvikmyndanna og leikurinn er almennt ak- vondur, svo vægt sé til orða tekið. Costner að flytja æðruleysisbænina segir manni aðeins eitt: Maðurinn hefur aldrei farið með bænirnar sínar Persónurnar eru vissulega svo fráhrindandi og illa gerðar að þær eiga ekki betri leik skilið, þó hefur tæpast verið ætlunin að vekja þau viðbrögð hjá áhorfendum að þeim verður hreinlega illa við allt heila klabbið á tjaldinu. Raðmorðinginn, maður ársins KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Bruce A. Evans . Aðalleikarar: Kevin Cost- ner, Demi Moore, Marg Helgenberger. 120 mín. Bandaríkin 2007. Mr. Brooks  Lélegur „Costner að flytja æðruleysisbænina segir manni aðeins eitt: Maðurinn hefur aldr- ei farið með bænirnar sínar.“ Sæbjörn Valdimarsson EINS og greint var frá í Morgunblaðinu þann 1. ágúst síðastliðinn hyggst Hinn íslenzki þursaflokkur halda tónleika með Caput hópnum á næstunni. Nánari upplýsingar um tónleikahaldið hafa nú verið gerðar opinberar en tónleik- arnir fara fram í Laugardalshöllinni þann 23. febrúar á næsta ári. Þursaflokkinn skipa sem fyrr þeir Ásgeir Óskarsson, Egill Ólafsson, Rúnar Vilbergs- son, Tómas Magnús Tómasson og Þórður Árnason. Staðgengill Karls Jóhanns Sig- hvatssonar heitins á Hammond orgelinu verður svo Eyþór Gunnarsson. Þá má loks geta þess að Endurmennt- unardeild Háskóla Íslands verður með marg- þáttað námskeið sem tengist tónleikunum, þar verður fjallað um íslenska tónlistararf- inn, hvert Þursar sóttu efniviðinn og eins verða nýju útsetningarnar á efninu kynntar. Þá munu þátttakendur geta fylgst með æf- ingum Þursa og Caput og að endingu upp- lifað tónleikana. Miðasala á tónleikana hefst í október. Þursarnir og Caput í Laugardalshöll Í lopapeysum Hinn íslenzki Þursaflokkur í öllu sínu veldi ásamt ungum aðdáanda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.