Morgunblaðið - 09.10.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 09.10.2007, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Samfylkingin hefur lítið sem ekk-ert blandað sér í umræður um aðild Orkuveitu Reykjavíkur að hinu sameinaða útrásarfyrirtæki, sem er að verða til með sameiningu Geysis Green og Reykjavík Energy Invest.     Í gær rauf Sam-fylkingin þögnina með eft- irminnilegum hætti eða hitt þó heldur.     Samfylkingintelur að með því að selja hlut Orkuveitunnar í hinu sameinaða fyr- irtæki sé verið að hafa af borg- arbúum mikinn framtíðarhagnað.     Hvað þýðir þessi stefnumörkunSamfylkingarinnar?     Hún þýðir að þessi jafnaðar-flokkur Íslands telur sjálfsagt að opinber fyrirtæki heimti fé af við- skiptavinum sínum til þess að leggja í áhætturekstur í útlöndum.     Hún þýðir að Samfylkingin telursjálfsagt að selja rafmagn, heitt og kalt vatn til íbúa Reykjavíkur og nágrannabyggða fyrir hærra verð en nauðsyn krefur til þess að hægt sé að leggja þá peninga almennings í áhættusaman rekstur í útlöndum.     Hvað er Samfylkingin – jafn-aðarflokkur Íslands að hugsa?     Hvað er Dagur B. Eggertsson,oddviti flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, að hugsa?     Það virðist vera svo að það megialltaf treysta Samfylkingunni til þess að taka vitlausan pól í hæðina.     Mikill leiðtogi Dagur! STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Samfylking vaknar FRÉTTIR                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -                          12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                            :  *$;<         !" "    #   $% &  *! $$ ; *! !"# !# $ %# &% =2 =! =2 =! =2 $#" '( ' )*+%',  >!-         =7    &       $' &  =   (   %   )"*!  +    !" ,  -  ) $.     &      !    +    -  )  $   -)   $  &  /* -. %// '%#  0% + %( ' 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 2 2 31 1   31 1   13 13 13 1    13  13 2 2 2 2 2 2 2 23 2 2 2 2 2 23            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Auður H. Ingólfsdóttir | 7. október Nonni og ég Ég hlustaði á þátt á rás 1 um helgina um rit- höfundinn Jón Sveins- son, eða Nonna, eins og hann er betur þekktur meðal þeirra sem hafa lesið bækurnar hans. Nonni spilaði talsvert hlutverk í minni æsku, ekki aðeins vegna bóka hans, heldur líka vegna þess að föð- ursystir mín var lengi safnvörður í Nonnahúsi á Akureyri, og ég heim- sótti safnið oft sem krakki. Ég held að ég hafi dregist að sögu Nonna... Meira: aingolfs.blog.is Hjörtur J. Guðmundsson | 8. október Lénið www.fuf.is Ungliðahreyfing Frjálslynda flokksins var víst stofnuð fyrir fáeinum dögum og hef- ur fengið nafnið Félag ungra frjálslyndra, skammstafað FUF. Sama skammstöfun hefur sem kunn- ugt er verið notuð af ungum fram- sóknarmönnum um áratugaskeið um aðildarfélög Sambands ungra fram- sóknarmanna (SUF). Það er því hætta á að verið sé með þessu út- spili… Meira: sveiflan.blog.is Halla Rut | 8. október Fordómar Það hefur verið erfitt og mikið álag á ein- hverfan son minn að aðlagast nýjum leik- skóla en hann var heima og án leikskóla og þar af leiðandi án allrar þjónustu í meira en þrjá mán- uði sem reyndust honum og okkur öllum mjög erfiður tími. … Ég vil með þessum pistli reyna að opna augu fólks fyrir því að lyf hjálpa mörgum börnum að takast á við dag- legt líf. … Meira: hallarut.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 8. október Forsetaframboð? Á meðan að ég horfði á drottningarviðtal við Þorstein Pálsson, rit- stjóra Fréttablaðsins og fyrrum forsætisráð- herra, í Silfri Egils hugsaði ég mig um hvort að hann væri að fara í forseta- framboð. Þorsteinn kom fram með þeim stíl að allt beinlínis öskraði á mann um að þar færi maður sem stefndi á Bessastaði. Fílingurinn við að horfa á viðtalið var einfaldlega með þessum brag. Hvað svo sem Þor- steinn hyggst fyrir finnst mér karakt- er hans minna mig ótrúlega mikið á Ólaf Ragnar fyrir rúmum áratug er hann setti stefnuna á Álftanesið. Hvern hefði annars órað fyrir því fyr- ir tveim áratugum þegar að Stein- grímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson hentu Þorsteini út úr forsætisráðuneytinu með kostulegum hætti (í beinni sjónvarpsútsendingu) og hann tapaði formannsembættinu í Sjálfstæðisflokknum til Davíðs Odds- sonar með eftirminnilegum hætti að hann yrði einskonar grand old man í stjórnmálapælingum. Mér fannst hann líta þannig út að eitthvað væri í spilunum. Þorsteinn talar um málin með úthugsuðum og fræðilegum hætti og einhvernveginn er maður sem ég held að flestir gætu náð að treysta þrátt fyrir allt. Það voru margir undrandi þegar að Þorsteinn varð ritstjóri Fréttablaðsins, flagg- skips Baugsmiðlanna hjá 365- prentmiðlum. Þorsteinn hafði þá fyrir stuttu lokið störfum í utanríkisþjón- ustunni en hann var á sex árum sín- um sem sendiherra starfandi sem slíkur í London og Kaupmannahöfn. Í þau verkefni fór hann að stjórn- málaferlinum loknum en hann var leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Suður- landskjördæmi 1983-1999, forsætis- ráðherra 1987-1988 og formaður Sjálfstæðisflokksins 1983-1991. Hann gegndi á þeim ferli sínum fjölda ráð- herraembætta auk forsætisráð- herraembættis, en hann var fjár- málaráðherra 1985-1987, iðnaðarráðherra 1987 og sjávar- útvegs-, dóms- og kirkjumálaráð- herra 1991-1999. Þorsteinn var ekki nema 52 ára gamall er hann vék af hinu pólitíska sviði og hélt út til sendi- herrastarfa. Hann var aðeins 58 ára er hann hætti þeim störfum og marg- ir veltu þá vöngum yfir því hvað... Meira: stebbifr.blog.is BLOG.IS GLEÐIN lýsir sér í öllum hreyfingum veiðihundsins Pílu þar sem hún þeysist eftir ströndinni með gervi- bráð í kjaftinum. Í blíðunni sem réð ríkjum um helgina gafst gott tóm til leikja og starfa hjá mönn- um og ferfætlingum og brá Píla undir sig betri fæt- inum ásamt eiganda sínum og fékk góða þjálfun. Píla er af tegundinni labrador retriever. Eðlið lætur ekki að sér hæða, en það er að sækja veiðibráð sem hefur verið felld og prúð hlýðir Píla hverri bendingu frá húsbóndanum. Píla er rétt að verða tveggja ára og þó að ekki sé hún fullþjálfuð finnst henni ekkert skemmtilegra í heiminum en að sækja bráð, raunverulega eða gervi, og færa eiganda sínum. Fullþjálfuð fær hún að fara með í veiðitúra og sækja fenginn um langar vega- lengdir. Morgunblaðið/Ingó Prúð Píla sækir gervibráð FRÉTTIR „ÞETTA var alveg ótrúlegt. Ég er búin að eiga miðann síðan árið 1989, en ég valdi fæðingardag sonar míns á miðann, en aldrei hefur komið vinningur á hann fyrr,“ segir Ágústa Rósmunds- dóttir, en hún varð heldur betur hissa í síðustu viku þegar henni var tilkynnt að hún hefði unnið Lexus GS300, að verðmæti 6,3 milljónir, í happdrætti DAS. Ágústa segir vinninginn hafa komið sér mjög á óvart. Hún hafi spilað með í happdrættinu í 18 ár án þess að fá vinning. „Svo varð ég amma í vor og keypti þá miða fyrir litla guttann og keypti líka miða og valdi afmælisdaginn hans. Ég skrifaði svo happdrætt- inu og spurði hvort það væru ekki örugglega allir miðar með vegna þess að ég hafði aldrei unnið á hinn miðann. Ég fékk þau svör að það hlyti að fara að koma að mér og svo kom þessi vinningur,“ segir Ágústa. Vinn- ingurinn hafi verið góð afmæl- isgjöf, en Ágústa varð fimmtug núna í september. „Þetta kemur sér vel, en ég hef verið öryrki síðan 1998 og þetta munar miklu,“ segir hún. Hún hugsar sér að selja bílinn og kaupa sér nýrri jeppling en hún á núna. Ágústa hyggst halda áfram að spila í DAS. „Þetta fer í mjög gott málefni og við eldumst öll,“ segir hún. Morgunblaðið/RAX Vinningur Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri DAS, afhenti Ágústu lyklana. „Var alveg ótrúlegt“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.