Morgunblaðið - 09.10.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.10.2007, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÁRSFUNDI NATO-þingsins sem haldinn er í Laugardagshöll lýkur í dag. Til fundarins eru mættir þing- menn frá öllum 26 aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins auk full- trúa 21 ríkis sem ýmist eiga aukaað- ild að bandalaginu eða njóta stöðu áheyrnaraðila. Um er að ræða lang- umfangsmestu ráðstefnu sem Al- þingi hefur haldið en þetta er í fyrsta skipti sem ársfundur NATO-þingsins er haldinn á Íslandi. NATO-þingið er þingmannahluti Norð- ur-Atlantshafs- samstarfsins, þ.e.a.s. samstarfsvettvangur þjóðþinga aðildarríkja NATO, og er mik- ilvægur vettvangur til ráðgjafar fyrir NATO. Náin og virk samvinna er milli NATO- þingsins og NATO. Við sem eigum sæti á NATO-þinginu höfum tækifæri til að koma skoðunum okkar og áherslum á framfæri hver við annan og við NATO auk þess sem við fáum upp- lýsingar um málefni bandalagsins, breytt öryggisumhverfi og aðsteðj- andi ógnir. Hlutverk okkar er að fjalla um samstarfið innan Atlants- hafsbandalagsins, þróun þess og varnar- og öryggismál á breiðum grunni, sem skilar sér í stefnumótun á því sviði bæði heima og erlendis. Auk þess hefur NATO-þingið á und- anförnum árum gegnt mikilvægu hlutverki í samskiptum bandalags- ins við ríki Mið- og Austur-Evrópu auk Asíu. Lýðræðislegt gildi NATO-þingsins Það er einkum tvennt sem ég vil nefna, sem ég tel standa upp úr á þessum ársfundi NATO-þingsins. Hið fyrra snýr að mikilvægi NATO-þingsins sem lýðræðislegri tengingu milli Atlantshafs- bandalagsins, sem er samstarfsvettvangur ríkisstjórnanna, og borgara aðildarríkj- anna. NATO-þingið tryggir lýðræðislegt aðhald fulltrúa almenn- ings með starfsemi Atl- antshafsbandalagsins. Í þessu sambandi er mikilvægt að nefna, að sendinefndir aðildarþinganna eru skipaðar bæði þingmönnum stjórnarflokka og stjórnarandstöðuflokka. Það er ólíkt því sem gildir um Atlantshafs- bandalagið sjálft og það eykur enn lýðræðislegt mikilvægi þingsins. Það gerir bæði stjórnar- og stjórn- arandstöðuþingmönnum kleift að afla sér þekkingar til að veita stjórn- völdum heima fyrir uppbyggilegt að- hald varðandi öryggis- og varn- armál. Auk þessa er þingið vettvangur samræðna milli þing- manna aðildarríkja NATO og þing- manna ríkja sem eiga aukaaðild eða hafa áheyrnaraðild. Til að mynda hafa sum þeirra ríkja sem nú taka þátt í ársfundinum sáralitla sam- vinnu og eiga jafnvel í erjum. Á fundinum hefur þannig gefist fágætt tækifæri fyrir fulltrúa ríkjanna til að ræða opinskátt um erfið málefni. Orkumál og NATO Hið síðara er orkuöryggi, en sá málaflokkur hefur orðið fyrirferð- armeiri í umræðum um öryggismál almennt. Heimsbyggðin verður sí- fellt háðari orku og eru flest lönd háð jarðefnaeldsneyti svo sem olíu og gasi. Allt sem snýr að flutningi og framboði jarðefnaeldsneytis er því mikilvægt öryggismál auk þess sem tækni og vistvæn orkuframleiðsla, sem dregur úr mikilvægi jarð- efnaeldsneytis, styrkir orkuöryggi ríkjanna. Það hefur því verið einkar ánægjulegt að fylgjast með á árs- fundinum hvað Ísland hefur að bjóða öðrum aðildarríkjum bandalagsins á sviði tækniþekkingar. Árangur Ís- lendinga við framleiðslu umhverf- isvænnar orku og tækninýjungar hefur verið kynntur ítarlega á fund- inum, m.a. af Þorsteini I. Sigfússyni prófessor. Áhugi fundarmanna á þróun orkuframleiðslu á Íslandi er mjög mikill. Lausnir Íslands í orku- málum, ekki síst varðandi jarðvarm- anýtingu, geta orðið öðrum ríkjum fyrirmynd. Búast má við að tækni- kunnátta á sviði orkumála muni í auknum mæli verða framlag Íslands til NATO-samstarfsins. Ísland er í fararbroddi á heimsvísu í nýtingu umhverfisvænna orkugjafa og önnur ríki líta til okkar sem fyrirmyndar þegar þau leitast við að auka sjálf- bærni í sínum orkubúskap. NATO-þingið og íslensk orkumál Magnús Stefánsson fjallar um ársfund NATO-þingsins sem lýkur í dag »NATO-þingið er lýð-ræðisleg tenging milli Atlantshafsbanda- lagsins og borgara að- ildarríkjanna. Magnús Stefánsson Höfundur er alþingismaður og situr í Íslandsdeild NATO-þingsins. HVAÐAN koma fordómarnir gegn þeim sem hafa erlendan upp- runa og koma hingað frá löndum sem eru okkur framandi? Aðfaranótt sunnu- dagsins 7. október var ráðist á manninn minn þegar hann var á röltinu heim úr mið- bænum ásamt vini sínum. Þeir vinirnir voru að rölta inn í Laug- arneshverfið, á gangi á Sundlaugavegi, ekki langt frá heimilum sínum, á spjalli um líf- ið og tilveruna í mestu rólegheitum þegar tveir menn komu gangandi á móti þeim. Þegar þeir mættust á göngustígn- um tók annar ókunnu mannanna tveggja sig til og kýldi manninn minn blákalt og algjörlega að til- efnislausu beint í andlitið sem varð til þess að hann féll í jörðina illa nefbrotinn. Við það brá vini mannsins míns og tók til fótanna og hinn árásarmaðurinn á eftir honum, vinurinn datt á hlaupunum og var þá sparkað í hann liggjandi. Hann var þó svo heppinn að kom- ast á fætur og ná að hlaupa í burtu, beint heim til sín þar sem hann hringdi í lögregluna. Árás- armaður mannsins míns stóð allan tímann yfir honum liggjandi í göt- unni og hreytti í hann einhverjum orðum á framandi máli. Maðurinn minn horfði upp til þessa erlenda manns sem hann skildi ekkert í og beið eftir að hann tæki veskið sitt, að hann fengi annað högg eða að eitthvað enn verra gerðist. Í því kom bíll akandi hjá, stoppaði og út um bíl- rúðu var spurt hvort allt væri í lagi. Árás- armaður sagði þá á ensku að allt væri í stakasta lagi og ók þá bílstjóri rólegur á brott. Ég get ímyndað mér að það hljóti að vera hryllileg tilfinning og versta mar- tröð marga að fá tilboð um hjálp en geta ekki komið upp orði af ótta og hjálpin rennur úr höndum manns. Í framhaldinu fóru árásarmenn á brott og rétt eftir það kom vin- urinn aftur til að athuga með fé- laga sinn og sagði honum að hjálp- in væri á leiðinni. Einhverjum mínútum síðar kom lögreglan á svæðið og þar á eftir sjúkrabíll. Um svipað leyti mætti ég á svæðið, dauðskelkuð eftir að hafa fengið mína hræðilegustu síma-uppvakn- ingu fáeinum mínútum áður, og sé þá manninn minn alblóðugan frá toppi til táar, augljóslega mjög skelkaðan eftir þessu ljótu árás. Þaðan var að sjálfsögðu ekið beint á bráðamóttöku þar sem maðurinn minn var úrskurðaður með opið beinbrot auk þess sem brotnaði upp úr tveimur tönnum. Hann var sendur heim með sýklalyf og sagt að birgja sig vel upp af verkjalyfj- um til að komast í gegnum næstu daga. Eftir helgi verður nefið svo rétt aftur, en það er nánast klesst við hægri kinnina á honum eins og staðan er í dag. Þetta mun verða kostnaðarsamt; heimsókn á bráða- móttöku, sýklalyf, réttingin á nef- inu, viðgerð á tönnum og jafnvel eitthvað fleira sem tínist til. Kostn- aðurinn er ekki aðalmálið, reyndar skiptir hann minnstu. Verra er að við erum ekki örugg þegar við löbbum utan dyra að næturlagi, og reyndar ekki heldur að degi til. Það á ekki bara við miðbæ Reykja- víkur heldur líka dásamlega fallegu og rólegu hverfin sem við búum í út um alla borg. Við getum átt von á því að á okkur sé ráðist hvenær sem er og hvar sem er, líka þar sem við teljum okkur öruggust! Fordómar gagnvart fólki af er- lendum uppruna spretta m.a. af at- vikum sem þessu. Maðurinn minn telur að þessir menn hafi verið frá Póllandi eða löndunum þar í kring. Hann metur það út frá tungumál- inu sem þeir töluðu, enda hélt árásarmaðurinn ræðu yfir fórn- arlambi sínu, og útliti þeirra. Árás- armennirnir eru á bilinu 25-30 ára og ganga lausir og ættu því allir menn að hafa varann á. Sjálfur er maðurinn minn 24 ára. Hann er yndislegur og frábær fjöl- skyldumaður sem hefur aldrei gert flugu mein og fer ekki oft út á lífið. Þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er. Næst getur það ver- ið þú. Hvaðan koma fordómar? Unnur María Birgisdóttir segir hér frá árás sem maður hennar varð fyrir um helgina » Þegar þeir mættustá göngustígnum tók annar ókunnu mann- anna tveggja sig til og kýldi manninn minn blákalt og algjörlega að tilefnislausu beint í and- litið … Unnur María Birgisdóttir Höfundur er leiðbeinandi. É g skal vera manna fyrst til þess að éta þau orð mín ofan í mig, eftir aðild mína að Almenn- ingi ehf. vorið og sum- arið 2005, að í þess háttar lífsháska setti ég sjálfa mig aldrei aftur. Ég hvorki vil né get þagað þunnu hljóði, yfir því sem hefur verið að gerast með eignarhaldið á REI, dótturfyr- irtæki Orkuveitunnar og þar með fyrirtæki, sem er eign okkar Reyk- víkinga og fleiri. Að vísu hefur það glatt mig mjög, að sex af sjö borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins hafa risið upp og mótmælt yfirgengilegum gjörningi og valdníðslu þeirra „gamla, góða Villa“ borgarstjóra og Björns Inga, 7% borgarfulltrúa Framsókn- arflokksins, sem fer að mér skilst með 35% völd í borgarstjórn okkar Reykvíkinga. Nú liggur fyrir að andóf borg- arfulltrúanna og mjög svo háværar gagnrýniraddir úr öllum flokkum og sömuleiðis frá almenningi hafa orðið til þess að borgarstjórn mun hverfa frá þessum fáránlega gjörningi, eignaupptöku á sameign borgarbúa, sem átti að afhenda á gamla góða silfurfatinu, að þessu sinni ekki handvöldum, pólitískum réttsinnum, samkvæmt hinni gömlu helminga- skiptareglu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks; þeir sem fyrir valinu urðu að þessu sinni eru hinir nýríku og semi-nýríku íslensku „óligarkar“, þeir Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson, sem hafa enn á ný tekið upp samstarf við Bjarna Ármannsson. Bjarni Ármannsson fékk við það eitt að taka að sér stjórnarfor- mennsku í fyrirtækinu að kaupa eins og 1,5% í REI á slíkum kjarakjörum, að nú, örfáum vikum eftir kaupin, eru fyrstu fimmhundruð millj- ónirnar hans þegar komnar í tæp- lega 1,4 milljarða króna í markaðs- verðmætum. Hann keypti á genginu 1,28, en uppgefið gengi fyrirtæk- isins, hvernig svo sem það var nú aft- ur fundið, er nú 2,77. Hvað er eiginlega í gangi? Voru borgarstjórinn og forseti borg- arstjórnar algjörlega skyni skroppn- ir og búnir að missa öll tengsl við þann pólitíska veruleika sem þeir búa við og ættu að starfa sam- kvæmt? Því ryðst ég nú fram á ritvöllinn á þessum vettvangi og rifja upp efn- islegt innihald viðhorfspistils sem ég ritaði hér í Morgunblaðið þann 11. apríl 2005 undir fyrirsögninni „Halló! Halló! Vaknið Íslendingar!“ og finnst við hæfi að nota sjónvarps- málið „Taka tvö“ sem tæknimenn sjónvarps nota gjarnan, þegar fyrsta upptaka hefur ekki gengið að óskum og þeir vilja hefja töku öðru sinni. Í fréttaskýringu Péturs Blöndal, starfsbróður míns, hér á Morg- unblaðinu, kemur fram á forsíðu Morgunblaðsins í gær, að líkleg nið- urstaða verði sú að Orkuveita Reykjavíkur eigi að draga sig út úr rekstri REI með því að selja sinn hlut. Sú er nú orðin raunin. Nefnt hafi verið fjölbreytt eignarhald. „Ekki er þó hægt að bjóða almenn- ingi að kaupa hlut í félaginu fyrr en það er komið á markað en í því sam- bandi hefur verið horft til þriggja ára.“ Kannast lesendur við þennan mál- flutning frá því vorið 2005, þegar sömu rök voru höfð uppi um að ekki væri hægt að leyfa almenningi að kaupa í Símanum fyrr en hann væri kominn á markað, sem á í síðasta lagi að gerast fyrir lok þessa árs? Ég vil leyfa mér að halda hinu gagnstæða fram. Fyrst það var hægt að leyfa Bjarna Ármannssyni að kaupa 1,5% hlut í fyrirtæki sem að öllu leyti var í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og þar með Reykvík- inga, þá er hægt að leyfa almenningi slíkt hið sama. Það er hægt að dusta rykið af bókum Almennings ehf. og kanna hverjir vilja vera með í því að kaupa nú, en ekki eftir þrjú ár. Félagi minn úr Almenningi ehf., Orri Vigfússon, og ég værum alveg til í að framkvæma slíka könnun. Þannig myndum við setja fram kröfu um að almenningur, með litlum eða stórum staf, fengi að kaupa á ná- kvæmlega sömu kjörum og Bjarni fékk að gera, eða á genginu 1,28. Ef slíkt stæði ekki til boða, væri rökrétt framhald á kröfugerð almennings, að Bjarni skilaði aftur 1,5% tomb- óluhlut sínum og að hann sæti við sama borð og við hin. Það væri líka í anda þess kristilega hugarfars, um bættan heim og að hafa áhrif til góðs, sem var rauði þráðurinn í sunnudagsviðtali Evu Maríu við téð- an Bjarna. Nú finnst mér það ekkert stórmál í sjálfu sér, að það verði einvörðungu Reykvíkingar, sem eru jú eigendur Orkuveitu Reykjavíkur að stærstum hluta, sem fái að kaupa hlut í REI á sömu kjörum og útvaldir fá að gera. Í kjölfar niðurstöðu fundar borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í gær, finnst mér alveg rökrétt og eðlilegt að borgarstjórn Reykjavíkur gæfi fulltrúum sínum í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur fyrirmæli í þá veru, að nú skuli skipt um kúrs og hagsmunir almennings í þessu landi hafðir að leiðarljósi. Borgin bjóði sinn hlut í REI til sölu til almennings. Það er til nóg af hæfum sérfræðingum, sem geta sest niður og samið útboðslýs- ingu sem ætti að fullnægja öllum formsatriðum. Það er algjör óþarfi að bíða í þrjú ár. Leyfið almenningi, að minnsta kosti þeim sem eru reiðubúnir til þess að taka fjárhagslega áhættu, að vera með frá upphafi! Sagði ekki Björn Ingi í útvarpinu fyrir helgi að verðmæti REI myndi tvö- til þre- faldast á næsta tveimur og hálfu ári og að 16 milljarða hlutur Orkuveit- unnar yrði að þeim tíma liðnum 40 milljarða virði? Svo getur Orkuveitan snúið sér að því á nýjan leik að rækja sitt hlut- verk, þ.e. að sjá til þess að við Reyk- víkingar og nágrannabyggðir fáum rafmagn, heitt og kalt vatn, við sann- gjörnu verði. OR er í lófa lagið að lækka verð á þessari þjónustu við okkur, ef hún veit ekki aura sinna tal. Aukinheldur hefur þjónustufyr- irtæki sem hefur hið einfalda hlut- verk, að selja vatn og rafmagn, ekk- ert við glæsihöllina í Árbæ að gera. Það má líka selja hana og vinda ofan af yfirgengilegri alfreðsku fyrirtæk- isins. Svo einfalt er það. Halló! Halló! Vaknið! Taka tvö » Það er algjör óþarfi að bíða í þrjú ár. Leyfið al-menningi, að minnsta kosti þeim sem eru reiðubúnir til þess að taka fjárhagslega áhættu, að vera með frá upphafi! agnes@mbl.is VIÐHORF Agnes Bragadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.