Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að getur vel verið að sameining Reykjavik Energy Invest, hins svonefnda „útrásar- arms“ Orkuveitu Reykjavíkur, og Geysir Green Energy sé til hagsbóta fyrir eig- endur Orkuveitunnar, það er að segja íbúa þeirra sveitarfélaga sem standa að henni. Því má vel vera að það hafi verið ágætt frumkvæði borgarfulltrúanna sem stuðluðu að sameingingunni að drífa í henni. En með hvaða hætti var hag íbú- anna best borgið með sameining- unni? Jú, Orkuveitan hagnast að öllum líkindum mest með þessum hætti. En til þess að tryggja að þessi hámarkshagnaður næðist þurfti að vísu að sniðganga nokkr- ar reglur, eins og til dæmis um boðun eigendafundar með viku- fyrirvara. Til þess að tryggja þennan há- markshagnað almennings þurfti ennfremur að láta nokkrum ein- staklingum eftir að skammta sjálf- um sér svo og svo mikinn persónu- legan gróða af sameiningunni. Það mætti reyndar líka segja að sér- þekking þessara manna á hagn- aðarhámörkun hafi verið keypt á sanngjörnu verði. Miðað við heild- arhagnað almennings séu launin sem þessir menn þiggi einungis smotterí. Vinstri græn hafa eins og þeim einum er lagið verið með nöldur. En kannski má segja að oft ratist kjöftugum satt á munn, og að það hafi gerst í þessu tilviki. Ef til vill flýttu strákarnir sér aðeins of mik- ið í sameiningunni. Að minnsta kosti virðist allmörgum eigendum Orkuveitunnar – það er að segja almennum borgurum – vera dálítið misboðið. En hvað nákvæmlega misbýður þessu fólki? Veit þetta fólki ekki að það er að græða alveg rosalega mikið? Sameining REI og GGE, það er að segja með hvaða hætti fyrir- tækin voru sameinuð, er ef til vill gott dæmi til að draga fram helstu einkenni þess gildismats sem ligg- ur til grundvallar forgangsröðun- inni í íslensku þjóðfélagi – að minnsta kosti tilteknum geira þess – nú um stundir. Þeir sem stóðu að því að drífa í sameiningunni gáfu í skyn að það hefði legið á til að fá sem mestan hagnað af henni. Þess vegna hafa menn væntanlega verið fúsir að finna orð og setningar í samstarfs- samningi Orkuveitunnar sem túlka mátti á þann veg að úr fengist sú niðurstaða að ekki þyrfti í rauninni að boða eigendafund með heillar viku fyrirvara, nú eða að sú regla væri frávíkjanleg að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem líta mátti á sem uppfyllt ef eitt eða annað væri skilið og túlkað á ákveðinn máta. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að þeir borgarfulltrúar sem að sameiningunni stuðluðu hafi vísvitandi gengið gegn því sem þeir telja vera bestu hagsmuni borgarbúa í því skyni að skara eld að eigin köku. Með öðrum orðum, mér dettur ekki í hug að halda því fram að þessir menn séu á nokk- urn hátt spilltir stjórnmálamenn. Mér dettur ekki heldur í hug að halda því fram að annarlegar ástæður hafi legið að baki hjá þeim mönnum sem sátu hinumegin við borðið og tókust á hendur að fá sem mestan hagnað af sölu á ís- lenskri jarðvarmaorku. Með öðrum orðum, mér dettur ekki í hug að halda því fram að þeir hafi vísvit- andi verið að sölsa undir sig pen- inga og eigur skattgreiðenda. Þeir voru einfaldlega að bjóðast til að gera það sem þeir eru bestir í: Græða peninga. Og þarna liggur líklega hundurinn grafinn. Áður en lesendur stimpla mig sósíalista og hætta að nenna að lesa þetta vil ég fá að taka fram að ég hef ekkert á móti peningum og ekkert á móti gróða. Og ég veit hreinlega ekki hvort ég er með eða á móti sameiningu REI og GGE (ég veit of lítið um málið til að taka afstöðu til þess). En ég held, eins og ég nefndi hér að ofan, að sameiningarferlið hafi ef til vill svipt hulunni af gildismati sem kann að vera dálítið skrítið, að ekki sé sagt vafasamt. Það virðist sem menn hafi ákveðið, að ef svo og svo mikill hagnaður er í húfi sé réttlætanlegt að sleppa því að fara að með lýðræðislegum hætti. Það er að segja, ef velja þarf á milli lýðræðislegra „formsatriða“ og hagnaðarhámörkunar er það síðarnefnda valið. Hagnaðarhá- mörkunin hefur meira gildi en lýð- ræðislegar leikreglur, ef á hólminn er komið. Gott og vel, kannski er allt í lagi að sniðganga lýðræðið svona einu sinni til að græða. Ekki síst ef maður er harla viss um að lýðurinn verði ánægður með gróðann og al- veg til í að þiggja hann og afsala sér í staðinn forræði í málinu. Maður á ekki að alhæfa út frá einu tilviki. Það er ekki eins og Reykja- vík sé orðin að lögregluríki þótt í þessu eina tilviki hafi kannski ekki verið fylgt til hins Ýtrasta bókstaf eigendasamnings Orkuveitu Reykjavíkur. Það mætti jafnvel halda því fram að það sé til marks um að lýðræðið hafi djúpar rætur í sam- félaginu ef ekki verður mikið upp- hlaup út af því að lýðræðislegum leikreglum sé ekki fylgt í einu og einu tilviki. Fólk sé einfaldlega sannfært um að lýðræðið sé svo sterkt að því sé engin hætta búin þótt það sé sniðgengið svona einu sinni. En einhvernveginn dettur manni nú samt í hug að líta á sam- eininguna, og hvernig að henni var staðið, sem merki um að ákveðið gildismat sé að ryðja sér til rúms í þjóðfélaginu um þessar mundir. Helsta einkenni þessa gildismats er sú skoðun að hagnaðarhámörk- un hljóti að vega þyngra en nokk- uð annað, jafnvel lýðræði, þegar til kastanna komi. Enginn veit hversu útbreitt þetta gildismat er orðið meðal þjóðarinnar, en svo mikið er víst að orðstír sumra þeirra sem tekið hafa þátt í sameiningu REI og GGE verður að því máli loknu ekki jafn góður og hann var fyrir. Og þá á ég ekki eingöngu við stjórnmála- menn. Hámörkun hagnaðar »Kannski er allt í lagi að sniðganga lýðræðiðsvona einu sinni til að græða. Ekki síst ef maður er harla viss um að lýðurinn verði ánægð- ur með gróðann og alveg til í að þiggja hann og af- sala sér í staðinn forræði í málinu. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Á aukastjórnarfundi í Reykjavík Energy Invest (REI) sem haldinn var síðastliðinn laugardag var sam- þykkt að falla frá auknum kauprétt- arsamningum við útvalda starfsmenn REI og Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Í stað þess var ákveðið að allir starfsmenn fá nú að kaupa fyrir sömu upphæð eða fyrir 384.000 krónur á geng- inu 1,28. Þannig var stjórn REI gerð aft- urreka með kauprétt- arsamninga sem hún hafði skammtað starfs- mönnum og stjórn- endum OR og REI. Nýtur Björn Ingi trausts? Niðurstaðan af þriggja klukku- stunda neyðarfundi sjálfstæðismanna í borgarstjórn í gær varð sú að Hauk- ur Leósson nyti ekki lengur trausts flokksins sem formaður stjórnar OR en hann hefur einnig setið í stjórn REI. Hann verður því látinn víkja úr starfi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins virðast þó enn bera fullt traust til Björns Inga Hrafnssonar, hins full- trúa borgarinnar í stjórn REI, og stjórnarmanns í OR. Það er nokkuð einkennilegt þar sem ekki fæst annað séð en hann beri sömu ábyrgð á mál- inu og Haukur. Rétt er að rifja upp að Björn Ingi á samkvæmt samningi samstarfsflokkanna í borgarstjórn að taka við stjórnarformennsku í OR eftir hálft ár og gegna stjórnarfor- mennsku í OR til loka kjörtímabils- ins. Nýtur Björn Ingi trausts sjálf- stæðismanna í borginni til þess? Góð ráð eru dýr Þrátt fyrir að kaupréttarsamn- ingar hafi verið afturkallaðir og stjórnarformaður OR látinn fjúka sitja tveir einstaklingar sem þegar höfðu gengið frá kaupunum í félaginu eftir með pálmann og peningana í höndunum. Annar þeirra er Bjarni Ármannsson stjórnarformaður REI sem keypti sig fyrstur manna inn í þetta dótturfyrirtæki OR, fyrir 500 milljónir á genginu 1,28. Það var til- kynnt á blaðamannafundi hinn 11. september, án þess að stjórn Orku- veitunnar hefði fjallað um það. Hinn er Jón Diðrik Jónsson sem ráðinn var sem tímabundinn ráðgjafi með 30 milljóna króna kauprétt í REI, einnig án þess að stjórnarmenn í OR hafi verið upplýstir um málið. Þarna verða góð ráð dýr. Ákvörðun stjórnar REI frá því á laugardaginn haggar ekki þessum kaupum. Það má þó spyrja í hvers umboði fóru þessi kaup fram? Hvernig og hvar var gengið 1,28 ákvarðað? Voru hagsmunir OR hafðir að leiðarljósi við þá ákvörðunartöku? Stenst vinnulagið ákvæði laga um hluta- félög? Ég fæ ekki séð að Jón Diðrik eða Bjarni Ár- mannsson séu betur að þessum kaupum komnir en aðrir. Þeir halda sínu einungis vegna þess að gengið hafði verið frá kaupunum þeg- ar svikamyllan komst í hámæli. Átti ekki að uppgötvast Sama leikinn virðist hafa átt að leika hvað varðar aðra „lykil“starfs- menn. Það átti ekki að gefa upp hvað menn voru að skammta sér í kauprétt fyrr en eftir að frá þeim hefði verið gengið. Það var aðeins vegna þess að minnihlutinn þráspurði um málið að upp um það komst. Enda hefur komið í ljós að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal borgarstjóri sem sæti á í stjórn OR, voru ekki upplýstir um málið. Ef vilji stjórnar REI og yfirmanna í OR hefði gengið eftir er ég hrædd um að við, fulltrúar meiri- og minni- hluta í borgarstjórn, hefðum á end- anum staðið frammi fyrir orðnum hlut. Kaupréttur stjórnenda hefði verið frágenginn og óbreytanlegur eins og nú er haldið fram varðandi kaup Bjarna Ármannssonar og Jóns Diðriks Jónssonar. Ber stjórnarformaðurinn einn ábyrgð? Það þarf að varpa ljósi á aðdrag- anda samþykktar kaupréttarsamn- inganna í stjórn REI. Ákvað stjórn REI að bjóða lykil- starfsmönnum REI og OR kauprétt- arsamningana? Eða óskuðu stjórn- endur sjálfir eftir því að fá að kaupa í REI? Hvaða upplýsingar lágu fyrir um sameininguna við Geysi Green Energy? Var vitað að gengi bréfa í REI myndi hækka úr 1,27 í 2,7 við samein- inguna þegar menn úthlutuðu hver öðrum kaupréttarsamningum? Mikilvægt er að fá svör við þessum spurningum til að gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Ef skapa á sátt og trúnað milli stjórnar OR og yfir- stjórnar fyrirtækisins þarf að upp- lýsa að fullu um aðdraganda þessa máls. Sérstaklega þar sem allt útlit er fyrir að það hafi átt að keyra kaup- réttarsamningana í gegn án vitundar kjörinna fulltrúa. Hagsmunir Reykvíkinga Sú niðurstaða Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn að endanleg syndaf- lausn í þessu máli felist í því að selja hlut Orkuveitunnar í REI á næstu mánuðum er afleit. Sú þekking sem íslenska orkuútrásin byggist á hefur orðið til innan Orkuveitunnar og því verður að tryggja borgarbúum, eig- endum Orkuveitunnar, sinn hluta í fyrirsjáanlegum ágóða af útrásinni. Margföldun á verðgildi fyrirtækisins hefur verið spáð á næstu árum. Með því að selja hlut OR á næstu mánuð- um væri því stigið enn stærra skref en þegar hefur verið stigið í að af- henda fjármagnseigendum verðmæti Reykvíkinga á silfurfati. Með þessu er ég ekki að segja að OR eigi að vera í útrásarverkefnum til framtíðar, einungis að velja þurfi tímasetninguna til að selja tugmillj- arða hlut Orkuveitunnar í REI útfrá öðrum þáttum en innanflokksátökum í Sjálfstæðisflokknum. Ef meirihluti næst um þessa niðurstöðu í borginni er ljóst að sá meirihluti byggir ekki á neinu öðru en samkomulagi um að halda völdum, þar sem öll skynsemi og virðing fyrir almannahagsmunum er borin fyrir borð. Skynsemi fórnað fyrir völd Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um Orkuveitumálið » Velja þarf tímasetn-inguna til að selja tugmilljarða hlut Orku- veitunnar í REI útfrá öðrum þáttum en inn- anflokksátökum í Sjálf- stæðisflokknum Sigrún Elsa Smáradóttir Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar. Í KASTLJÓSI nýverið kom fram Pétur Tyrfingsson til að mótmæla höfuðbeina- og spjaldhryggsmeð- ferð. Hann fullyrðir að þetta séu skottulækn- ingar og húmbúkk. Það er athyglisvert hvað hann á auðvelt með að blása á reynslu ýmissa einstaklinga sem hann segir ímynda sér að þeir fái lækningu en Pétur telur sig vita betur. En um leið mæl- ir hann með sinni eigin ömmulækningu. Ég spyr, á fólk að treysta þeirri lækningu án staðfestra rannsókna? Ástæða mín til þess- ara skrifa er að þegar ég var fjórtán ára greindist ég með flogaveiki. For- eldrar mínir stóðu ráðþrota og leit- uðu lækninga með logandi ljósi en enginn læknir gat svarað þeim. Móð- ir mín hafði trú á miðlum og óhefð- bundnum leiðum. Eftir að hafa leitað til lækna að lausnum í rúmt ár ákvað hún að fara með mig til miðils sem hét Joan Reed. Ég féllst með tregðu á að fara til hennar. Joan notaði hendurnar til að þreifa um höfuð mitt og eftir nokkra stund segir hún við móður mína, að það sé fyrirstaða í höfðinu, sem hún geti ekki fjarlægt. En seg- ist geta gert sitt til að stöðva flogin þannig að þau myndu ekki trufla mig. Ég fann straum úr höndunum á henni og þetta var mjög sérstök reynsla. Hún staðsetti hvar fyrir- staðan væri og sagði mömmu að hugsanlega væri hægt að hjálpa mér síðar. Eftir þennan tíma hjá henni hættu floga- köstin. Það liðu um það bil tíu ár, þá var ég komin með fjölskyldu og tvær litlar dætur. Þá fór ég að fá mjög slæma höfuðverki, við rannsókn kom í ljós að æxli var á sama stað og Joan Reed hafði sagt tíu árum áður þegar engar sneiðmyndavélar voru til. Þannig að ekki var hægt að sanna orð hennar þá, árið 1975. En aftur á móti var það árið 1983 sem æxlið fannst með hjálp sneiðmyndavélar. Ég fór í aðgerð 1983 vegna æxl- isins og heppnaðist sú aðgerð eins vel og ég hefði getað óskað. Ég er þakklát Kristni Guðmundssyni lækni sem skar mig upp. En ég er líka þakklát Einari á Einarsstöðum og Joan Reed og fleira fólki sem bað fyrir mér. Á þeim tíma sem ég fór til Joan vogaði ég mér ekki að tala um þetta við nokkurn mann því þá voru flestir jafn þröngsýnir og kreddufastir og Pétur. Undanfarin ár hefur þetta verið að breytast, og ég tel að það sé mjög gott. Óhefðbundnar lækningar hafa verið stundaðar og rannsakaðar meira í Englandi, Þýskalandi, Kan- ada og Bandaríkjunum en hér. Ástæðan er ef til vill íhaldssemi og þröngsýni eins og kom fram hjá Pétri. Ég er ekki að mæla með því að gleypa við hverju sem er. En hvern- ig á ný þekking að skapast ef aldrei mætti gera neitt sem ekki er búið að sanna. Ég held ekki að neinum sé hjálp í því að fá á sig sleggjudóma formanns sálfræðingafélagsins fyrir að reyna, oft í örvæntingu sinni, að finna lausn á því sem hrjáir fólk. Ég tel það ekki hans hlutverk að ræna fólk von um bata. Von er mikils virði þegar eitthvað hrjáir sem ekki eru auðveld svör við. Óhefðbundnar lækningar Hildur Halldóra Karlsdóttir skrifar um reynslu sína af óhefðbundnum lækningum »Ég held ekki að nein-um sé hjálp í því að fá á sig sleggjudóma formanns sálfræðinga- félagsins fyrir að reyna, oft í örvæntingu sinni, að finna lausn á því sem hrjáir fólk. Hildur Halldóra Karlsdóttir Höfundur er bókasafns- og upplýsingafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.