Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ AðalsteinnHelgason fædd- ist í Hnausakoti í Miðfirði 15. október 1925. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 30. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Jónsson, f. 1884, d. 1965 og Ólöf Jónsdóttir, f. 1880, d. 1969. Systk- ini hans eru Ólafur Jóhannes, f. 1909, d. 1999; Jón, f. 1910, d. 2000; Guðrún, f. 1911, d. 2005; Marinó Ragnar, f. 1913, d. 1991; Jóhann, f. 1914, d. 2001; Ólöf, f. 1918 og Björn, f. 1921. Aðalsteinn kvæntist Sonju Sjöfn Albertsdóttur, f. 11.10. 1933. Börn þeirra eru: a) Albert Rúnar, f. Aðalsteinn var húsgagna- smíðameistari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann rak eigið hús- gagnaverkstæði um árabil og var prófdómari við Iðnskólann í mörg ár. Eftir að hann hætti eig- in rekstri starfaði hann hjá J.P. innréttingum í 12 ár. Haustið 1979 tók hann við starfi sem um- sjónarmaður húseigna við æfingaskóla Kennaraskóla Ís- lands og gegndi því starfi til sjö- tugs. Aðalsteinn tók virkan þátt í félagsstörfum. Hann var for- maður Húnvetningafélagsins í mörg ár og heiðursfélagi þess. Hann sat í sóknarnefnd Háteigs- kirkju og söng í kirkjukórnum frá upphafi. Skógrækt var brennandi áhugamál Aðalsteins og aflaði hann sér traustrar þekkingar á trjárækt, sem hann beitti með góðum árangri í Mið- firði. Útför Aðalsteins verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 30.11. 1950, d. 21.11. 2006. b) Helgi, f. 23.3. 1954, d. 25.12. 2006, kvæntur Kristínu Sigríði Óskarsdóttur, f. 11.11. 1960, börn þeirra eru Að- alsteinn Óskar og Aníta Tara. c) Ólafur Ísfeld, f. 1.8. 1964, kona hans er Betty Aðalsteinsson, f. 16.6. 1943, dóttir þeirra er Parris. Aðalsteinn og Sonja skildu. Seinni kona Aðalsteins er Signý Þórkatla Óskarsdóttir, f. 19.5. 1930. Börn hennar og fósturbörn Aðalsteins eru Sigríður Ósk, f. 17.12. 1956; María Jóna, f. 15.3.1960, d. 3.2 2003 og Þorkell, f. 26.5. 1961. Aðalsteinn föðurbróðir minn var hæglátur maður og kurteis í allri framgöngu. Hreyfingar hans voru settlegar og dálítið straumlínulaga. Hann var völundur í höndum, frem- ur hægvirkur en fataðist hvergi og þurfti aldrei að bæta um betur. Inn- an við tvítugt sá hann um smíði kjall- arans í Hnausakoti sem foreldrar mínir byggðu og þá kom verklagni hans glöggt í ljós og næmt auga fyrir vönduðu handverki. Eftir að hús- gagnasmiðurinn Aðalsteinn stofnaði heimili í Reykjavík kom fjölskyldan gjarnan í sumarheimsókn í Miðfjörð- inn og þá komu handtök hans sér vel. Skólastráknum að norðan gaf Aðal- steinn síðar skrifborð, stól og dívan og svefnsófa þegar varanleg sambúð kallaði á tvíbreidd. Atvik höguðu því svo að um árabil vorum við frændur samstarfsmenn í Æfingaskóla Kennaraháskólans þar sem hann var umsjónarmaður hús- eigna. Samskipti við nemendur á við- kvæmum aldri geta boðið ýmsum hnökrum heim. En aldrei vissi ég til þess að Aðalsteinn lenti í útistöðum við nemendur, þvert á móti gerði hann sér far um að kynnast þeim og hann ræddi við þá af virðingu og sanngirni. Stundum mátti sjá hann sitja að tafli við ögn óstýriláta pilta sem hvesstu augun á skákborðið og högguðust hvergi enda mikið í húfi að vinna húsvörðinn og þurfti dálítið til. Ég er þess fullviss að margir nem- endur skólans minnast kynna við hann af virðingu og þökk. Fyrir stjórnendur skólans var samband hans við nemendur ómetanlegt. Aðalsteinn varði mestum hluta starfsævi sinnar sem húsgagnasmið- ur og rak eigið verkstæði um árabil. Á síðari árum varð trjárækt hugð- arefni hans og hann lét þess ein- hvern tíma getið að hann vildi skila móður náttúru til baka nokkru af gjöfum hennar sem hann hefði nýtt sem smíðavið. Ásdísarlundur er útivistar- og trjálundur í eigu kvenfélagsins í Miðfirði. Konurnar gerðu samning við Aðalstein um að hann hirti um lundinn og fékk hann Hafþór frænda sinn frá Neðra Núpi til liðs við sig. Eftir að heilsu Aðalsteins hrakaði fyrir nokkrum árum slóst ég í hópinn og tók Þórð Helgason félaga minn með. Við frændur urðum þó ásáttir um að bjóða honum fyrst sem gesti til sjá hversu hann dygði, en að lok- inni þeirri prófraun fékk hann fulla aðild að þeim þrönga frændhópi karla sem þjónar kvenfélaginu í þágu Ásdísarlundar. Að loknu dags- verki í lundinum slógum við upp veislu í náttstað. Þar var feitt hangi- ket í mestum metum. Við snæddum án mikilla orðaskipta en sýndum vel- þóknun okkar með því að gera matn- um góð skil. Eitt af síðustu verkum Aðalsteins á liðnu sumri var að gefa Ásdísar- lundi trjáplöntusafn sem á að mynda fræðslulund fyrir áhugasama rækt- endur framtíðarinnar. Ekki verður lífshlaup Aðalsteins rakið hér. Hann var fáorður um eigin hag, birti gleði sína í svipmóti og fasi en bar harm sinn í hljóði þegar svo skipuðust veður. Að leiðarlokum þökkum við Mar- grét frænda mínum fyrir langa sam- fylgd og vináttu. Signýju og afkom- endum Aðalsteins vottum við einlæga samúð. Blessuð sé minning hans. Ólafur H. Jóhannsson. Það má telja það einkennilegan sið að þakka þeim sem gengnir eru sam- fylgdina í lífinu með greinarkorni í blaði, en ef ekki hefur verið fullþakk- að, þá vil ég færa Steina föðurbróður þakkir fyrir margar góðar endur- minningar honum tengdar. Minning- ar er spanna meira en hálfa öld. Fyrst frá Heiðargerði 24, íbúðarhús- inu sem Steini reisti, þar sem ég er að negla saman afsag sem átti að breytast í bíl. Síðar koma minningar af verkstæði er Steini kom upp á lóð- inni. Þar er ég staddur og hef fengið verkefni, og er talin trú um að gagn væri að. Þannig liðu æskuárin með Heiðargerðið sem þátt í tilverunni. Vik varð milli vina er ég flutti norður í Miðfjörð og hóf búskap, þótt ekki slitnaði þráðurinn. Hann var aftur tekinn upp fyrir rúmum 20 ár- um er Steini fékk svolítinn blett hér í Huppahlíð til trjáræktar. Með því vildi hann heiðra minningu Ólafar móður sinnar, en hún hafði sagt hon- um frá því að í brekkunni sem tekin var til trjáræktar hefði hún tínt blá- ber sér til gagns og ánægju. Eftir að trjáræktin hófst var koma Steina ár- viss vorboði. Hann kom á Lödunni með kerru með gulri ábreiðu í eft- irdragi og í henni var ungviði sem átti að festa rætur í Miðfirði. Rækt- unarstarfið fór hljóðlega fram og af mikilli hógværð. Allt var vel hugsað og vandað. Reglurnar voru einfald- ar; farðu þér hægt, hugsaðu málið vel og vandaðu það sem þú gerir. Ár- angurinn var góður, afföllin lítil og nú hefur ungviðið sem upp úr kerr- unni kom sýnt að lengi býr að fyrstu gerð. Með trjáræktinni fylgdu önnur samskipti og eru mér stundirnar yfir morgunkaffinu minnisstæðar. Þar voru umræður um landsins gagn og nauðsynjar á dagskrá og vorum við Steini sammála um að vera ekki allt- af sammála um hvað myndi best gagnast til að gera þjóðfélagið betra. Þannig liðu árin og nú skilur leiðir. Dauðinn var í þínum huga ekki kvíð- vænlegur, ekki frekar en að leggjast til svefns að kvöldi eftir annasaman dag. Ég þakka samfylgdina og vil í lok- in segja smá sögu er þú sagðir mér. Rétt fyrir stríð varst þú, unglingur- inn, ráðinn á bæ í Miðfirði til að gæta fjár. Tíðarfar var gott og ærnar látn- ar út á morgnana og beitt allan dag- inn, svo lítið þurfti að gefa. Leið svo nokkur tími og þá bar gest að garði, sem var Jóhannes frændi þinn frá Huppahlíð. Honum var boðið í bæinn og eftir góðgerðir fór hann að ræða við þig um fjármennskuna. Hann, reyndur bóndi, ræddi við þig sem jafningja, þótti þér það upphefð. Ein spurning sem hann lagði fyrir þig var sú, hvort eldri ærnar vildu ekki leggjast of fljótt, og ef svo væri þá gerðir þú rétt að hygla þeim, því ekki bitu þær meðan þær lægju og gætu því misfarist. Þetta skyldir þú at- huga. Það gerðir þú og varst frænda þínum ævinlega þakklátur fyrir ráð- gjöfina og hvernig hún var borin fram. Ég segi þessa sögu sem dæmisögu fyrir okkar samskipti. Í minningunni finnst mér þú frá upphafi hafa talað við mig sem jafningja og það sem ég hef af þér lært hafi verið numið á þann hátt að maður tók ekki eftir fyrr en maður hafði tileinkað sér það. Hafðu þökk fyrir. Samúðarkveðjur sendi ég að- standendum. Helgi Björnsson, Huppahlíð. Mig langar að minnast í örfáum orðum vinar míns Aðalsteins Helga- sonar frá Hnausakoti. Ég kynntist Aðalsteini fyrst fyrir um það bil 40 árum og hef ætíð síðan átt við hann góðan félagsskap. Ég var þá við nám í húsgagnasmíði en Aðalsteinn í prófnefnd þar. Í útskriftarhófi að prófi loknu fylgdi Aðalsteinn hinum nýútskrif- uðu iðnaðarmönnum úr hlaði með nokkrum orðum. „Tveir menn voru að ganga frá súð á þaki og skyldi síð- an klæða yfir með bárujárni. Eitt- hvað mistókst snið og féll ekki sem skyldi. Þá sagði annar: – Þetta er nú allt í lagi, það sér þetta ekki nokkur maður þegar járnið er komið yfir. – En Guð sér það, sagði þá hinn.“ Með kynnum mínum af Aðalsteini gegnum árin hefur mér fundist sem hann hafi fylgt þessu heilræði betur en margir aðrir. Allt sem hann fram- kvæmdi var vandlega undirbúið og síðan framkvæmt af stakri natni og samviskusemi, sama þó klætt væri yfir. Aðalsteinn starfaði lengi að mál- efnum Húnvetningafélagsins í Reykjavík og gegndi hann þar for- mennsku um árabil. Með sinni hóg- væru framkomu, útsjónarsemi og ósérhlífni tókst honum vel að fá fólk til liðs við félagið. Aðalsteinn var mikill ræktunarmaður með skóg sem sérgrein. Aflaði hann sér mikillar þekkingar á þessu sviði með lestri og námskeiðasetu. Það var því ekki lán- laust fyrir Húnvetningafélagið að fá svona liðsmann. Þórdísarlundur í Vatnsdal, sem félagið hefur átt síðan 1950 hefur notið ómældra krafta hans. Árlegar vinnuferðir þangað með Aðalsteini ásamt fleira góðu fólki er hreint ekki lítill partur af til- verunni sem fjölskylda mín öll vill þakka. Fáir kunnu betur að meta nýjan silung úr Arnarvatni en Aðalsteinn. Jóhann bróðir hans fullyrti í mín eyru að þar væri besti silungur í heimi. Þegar Aðalsteinn heyrði það bætti hann í og sagði, „þó víðar væri leitað“. Eftir svona athugasemdir kom ævinlega sérstakur og svolítið strákslegur kímnisglampi í andlit Aðalsteins. Þó ætla megi að í nýjum heim- kynnum Aðalsteins sé flest sem við- kemur gróðri og umhverfi í góðu lagi trúi ég að hann muni með lagni færa eitt og annað til enn betri vegar. Við Matthildur sendum Signýju og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Ingimundur Benediktsson. Aðalsteinn fór ekki hratt yfir. Hlaup og asi var ekki hans stíll. Þeg- ar við hófum störf við Æfingaskóla Kennaraháskólans var hann hús- vörður þar á bæ. Hæglátur, íhugull og setti spurningarmerki við allt. Við þrír náðum strax góðu sambandi, sennilega vegna þess að allir áttum við rætur að rekja til landsbyggð- arinnar þótt sitthver sýslan væri. Verk sín vann hann vel og nákvæm- lega en stundum varð forgangsröð hans ekki sú hin sama og aðrir væntu, hvað þá hversu fljótt verkið var unnið. Húsverðir mæðast í mörgu en Aðalsteinn lét fátt trufla sig. Ef þurfti að biðja Aðalstein um viðvik var best að setjast niður, taka lífinu með ró. Ræða við meistarann um helstu stefnur og strauma í upp- eldis- og menntamálum, viðra hug- myndir um bestu aðferðir til þess að fá tré til að þrífast og dafna, áður en erindið var borið upp. Þá fór allt vel. Aðalsteinn var afskaplega vænn við börnin í skólanum og vildi þeim vel, einnig hafði hann yndi af að ræða skólamál og hlúa að trjágróðri en snjómokstur þótti honum oft þarf- laust og innantómt verk sem mátti bíða. Hann stundaði viðamikla trjárækt í heimasveit sinni og vildi því hemja sauðfé innan girðingar öndvert við marga samtímarmenn sína. Sam- hliða uppeldi á börnum í skólanum var rekin umfangsmikil gróðurstöð í kjallaraherbergi í skólanum, þar réð Aðalsteinn ríkjum. Ungviðið í kjall- araherberginu voru skógarplöntur sem voru þar að styrkjast og dafna svo þær mættu verða að trjám í Húnavatnssýslu. Plönturnar höfðu allan forgang. Það er alllangt síðan við þrír áttum góða stund saman. Þá vorum við í okkar árlegu hunda- hreinsun, höfðum bankað uppá hjá Aðalsteini. Svo mergjaðar voru lýs- ingar Aðalsteins á landgæðum Húnavatnssýsla að okkur fannst við sjá þær út um eldhúsgluggann þarna í Háteigshverfinu. Megi Aðalsteinn hvíla í friði og allar hans trjáplöntur dafna vel. Andrés og Gísli. Aðalsteinn Helgason ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður og afa, HALLDÓRS EYÞÓRSSONAR, Syðri-Löngumýri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Blönduóss. Birgitta Hrönn Halldórsdóttir, Sigurður Ingi Guðmundsson, Halldór Ingi Sigurðsson, Guðbjörg Pálína Sigurðardóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓNA JÓNSDÓTTIR, Heiðarvegi 24, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, föstudaginn 5. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 12. október kl. 14.00. Jóhann Björn Dagsson, Dagbjartur Björnsson, Valur Björnsson, Erla Guðjónsdóttir, María Björnsdóttir, Svavar Sædal Einarsson, Ingiþór Björnsson, Regína Rósa Harðardóttir, Bjarnveig Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Hofsvallagötu 22, lést á heimili sínu laugardaginn 29. september. Útför hennar fer fram í Fossvogskapellu þriðjudaginn 9. október kl. 15.00. Sigurjón Guðmundur Jóhannesson, Áslaug Sigurjónsdóttir, Sigurður Ólafsson, Jakob Sigurðarson, Helga Sjöfn Magnúsdóttir, Jóakim Snær Sigurðarson, Sigrún Sif Sigurðardóttir og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og amma, KRISTJANA HARÐARDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnu- daginn 7. október. Jarðaförin verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 15. október kl. 13.00. Friðrik Ottó Ragnarsson, Ágúst Birgir Friðriksson, Hörður Ottó Friðriksson, Laufey Friðriksdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.