Morgunblaðið - 09.10.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.10.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 29 ✝ Karen ElisabethBryde fæddist á Norðvestur-Sjálandi í Danmörku 19. nóv- ember 1912. Hún lést á Vífilsstöðum mánudaginn 1. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Christian Christensen bóndi og Christine Chris- tensen húsmóðir. Karen átti tíu systk- ini og lifði hún þau öll. Karen giftist Claus P.K. Bryde mjólkurfræðingi, f. 20.2. 1909, d. 30.7. 1985. Þau eignuðust fimm börn, eitt dó í fæð- ingu, á lífi eru Bent, Leif, Inga Anna Lisa og Axel. Barnabörn- in eru fimmtán, langömmubörn tutt- ugu, og eitt langa- langömmubarn. Karen og Claus stýrðu Mjólkurbúi Flóamanna frá 1936–1941, og Mjólkurbúi Hafnar- fjarðar 1941–1948, er það var lagt nið- ur. Karen verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku amma. Mikið á ég eftir að sakna þessara vikulegu tebolla sem við drukkum saman á fimmtudög- um þegar ég kom með dönsku blöð- in til þín, þá gátum við spjallað saman um heima og geima. Heimsóknir mínar til þín í Dan- mörku eru ógleymanlegar þar sem við gátum setið langt fram eftir kvöldi og talað um hvað sem var og margar voru þær sögurnar sem þú sagðir mér um það þegar þú varst að alast upp ekki svo langt frá bú- staðnum þínum. Kæra amma, nú ertu búin að finna frið eftir 95 góð æviár en mik- ið sé ég eftir þér. Þín, Anna María. Nokkur orð um ömmu mína eða ömmu dönsku eins og ég kallaði hana. Þegar ég var um 9 ára ferðaðist ég alein til Danmerkur, til ömmu og afa í sumarhúsið að eyða sumrinu og í mörg sumur þar á eftir. Þvílíku dekri og dúlleríi hafði ég aldrei kynnst, fór út grá og grindhoruð en var víst nánast óþekkjanleg í lok sumars! kaffibrún og sældarleg, enda hvernig átti annað að vera. Amma bakaði ný brauð á hverjum morgni og með því fékk maður að sjálfsögðu „hjemmelavet syltetøj“ og nýtínd jarðarber með rjóma eins og ég gat í mig látið. Matvandari krakki var sjálfsagt vandfundinn, en amma eldaði bara handa mér það sem hún vissi að mér þætti gott. Þó að það hnussaði stundum í afa yfir öllu dekrinu var hann ekkert skárri og leyfði mér jafnvel að setja rúllur í hárið á sér ef mér datt í hug að fara í hár- greiðsluleiki og þau þræluðust með mér allt sem mig langaði að fara; á ströndina, í bæjarferðir, skógar- göngur o.fl. þrátt fyrir að vera bæði komin yfir sjötugt. Ég var svo heppin að vera með þeim öll fyrstu sumrin sem þau voru í litlu paradísinni í Ordrup, ekkert sjónvarp svo að það var farið í göngu á hverju kvöldi til Kristjáns bróður ömmu og Astridar konu hans að horfa á fréttirnar og veðrið. Amma var sífellt bakandi bollur og eldandi mat, þannig muna flestir hana eflaust enda óviðjafnanlegur kokkur og nýbökuðu bollurnar hennar himneskar. Svo datt okkur systrum í hug að heimsækja ömmu þegar ég var ólétt að frumburðinum til að slappa pínu af … ekki aldeilis, varla lentar þegar amma var búin að bóka okk- ur allar í rútuferð til Þýskalands með danskri vinkonu sinni, eintóma menningarferð til að sjá hvernig austurhlutinn liti út rétt eftir að Berlínarmúrinn var felldur, síðan á bakaleið eftir 23 klukkutíma í rútu var sú gamla alveg með á hreinu hver héldi á líkjörasafninu, sem hún hafði keypt tollfrjálst í ferjunni, í gegnum tollinn! Nú, þessi ólétta auðvitað! Það varð alltaf að vera eitthvað til handa gestum sem voru mjög tíðir í litla sumarhúsinu. Það var sama hvort hún tók á móti barnabörnum að koma veðurbörð- um af Hróarskeldu eða heilu fjöl- skyldunum til að vera í lengri tíma, allir fengu bestu mögulegu mót- tökur og áttu að vera sem lengst. Allir ættingjar í Danmörku voru boðnir og búnir hvenær sem var að liðsinna ömmu, keyra hana þar sem hún keyrði aldrei bíl, dytta að sum- arhúsinu eða hvað sem er þegar hún þurfti á að halda enda launaði hún alltaf vel í mat og drykk. Amma lifði góða ævi og fannst hún ríkust í heimi af barnabörnum og langömmubörnum sem hún hélt mikið upp á, hún laðaði að sér öll börn alls staðar enda leið öllum vel í návist hennar. Kveðja, Unnur Lára. Elsku besta amma Karen. Þessa dagana streyma fram minningar um þig, elsku amma. Við systkinin erum lánsöm að hafa átt þig að svona lengi og upplifað margar skemmtilegar stundir með þér. Fyrstu minningarnar sem koma upp í hugann tengjast sumarhúsinu í Ordrup þar sem við systkinin dvöldum nokkur sumur með þér, kynntumst dönskum ættingjum okkar og urðum nokkuð sleip í dönskunni. Verslunarferðirnar til Asnæs í strætó og þú alltaf með maríuhænuna með þér, innkaupa- kerruna kostulegu. Sumarhúsið í Ordrup var sann- kallaður sælureitur með jarðarberj- um, hindberjum og perum í garð- inum. Allt í umhverfi þínu fékk notið alúðar þinnar; fólkið þitt, gróðurinn og dýrin eins og rebbi sem alltaf átti vísan kvöldverð sem þú skildir eftir handa honum í garð- inum... enda varð hann hændur að þér eins og við systkinin. Skrýtið hversu sterkt maður finnur bolluilminn í minningunni. Engum hefur tekist að baka boll- urnar þínar sem allir voru svo sólgnir í. Við systkinin eigum þó væntanlega eftir að leggja okkur fram um að ná tökum á því á næst- unni. Þú hefur alltaf staðið við bakið á okkur systkinunum og hlúðir vel að okkur þegar mamma féll frá. Við vorum lánsöm að eiga ykkur Ásu ömmu að á þeim erfiða tíma. Við kveðjum þig með sárum söknuði, amma, en vitum að afi og mamma taka vel á móti þér. Í huga okkar ertu fyrirmynd hins góða, amma din. Þín barnabörn. Ása, Kristín, Páll og Inga Axelsbörn. Elsku besta amma Karen mín. Ég var voðalega sorgmæddur þegar mamma sagði mér að þú vær- ir farin til Guðs og til Victoríu ömmu. En ég er ég svo glaður að hafa kynnst þér svona vel, eignast svona margar skemmtilegar minningar um þig, og hafa farið til Dan- merkur í sumarbústaðinn þinn. Ég var rétt svo farinn að tala þegar ég komst að því að ég gat brætt þig með því að tala um brúnu augun mín við þig og segja þér að ég væri sko eins og þú, Axel afi og mamma. Þú varst alltaf svo stolt og glöð þegar ég minntist á það við þig. Ég hitti þig síðast í sumar, bara nokkrum dögum áður en þú varðst svona veik, þá kom ég með Axel afa og ég lá uppí rúmi hjá þér og ég knúsaði og kyssti þig svo mikið. Ég er svo ánægður með að hafa átt svona góða síðustu stund með þér, amma mín. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þinn, Axel „litli“. Karen Elisabeth Bryde REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Okkar ástkæri SIGURÐUR SIGVALDASON húsasmíðameistari frá Grund á Langanesi, Hrauntungu 10, Kópavogi, lést að kvöldi miðvikudagsins 3. október á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Jarðaförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 10. október kl. 13.00. Rósa Ingibjörg Oddsdóttir, Oddur Magni Guðmundsson, Auður Finnbogadóttir, Hólmar Ingi Guðmundsson, Tina Dalum, Elma Bjarney Guðmundsdóttir, Þorgils Björgvinsson, barnabörn og langafabarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir aðstoð og samúð vegna veikinda og andláts eiginkona minnar, móður okkar, ömmu, tengdamóður og systur, ÁSDÍSAR STEINGRÍMSDÓTTUR, Framnesvegi 27, Reykjavík. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Karitas og starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Guðmundur Pétursson, Bergljót Björg Guðmundsdóttir, Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson, Sigurður Árni Steingrímsson, Halla Björg Sigurþórsdóttir, Sindri Már Steingrímsson, Guðmundur Páll Sigurþórsson, Sveinn Haraldsson, Rósa Margrét Steingrímsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR INGÓLFSDÓTTUR, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalar- heimilinu Hlévangi, Keflavík, fyrir frábæra umönnun og einstaka hlýju við hana og okkur. Guð blessi ykkur öll. Magnús Haraldsson, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Hinrik Sigurðsson, María S. Haraldsdóttir, Sigmundur Ó. Steinarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RUTH JÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, áður Sólvöllum, Innri Akraneshreppi, sem lést fimmtudaginn 4. október, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 12. október kl. 14.00. Elín Kolbeinsdóttir, Guðbjörn Ásgeirsson, Þorgeir Kolbeinsson, Hrönn Hjörleifsdóttir, Guðfinna Valdimarsdóttir, Sigurður Hauksson, Ingólfur Valdimarsson, Guðný Sjöfn Sigurðardóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR INGÓLFSSON, Laugarásvegi 58, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 7. október. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 15. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krýsuvíkursamtökin, banki 545-26-991 og kt. 560991-1189. Sigríður Einarsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Anna Margrét Jónsdóttir, Rósa Guðmundsdóttir, María Guðmundsdóttir, Jón Einar og Margrét Rós Guðmundsbörn. ✝ ÁRSÆLL EIRÍKSSON, áður til heimilis á Mel í Blesugróf, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 4. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 12. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Finna B. Steinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.