Morgunblaðið - 09.10.2007, Side 39

Morgunblaðið - 09.10.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2007 39 ÆVINTÝRAMYNDIN Stardust stökk beint í efsta sæti Bíólistans um helgina, en rúmlega 3.500 manns skelltu sér á myndina. Það eru þau Robert De Niro og Michelle Pfeiffer sem fara með aðalhlutverkin í Star- dust, en myndin var að stórum hluta til tekin upp á Íslandi. Myndin segir frá ungum manni, Tristan, sem reyn- ir að vinna hjarta stúlku með því að fara í leiðangur til að endurheimta fallna stjörnu. Gamanmyndin Superbad gefur lít- ið eftir, en hún fellur úr efsta sætinu niður í annað. Þá nýtur íslenska æv- intýramyndin Astrópía ennþá gríð- arlegra vinsælda þrátt fyrir að sjö vikur séu síðan myndin var frum- sýnd. Heimildarmyndin Heima, sem fjallar um tónleikaferðalag Sigur Rósar um Ísland sumarið 2006, stekkur beint í fjórða sætið. Myndin hefur fengið einstaklega góða dóma gagnrýnenda hér á landi, og sem dæmi má nefna að hún hefur fengið fullt hús stiga hjá öllum dagblöð- unum fjórum. Athygli vekur að þrjár íslenskar myndir eru á meðal þeirra vinsælustu, Astrópía, Veðramót og Heima. Níunda Halloween-myndin naut nokkurra vinsælda um helgina og stökk beint í fimmta sætið. Í mynd- inni er athyglinni beint að æsku Michael Myers og orsökinni fyrir morðæði hans. Leikstjóri mynd- arinnar er Rob Zombie og eins og hans er von og vísa er hún í viðbjóðs- legri kantinum, enda stranglega bönnuð börnum yngri en 16 ára. Þá má einnig geta þess að gamla brýnið Malcolm McDowell fer með aðal- hlutverkið í myndinni, en margir muna eflaust eftir honum í hlutverki Alex í meistaraverki Kubricks, A Clockwork Orange. Vinsælustu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum Þrjár íslenskar myndir á meðal þeirra mest sóttu        *?. (                       ! # $ % & ' () &* + ,- . / 0  '  $ 1 2  )* 3               Stjörnuryk Robert De Niro og Charlie Cox í hlutverkum sínum í Stardust. Fáðu úrslitin send í símann þinn Sími 530 1919 www.haskolabio.is Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Stærsta kvikmyndahús landsins Heima - Sigurrós kl. 6 - 8 - 10 3:10 to Yuma kl. 5:30 - 8 - 10:30 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Astrópía kl. 6 - 8 - 10:10 Sagan sem mátti ekki segja. eeee - B.B., PANAMA.IS eeee - E.E., DV eeee - S.G., Rás 2 eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - JIS, FILM.IS eee - FBL “TOP 10 CONCEPT FILMS EVER” - OBSERVER Hljómsveitin Sigur Rós hélt í ógleymanlega tónleikaferð um Ísland sumarið 2006. Samspil Sigur Rósar, náttúru Íslands og íslensku þjóðarinnar má finna í þessu ógleymanlegu meistarastykki Sigur Rósar, mynd sem enginn má missa af! eeeee “HEIMA ER BEST” - MBL eeeee “ALGJÖRLEGA EINSTÖK” - FBL eeeee “VÁ” - BLAÐIÐ eeeee “MEÐ GÆSAHÚÐ AF HRIFNINGU” - DV eeeee “SIGUR ROS HAVE REINVENTED THE ROCK FILM” - Q eeee “SO BEAUTIFUL ITS HYPNOTIC” - EMPIRE HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? GEGGJUÐ GRÍNMYND Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 10 ára STARDUST ER MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND STÚTFULL AF GÖLDRUM, HÚMOR OG HASAR. -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 B.i. 12 ára Miðasala á www.laugarasbio.is ROBERT DE NIRO OG MICHELLE PFEIFFER Í FRÁBÆRRI MYND SEM VAR TEKINN UPP Á ÍSLANDI OG ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF! Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 16 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.