Morgunblaðið - 11.10.2007, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 11
FRÉTTIR
KYNFERÐISLEGT ofbeldi gegn
börnum er alvarlegt mál og aukin
áhersla er lögð á að stöðva það. Lög-
reglustofnunin Interpol er með
gagnagrunn þar sem finna má 700
þúsund myndir af
um 20 þúsund
börnum, en að-
eins um 600 börn
hafa fundist. Dr.
Ethel Quayle, sál-
fræðingur og
kennari við Cork-
háskólann á Ír-
landi, telur að
netið hafi dregið
úr þeirri vernd,
sem grein 34 í barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna kveður á um að börn
eigi að njóta gegn kynferðislegu of-
beldi. Hún kemur fram á ráðstefnu
Barnaheilla, Save the Children, sem
haldin verður í Norræna húsinu í dag
milli kl. 9 og 17.
Quayle er framkvæmdastjóri verk-
efnis, sem nefnist COPINE og snýst
um að berjast gegn upplýsingaveitum
um kynferðislegt ofbeldi gegn börn-
um í Evrópu.
„Þetta er lítið rannsóknarverkefni,
sem varð til úr öðru verkefni, sem
snerist um hvernig börn eru ber-
skjölduð þegar þjóðfélagslegar breyt-
ingar eiga sér stað. Við vorum í sam-
starfi við aðrar stofnanir og lögreglan
hafði gert okkur grein fyrir þeim
vandamálum, sem fylgdu netinu fyrir
börn. Við fórum því að skoða hvernig
börn yrðu að fórnarlömbum á netinu
og hvernig netið gæti ýtt undir kyn-
ferðisofbeldi gegn börnum.“
Hvernig hefur COPINE stuðlað að
því að draga úr ofbeldinu?
„Með tvenns konar hætti. Annars
vegar með rannsóknunum sjálfum,
sem hafa haft áhrif á löggjöf á Bret-
landi. Eitthvað af þeim viðmiðum,
sem tekin hafa verið upp við upp-
kvaðningu dóma á Bretlandi, er
sprottið úr niðurstöðum þeirra rann-
sókna, sem við höfum gert. Hitt atrið-
ið er að við höfum tekið þátt í að bera
kennsl á börn og gerendur af mynd-
um og þar kom að gögnin, sem við
höfðum safnað af myndum, voru send
til Interpol og urðu hluti af þeirra
gagnagrunni.“
Stofnunin hefur einnig hugað að
fyrirbyggjandi aðgerðum og unnið að
því að finna leiðir til að taka á vanda-
málum gerenda, sem stjórnvöld hafa
tekið upp.
COPINE hefur kannað áhrifin á
börn, sem verða fórnarlömb kynferð-
islegs ofbeldis, sem er tekið upp eða
myndað og endar á netinu, þar á með-
al þegar börn verða fyrir ofbeldinu ut-
an heimalanda sinna.
„Sumt af því sem við höfum unnið
við er fólgið í að koma boðskap til
skila og þess vegna höfum við unnið
með Barnahjálp til að fá meiri áhuga
innan Evrópusambandsins til að taka
fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum
og hvernig netið ýtir undir brotlega
hegðun,“ sagði hún.
Mikilvægi góðrar löggæslu
Hún sagði að tæknin skipti ekki
alltaf meginmáli, heldur góð löggæsla
og viljinn til að taka mál að sér. „Eitt
vandamálið við rannsókn þessara
mála, sérstaklega í sambandi við fórn-
arlömbin, er að ekki er vitað í hvaða
landi barnið býr,“ sagði hún. „Lög-
reglan þarf því að glíma við gríðarleg-
an vanda þegar kemur að löggæslu
utan hennar umdæmis. Það tekur
bæði tíma og mannskap. Samvinna
milli lögreglu í hinum ýmsu löndum
hefur hins vegar batnað verulega,
bæði hvað snertir að skiptast á upp-
lýsingum og rannsaka mál í samein-
ingu. Þar skiptir líka máli að málstað-
urinn er sá sami.“
Quayle telur að hingað til hafi að-
allega verið hugað að því að stöðva
dreifingu efnis, sem sýnir barnaklám
og kynferðisofbeldi gegn börnum á
netinu, með því að setja upp hindranir
og síur og fjarlægja efni, þegar það
finnst. „En einnig mætti hugsa sér
einfaldari hluti,“ sagði hún. „Við höld-
um flest að við séum frekar ósýnileg
þegar við notum netið, en það er ekki
svo og það á að sjá til þess að fólk átti
sig á því hversu auðvelt er að rekja
slóð þess og ýmislegt annað til þess að
draga úr framboðinu á þessu efni.“
Quayle sagði að það færi eftir aldri
barna hvað gera mætti til að verja
þau gegn kynferðislegu ofbeldi á net-
inu, en sérstaklega þyrfti að huga að
táningum. „Mesti vandi margra for-
eldra er að þekking þeirra er oft mun
minni en þekking barnanna á netinu,“
sagði hún. „Börnin geta breytt still-
ingum og í raun meinað foreldrum
sínum aðgang, ekki vegna þess að þau
geri hræðilega hluti, heldur vilja þau
taka áhættu og prófa hluti. Foreldrar
þurfa einfaldlega að fylgjast betur
með og tileinka sér tæknina vilji þeir
axla sína ábyrgð.“
Vernd barna gegn
kynferðisofbeldi
Dr. Ethel Quayle
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
15% afsláttur
af drögtum
og stökum jökkum
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Ný sending
Samkvæmiskjólar
Síðir og stuttir
Stærðir 34-46
M
bl
9
20
69
1
Kringlunni - sími 568 1822 – www.polarnopyret.se
Kringlukast
20-30% afsl.
af völdum vörum