Morgunblaðið - 11.10.2007, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
EVRÓPURÁÐIÐ stóð í gær fyrir
„Evrópudeginum gegn dauðarefs-
ingum“ þrátt fyrir tilraun pólskra
ráðamanna til að hindra hann.
Evrópusambandið hugðist skipu-
leggja slíkan baráttudag en pólska
stjórnin beitti neitunarvaldi sínu til
að hindra það. Hún krafðist þess að
dagurinn yrði ekki aðeins helgaður
baráttunni gegn dauðarefsingum,
heldur einnig líknardrápum og fóst-
ureyðingum.
Ólíkt Evrópusambandinu þurfti
Evrópuráðið ekki samþykki allra að-
ildarlandanna til að skipuleggja sér-
stakan baráttudag gegn dauðarefs-
ingum.
Dauðarefsingar eru bannaðar í öll-
um 27 aðildarlöndum Evrópusam-
bandsins en forseti Póllands, Lech
Kaczynski, hefur hvatt sambandið til
að heimila þær að nýju. Pólland, Ír-
land og Malta eru einu ESB-ríkin
sem banna fóstureyðingar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
hægristjórnin í Póllandi er á önd-
verðum meiði við stjórnvöld í öðrum
ESB-löndum. Stjórn Jaroslaws Kac-
zynskis, forsætisráðherra Póllands
og tvíburabróður forsetans, hefur oft
deilt við Evrópusambandið um um-
hverfisvernd og réttindi homma og
lesbía.
Gleðigöngur samkynhneigðra
hafa verið bannaðar í Póllandi og
Kaczynski forseti hefur sagt að
mannkynið kunni að deyja út fái
samkynhneigð pör sömu réttindi og
gagnkynhneigð. Stjórn Kaczynskis
forsætisráðherra neyddist nýlega til
að falla frá tillögu um að banna
hommum og lesbíum að kenna börn-
um eða gegna öðrum störfum með
börnum.
Andstaða pólsku stjórnarinnar við
„Evrópudaginn gegn dauðarefsing-
um“ er túlkuð sem tilraun af hálfu
stjórnarflokksins Laga og réttar
(PiS) til að vinna kjósendur á sitt
band fyrir þingkosningar sem fram
fara í Póllandi 21. þessa mánaðar.
Um 63% Pólverja eru hlynnt dauða-
refsingum og 31% andvígt, ef marka
má skoðanakönnun sem gerð var í
mars.
Höfnuðu Evrópu-
degi gegn aftökum
AP
Jaroslaw (t.v.) og Lech Kaczynski.
Í HNOTSKURN
» Amnesty International ogfleiri samtök stóðu í gær
fyrir alþjóðlegum degi gegn
dauðarefsingum.
» Amnesty segir að skráð-um aftökum í heiminum
hafi fækkað um 25% á síðasta
ári, úr 2.148 árið 2005 í 1.591.
Hvíta-Rússland er eina Evr-
ópulandið sem leyfir aftökur.
PÓLSKA lög-
reglan braut í
gær á bak aftur
nunnuuppreisn í
klaustri í bænum
Kazimierz Dolny
en kaþólska
kirkjan var áður
búin að setja þær
út af sakrament-
inu.
Um 150 lög-
reglumenn notuðu stiga til að kom-
ast inn fyrir klausturmúrana og
fundu þar fyrir 65 nunnur, ungabarn
og munk af reglu Fransiskana en
hann var eins konar andlegur leið-
togi nunnanna.
Deilan snerist um það, að kirkjan
vildi koma burtu abbadísinni, sem
var komin í beint samband við heil-
agan anda, en því neituðu nunnurnar
og lokuðu sig inni í klaustrinu. Voru
þá nokkrar þeirra settar út af sakra-
mentinu. Voru þær sakaðar um að
hafa stofnað til eins konar sértrúar-
safnaðar.
Nunnuupp-
reisn kveð-
in niður
Nunna í höndum
lögreglunnar.
SÚ ákvörðun Breta að flytja heim
helming herliðsins í Írak, 5.000 her-
menn, fyrir næsta vor er áfall fyrir
Bandaríkjamenn og ekki það eina.
Bandalagið, sem svo hefur verið kall-
að, er að molna í sundur. Um mitt
næsta ár verða aðeins 7.000 her-
menn eftir í fjölþjóðahernum fyrir
utan Bandaríkjamenn en voru 50.000
fyrst eftir innrásina.
Um 300.000 hermenn frá 38 ríkj-
um voru í fjölþjóðahernum þegar
mest var, 250.000 frá Bandaríkjun-
um, 40.000 frá Bretlandi en færri frá
öðrum ríkjum. Nú standa 20 ríki að
þeim herafla, sem eftir er, og að
minnsta kosti sex hyggjast fækka í
honum.
Heita má, að Danir hafi flutt allt
sitt lið frá Írak, þar er nú aðeins fá-
menn þyrlusveit, og Anders Fogh
Rasmussen, forsætisráðherra Dan-
merkur, sagði nýlega í blaðaviðtali,
að honum og öðrum hefði skjátlast er
þeir töldu, að erlendum hermönnum
yrði fagnað sem frelsurum í Írak.
Nokkur ríki, t.d. Ástralía, Pólland,
Suður-Kórea og Rúmenía, láta eng-
an bilbug á sér finna en Anthony H.
Cordesman, áður háttsettur í leyni-
þjónustu bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins, segir, að heimsbyggð-
in líti yfirleitt á Íraksstríðið sem
ranglátt stríð, sem Bandaríkjamenn
hafi stofnað til á röngum forsendum.
Fjölþjóðaherinn
æ þunnskipaðri
AP
Óvinsælt stríð Bandarískir her-
menn við eftirlit suður af Bagdad.
28 ríki stóðu að honum eftir innrásina
í Írak en eru nú 20 og fer fækkandi
ÁSTRALSKIR vísindamenn óttast,
að villtum dýrum í landinu, til dæm-
is kóalabjörnum og nefdýrum, sé
hætta búin af sjúkdómum á borð við
smitandi æxlisvöxt. Hefur hann
reynst afdrifaríkur fyrir „tasman-
ísku djöflana“, sem svo eru kallaðir,
rándýr og pokadýr líkt hundi.
Æxlisvöxturinn, sem er í raun
krabbamein og afskræmir dýrin í
framan, hefur drepið um 90%
„djöflanna“ á sumum svæðum og
vísindamennirnir hafa nú komist að
því, að það er erfðafræðilegur fá-
breytileiki, sem gerir dýrin svona
veik fyrir.
Það, sem veldur erfðafátæktinni,
er, að dýrunum hefur fækkað mikið,
verið drepin eða búsvæði þeirra
eyðilögð, og þá verður meira um
innrækt eða skyldleikarækt.
Það þýðir, að kannski er að finna
sömu veikleikana í flestum einstak-
lingum heillar tegundar, að minnsta
kosti á sumum svæðum, og því get-
ur ákveðin veiru- eða bakteríusýk-
ing haft mjög alvarlegar afleiðingar.
Óttast
erfðafá-
tæktina
Sirnak. AP, AFP. | Tyrkneskir her-
menn gerðu í gær sprengjuárásir á
búðir kúrdískra uppreisnarmanna í
norðurhluta Íraks eftir að stjórn
Tyrklands tilkynnti að hún hygðist
óska eftir heimild þingsins til að
senda hersveitir yfir landamærin.
Tyrkneska stjórnin sagði að hún
hefði skipað hernum að undirbúa
hugsanlega innrás í Norður-Írak til
að leita uppi uppreisnarmenn í
Verkamannaflokki Kúrdistans.
Recep Tayyip Erdogan, forsætis-
ráðherra Tyrklands, sagði í gær að
verið væri að undirbúa þingfund um
heimild til slíks hernaðar en ekki var
vitað hvenær hann yrði haldinn.
Ólíklegt er að heimildin verði af-
greidd á þinginu fyrr en eftir að fjög-
urra daga trúarhátíð lýkur á sunnu-
daginn kemur.
Óttast er að árásir tyrkneska
hersins yfir landamærin kveiki ófrið-
arbál á einu af þeim fáu svæðum í
Írak sem hafa verið tiltölulega frið-
samleg. Íraskir Kúrdar hafa heitið
því að verja landamærin.
Andvíg innrás
Hefji Tyrkir stórfelldar árásir yfir
landamærin gætu þær stefnt
tengslum þeirra við Bandaríkja-
stjórn í hættu. Bandaríska utanrík-
isráðuneytið hvatti Tyrki til að leggj-
ast ekki í hernað í N-Írak.
Heimili tyrkneska þingið innrás í
N-Írak getur herinn annaðhvort lát-
ið til skarar skríða strax eða beðið til
að láta á það reyna hvort Banda-
ríkjamenn grípi sjálfir til aðgerða
gegn kúrdísku uppreisnarmönnun-
um til að afstýra innrás Tyrkja.
Tyrkir gerðu yfir tuttugu sinnum
innrásir í Norður-Írak frá níunda
áratugnum til ársins 1997. Tugir
þúsunda hermanna tóku þátt í síð-
ustu innrásinni.
Á síðustu tólf dögum hafa liðs-
menn Verkamannaflokks Kúrdist-
ans orðið 25 manns að bana í Tyrk-
landi í árásum frá N-Írak. Þrettán
tyrkneskir hermenn féllu í árás í
Sirnak-héraði á sunnudag og tólf
óbreyttir borgarar biðu bana í skot-
árás á rútu í héraðinu 29. september.
Her Tyrklands hóf sókn í Sirnak-
héraði fyrr í vikunni og gerði loft-
árásir á flóttaleiðir kúrdískra upp-
reisnarmanna. Tyrkneskar hersveit-
ir gerðu einnig sprengjuárásir á
fylgsni liðsmanna Verkamanna-
flokks Kúrdistans í norðurhluta
Íraks.
Óttast nýtt ófriðarbál geri
Tyrkir innrás í N-Írak
! " " " #
$% &'#'#!
(( ) *
+'+,
-'''" (' "*
.
/ . 0 $ 1
#
"
!"
"#$"%"! !
1 ".!
& "'()
'(*+,)
-(*.(()
'(("
NÁMSMENN í óperubúningum taka þátt í skrúð-
göngu í Taipei á þjóðhátíðardegi Taívans í gær. Her
landsins sýndi tvær taívanskar eldflaugar á fyrstu
hersýningunni í landinu í sextán ár til að minna
stjórnvöld í Kína á að Taívanar hafa vopn til að verja
sig komi til stríðs.
Reuters
Taívanar sýna Kínverjum mátt sinn