Morgunblaðið - 11.10.2007, Qupperneq 30
helgartilboðin
30 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Bónus
Gildir 10.-13. okt. verð nú verð áður mælie. verð
Kf hangiframpartur m. beini .................. 599 719 599 kr. kg
Kf sveitabjúgu, kofareykt ....................... 299 369 299 kr. kg
KF folaldakubbasteik ........................... 399 499 399 kr. kg
Ferskt ísl. 100% ungnautahakk............. 799 1304 799 kr. kg
Danskar svínalundir, frosnar ................. 1.259 1.698 1.259 kr. kg
Kjúklingur, heill, steiktur, 1.150 g .......... 489 675 425 kr. kg
Bónus kartöflumús, 220 g .................... 98 129 445 kr. kg
Frosin hörpuskel, 200 g........................ 0 0 1.990 kr. kg
Frosin sjávarblanda, 250 g ................... 298 0 1.192 kr. kg
Krónan
Gildir 11.-14. okt. verð nú verð áður mælie. verð
Grísalundir m/ rjómaost&pappadew ..... 1.998 2.698 1.998 kr. kg
Grísalundir m/ rjómaost&sólþ.tómötum 1.998 2.698 1.998 kr. kg
Lamba rib eye...................................... 2.232 3.189 2.232 kr. kg
Móa kjúklingabringur............................ 1.499 2.515 1.499 kr. kg
Goða sviðasulta, lamba........................ 1.250 1.785 1.250 kr. kg
Goða súpukjöt, lítill poki....................... 398 538 398 kr. kg
McCain garlic fingers, 472 g ................. 398 498 843 kr. kg
Krónu fylltir lakkrísbitar, 400 g .............. 349 399 872 kr. kg
7UP & 7 UP Free, 2 l ............................ 89 153 45 kr. ltr
Charmin salernispappír, 16 rúllur .......... 599 799 599 kr. pk.
Fjarðarkaup
Gildir 11.-13. okt. verð nú verð áður mælie. verð
FK hamborgarhryggur ........................... 998 1.426 998 kr. kg
Nautagúllas úr kjötborði ....................... 1.398 1.598 1.398 kr. kg
Nautasnitsel úr kjötborði ...................... 1.478 1.690 1.478 kr. kg
FK jurtakryddað lambalæri.................... 1.298 1.854 1.298 kr. kg
Matfugl læri/leggur .............................. 396 609 396 kr. kg
Freschetta pitsa Bric oven, 570 g .......... 398 598 700 kr. kg
Nóatún
Gildir 11.-14. okt. verð nú verð áður mælie. verð
Lambafille með fiturönd ....................... 2.498 3.398 2.498 kr. kg
Lamba rib eye...................................... 2.298 3.498 2.298 kr. kg
Lambalundir........................................ 2.998 3.998 2.998 kr. kg
Ungnautahakk..................................... 898 1.398 898 kr. kg
Móa kjúklingavængir, magnpakkning..... 141 281 141 kr. kg
Labeyrie andabringur, franskar.............. 2.989 3.498 2.989 kr. kg
Skyr.is drykkir, 5 tegundir, 330 ml ......... 97 108 294 kr. ltr
Baguette hvítlauksostabrauð ................ 277 369 277 kr. stk.
HD 100% safi, 3 teg., 2 l ...................... 259 289 130 kr. ltr
EF uppþvottalögur, 3 teg....................... 398 498 398 kr. pk.
Samkaup/Úrval
Gildir 11.-14. okt. verð nú verð áður mælie. verð
Kjötborð nautahakk ............................. 969 1.294 969 kr. kg
Borgarnes lambalæri, sítrónukryddað .... 1.341 1.916 1.341 kr. kg
Borgarnes bjúgu .................................. 399 575 399 kr. kg
Matfugl kjúklingaleggir, magnkaup ........ 426 609 426 kr. kg
Ísfugl 1/1 kjúklingur, ferskur ................. 458 655 458 kr. kg
Hatting ostabrauð, 2 stk. ...................... 199 281 199 kr. stk.
Coca cola 1 lítri ................................... 89 157 89 kr. ltr
Lays snakk paprika, 200 g.................... 139 243 695 kr. kg
Tómatar .............................................. 189 259 189 kr. kg
Melóna, katnilópur............................... 189 259 189 kr. kg
Þín verslun
Gildir 11.-17. okt. verð nú verð áður mælie. verð
Dalfour hindberjasulta, 284 g ............... 219 342 771 kr. kg
Borgarnes kindakæfa, 200 g ................ 224 280 224 kr. kg
Maxwell House kaffi, 500 g................... 398 429 796 kr. kg
Almondy Daim terta, 400 g................... 589 859 1.473 kr. kg
Almondy Snickers terta, 450 g .............. 598 835 1.329 kr. kg
Egils epla cider, 2 l .............................. 115 225 57 kr. ltr
Egils Mix, 2 l........................................ 115 178 57 kr. ltr
Hatting ostabrauð ................................ 198 259 99 kr. stk.
Daloon Kínarúllur, 720 g ...................... 425 585 590 kr. kg
Morgunblaðið/Þorkell
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
3
0
13
6
Ingvar Helgason, Sævarhöfða 2, sími 525 8000, www.ih.is
ÞÉR ER BOÐIÐ
Við hjá Ingvari Helgasyni bjóðum þér í heimsókn með alla fjölskylduna um helgina.
Við frumsýnum nýjan Subaru Impreza, við færum þér kaffi, pönnukökur og fleira góðgæti.
Þú mátt koma inn á skónum og krakkarnir mega vera með læti. Sjáumst.
B
jörg hefur lengst af
verið efnalaug en fór
einnig út í þvotta-
húsrekstur árið 2000.
Fönn byrjaði hins veg-
ar sem þvottahús fyrir áratugum
en tekur nú ekki síður fatnað og
annað í hreinsun, rétt eins og gert
er í efnalaugum eða fatahreins-
unum, eins og slík fyrirtæki eru
líka kölluð.
Sparar tíma fyrir alla
Áherslurnar hafa breyst nokkuð
nú síðustu árin hjá þeim sem sækj-
ast eftir þjónustu þessara fyr-
irtækja og annarra sem bjóða sömu
þjónustu. Þeim Kristni og Þorra
kemur saman um að það sé vegna
þess að fólk vilji gjarnan nýta tíma
sinn sem mest og best þegar það
er ekki í vinnunni. Þvottur og fatn-
aður hefur lengi verið sóttur heim
og sendur til fólk, í mismiklum
mæli þó. Nú gerist það æ algeng-
ara að fyrirtæki leyfa starfs-
mönnum að koma með þvottinn,
kannski aðallega fatnað, í vinnuna
og láta sækja hann þar á
ákveðnum degi. Síðan kemur hann
til baka hreinn og finn að nokkrum
dögum liðnum og menn taka pakk-
ann sinn með sér heim. Við þetta
sparast mikill tíma, eiginlega bæði
fyrir starfsmennina og fyrirtækin,
því það vill brenna við að menn fái
að skreppa frá í einkaerindum af
og til, en með þessu móti dregur úr
því.
Þjónustar eldri borgara
Fönn býður eldri borgurum sér-
staka þjónustu sem felst í því að
sóttur er þvottur og fatnaður til
hreinsunar tvisvar í viku, á mánu-
dögum og fimmtudögum milli
klukkan 17 og 19 og síðan er komið
með hann aftur að viku liðinni.
Þetta á bæði við um eldri borgara
á stofnunum og hina sem búa enn
heima og geta átt erfitt með að
sækja sér þessa þjónustu sjálfir.
Fönn hefur alla tíð þjónað fyr-
irtækjum á svipaðan hátt og sama
gildir um Björg, að sögn Kristins.
Hann segir töluvert um að fólk nýti
sér að láta koma heim, taka niður
gluggatjöld, hreinsa þau og fara
svo aftur með þau og hengja upp
að nýju, og ekki að furða því fátt
er erfiðara og leiðinlegra en að
bjástra við að koma gluggatjöld-
unum fyrir gluggana.
Gera við saumsprettur og
fleira
Í Björg er mikið gert af því að
gera við fatnað fyrir viðskiptavini
og þangað berast milli 5 og 10 flík-
ur á hverjum degi sem óskað er
eftir smáviðgerð á. „Við saumum á
hnappa, gerum við saumsprettur,
styttum, síkkum, víkkum og
þrengjum,“ segir Kristinn en segir
að ekki sé saumastofa hjá Björg
heldur sé þjónustan sótt út fyrir
fyrirtækið. Í Fönn er einnig gert
við en þó aðallega vinnufatnað fyrir
fyrirtæki og hefur það tíðkast lengi
og er viðgerðunum sinnt á staðn-
um.
Það er greinilegt að straufríar
skyrtur hafa ekki rutt úr vegi
skyrtuþvotti og straujun því Krist-
inn segir að skyrtuþvotturinn vaxi
stöðugt og sú þjónusta fyrirtæk-
isins sé mjög vinsæl. Endirinn varð
sá að fyrir þremur árum var keypt
sérstök hágæðavél til verksins,
Rollsinn í þessum bransa, og ár-
angurinn er eftir því, að hans sögn.
Kapphlaupið við tímann virðist
vaxa stöðugt svo það er ekki að
undra þótt fólk nýti sér að hægt er
að fá þvottinn sóttan, og honum
skilað aftur þvegnum og frágengn-
um, fötin hreinsuð og skyrturnar
þvegnar og straujaðar eins og þær
séu að koma nýjar úr búðinni. Í
staðinn geta menn nýtt tímann til
að gera eitthvað skemmtilegt.
Eyðum ekki tíma í þvotta og viðgerðir
Ýmsir halda því fram að tíminn sé peningar og
svo eru líka aðrir sem meta tímann ekki einungis
til fjár heldur öllu fremur til lífsgæða. Þeir telja
að allan frítíma beri að nota sem best og í eigin
þágu og sinna nánustu. Þetta kemur vel fram í
spjalli Fríðu Björnsdóttur við Þorra Helgason,
verkstjóra í Þvottahúsinu Fönn í Skeifunni, og
Kristin Guðjónsson, framkvæmdastjóra í Björg
efnalaug við Háaleitisbraut.
Morgunblaðið/Golli
Tekið niður og sett upp Kristinn Guðjónsson sýnir okkur gluggatjöld sem
eru á heimilið til uppsettningar.
Morgunblaðið/Golli
Hreint og strokið Sara Guðmundsdóttir í Fönn hefur tekið saman þvott og
gengur frá honum til heimsendingar.