Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 38

Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ hefur líklega ekki farið framhjá neinum að vandamál tengd offitu aukast hérlendis dag frá degi og það í öllum aldursflokkum. Al- varlegust er aukningin hjá börnum og ungmennum, því þau eiga alla framtíð- ina fyrir sér og miklar líkur eru á því að þau þurfi að berjast við of- fituna það sem eftir lifir með tilheyrandi líkamlegum og fé- lagslegum erfiðleikum. Við lifum í þjóð- félagi bílasamgangna og geigvænlegs sjón- varpsgláps sem krefst þess að við hreyfum okkur hálftíma til klukkutíma á dag til þess eins að halda okkur í kjör- þyngd. Það er því miður takmark sem fáir ná, hvorki ungir né aldnir enda lifa þeir við sömu aðstæður. Ég hef oft velt því fyrir mér í forundran hvernig verslunareig- endum og sælgætisframleiðendum leyfist að stilla sælgæti og annarri óhollustu beint fyrir framan augu barna meðan beðið er á kassa í verslunum? Þetta er kaldrifjuð og óprúttin sölumennska sem ekki ætti að líðast í siðmenntuðu þjóð- félagi. Verslunareigendur og sælgæt- isframleiðendur ættu að sjá sóma sinn í því að fjarlægja þessar sæl- gætisgrindur frá kössum verslana tafarlaust. Einhver vitundarvakn- ing virðist þó vera að eiga sér stað hjá verslunareigendum þar sem ný- verið undirrituðu forsvarsmenn matvöruverslana yfirlýsingu þess efnis að verslunarmenn ætluðu sér að hvetja til betra mataræðis og hollari lífshátta. Ég get ekki annað en glaðst yfir þessu framtaki Sam- taka verslunar og þjónustu. Nú bind ég vonir mínar við að þetta séu ekki bara orðin tóm og að raun- veruleg breyting verði á vöruúrvali og uppstillingu matvara í versl- unum. Önnur svívirða framleiðenda óhollrar matvöru eru endalausar auglýsingar þeirra í barnatímum sjónvarpsins. Ég biðla til alþing- ismanna þjóðar vorrar að sporna við þessari hneisu með löggjöf. Nágrannaþjóðir okkar Norðmenn og Svíar hafa þegar bannað auglýsingar sem er sérstaklega beint að börnum. Væri pen- ingagræðgin hérlendis ekki algjör þyrfti ekki að grípa til banna af þessu tagi. Það eru ekki ein- ungis verslunareig- endur sem geta stuðl- að að auknu heilbrigði barnanna okkar. Borgar- og bæjaryfirvöld geta tekið höndum saman, bætt við útivistarsvæðum og fjölgað hjól- reiðastígum í stað þess að bæta við enn einum mislægum gatnamótum. Draga mætti verulega úr þeim um- ferðarteppum sem myndast á höf- uðborgarsvæðinu á háannatímum með betra aðgengi fyrir hjólreiða- fólk að því ógleymdu að hjólið er í senn frábært og vistvænt sam- göngutæki. Undanfarin ár hef ég dvalið í Danmörku en þar notar aragrúi fólks reiðhjól til að ferðast á milli staða. En frændur vorir Danir eru á heimsmælikvarða hvað varðar aðgengi fyrir hjólreiðafólk. Það hryggir mig að hérlendis virð- ist ekki nokkur vilji vera fyrir því að bæta aðgengi hjólreiðamanna eða almenningssamgöngur almennt. Það eru miklar líkur á að maður verði keyrður niður eða hjóli ein- faldlega á gangandi vegfaranda treysti maður sér á annað borð til þess að ferðast einhverjar vega- lengdir á hjóli innan höfuðborg- arsvæðisins Taka verður það fram í þessari umræðu að í Danmörku eru brekk- ur nánast engar og veðrið er mun skaplegra en hér á landi. En við er- um harðgerð þjóð sem lifað hefur hér norður í ballarhafi öldum sam- an og ættum því að umbera smá mótlæti á hjóli. Borgar- og bæjaryfirvöld geta einnig stuðlað að hollari næringu barna með því að koma í veg fyrir sölu á sætindum og gosdrykkjum í grunnskólum landsins. En þegar öllu er á botninn hvolft þá erum það líklega við foreldrar sem berum hvað mesta ábyrgð á holdafari og heilbrigði barna okkar. Við erum jú fyrirmyndir barnanna, auk þess sem við kaupum matinn sem neytt er á heimlinu. Hvernig getum við ætlast til þess að börnin okkar hreyfi sig meira eða borði hollari fæðu þegar við förum á bíln- um til nágrannans, förum reglulega á skyndibitastaði og hökkum í okk- ur sætindi yfir imbakassanum á kvöldin? Þessari skelfilegu þróun er unnt að snúa við en þá þarf að grípa til róttækra aðgerða. Hættið að skutla börnunum ykkar út um allt, tak- markið notkun sjónvarps og tölvu og finnið hreyfingu fyrir barnið sem því finnst skemmtileg. Setjið skýrar reglur á heimilinu um neyslu sætinda og annarrar óholl- ustu t.d. með því að koma á einum nammidegi í viku. Hættið að fara reglulega á skyndibitastaði með börnin ykkar en með slíku háttalagi gerið þið ekkert annað en að stuðla að verra líkamlegu atgervi ykkar og það sem alvarlegra er, barnanna ykkar. Til þess að taka á offituvand- anum í eitt skipti fyrir öll þarf þjóð- félagið í heild sinni að vakna til lífs- ins .Berum ábyrgð á heilsu barna okkar og okkar eigin í leiðinni. Það er vissulega hvorki auðvelt né fljótgert að breyta lífsstíl sínum til hins betra en ég get lofað ykkur því að launin eru erfiðisins virði, og vel það. Skyndifæðið fitar Geir Gunnar Markússon skrifar um næringu og lífsstíl » Þegar öllu er ábotninn hvolft þá erum það líklega við foreldrar sem berum hvað mesta ábyrgð á holdafari og heilbrigði barna okkar. Geir Gunnar Markússon Höfundur er næringarf- ræðingur og faðir. MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir að- sendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttave- fjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerf- ið er notað er nóg að slá inn net- fang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsam- legast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttöku- kerfi að- sendra greina Nýbýlavegur – mjög góð kaup 3 - 4ra herbergja á jarðhæð Í einkasölu falleg íbúð á jarðhæð í mjög vel staðsettu húsi miðsvæðis í Kópavogi. 3 svefnherbergi þar af er eitt forstofuherb. Stofa, eldhús og baðherb. Verð aðeins 18,9 millj. Þórarinn M.Friðgeirsson lögg.fasteignasali Sími 899-1882 Sími 588 4477 Sogavegur – 4ra herb. Íbúð á útsýnisstað. Með aukaherbergi og góðri sameign Í einkasölu mjög góð 4ra herb. íb. á 2. hæð í fallegu nýlega máluðu húsi á útsýnisstað ásamt aukaherb. í kj. 2-3 svefnherb. á hæðinni og mikið út- sýni, parket, flísalagt baðherb. Suðursvalir, glæsil. útsýni. Mjög góð stað- setning. V. 26,9 m./tilboð Andrésbrunnur – Grafarholti 3ja herbergja nýleg íbúð m. bílskýli Í einkasölu glæsileg fullbúin 3ja herbergja ca 96 fm íb. á efstu hæð (3ju) í fallegu vel staðsettu lyftuhúsi á útsýnisstað. Ljósar viðarinnrétt. Glæsilegt útsýni. Parket og flísar. Stórar svalir. Stæði í 3ja bíla bílskýli, innangengt úr sameign. V. 25,4 millj. Vindakór, 3ja – 4ra herb. Lyftuhús - til afhendingar strax Nýjar glæsilegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir á frábærum stað efst í Kóra- hverfinu. Stærðir eru frá 105 – 130 fm og verðið er frá 24,9 – 30,9 millj. Íbúðirnar eru til afhendingar strax fullfrágengnar án gólfefna, innréttaðar á vandaðan hátt. Útsýni úr hluta íbúðanna. Upplýsingar á www.nybyggingar.is eða hjá sölumönnum Heimsferðir bjóða allra síðustu sætin til Búdapest í október á frábærum kjörum. Ein fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Haustið er frábær tími til að heimsækja borgina. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Fyrstur kemur – fyrstur fær! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð frá kr. 19.990 Netverð á mann, m.v. flugsæti báðar leiðir með sköttum, út 19. okt. og heim 22. okt. Helgarferð 19.-22. okt. frá kr. 34.990 – flug + gisting Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Atlas *** í 3 nætur með morgunverði. Gisting á Hótel Erzebet + kr. 5.000 aukalega. Búdapest 19. október frá kr. 19.990 (helgarferð) Allra síðustu s ætin - bókaðu núna!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.