Morgunblaðið - 11.10.2007, Page 42

Morgunblaðið - 11.10.2007, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristinn RagnarSigurjónsson fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu, Ásbraut 7 í Kópa- vogi, 5. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Jóhannesson bóndi og verkamaður frá Sauðhúsum í Lax- árdal, Dalasýslu, f. 12.4. 1880, d. 24.2. 1965 og Kristín Jónsdóttir frá Kambsnesi, Lax., Dal., f. 20.9. 1875, d. 14.2. 1953. Kristinn var yngstur níu systk- ina. Hin eru Guðrún Sigríður, f. 27.1. 1909, d. 10.1. 2002; Jóhanna Benedikta, f. 23.4. 1910, d. 23.4. 1937; Jón, f. 13.7. 1911, d. 16.5. 1988; Jensína, f. 18.7. 1912, d. 30.8. 2001; Viktoría, f. 31.5. 1914, d. 1.2. 2000; Magnús, f. 2.6. 1916, lést í flugslysi 13.3. 1947 og Magnea Guðbjörg, f. 7.6. 1918. Frum- burður þeirra hjóna var stúlka, f. andvana 20.1. 1908. Kristni var ungum að árum komið í fóstur og ólst upp hjá hjónunum Böðvari Marteinssyni, bónda á Hrúts- stöðum (Rútsstöðum), Lax., Dal., d. 1.11. 1956, og Guðbjörgu Jóns- dóttur húsfreyju, d. 1970. Fóst- ursystkini Kristins voru Sólveig, Árni, Fríða og Magnús. Þau eru látin. Kristinn kvæntist 27.10. 1945 Rögnu Halldórsdóttur, húsfreyju, f. 14.12. 1919. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Jónsson, bú- fræðingur og bóndi á Arngerð- areyri við Ísafjarðardjúp, f. 28.2. 1889, d. 24.7. 1968, og Steinunn G. Jónsdóttir húsfreyja, f. 5.4. 1894, d. 7.9. 1962. Börn Kristins og Rögnu eru 1) Steinunn Lára heil- Viðar Guðjónsson. 5) Fóstursonur og dóttursonur Kristins og Rögnu er Kristinn Ragnar, kennari, f. 1.2. 1963, m. Helga Guðrún Jón- asdóttir kynningarstjóri og eru börn þeirra Hulda Hvönn, Jökull Jónas og Kolfinna. Kristinn á að auki dæturnar Tinnu, með Katr- ínu A. Magnúsdóttur og Láru, með Ingu Fjólu Baldursdóttur. Hann er sonur Steinunnar og Sigurbergs Braga Bergsteinssonar. Kristinn var byggingameistari í Reykjavík lengst af starfsævinni. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík árið 1949 og hlaut meistararéttindi þremur árum síðar. Áður hafði hann stundað nám við Íþróttaskól- ann í Haukadal hjá Sigurði Greips- syni, auk þess sem hann lauk nám- skeiði á vegum lögreglunnar árið 1942 og var lögreglumaður í Reykjavík á árunum 1943 til 1945. Þá var hann löggiltur matsmaður og meðdómari í Borgardómi og víðar í fjölda ár. Hann gegndi fjöl- mörgum félags- og trún- aðarstörfum innan fagfélaga, íþróttahreyfingarinnar og víðar, var m.a. ritari Meistarafélags húsasmiða lungann úr 7. áratugn- um, formaður Breiðfirðinga- félagsins um 13 ára skeið og starf- aði einnig um árabil með sóknarnefnd Langholtskirkju. Íþróttir, sér í lagi frjálsíþróttir og glíma, voru helsta áhugamál hans og sótti Kristinn keppnismót í þeim greinum allt fram á síðasta dag. Hann tók jafnframt afar virk- an þátt í félagsstarfi frjálsíþrótta- manna og Glímusambands Íslands og gegndi um skeið formennsku í Reykjavíkurdeild Frjálsíþrótta- sambands Íslands. Kristinn hlaut brons-, silfur- og gullmerki Glímu- félagsins Ármanns. Hann var enn fremur velunnari Héraðssam- bandsins Skarphéðins (HSK), var í Félagi íþróttaunnenda í rúm 20 ár og heiðursfélagi FRÍ frá árinu 1999. Útför Kristins verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. brigðisritari, f. 9.12. 1945, m. Jón Kaldal, byggingartækni- fræðingur, f. 14.3. 1942, d. 11.2. 2003. Börn þeirra eru a) Jón, f. 24.6. 1968, m. Ragna Sæmunds- dóttir, börn þeirra eru Jón og Arna, b) Guðrún, f. 16.7. 1970, m. Jóhann G. Jó- hannsson, synir þeirra eru Jóhann og Krummi, c) Steinar, f. 24.5. 1979, samb.k. Soffía Erla Einarsdóttir, þau eiga nýfæddan dreng, d) Sóley, f. 21.1. 1983, samb.m. Jakob Þór Jak- obsson. Samb.m. Steinunnar er Reidar Jón Kolsöe flugstjóri. 2) Fríða Svandís textílkennari, f. 5.2. 1950, m. Vilhjálmur H. Vilhjálms- son lögmaður, f. 24.6. 1950. Synir þeirra eru a) Vilhjálmur Hans, f. 20.10. 1971, samb.k. Anna Lilja Johansen, dóttir hennar er Anna María Þorsteinsdóttir, b) Finnur Þór, f. 12.5. 1979, samb.k. Jóhanna Katrín Magnúsdóttir, og c) Ingi Freyr, f. 27.9. 1980. 3) Halldór, at- hafnamaður, f. 5.2. 1950. Börn hans og, f. k. Hrafnhildar Ein- arsdóttur, f. 22.9. 1951 eru a) Ragnar, f. 25.1. 1968, dóttir hans er Birgitta, og b) Jóna Björg, f. 27.9. 1975, m. Sindri Snæsson, börn þeirra eru Eldar, Breki og Vaka. Synir Halldórs og s.k. hans Eyrúnar Antonsdóttir, f. 24.3. 1954 eru a) Rúnar, f. 18.10. 1980, samb.k. Malin Schaedel, og b) Arn- ar, f. 25.2. 1982, samb.k. Agnes Agnarsdóttir. 4) Guðbjörg Kristín bankamaður, f. 30.12. 1955, m. Ingólfur R. Ingólfsson, húsasmið- ur, f. 6.8. 1949. Börn þeirra eru Ingólfur Ragnar, f. 14.5. 1980 og Ragna Björg, 22.2. 1983, samb.m. Kristinn tengdafaðir minn var fæddur vestur í Dölum árið 1920 inn í landbúnaðarsamfélag þess tíma, þar sem atvinnuhættir og kjör fólks höfðu ekki breyst mikið frá miðöld- um. Foreldrar Kristins voru fátækt vinnufólk í Laxárdal og þar sem hjón- in áttu fyrir nokkur börn var ekki um annað að ræða en koma Kristni fyrir hjá vandalausum. Faðir hans fór með hann bæ frá bæ nokkurra mánaða gamlan en enginn vildi við drengnum unga taka fyrr en hjónin á Hrútsstöðum í Laxárdal, Guðbjörg Jónsdóttir og Böðvar Mar- teinsson, tóku hann að sér. Hjá því góða fólki ólst Kristinn upp við sveitastörf þess tíma. Hann þurfti snemma að leggja hart að sér og standa á eigin fótum. Vinnusemin og dugnaðurinn fylgdi honum alla tíð og sjálfstæðinu hélt hann til æviloka. Kristinn varð snemma góður íþróttamaður, bæði í glímu og frjáls- um íþróttum. Hann stundaði nám einn vetur í Íþróttaskólanum í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni, starfaði nokkur ár í lögreglunni í Reykjavík, en lærði svo húsasmíðar. Kristinn starfaði sem húsasmíða- meistari um áratugaskeið og hafði mikil umsvif, enda hörkuduglegur, áreiðanlegur og útsjónarsamur fag- maður. Hann byggði mörg hús í Reykjavík fyrir einstaklinga og fyrirtæki, auk þess sem hann rak byggingafyrir- tæki í samvinnu við aðra. Meðal bygginga sem Kristinn var meistari að má nefna Austurstræti 17, hús Kaupþings við Hlemm, hús Blikksmiðjunar Grettis við Ármúla 19, bílaverkstæði Árna Gíslasonar á Ártúnshöfða og Langholtskirkju. Kristinn var vinsæll maður og vin- margur. Þeirra á meðal voru margir sumarstarfsmenn sem unnu hjá hon- um ár eftir ár með skóla. Samband þeirra við Kristinn segir allt sem segja þarf um mannkosti hans. Torvelt reyndist að slíta Kristin frá vinnunni en tókst þó stundum. Eft- irminnilegt er ferðalag okkar Fríðu með þeim Rögnu um Laxárdal, Fells- strönd og Skarðsströnd fyrir nokkr- um árum þar sem Kristinn sagði frá æskustöðvum sínum og sveitungum af miklu fjöri. Þá er minnisstæð ferð austur í Haukadal á afmælisdaginn hans árið 2005 þar sem við Fríða gengum með honum um skóginn og hlýddum á frá- sagnir hans af skólalífinu í Haukadal 65 árum áður og sögur af Sigurði Greipssyni sem Kristinn mat mikils. Þá var Kristinn í essinu sínu, kátur og hlýr. Ég kynntist Kristni fyrir tæpum 40 árum og varð nokkru síðar tengda- sonur hans. Öll þessi ár hef ég notið góðvildar hans, tryggðar og vináttu sem aldrei bar skugga á. Kristinn hélt andlegu og líkamlegu atgervi sínu til dauðadags þó nokkuð væri af honum dregið síðustu vikurn- ar. Ég þakka elskulegum tengdaföður mínum samfylgdina og kveð góðan dreng. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Það er sárt að missa þig, elsku afi. Þú varst mikill kærleiksmaður, áttir nóg af væntumþykju og hlýju. Það voru mín forréttindi að fá að alast upp hjá ykkur ömmu, sem voruð ávallt til staðar þegar á þurfti að halda. Þú varst einstakur maður á marg- an hátt, afi minn. Ég efast um að það séu t.d. til margir menn sem voru barnbetri en þú. Auk þess að alast upp við það, þar sem öll börn sem inn á mitt æskuheimili komu voru alltaf velkomin og sýndur áhugi og hlýja af þinni hálfu, þá hef ég auðvitað líka upplifað það í gegnum mín börn og alla hina afkomendur þína hvað þú varst einstaklega góður karl. Alltaf þegar þau komu í heimsókn til ykkar ömmu upplifðu þau væntumþykju þína. Það var ævinlega stutt í sprellið og gleðina, auk þess sem þau vissu að þau áttu á vísan að róa með eitthvert góðgæti frá þér. Eins var það þegar þú komst í heimsókn. Þá spurðir þú alltaf fyrst um börnin og komst iðu- lega færandi hendi. Ég sá líka hvað þú áttir stóran stað í hjarta þeirra þegar ég sagði þeim frá því að nú værir þú dáinn. Viðbrögð þeirra sýndu mér hvað þeim þótti vænt um þig og hvað þú varst góður afi. Ég var líka heppinn að fá að vinna undir þinni leiðsögn þegar ég hafði aldur til. Þú varst góður og sanngjarn yfirmaður og vildir öllum vel. Ég held að nánast öllum sem unnu hjá þér við smíðarnar hafi verið hlýtt til þín, þeir upplifðu það sama og ég. Þú varst líka ósérhlífinn og duglegur, trúðir því sannarlega að vinnan göfgaði mann- inn og okkur væri ætlað að skila góðu dagsverki. Ég reyni líka að lifa eftir þeirri hugsjón þinni. Þú varst líka óskaplega hjálplegur og þegar þínir nánustu stóðu í stór- ræðum, þurfti ekki að biðja þig um hjálparhönd. Þú veittir hana óbeðinn og varst alltaf til reiðu búinn. Ég vil því þakka þér kærlega fyrir samferðina, afi minn, það var svo sannarlega gott að eiga þig að. Kristinn (Ninni). Elsku afi minn. Þú ert mín fyrirmynd, besta fyr- irmynd sem ég get hugsað mér að hægt sé að eiga, jafnt í íþróttum sem og daglegu lífi. Þú bjóst yfir mörgum einstökum eiginleikum. Þú skaraðir fram úr í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur, og því mikilvægasta af öllu, að vera góður maður og falleg sál. Þú varst ekki bara vel gerður líkamlega, sterkur og hraustur, heldur varstu líka andlega þenkjandi, fljótur að átta þig og með gott minni. Þú varst mikill sálfræðingur og heimspekingur í þér og vissir vel hvernig meðhöndla ætti hin ýmsu mál. Þú varst traustur vin- ur, sem gott var að tala við um allt. Í minningunni geymi ég öll okkar bestu samtöl. Þú hefur kennt mér mikið, deildir með mér ýmsum ráðum sem áttu að styrkja mig og mun ég halda áfram að nýta mér það. Þú ráð- lagðir mér vel afi minn. Þú varst mesti íþróttamaður sem ég veit um. Eldmóðurinn sem þú varst svo ríkur af var einstakur og kraftinn sendirðu mér á þeim tímum sem ég þurfti á því að halda. Þú varst alltaf minn helsti stuðningsmaður í badmintoninu. Þú mættir á öll mót og ég fann vel fyrir hinni góðu nærveru þinni. Ég mun halda áfram að finna fyrir henni, bæði við keppni og daglegt líf. Þú varst með mér í anda þegar ég var erlendis að keppa og ég veit að þar muntu vera í komandi baráttu. Þú varst líka frábær sögumaður. Ég naut þess að heyra sögurnar þínar, t.d. frá því þegar þú varst sveitinni og settir óteljandi met í heyskap, smölun o.fl. og þegar þú varst í lögreglunni og frjálsu íþrótt- unum þar sem þú settir markið hærra en allir aðrir og náðir því sem þú stefndir að. Þetta veitti mér hvatn- ingu. Takk fyrir öll fallegu kortin sem þú færðir mér. Þú varst mikið skáld og ljóðin þín ylja mér um hjartarætur, þau mun ég geyma og lesa og minnast þín. Takk fyrir allt góðgætið á hurð- arhúninum, súkkulaðirúsínur og sviðasultu. Þú hafðir mikla trú á orkunni úr matnum og varst svo góð- ur að gefa mér orkuríkan mat fyrir átökin. Takk fyrir ómetanlegan stuðn- ing, það var heiður að hafa þig á fremsta bekk að hvetja sig í keppni. Takk fyrir að vera besti afi í heim- inum. Takk fyrir dugnaðinn, eldmóð- inn og kraftinn. Þú breiddir orkuna út til fólksins í kringum þig. Þú varst alltaf hraustur, og stoltur af því, og ég held að sýn þín á lífið og jákvæðnin hafi haft mikið að segja um það. Að hafa átt afa sem var svona mikill íþróttamaður og snillingur í öllu er ómetanlegt. Ég ætla að ná markmiðinu okkar afi minn. Þér fannst svo gaman að því hvað mér gengur vel í badmintoninu að ég veit að þú munt gefa mér aukinn styrk á komandi mánuðum. Þú munt fylgja mér á Ólympíuleikana og síðan munum við fagna saman afrekum okkar. Eins og ég sagði alltaf við þig, þá fékk ég íþróttaeldmóðinn frá þér. Ég mun minnast þín á svo marga vegu. Sú mynd af þér sem ég mun geyma ævilangt er þú í íþróttagalla og íþróttaskóm, styrk ganga og sterkur brjóstkassi, hlátur og velvild. Margir merkir heimspekingar telja farsæld æðsta og endanlega markmið mann- legs lífs. Elsku afi minn, þú varst farsæll og allir sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að vera í kringum þig fengu kraft frá þér. Þín Ragna. Elsku afi Kiddi þú varst besti langafi í heimi. Þú varst svo góður afi. Nú ert þú örugglega búinn að hitta afa Kaldal. Þú varst svo góður dýravinur. Ég man þegar þú fórst með okkur til Böggýar frænku og varst að sýna okkur hundana sem hún á. Það var svo gaman. Mér fannst svo gaman þegar ég og Nonni áttum afmæli. Og þegar þú komst í heimsókn komstu alltaf með súkkulaðirúsínur til okkar. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til ykkar ömmu, þar var alltaf hlaðborð með allskyns fíneríi, og þeg- ar við fórum úr heimsókninni gafstu okkur alltaf eitthvað gott. Þú komst og horfðir á mig á æfingu í fótbolta þegar ég var í 8. flokki. Þú varst alltaf einn af þeim fyrstu að koma í afmæli mitt og Örnu. Það var alltaf gaman að tala við þig. Og við ætlum að halda áfram að tala við þig. Þú varst svo góður við okkur og alla. Takk fyrir allt elsku Kiddi langafi. Við munum aldrei gleyma þér. Ástarkveðja Jón Kaldal IV og Arna Kaldal. Afi Kiddi hefur kvatt þennan heim. Þegar við setjumst niður og rifjum upp minningar tengdar afa, þá eru þær mjög margar og skemmtilegar. Í gamla daga varði afi miklu af sínum frítíma niðri í Laugardal, ýmist að stjórna eða dæma á frjálsíþróttamót- um. Barnabörnin höfðu mikla ánægju af því að sjá afa standa uppi á palli með skeiðklukkuna og taka tímann á hlaupurunum um leið og skotið af startklukkunni reið af. Alltaf var hann jafnglaður að sjá litlu barnabörnin sín sem komin voru til að fylgjast með, stolt af íþróttaafa. Afi var mikil fé- lagsvera og góður við sitt fólk. Í mörg ár kom afi alltaf á laugardagsmorgn- um kl. 9 á Laugarásveginn með bakk- elsi úr bakaríinu og þá var mikið spjallað. Það voru notalegar stundir. Afi var mikill morgunhani og sér- staklega vinnusamur maður. Þegar við Jói keyptum okkar fyrstu íbúð, þá var afi mættur með hamarinn, til í slaginn að skella upp sólpalli. Hann taldi það ekki eftir sér að aðstoða aðra og gefa af sér. Í því var hann einstak- lega góður. Síðar þegar barnabarnabörn komu til sögunnar kom enn frekar í ljós hversu mikið góðmenni og barnagæla afi var. Til eru fjöldamargar myndir af afa í leik með barnabörnunum og barnabarnabörnunum. Jói og Krummi minnast afa sem hress og káts afa sem alltaf lumaði á rúsínupoka og smá aur þegar hann kom í heimsókn og núna í seinni tíð þegar við komum til hans á Ásbraut- ina. Þeir eiga eftir að sakna afa sem alltaf gaf sér tíma til að kubba með þeim, spila á potta með sleifum eða telja með þeim gamla peninga sem hann átti í skrifborðinu sínu. Við munum minnast afa Kidda með bros á vör fyrir léttleika sinn og góð- mennsku. Guðrún Kaldal, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhann Kaldal og Krummi Kaldal. Nú er hann elsku afi okkar fallinn frá. Mikið er skrýtið að afi, sem var svo órjúfanlegur hluti tilveru okkar allra, sé farinn frá okkur. Fyrstu minningar okkar tengjast honum á einn eða annan hátt. Sum okkar muna fyrst eftir afa í rauða stólnum í Álfheimunum að leggja sig eftir matinn og hlusta á fréttirnar. Önnur muna fyrst eftir honum á Ás- brautinni að setja sykur út í kakómal- tið, en alltaf var hann sami góði afinn. Þegar við hugsum um afa kemur margt upp í hugann. Afi sem var alltaf hress og kátur. Afi sem átti alltaf súkkulaðirúsínur í skottinu og hafði svo ósköp gaman af börnum og dýr- um. Íþróttamaðurinn afi, alltaf í íþróttagalla með greiðu í vasanum. Afi sem kenndi okkur að tefla. Afi sem átti alltaf klink í skrifborðsskúffunni og alltaf að lauma að manni pening eða nammi. Afi sem samdi ljóð og skrifaði alltaf fallega texta í kort. Þeg- ar við gistum svaf afi alltaf inni á skrif- stofu og við fengum að sofa í afaholu þar sem var besta sæng í heimi og afa- lykt. Afi sem var svo stoltur af því að vera úr Dölunum og stoltur af okkur öllum. Þetta eru aðeins nokkrar hug- renningar um elsku Kidda afa sem við elskuðum svo mikið. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig. Ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Hvíl í friði, elsku afi, við munum sakna þín. Tinna, Lára, Hulda, Jökull og Kolfinna Kristinsbörn. Mér auðnaðist ekki að kynnast Kristni fyrr en tekið var að síga á ævi- kvöldið hans. Ekki kom það að sök, því hann var einstaklega ern og að sama skapi ungur í anda og léttur í lund. Fyrr en varði var ég farin að kalla hann afa Kidda og hann farinn að snúast í kringum mig og mína, sá óvenju greiðvikni og bóngóði maður sem hann var. Enginn greiði var svo stór eða bón svo lítil, að afi Kiddi legði sig ekki í framkróka við að koma mál- um til leiðar. Alltaf reiðubúinn að gefa; láta gott af sér leiða og helst þannig að lítið bæri á. Ég komst síðan fljótlega að því, að örlæti hans var ein- lægt. Hann krafðist einskis á móti og átti í raun jafn erfitt með að þiggja og honum var eðlislægt að gefa. Það er ekki lítið lán að fá að kynnast þannig manni. Þá var hann einstaklega ljúfur í viðmóti, átti auðsýnilega auðvelt með að kynnast fólki og laða það besta fram í því. Fátt fór meira í taugarnar á honum en grobb, hvort heldur innistæða væri fyrir því eða ekki og þó að hann hefði verið mikilvirkur byggingameistari á einum mesta uppbyggingartíma höf- Kristinn R. Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.