Morgunblaðið - 11.10.2007, Síða 43
uðborgarsvæðisins var hann óskap-
lega hógvær í tali um það mikla ævi-
verk sem hann skildi eftir sig í
húsum, raðhúsum, fjölbýlishúsum og
þannig mætti lengi telja. Hann var
maður sem lét verkin tala.
Afi Kiddi bar aldurinn óvenju vel,
allt þar til undir það síðasta. Hann
var íþróttaunnandi af lífi og sál og
lifði samkvæmt boðskapnum um
hrausta sál í hraustum líkama. Hann
var vel á sig kominn líkamlega allt
þar til undir það síðasta og naut þess
að styðja barnabörnin og barna-
barnabörnin á vettvangi íþróttanna.
Lét sig ekki vanta meðal áhorfenda á
kappleiki, í íþróttagallanum og
hlaupaskónum og kunni þá dýru list
að koma fram við þau sem sigurveg-
ara, hvernig svo sem leikurinn fór.
Hann á eflaust íþróttaiðkun æsku-
áranna því að þakka, hvað honum
entist þrek fram eftir öllum aldri. Þá
var afi Kiddi afar hófstilltur og ag-
aður maður gagnvart sjálfum sér.
Fór á fætur við fyrsta hanagal og
sleppti aldrei verki úr hendi. Stæðum
við hjónin í einhverjum stórræðum,
eins og flutningum eða öðrum fram-
kvæmdum, var hann mættur fyrstur
á svæðið og hlífði sér hvergi. Á 77.
aldursárinu bar hann þannig nær alla
búslóðina okkar með honum Ninna út
í flutningabílinn af annarri hæð. Og
nær 83 ára gamall var hann hand-
langari, þegar við réðumst í kvist-
byggingu við húsið okkar. Geri aðrir
betur.
Helsti löstur hans, ef löst skyldi
kalla, var að árin urðu smám saman
fleiri og aldurinn hærri en eiginlegur
aldur hans sagði til um. Hann var af
þessum sökum tregur til að tileinka
sér ýmsar viðteknar venjur eldri
borgara og notaði t.d. ekki gleraugu
nema nauðsyn krefði. Eins og ég
þekkti hann, þá var hann alltaf á
þessum óræða sextugsaldri, lifandi
lífinu lífandi, hlaupandi við fót. En
þar kom, að líkaminn hlýddi ekki eins
vel og áður og þótt hann bæri sig vel,
þá reyndist það honum eflaust erfitt.
Nú ertu allur, elsku afi Kiddi. Ég
fæ þér aldrei fullþakkað allt sem þú
gerðir fyrir okkur. Blessuð sé minn-
ing þín.
Helga.
Góður maður hefur kvatt þennan
heim. Kristinn var hlýr og skemmti-
legur maður. Hann sýndi öðru fólki
mikinn áhuga, átti mörg áhugamál og
fjölda vina. Kristinn gaf mikið af sér
til fjölskyldu og vina. Ég er honum
innilega þakklát fyrir alla góðsemi og
gjafmildi og er heppin að hafa kynnst
honum og konu hans, nöfnu minni,
þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir
18 árum.
Kristinn var alltaf til staðar að
hjálpa til. Smíðagallinn var til dæmis
tekinn fram þegar við fluttum inn í
íbúð okkar fyrir 11 árum. Parket og
gólflistar fóru niður á methraða og af
miklum myndarskap.
Það verður skrýtið að venjast af-
mælum barnanna þar sem ekki verð-
ur hringt á bjöllunni á slaginu og
vinaleg og sæt hjón fylla húsið hlýju
og húmor. Nú byrja slík hóf ekki
lengur á fallegum ljóðum í afmæl-
iskortum frá afa Kidda. En mörg
þeirra eru enn til og við höldum í
margar yndislegar minningar um
góðan fjölskyldumann.
Kristinn passaði vel upp á að allir
hefðu það gott og fengju vel að borða.
Sjálfur var hann þekktur fyrir mikla
hófsemi og heilbrigt líferni. Kristinn
var góður leiðbeinandi og stórkostleg
fyrirmynd. Hans er sárt saknað en
við vitum þó að hann er hvíldinni feg-
inn eftir erfið veikindi síðustu mán-
uði. Hvíl í friði elsku Kristinn og takk
fyrir allt.
Megi góður Guð gefa Rögnu og
fjölskyldunni allri kraft og styrk á
þessari erfiðu kveðjustund.
Ragna Sæmundsdóttir.
Með Kristni Sigurjónssyni er
genginn einn mesti afreksmaður
frjálsíþróttahreyfingarinnar. Þótt á
sínum tíma hafi Kristinn verið liðtæk-
ur í íþróttinni eru það afrek hans utan
vallar sem halda nafni hans á lofti í
huga þeirra sem hann þekktu.
Það var mér ómetanlegt að fá tæki-
færi til að kynnast og vinna með
manni sem hafði ekki aðeins mikla
reynslu af störfum og þekkingu á
sögu hreyfingarinnar, heldur líka
áhuga og metnað fyrir því sem var að
gerast þá stundina. Ekki var að finna
hjá honum tómlæti vegna reynslu-
leysis eða óþolinmæði okkar sem vor-
um að feta okkar fyrstu skref í fé-
lagsstörfum innan hreyfingarinnar.
Þvert á móti var hann hvetjandi á
sama tíma og hann gaf holl ráð og
skoraði á okkur að halda áfram á
sömu braut.
Það var ánægjulegt að finna bæði
ævinlega jákvætt þel hans til íþrótt-
arinnar og þeirra sem þar störfuðu.
Kristinn sóttist aldrei eftir embætt-
um eða vegtyllum, en gegndi samt
fleiri trúnaðarstörfum en margur
annar innan hreyfingarinnar. Oftar
en ekki var leitað til hans með að
finna fólk til trúnaðarstarfa fyrir
Frjálsíþróttasambandið og þeir eru
ófáir sem fengu upphringingu frá
honum. Það reyndist undirrituðum
m.a. erfitt að færast undan áskorun
hans um að taka sæti í stjórn sam-
bandsins á sínum tíma.
Það var erfitt að fara ekki að ráð-
um Kristins eða hugmyndum. Hann
var þeim ráðagóður og hjálpsamur
sem til hans leituðu, enda var sóst eft-
ir starfskröftum hans og ráðlegging-
um löngu eftir að hann var hættur
formlegum afskiptum af íþróttum
eða öðrum störfum. Oft kom reyndar
fyrir að leitað var til hans með að
setja niður ágreining sem upp kom og
sem fyrr var erfitt fyrir jafnvel hörð-
ustu deilendur að sættast ekki fyrir
hans orð. Þótt hann væri einstaklega
tillitssamur og kurteis kom hann
stundum skemmtilega á óvart með
skemmtilegum umsögnum um bæði
menn og málefni. En úrræða Kristins
naut ekki eingöngu á vettvangi
íþrótta því hann reyndist mörgum
sem hann þekktu vel við húsbygging-
ar eða kaup og þá gat skipt miklu
máli að geta leitað til manns með
reynslu og þekkingu sem hægt var að
treysta.
Áhugi hans á íþróttamálefnum var
ætíð fyrir hendi og þeim á tíma sem
okkar leiðir lágu saman kom það
ósjaldan fyrir að hann gerði vart við
sig eða kæmi við á skrifstofu FRÍ
„svona rétt til að forvitnast“ eða
heilsa upp á mannskapinn. Þótt
spjallað væri um daginn og veginn
höfðu heimsóknir hans og símtöl iðu-
lega einhvern tilgang.
Vegna vinskapar okkar Kristins og
náinna samskipta var það mér sér-
stök ánægja afhenda honum skjal
sem heiðursfélaga FRÍ árið 1999.
Eftirlifandi konu Kristins, Rögnu
Halldórsdóttur, börnum þeirra og
öðrum aðstandendum færi ég samúð-
arkveðjur og þakkir fyrir góð kynni.
Jónas Egilsson, fyrrv. for-
maður FRÍ.
Mætur vinur og góður félagi í Ár-
manni kveður þetta jarðlíf og heldur
á fund feðra sinna, yfir móðuna miklu
til þess heims er hann trúði á.
Kristinn minn, sól þín er hnigin til
viðar. Megi sú birta og ylur er þú
veittir okkur samferðafólki þínu lifa
með okkur um ókomin ár. Minningar
um góðan dreng lifa í hjörtum okkar
er þekktum þig og unnum. Líf þitt
var fagurt, allir eðlisþættir spunnir af
slíkum næmleik náttúrunnar að unun
var. Lífsstarf þitt var jafnvægi nátt-
úrunnar, jafnvægi milli hins sterka
og veika, eldri sem yngri, manns og
konu. Já, lífsins í heild sinni. Já, þú
varst sannur sjálfstæðismaður –
Kristinn minn.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast þessum mikla öðlingi,
ungur að árum, gegnum vinnu hjá
honum og íþróttaiðkun og síðar á æv-
inni áttum við ánægjulegt og
skemmtilegt samstarf gegnum
Glímufélagið Ármann, er við bárum
báðir mikið stolt til. Þú varst mér sem
eldri bróðir, er leiddir mig til þess
þroska, færni og vitundar um gildi
íþrótta og allra þátta mannlegs lífs –
sem fáum er gefið – en allir menn
njóta ávaxtanna frá. Slíkur maður
varst þú á lífsgöngu þinni er nú er á
enda runnin. En mótunaráhrif þín
lifa áfram meðal samferðamanna er
vorum svo lánsamir að kynnast þér
og vinna með.
Þar sem orð og athafnir, von og trú
til uppvaxandi kynslóða skipti öllu
máli. Er mótar umgjörð þess ævi-
skeiðs er hún er vaxin frá og með rót-
festu til genginna kynslóða.
En það var ekki það sem gerði
manninn eftirminnilegan í huga okk-
ar – heldur það er gert var: Þótt
meira en nóg væri fyrir verkin þín
ein, handbragð þitt við byggingar
húsa og mannvirkja, og manna. En
umfram allt er ljósast var í þínu fari
var mýktin og mildin sem fylgdi þér
og umvafði allt er lífsandann dró.
Við Ármenningar og aðrir félagar,
unnendur góðra íþrótta, minnumst
þín með innilegu þakklæti fyrir störf
þín og þitt fórnfúsa starf í þágu
þeirra sem og fyrir vort félag, sem
reyndar má muna sinn fífil fegurri –
þess söknum við báðir það veit ég.
Nú ert þú horfinn sjónum okkar.
Ljósgeisli augna þinna er slokknaður
og þú hverfur frá þessari jörð til
þeirrar moldu er allir eru sprottnir
frá.
Dauðinn er blanda tíma og eilífðar.
Þegar góður maður deyr eygjum við
eilífðina gegnum tímann.
(Goethe)
Konu hans Rögnu Halldórsdóttur
og eftirlifandi börnum þeirra og öðr-
um aðstandendum sendi ég og frjáls-
íþróttadeild Ármanns, er hann unni
hugástum, okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Hann Kristinn vinur minn á góða
heimkomu vísa. Þetta var maður.
Hvíl í friði mæti vinur.
Eyjólfur Magnússon Scheving.
Í dag kveður félag íþróttavina einn
af sínum ágætu félögum, við fé-
lagarnir sem allir koma úr röðum
stjórnarmanna Frjálsíþróttasam-
bands Íslands og höfum átt því láni að
fagna að starfa með Kristni Sigur-
jónssyni, margir hverjir um langan
tíma innan vébanda sambandsins og
kynnast þar vel mannkostum hans og
drengskap.
Þegar svo fyrir um 20 árum var
ákveðið að halda hópinn áfram var
Kristinn að sjálfsögðu þar með og
hefur í öll þessi ár verið hinn dyggi og
góði þátttakandi í öllum okkar fund-
um og samkomum.
Það er öllum ljóst að þátttaka
Kristins í íslensku frjálsíþróttalífi var
af sannri einlægni og gleði yfir góðu
gengi íþróttafólks, sem átti í honum
góðan og traustan vin og félaga, og
mun minnast hans með þökk.
Óhætt er að segja að slíkt sé einnig
um okkur félagana, þar sem Kristinn
skilur eftir tómarúm og ljúfar og góð-
ar minningar um alla okkar samfundi
þar sem Kristinn lagði ætíð gott til
málanna og af sinni einstöku hóg-
værð og innileika sem var honum eðl-
islægur.
Að leiðarlokum sendum við eftirlif-
andi eiginkonu hans og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur. Minningin
um góðan félaga mun lifa meðal okk-
ar.
Félag íþróttavina.
Ég kynntist Kristni fyrst 1975,
þegar ég réðst til hans í vinnu. Fyrsta
sumarið og haustið vann ég í hand-
langi en sumarið á eftir var ég farinn
að smíða með honum. Hjá honum
vann ég síðan á sumrum, fríum og
flestum helgum í 10 ár. Hann var
húsasmíðameistari og hafði fólk í
vinnu eftir því sem verkefni kröfðust.
En hjá honum var ég í vinnu eins oft
og mikið og ég gat komið við gegnum
mín námsár. Þessara ára er gott að
minnast. Kristinn var þannig gerður,
að hann var léttur í spori og léttur í
lund. Hann var útsjónarsamur í
vinnu og átti auðvelt með að finna
lausnir á flóknum verkefnum, þegar
upp komu. Það var mikil gleði sam-
fara því að vinna með honum. Áhugi
hans og drift voru smitandi og hann
leiðbeindi á jákvæðan hátt. Þegar
mætt var að morgni var hann fullur af
orku og átti til að segja okkur fregnir
af veðri frá því um kl. 5 um morg-
uninn, þegar hann hafði vaknað. Ég
held að honum hafi aldrei dottið í hug
að vinna á annan hátt en að gera sitt
ýtrasta, og þó að afköstin væru mikil
og þreytan farin að segja til sín, var
alltaf gaman í vinnunni.
Eftir að námi mínu lauk, héldum
við sambandi og 1999, þegar ég þurfti
sjálfur að smíða mér bílskúr, hafði ég
samband við Kristin, sem þá var að
mestu hættur smíðum. Það breytti
ekki því að hann kom og við skemmt-
um okkur í viku við þetta verk.
Kristinn var áhugasamur um
íþróttir frá unga aldri. Hann hafði
sjálfur keppt í frjálsum íþróttum og
glímu. Áhugi hans á íþróttum entist
út ævina og hann var oft og iðulega
fenginn til starfa við íþróttamót, þar
sem jákvæðni hans og hvatning gagn-
aðist mörgum keppandanum.
Kristinn var næmur á fólk og
mannþekkjari. Og svo gott átti hann
með að umgangast aðra, að hann var
gjarnan fenginn til að ganga á milli og
sætta fólk í málum þar sem allt virtist
komið stál í stál. Slíkum málum gat
hann lent þannig að báðir aðilar urðu
nokkuð sáttir.
Samhliða smíðum tók Kristinn að
sér að tjónamat á húsbyggingum fyr-
ir borgardóm og hélt því áfram eftir
að hann var hættur að smíða.
Kristinn var þjóðlegur maður.
Hann átti það til að yrkja fólki kvæði
á afmælum eða á tilefnisdögum og
flutti síðan með ávarpi.
Við lok hans jarðvistar er mér efst í
huga þakklæti fyrir að hafa kynnst
svo fágætum heiðursmanni. Með því
að hafa mig í vinnu studdi hann mig
og mína fjölskyldu gegnum námsár-
in. En ekki bara það, því á margan
hátt lærði ég af honum og tók hann
mér til fyrirmyndar. Þannig að í
heildina tekið reyndist hann mér bet-
ur en flestir, skyldir sem óskyldir og
verð ég honum ævinlega þakklátur.
Þegar svo skemmtilegur og kraft-
mikill maður fer yfir móðuna miklu,
má búast við gleðilátum á himnum,
og ég er viss um að vel hefur verið
tekið á móti honum.
Konu hans Rögnu, börnunum fjór-
um, tengdafólki, niðjum og ættingj-
um öllum votta ég samúð mína við
fráfall þessarar kempu, sem ætti
fremur skilið að einhver semdi um
hann og hans verk þrítuga drápu
fremur en þessi takmörkuðu kveðju-
orð mín, sem engan veginn gefa fulla
mynd af honum. Að lokum bið ég
þessum vini mínum Guðs blessunar.
Hlynur Þorsteinsson.
Kveðja frá glímudeild KR.
Heiðursmaðurinn Kristinn Sigur-
jónsson lést á heimili sínu föstudag-
inn 5. október sl. Kristinn var hávax-
inn, myndarlegur maður og ávallt
vel til fara og hafði prúða framkomu.
Kristinn var góður glímumaður,
eldsnöggur og skarpur. Hann var
fjölhæfur íþróttamaður. Auk glím-
unnar æfði hann frjálsar íþróttir
með góðum árangri. Hann tók þátt í
sinni fyrstu Íslandsglímu 1943 og
varð fjórði, sem var góður árangur.
Hann gekk til liðs við glímudeild KR
haustið 1942. Á þessum tíma var
mikil og góð þátttaka í glímunni í
KR. Á árinu 1944 mun hafa verið
mjög góð þátttaka á glímuæfingum
KR. Þess er getið að 26. febrúar
1944 hafi yfir 30 glímumenn úr KR
farið til Keflavíkur. Hafði glímu-
deildin fengið ungmennafélagshúsið
lánað til þess að halda þar skemmt-
un. Þar var haldin glímusýning og
bændaglíma. Sýningarglíman þótti
góð, en sérstaka athygli vakti
bændaglíman. Vildu margir að glím-
an yrði framlengd.
Kristinn var fánaberi á lýðveld-
ishátíðinni á Þingvöllum 1944 og
þátttakandi í Íslandsglímu en varð
að ganga úr keppni vegna meiðsla.
Kristinn gerðist lögregluþjónn í
Reykjavík 1942 og gegndi því starfi í
nokkur ár, þar til hann fór í iðnnám
og gerðist afkastamikil húsasmíða-
meistari. Hann var lengi formaður
Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík.
Kristinn Sigurjónsson var ferming-
arbróðir pabba og frændi. Enda
byrjaði hann alltaf að segja við mig
komdu sæll frændi. Hann var þekkt-
ur íþróttaunnandi og var duglegur
að mæta á íþróttaviðburði og hafa
samband við eldri og yngri félaga í
glímudeild KR. Þegar ég var for-
maður glímudeildar KR fékk ég
Kristin oft til að afhenta verðlaun og
slíta glímumótum og fórst honum
það afar vel úr hendi. Ég hitti Krist-
in á síðustu Íslandsglímu og hafði
hann sterkar skoðanir á dómgæslu
og glímulagi keppenda. Ég hafði
frétt að hann hefði slasast í árekstri
og hefði verið á spítala um tíma en
væri kominn heim. Hann náði sér
ekki eftir slysið og varð bráðkvaddur
heima hjá sér. Blessuð sé minning
Kristins R. Sigurjónssonar.
Við félagar í glímudeild KR send-
um Rögnu Halldórsdóttur og börn-
um innilegar samúðarkveðjur.
Ásgeir Víglundsson.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 43
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
HAUKUR MATTHÍASSON,
Sóltúni 5,
Reykjavík,
sem lést á Landakotsspítala laugardaginn
6. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
föstudaginn 12. október kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hins látna er bent á FAAS, félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, sími
898-5819 og 533-1088.
Arnfríður Aradóttir,
Matthías Pétur Hauksson, Janet Monsen,
Arnar Páll Hauksson, Aldís M. Norðfjörð,
Ásrún Hauksdóttir, Torstein Tveiten,
Ari Jóhannes Hauksson, Sólveig Magnúsdóttir
og barnabörn og langafabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR
frá Bergstöðum,
til heimilis að Birkigrund 51,
Kópavogi,
lést á Hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn
8. október.
Útförin auglýst síðar.
Gestur Pálsson,
Bergljót Sigvaldadóttir, Þorleifur Jónatan Hallgrímsson,
Guðrún Halldóra Gestsdóttir, Sveinn Kjartansson,
María Páley Gestsdóttir, Vignir Smári Maríasson,
Aðalgeir Bjarki Gestsson, Brynja Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.