Morgunblaðið - 11.10.2007, Page 45

Morgunblaðið - 11.10.2007, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 45 ✝ Nanna Gunn-laugsdóttir fæddist á Ytra-Ósi í Hrófbergshreppi við Steingrímsfjörð 8. júní 1911. Hún lést á Vífilsstöðum 3. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Magnússon bóndi á Ytra-Ósi, f. 15.12. 1870, d 5.1. 1947, og Marta Guðrún Magnúsdóttir, f. 1.11. 1874, d. 30.4. 1946, ættuð frá Halakoti í Hraun- gerðishreppi. Systkini Nönnu voru: Filippus verslunarmaður, f. 17.5. 1905, d. 12.4. 1981, Magnús bóndi, f. 28.2. 1928, d. 10.9. 1987, (Guðrún) Fjóla fótaaðgerða- og snyrtifr., f. 20.9. 1915, d. 2.11. 1992. Fóstursystir Svanlaug, f. 12.7. 1920. dóttir þeirra er Sigríður Lilja, f. 16.2. 2006. 2) Jón Richard tækni- fræðingur, f. 3.6. 1951, kona hans er Björk Högnadóttir læknaritari, f. 14.3. 1956. Þeirra sonur er Brandur Máni nemi, f. 2.12. 1993. Synir Jóns af fyrra hjónabandi eru: Gunnlaugur starfsmaður Sam- skipa, f. 15.12. 1979, sambýliskona Elín Ragnarsdóttir, f. 3.7. 1982, sonur þeirra Arnór, f. 4.1. 2005, og Sigmundur nemi í rafvirkjun, f. 20.12. 1983. Börn Bjarkar og stjúp- börn Jóns eru Tryggvi, f. 31.7. 1978, Bjarni, f. 6.6. 1982, og Helga Diljá, f. 28.7. 1984. Nanna stundaði grunnnám í sinni heimasveit auk náms við hús- mæðraskólann á Laugarvatni og ensku- og hússtjórnarnáms í Bret- landi um 1930. Nanna var löggiltur iðnmeistari í fótaaðgerða- og snyrtifræði. Nanna rak Fótaað- gerða- og snyrtistofuna á Hótel Sögu frá 1971 til 1992 auk þess að halda úti skóla og gera námsefni fyrir fótaaðgerða- og snyrtifræð- inga um árabil og útskrifaði fjölda iðnmeistara í þeirri grein. Útför Nönnu verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hinn 24.8. 1940 giftist Nanna Sig- mundi Jónssyni fjár- málastjóra, f. 11.10. 1911, d. 23.12. 1997, ættuðum frá Kambi í Reykhólasveit. Börn þeirra eru: 1) Gunn- laugur Magnús, fyrrv. alþingismaður og forstjóri, f. 30.6. 1948, kona hans er Sigríður G. Sigur- björnsdóttir lífeinda- fræðingur, f. 5.10. 1948. Börn þeirra eru: Sigmundur Davíð, viðskipta- og hagfræðingur, f. 12.3. 1975, sambýliskona Anna Sigurlaug Pálsdóttir mannfræðingur, f. 9.12. 1974, Sigurbjörn Magnús banka- starfsmaður, f. 6.4. 1977, og Nanna Margrét framkv.stj., f. 9.4. 1978, sambýlismaður Sigurður Atli Jóns- son hagfræðingur, f. 4.2. 1968, Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. (V. Briem) Þessi orð eiga vel við þegar ég kveð tengdamóður mína Nönnu Gunnlaugsdóttur er leit dagsins ljós fyrir nærri heilli öld og verið hefur hluti af lífi mínu í 35 ár. Nanna tók sín fyrstu spor á moldargólfi í gamla torfbænum á Ytra-Ósi en allar nýjungar komu fljótt þangað. Byggt var myndar- legt timburhús. Sett upp lítil raf- stöð í ánni, með þeim fyrstu í sveit- inni. Hún fór í húsmæðranám eins og tíðkaðist á hennar yngri árum en hún fór einnig í nám til Englands rúmlega tvítug. Slíkt var ekki al- gengt hjá íslenskum stúlkum á þessum árum og hafði sá tími mjög mótandi áhrif á hana. Nanna upplifði á sinni löngu ævi meiri breytingar í þjóðfélagsmálum og tækniframförum en nokkur önn- ur kynslóð hefur gert. Nanna var ávallt opin fyrir nýjungum og á undan sinni samtíð á mörgum svið- um. Hún tók ung bílpróf og átti allt- af bíl sem hún ók sjálf fram yfir ní- rætt. Hún keypti sér GSM-síma er þeir urðu almenningseign og hún tileinkaði sér ætíð öll ný heimilis- tæki. Hún var orkumikil og athafna- söm en Nanna var alin upp til að verða góð húsmóðir og hún sinnti því hlutverki af mikilli samvisku- semi alla ævi. Hún leit svo á að það væri meginstarf konunnar að gæta bús og barna. Þótt þær skoðanir hennar stöfuðu mikið frá þeirri hugmyndafræði er Nanna ólst upp við þá kom fleira til. Hún bjó yfir miklu sjálfstrausti og sjálfsöryggi. Hugtakið bara húsmóðir var ekki til í hennar orðaforða. Öll störf voru í hennar huga mikilvæg og virðing- arverð og rekstur heimilisins var öllum störfum mikilvægari. Aldrei hvarflaði að henni að konur væru á einhvern hátt óæðri körlum. Hún var mjög hlynnt menntun og hvatti konur í kringum sig ekki síður en karla til náms. Það væri betur í jafnréttisbaráttu nútímans ef við hefðum aldrei glatað virðingu okkar fyrir svokölluðum hefðbundnum kvennastörfum. Nanna var mikið fyrir sína nán- ustu fjölskyldu og lagði mikið á sig til að þeim mætti öllum vegna sem best. Ósérhlífni hennar var aðdáunar- verð og kom vel fram er hún tók að sér að hjúkra og annast um ástvini sína. Hún tók inn á heimili sitt veik- an föður sinn og annaðist hann til dauðadags ásamt Sigmundi manni sínum. Nanna sat einnig mánuðum sam- an við sjúkrabeð systur sinnar Fjólu og er Sigmundur fékk alvar- legt heilablóðfall hjúkraði hún hon- um sem best hún gat í rúm fjögur ár að hann féll frá. Einstakt hlýtur að teljast að fara tæplega sextug að aldri í nám og eiga eftir það farsælan rúmlega 20 ára starfsferil utan heimilis. Það gerði Nanna er hún um sextugt tók við rekstri Fótaaðgerðar- og snyrti- stofunnar á Hótel Sögu og rak fram yfir áttrætt. Eiginmaður Nönnu, Sigmundur, var einstakt ljúfmenni. Hann var mikill vinur vina sinna, ræktarsam- ur og traustur. Hann var góður tengdafaðir og annan eins öðling- safa er varla hægt að finna. Nanna og Sigmundur bjuggu af- komendum sínum öruggt skjól. Ætíð boðin og búin að passa barna- börnin. Þökk sé þessum sæmdarhjónum og blessuð sé minning þeirra. Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Það segir sitt um ömmu að þótt hún hafi verið orðin 96 ára þykir okkur barnabörnunum nú mikill missir að leiðsögn hennar. Af lífs- hlaupi ömmu að dæma virðist þó ólíklegt að hún hefði yfirgefið þenn- an heim nema að vera sátt við það. Það gerðist ekki margt ef amma var ekki sátt við það. Það var enda sama hvað bættist við aldur eða reynslu afkomendanna, ávallt stýrði hún fjölskyldunni og öðrum af ein- stakri röggsemi sem innistæða var fyrir. Jafnvel eftir að heyrn og sjón voru farin að daprast lét hún það ekki slá sig út af laginu og beitti þá að því er virtist nánast yfirnátt- úrulegum eiginleikum. Gleraugna- laus sá hún úr fjarska hvort menn hefðu trassað að raka sig eða strauja skyrtuna. Þótt hún heyrði ekki allt sem sagt var við hana háum rómi mátti maður vara sig á því að hvísla einhverju sem ekki átti að heyrast. Þannig fylgdist hún áfram vel með öllu og hafði á því skoðanir. Það var gott til þess að vita að amma fylgdist með okkur. Hún hafði í hávegum þau grundvallar- gildi sem mynda undirstöðu far- sællar fjölskyldu og samfélags. Þ.m.t. samviskusemi, virðingu og dugnað en einnig umburðarlyndi. Þrátt fyrir að liggja ekki á skoð- unum sínum bar amma ávallt virð- ingu fyrir öðru fólki og hlutverkum þess. Það sást best á því hvernig hún starfaði sjálf. Amma hefði orðið góður forsætisráðherra en þótti starf húsmóður a.m.k. jafnmikil- vægt. Samfara því rak hún fyrir- tæki og sinnti ótal öðrum hlutverk- um. Hún var ekki smeyk við nokkra áskorun, hvorki að tefla við skák- meistara né spila fótbolta við barnabörnin komin á níræðisaldur. Samfara líkamlegu og andlegu erf- iði við að aðstoða veika ættingja og eiginmann passaði hún upp á hvert smáatriði í öðrum störfum. Fram- takssemin takmarkaðist ekki af neinu nema tíma. Amma fylgdist grannt með námi okkar og var sjálf ákaflega námfús. Um það leyti sem við hófum há- skólanám hugleiddi hún að fara í læknisfræði en komst að þeirri nið- urstöðu að hún mætti ekki vera að því þar eð ekki var boðið upp á námið í kvöldskóla. Hún sótti í stað- inn ýmis námskeið á kvöldin sam- fara vinnunni. Þrátt fyrir grunn- gildin lét amma fátt hamla sér. Hún lagði mikla áherslu á eigið ferða- frelsi og keyrði bíl allt þar til hún lærbrotnaði fyrir þremur árum. Hún gerði okkur þó ljóst að hún væri ekki hætt akstri nema á með- an synir hennar héldu frá henni varahlutum í bílinn. Hún hélt því ökuskírteininu í gildi en mislíkaði mjög að vera látin endurnýja það árlega vegna aldurs. Í síðustu ferð á lögreglustöðina gerði hún mönnum þetta ljóst og tilkynnti svo að hún ætlaði að láta sonardóttur sína og nöfnu undirrita skjölin fyrir sig, þar eð hún sæi ekki til þess og nafnið væri hvort eð er það sama. Amma kom okkur stöðugt á óvart og þeir sem kynntust henni síðar höfðu oft á orði að hún væri eins og skáldsagnapersóna. Amma hefði raunar átt vel heima sem aðalper- sóna í Íslendingasögunum þótt engu hefði verið við bætt eða fært í stílinn. Jarðarför ömmu er sama dag og afi hefði orðið 96 ára. Í þeim saman nutum við alls hins besta í mannlegum kostum. Það verður ómetanlegt um alla framtíð. Sigmundur, Sigurbjörn og Nanna. Við Nanna hittumst síðast fyrir nokkrum vikum við jarðarför bróð- urdóttur hennar, Þóru Magnúsdótt- ur. Mér tókst að fá sæti hjá henni um stund og við rifjuðum upp ýms- ar sameiginlegar minningar. Faðir minn byggði sumarbústað á nesinu í Kópavegi árið 1939 sem var þá eitt fárra húsa þar. Þangað komu systurnar Nanna og Fjóla í heimsókn og gistu. Þá var glatt á hjalla. Næst rifjuðum við upp að þegar faðir hennar lá veikur á heimili hennar á Víðimel bað hún mig að koma og lesa fyrir hann. Ég var þá nýlega orðinn stautfær, kom á eft- irmiðdögum og las með erfiðismun- um kafla úr bók sem faðir minn og Guðmundur Guðjónsson, eiginmað- ur Ásu Gissurardóttur, móðursyst- ur minnar, höfðu gefið út og hét Töfragripirnir. Það var gott að koma til Nönnu og þiggja mjólk og smákökur sem hún bakaði af snilld. Ég lauk lestri bókarinnar. Skömmu síðar lést afi minn. Þá barst talið að þeim tíma er hún og maður hennar Sigmundur Jónsson höfðu búið sér heimili á Tómasarhaga. Þar voru haldnar yndislegar jólaveislur sem lifa í minningunni. Snyrtistofa Fjólu og Nönnu á Hótel Sögu var mikið myndarfyr- irtæki og mér minnissætt að vera boðið að njóta hand- og fótsnyrt- ingar auk andlitsbaðs á opnunar- daginn, það var mikið dekur. Með þakklæti og söknuði kveð ég þessa örlátu glæsikonu. Haukur F. Filippusson. Föðursystir mín, Nanna Gunn- laugsdóttir, er fallin frá 96 ára að aldri. Það var alla tíð mikil birta og reisn yfir Nönnu og hún bar sig ætíð vel allt til þess er yfir lauk. Kynni mín af frænku minni hóf- ust þegar ég man fyrst eftir mér sem lítill drengur norður á Strönd- um, að Ytra-Ósi í Steingrímsfirði, en þar var æskuheimili okkar beggja. Þau hjónin Nanna og mað- ur hennar Sigmundur Jónsson komu oft í heimsókn ásamt drengj- unum tveim, Gunnlaugi Magnúsi og Jóni Richard. Milli þeirra og for- eldra minna og fjölskyldu voru alla tíð miklir kærleikar og sterk ætt- artengsl. Mér fannst alltaf vera há- tíð þegar þau komu í heimsókn að Ósi og þau voru mér afar góð, eina stráknum á bænum. Síðar á lífsleið- inni átti ég svo oft eftir að njóta ein- stakrar vináttu fjölskyldunnar á margan hátt. Á námsárum mínum í Reykjavík bjó ég um tíma hjá þeim á Tóm- asarhaga 49. Þar var þá einnig Fjóla systir Nönnu en til hennar ber ég einnig ætíð hlýjar tilfinn- ingar. Öll námsárin í Svíþjóð var Sigmundur umboðsmaður minn á Íslandi og annaðist hvers kyns út- réttingar sem sinna þurfti á þeim tíma. Á árinu 2000 áttum við Nanna einstakar samverustundir þar sem hún rifjaði upp minningar sínar frá uppvaxtarárunum á Ósi og sagði frá fjölmörgu sem á dagana dreif allt fram á miðja síðustu öld. Þar gerði hún glögga grein fyrir tíðarandan- um og svo ótalmörgu sem ég hafði aldrei heyrt minnst á. Ég tók öll þessi samtöl upp á segulband og þeim var síðar komið niður á blað. Nokkrum árum síðar, þegar við systkinin létum taka saman bókina „Hjónin á Ytra-Ósi“ þar sem rakin er saga foreldra okkar, skipa þessar frásagnir Nönnu veglegan sess í ótal frásögnum og lýsingum. Allt fram undir það síðasta, þeg- ar ég heimsótti hana þar sem hún dvaldi á Vífilsstöðum, var hún að segja mér sögur af því sem gerðist á hennar æsku- og uppvaxtarárum. Það voru góðar stundir. Ég minnist Nönnu Gunnlaugs- dóttur frænku minnar með virðingu og þakklæti í huga og votta sonum hennar og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Þórarinn Magnússon. „Bognar aldrei, brotnar í – byln- um stóra seinast,“ segir Stephan G. um greniskóginn. Mér koma þessi orð í hug þegar ég hugsa til hennar Nönnu föðursystur minnar sem nú er fallin frá á 97. aldursári. Það var ekki í hennar eðli að bogna. Þótt ellin hafi sótt nokkuð hart að henni síðustu árin hélt hún til hins síðasta með undraverðum hætti þeirri reisn sem ávallt einkenndi hana. Rétt eins og greniskógurinn sem heldur lit sínum þó að veður verði óblíð. Ég sá hana síðast fyrir fáeinum vikum við útför bróðurdóttur henn- ar. Hún var að vísu í hjólastól en eðlislægur glæsileiki og elskusemi stafaði af henni sem ávallt fyrr. Á æskuárum mínum bjuggu þau Nanna og Sigmundur í rúmgóðri tveggja hæða íbúð sem þau höfðu byggt við Tómasarhaga. Heimili þeirra var glæsilegt og vel til alls vandað enda höfðu þau hjónin bæði góðan smekk og kunnu vel til verka. Minningar frá jólum eru sérlega áleitnar. Nanna og Sigmundur buðu jafnan til stórveislu á annan dag jóla. Þangað var boðið ættingjum og vinum, og var alltaf fjölmennt. Veislan stóð frá síðdegiskaffi til köldverðar og síðan fram eftir kvöldi og margt gert til skemmt- unar, spilað og sungið. Nanna veitti í öllu af mikilli rausn og myndar- skap enda vandvirk í matseld sem öðru. Aðrar eins veislur eru vart haldnar í heimahúsum nú til dags. Nanna hafði alla tíð yndi af ferða- lögum og stundaði þau löngu áður en slíkt varð alsiða. Lengi vel hélt ég mikið upp á skrautlegan Dala- hest sem hún gaf mér eftir Svíþjóð- arferð fyrir hartnær sextíu árum. Fram yfir nírætt hélt hún upptekn- um hætti. Þótt hún væri orðin ekkja og ein á báti lét hún það ekki aftra sér og fór í hópferðir til margra landa. Eins og faðir hennar og fleiri skyldmenni var Nanna hagmælt. Fyrir nokkrum árum bar ég undir hana vísubrot sem ég kunni eftir afa minn en vantaði eitt vísuorðið. Hún þekkti ekki vísuna en áður en varði hafði hún ort í skarðið svo ekki sá misfellu á. Nanna átti langt líf og gott. Við sem á eftir komum megum gjarnan taka til eftirbreytni þá sem lifa líf- inu lifandi allt þar til yfir lýkur. Fyrir hönd fjölskyldu minnar kveð ég Nönnu frænku mína með þakklæti fyrir allt. Sonum hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég sam- úðarkveðjur. Hörður Filippusson. Nanna Gunnlaugsdóttir ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR G. HALLDÓRSSONAR rafmagnsverkfræðings, áður til heimilis að Mávanesi 11, Garðabæ. Magnús Sigurðsson, Kristrún B. Jónsdóttir, Halldór Sigurðsson, Helga Gunnarsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Svava Sigurðardóttir, Þorsteinn Ragnarsson, Lilja Hreinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRHALLS I. EINARSSONAR, áður til heimilis að Vogatungu 73, Kópavogi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki öldrunarlækningadeildar Landakots og hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir frábæra umönnun. Pétur S.W. Þórhallsson, Ilon Thyss Williams, Einar Kr. Þórhallsson, Sigríður Steinarsdóttir, Hinrik Þórhallsson, Þórarinn Þórhallsson, Halldóra Þórdís Friðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.