Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 58

Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is BLOODGROUP var stofnuð fyrir tveimur árum á Egilsstöðum af þremur systkinum og einum Fær- eyingi en fyrir stuttu bættist plötusnúðurinn DJ B Ruff í hópinn, en hann er m.a. þekktur fyrir góð störf í þágu rappsveitarinnar Forgotten Lo- res. Hallur Kristján Jónsson, eða Halez, segir að sveitin hafi á undanförnum árum verið að breytast úr svefnherbergissveit yfir í „lifandi“ tónleikasveit, en Bloodgroup hefur orð á sér fyrir að vera mikil gleðisveit á þeim vettvang- inum. Þetta ár er þá búið að vera einkar við- burðaríkt og Hallur telur að það sé búið að rúlla upp fjórum til fimm tugum af tónleikum. „Svo erum við búin að vinna linnulaust að plötunni okkar, Sticky Situation, í sumar,“ segir hann. „Hún er klár, og kemur út 1. nóv- ember. Við gefum hana sjálf út.“ Bloodgroup er skilgetið barn alþjóðavæðingarinnar og tækniveröld samtímans. Netið, og þá einkum hið áhrifaríka vefsvæði MySpace, hefur verið drjúgt í kynningarmálunum og þá var platan tekin upp hér og hvar fyrir tilstilli færanlegs hljóðvers. Meðlimir sjálfir hafa þá verið á víð og dreif, Hallur er nú búsettur í Reykjavík en systkini hans tvö eru enn fyrir austan og Ja- nus, Færeyingurinn, flýgur vikulega á milli heimalandsins og Íslands. 101 ára Hvað dægurtónlist varðar hafa Austfirðir helst verið þekktir fyrir þungarokk, fremur en stuðvæna raftónlist. „Já, við erum algerlega að eyðileggja þetta orðspor,“ segir Hallur og kímir. „En ég hef ekki fundið fyrir því að það væri litið á okkur sem einhver viðrini hérna, síður en svo. En við erum sem stendur eina sveitin sem er að spila svona tónlist.“ Hróður Bloodgroup barst síðan fljótlega út fyrir land- steinana og að baki eru tónleikar bæði í New York og Berlín. Frekari útrás er þá í spil- unum á næstu mánuðum. En hvernig er það fyrir sveit frá Austfjörðum, sem hefur óneit- anlega mikla „101“ áru í kringum sig, veri það fyrir klæðnað eður hljómlist, að hasla sér völl á meðal miðbæjarrottnanna? „Já, ég skil alveg hvað þú ert að fara,“ svarar Hallur. „Vissulega sitjum við ekki við sama borð og aðrir í þess- um geira. Ég er ekki að meina að við höfum mætt einhverri andúð, heldur bara þá blá- köldu staðreynd að sökum búsetu höfum við ekki haft kost á því að hanga á Sirkusbarnum um hverja helgi. Þannig að tengslanetið okkar í bænum er ekki eins þétt og innfæddra!“ Halli er þó til efs að landsbyggðin hafi haft áhrif á tónlistarsköpunina sjálfa. „En samt … örugglega hefur það haft ein- hver áhrif en þetta er allt fremur alþjóðlegt í grunninn. En upptökuferlið var óneitanlega sérstakt, þar sem við rúntuðum á milli skjól- sælla félagsheimila með einn og hálfan bílfarm af græjum. Og ætli það sé ekki þessi ró og þetta næði í sveitunum sem við höfum verið að hagnast mest á. Aðgangurinn að friði er auð- veldur úti á landi …“ Austfirska rafstuðsveitin Bloodgroup hristir upp í Loftbylgjunum Portrett Þrír Íslendingar og einn Færeyingur. Einhvers staðar á bakvið leynist svo DJ B Ruff. Á ferð og flugi Austfirska rafsveitin Blood- group á hljómleikum í Nýju Jórvík. JAPANAR geta nú keypt íslenska hönnun í gegnum japönsku vefsíðuna iceland- cafe.com. „Það eru margir listamenn á Íslandi sem ættu að afhjúpa hæfileika sína á al- þjóðavettvangi og við erum ákveðin í því að gera þá listamenn þekkta í Japan,“ seg- ir í tilkynningu frá stofnendum vefsíð- unnar. Vefsíðan kynnir hvern listamann vel og þá íslensku menningu sem liggur á bak við list hans. Sem stendur eru aðallega skart- gripir frá Aurum til sölu á síðunni. Eigandi vefsíðunnar er Yuka Ogura sem er mikil áhugamanneskja um Ísland og hefur verið dugleg við að koma íslenskri menningu á framfæri í Japan. Hún heldur líka úti vefsíðu þar sem hún selur íslenska tónlist og í fyrra skipulagði hún m.a. sína eigin ferð með japanska tónlistaraðdá- endur á Iceland Airwaves og mun mæta aftur í ár. Reuters Ifbot En hvað ætti þjóð sem býr til svona vélmenni að vilja með íslenskar vörur? Ísland í Japan www.icelandcafe.com www.icelandia.shop-pro.jp 6 dagar Iceland Airwaves Að koma blóðinu á hreyfingu www.myspace.com/bloodgroup - Kauptu bíómiðann á netinu - Halloween kl. 5:30 - 8 - 10:25 B.i. 16 ára Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Superbad kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Shoot’em Up kl. 10:10 B.i. 16 ára Hákarlabeita m/ísl. tali kl. 3:50 - 6 Hairspray kl. 5:30 - 8 Knocked Up kl. 10:20 B.i. 14 ára Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4 The Simpsons m/ísl. tali kl. 3:45 (Síðustu sýn) 300 kr. Halloween kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára SuperBad kl. 6 - 8 B.i. 12 ára Chuck and Larry (Síðustu sýn.) kl. 6 - 10:10 B.i. 12 ára Sími 564 0000Sími 462 3500 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Sími 551 9000 Halloween kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára The 11th Hour kl. 6 - 8 - 10 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Brothersom Man kl. 6 - 8 - 10 Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up Ver ð aðeins 600 kr. “Skylduáhorf fyrir alla unglinga” - Dóri DNA, DV - J.I.S., FILM.IS Dómsdagur djöfulsins! Frá meistara Rob Zombie kemur ein svakalegasta mynd ársins! Sló í gegn í Bandaríkjunum og fór beint á toppinn Missið ekki af þessari mögnuðu hryllingsmynd! Stranglega bönnuð innan 16 ára “Ferskur og fyndinn smellur” - T.S.K., Blaðið - H.J., MBL Leonardo DiCaprio kynnir The 11th Hour Það er okkar kynslóð sem fær að breyta heiminum... að eilífu! Heimildarmynd um vaxandi umhverfisvandamál og hvernig mögulegt er að leysa þau á skynsamlegann máta. SAGAN SEM MÁTTI EKKI SEGJA eeee - S.V., MBL eeee - R.H., FBL eeee - E.E., DV eeee - S.G., Rás 2 eeee - R.V.E., FRéttablaðið eeee - S.V., MoRgunblaðið eee T.V. Kvikmyndir.is eee - J.I.S., Film.is eee „Skotheld skemmtun“ - T.S.K., Blaðið eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRTSÝÐUSTU SÝN. * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 kRónuR í bíó * Ver ð aðeins 300 kr. Hasar og adrenalín flæði frá upphafi til enda eee Dóri DNA - DV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.