Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 61

Morgunblaðið - 11.10.2007, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 61 Í tillögunni sem varð hlut-skörpust í samkeppni umnýtt skipulag í Kvosinni er reynt að sætta ólík sjónarmið. Þar er eitthvað fyrir alla, bæði gert ráð fyrir að byggð verði ný hús og gömul varðveitt, og ber ekki á öðru en almenn sátt ríki um hugmyndirnar sem þar eru settar fram. Ein þeirra kom mér þó veru- lega á óvart, en í tillögunni segir um Pósthússtræti 9: „Húsið verði endurbætt í sömu mynd en gert eins vandað og kostur er. Þar sem það stendur milli Hótels Borgar og húss Nathans og Ol- sens er það áhrifamikið dæmi um sögulega breytingu á listrænu mati arkitekta á 20. öld.“    Er virkilega þörf á því aðvarðveita nákvæmlega þetta hús? Sérfræðingar Árbæjarsafns segja í húsakönnun sinni að húsið hafi lítið menningarsögulegt gildi, það sé framandi í götu- myndinni og þar er ekki gerð til- laga að varðveislu þess. Allt höfuðborgarsvæðið er einn samfelldur vitnisburður um sí- breytilegt listrænt mat arkitekta síðustu hundrað árin. Húsið við Pósthússtræti 9 er æpandi stíl- brot á einum af þeim örfáu stöð- um í borginni þar sem finnst ein- hver vísir að samræmi. Það eru ekki bara arkitektarsem hafa breyttar hug- myndir fegurð húsa, heldur hafa borgarbúar líka annan smekk. Ég efast um að margir taki und- ir með blaðamanni Morgunblaðs- ins sem skrifaði um húsið þann 17. september árið 1960 og undir fyrirsögninni: „Glæsilegt skrif- stofuhúsnæði Almennra trygg- inga tekið í notkun. Bæjarprýði að hinu nýja húsi við Aust- urvöll.“ Hús Nathans og Olsens, þarsem veitingastaðurinn Apó- tek var til húsa þar til nýlega, er fyrsta stórhýsið sem Guðjón Sam- úelsson teiknaði. Það var byggt á árunum 1916-1918 og mikið var lagt í útlit þess og innréttingar. Hótel Borg er sömuleiðis gerð eftir teikningum Guðjóns, en var byggð rúmum áratug síðar. Þetta var fyrsta alvöru hótelið í Reykjavík, byggt í tilefni af Al- þingishátíðinni 1930. Þegar bygg- ingu hótelsins var lokið stóðu þessi tvö glæsilegu hús hvort á sínu horninu, en á milli þeirra var djúpt skarð þar sem lítið ein- lyft verslunarhús stóð. Það var gert að skilyrði að ef byggt yrði á milli húsanna þyrfti sú bygging að falla vel að húsunum hans Guðjóns sínu hvorum megin.    Áður en til þess kom, gjör-breyttust hugmyndir um arkitektúr og fúnkisminn hélt innreið sína í reykvískt borg- arlandslag. Skrautbönd, súlur og flúr duttu úr tísku. Haft var eftir Le Corbusier, einum helsta tals- manni módernisma í bygging- arlist, að það væri jafn vitlaust að setja styttur utaná hús eins og á flugvélar. Allt sem hafði ekki beint notagildi var fallið í ónáð. Þegar litla húsið við Póst- hússtræti 9 var rifið árið 1958 byggðu Almennar tryggingar sér nýtt skrifstofuhúsnæði á lóðinni. Skilyrðið um að byggja í stíl við húsin sitt hvorum megin var látið lönd og leið.    Það er því freistandi að haldaþví fram að húsið Póst- hússtræti 9 sé boðflenna í þessu virðulega samsæti við Austurvöll. En það er ekki hlaupið að því að reyna að leiðrétta byggingarsög- una eftir á. Kannski munu borgarbúar með tímanum læra að meta þetta hús á ný, rétt eins og gömlu báru- járnsklæddu timburhúsin sem fá- ir sáu fegurðina í fyrir nokkrum síðan. Boðflenna í virðulegu samsæti AF LISTUM Gunnhildur Finnsdóttir Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stílbrot Á sínum tíma var sett skilyrði um að nýbygging við Pósthússtræti 9 yrði að falla að næsu húsum. »Húsið Pósthússtræti9 er æpandi stílbrot á einum af þeim örfáu stöðum í borginni þar sem er einhver vísir að samræmi. gunnhildur@mbl.is WWW.SAMBIO.IS / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? YFIR 44.000 MANNS Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL eeee - RÁS 2 SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI STARDUST kl. 8 - 10:20 B.i. 10 ára NO RESERVATIONS kl. 8 LEYFÐ 3:10 TO YUMA kl. 10 B.i. 16 ára STARDUST kl. 8 B.i. 10 ára SUPERBAD kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára MR.BROOKS kl. 10:30 B.i. 16 ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára NO RESERVATIONS kl. 8 LEYFÐ SHOOT´EM UP kl. 10:20 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI “Skylduáhorf fyrir alla unglinga” - Dóri DNA, DV - J.I.S., FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK eeee – KviKmyndir.is SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SKEMMTILEGUSTU VINKONUR Í HEIMI ERU MÆTTAR. FIMMTUDAGINN 11. OKT FRAMHALDSSKÓLINN GRUNDARFIRÐI Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 Miðaverð 2000 kr. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.