Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 61 Í tillögunni sem varð hlut-skörpust í samkeppni umnýtt skipulag í Kvosinni er reynt að sætta ólík sjónarmið. Þar er eitthvað fyrir alla, bæði gert ráð fyrir að byggð verði ný hús og gömul varðveitt, og ber ekki á öðru en almenn sátt ríki um hugmyndirnar sem þar eru settar fram. Ein þeirra kom mér þó veru- lega á óvart, en í tillögunni segir um Pósthússtræti 9: „Húsið verði endurbætt í sömu mynd en gert eins vandað og kostur er. Þar sem það stendur milli Hótels Borgar og húss Nathans og Ol- sens er það áhrifamikið dæmi um sögulega breytingu á listrænu mati arkitekta á 20. öld.“    Er virkilega þörf á því aðvarðveita nákvæmlega þetta hús? Sérfræðingar Árbæjarsafns segja í húsakönnun sinni að húsið hafi lítið menningarsögulegt gildi, það sé framandi í götu- myndinni og þar er ekki gerð til- laga að varðveislu þess. Allt höfuðborgarsvæðið er einn samfelldur vitnisburður um sí- breytilegt listrænt mat arkitekta síðustu hundrað árin. Húsið við Pósthússtræti 9 er æpandi stíl- brot á einum af þeim örfáu stöð- um í borginni þar sem finnst ein- hver vísir að samræmi. Það eru ekki bara arkitektarsem hafa breyttar hug- myndir fegurð húsa, heldur hafa borgarbúar líka annan smekk. Ég efast um að margir taki und- ir með blaðamanni Morgunblaðs- ins sem skrifaði um húsið þann 17. september árið 1960 og undir fyrirsögninni: „Glæsilegt skrif- stofuhúsnæði Almennra trygg- inga tekið í notkun. Bæjarprýði að hinu nýja húsi við Aust- urvöll.“ Hús Nathans og Olsens, þarsem veitingastaðurinn Apó- tek var til húsa þar til nýlega, er fyrsta stórhýsið sem Guðjón Sam- úelsson teiknaði. Það var byggt á árunum 1916-1918 og mikið var lagt í útlit þess og innréttingar. Hótel Borg er sömuleiðis gerð eftir teikningum Guðjóns, en var byggð rúmum áratug síðar. Þetta var fyrsta alvöru hótelið í Reykjavík, byggt í tilefni af Al- þingishátíðinni 1930. Þegar bygg- ingu hótelsins var lokið stóðu þessi tvö glæsilegu hús hvort á sínu horninu, en á milli þeirra var djúpt skarð þar sem lítið ein- lyft verslunarhús stóð. Það var gert að skilyrði að ef byggt yrði á milli húsanna þyrfti sú bygging að falla vel að húsunum hans Guðjóns sínu hvorum megin.    Áður en til þess kom, gjör-breyttust hugmyndir um arkitektúr og fúnkisminn hélt innreið sína í reykvískt borg- arlandslag. Skrautbönd, súlur og flúr duttu úr tísku. Haft var eftir Le Corbusier, einum helsta tals- manni módernisma í bygging- arlist, að það væri jafn vitlaust að setja styttur utaná hús eins og á flugvélar. Allt sem hafði ekki beint notagildi var fallið í ónáð. Þegar litla húsið við Póst- hússtræti 9 var rifið árið 1958 byggðu Almennar tryggingar sér nýtt skrifstofuhúsnæði á lóðinni. Skilyrðið um að byggja í stíl við húsin sitt hvorum megin var látið lönd og leið.    Það er því freistandi að haldaþví fram að húsið Póst- hússtræti 9 sé boðflenna í þessu virðulega samsæti við Austurvöll. En það er ekki hlaupið að því að reyna að leiðrétta byggingarsög- una eftir á. Kannski munu borgarbúar með tímanum læra að meta þetta hús á ný, rétt eins og gömlu báru- járnsklæddu timburhúsin sem fá- ir sáu fegurðina í fyrir nokkrum síðan. Boðflenna í virðulegu samsæti AF LISTUM Gunnhildur Finnsdóttir Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stílbrot Á sínum tíma var sett skilyrði um að nýbygging við Pósthússtræti 9 yrði að falla að næsu húsum. »Húsið Pósthússtræti9 er æpandi stílbrot á einum af þeim örfáu stöðum í borginni þar sem er einhver vísir að samræmi. gunnhildur@mbl.is WWW.SAMBIO.IS / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? YFIR 44.000 MANNS Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL eeee - RÁS 2 SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI STARDUST kl. 8 - 10:20 B.i. 10 ára NO RESERVATIONS kl. 8 LEYFÐ 3:10 TO YUMA kl. 10 B.i. 16 ára STARDUST kl. 8 B.i. 10 ára SUPERBAD kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára MR.BROOKS kl. 10:30 B.i. 16 ára CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára NO RESERVATIONS kl. 8 LEYFÐ SHOOT´EM UP kl. 10:20 B.i. 16 ára SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI “Skylduáhorf fyrir alla unglinga” - Dóri DNA, DV - J.I.S., FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK eeee – KviKmyndir.is SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SKEMMTILEGUSTU VINKONUR Í HEIMI ERU MÆTTAR. FIMMTUDAGINN 11. OKT FRAMHALDSSKÓLINN GRUNDARFIRÐI Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 Miðaverð 2000 kr. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.