Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 64
FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 284. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Deilt í Ráðhúsinu
Áheyrendapallar í Ráðhúsi
Reykjavíkur voru þéttsetnir í gær
þegar borgarfulltrúar tókust á um
málefni OR, REI og GGE. Deilt var
um aðdraganda málsins og hverjar
málalyktir skuli verða.
» Forsíða
Undirbúa kjaraviðræður
Rúm 75% Flóafélaganna svoköll-
uðu vilja leggja sérstaka áherslu á
verulega hækkun lægstu launa. Við-
ræður eru hafnar milli launþega-
samtaka og vinnuveitenda um
viðræðuáætlanir fyrir komandi
kjarasamninga. » 2
Umboðsmaður spyr
Umboðsmaður Alþingis spyr
sveitar- og bæjarstjórnir sem hlut
eiga í Orkuveitu Reykjavíkur hvern-
ig staðið var að sameiningu REI og
GGE. » 4
Hamas að gefa eftir?
Ismail Haniya, leiðtogi Hamas-
samtakanna, lýsti því yfir í gær að
samtökin væru tilbúin að ræða við
Fatah, en þessi tvenn samtök hafa
keppt um völdin í Palestínu. » 31
SKOÐANIR»
Staksteinar: Vinstri stjórn í gerjun?
Forystugreinar: Næsta skref |
Auðlindir í almannaeigu
Ljósvaki: Gömul minning úr sveitinni
UMRÆÐAN»
Kvótakerfið og hjónaskilnaðir
Skjótt skipast veður í lofti
Er Samfylkingin á réttri leið?
Skyndifæðið fitar
Ekki góð aðferð að breyta öllu …
Áhættan er aðalmunurinn
Stefnumót fyrirtækja í Færeyjum
Öllum steinum velt hjá EADS
VIÐSKIPTI »
4
4 4
4 5
!6$%
.#$+
#!
7
#"
&##"$$3$ .
$ 4
4
4 4 4 4
4
4
4 -81 %
4
4
4 4
4 4 9:;;<=>
%?@=;>A7%BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA%8$8=EA<
A:=%8$8=EA<
%FA%8$8=EA<
%2>%%A3$G=<A8>
H<B<A%8?$H@A
%9=
@2=<
7@A7>%2+%>?<;<
Heitast 10°C | Kaldast 2°C
Austlæg átt. Dálítil
rigning eða slydda í
fyrstu norðaustan til.
Hvessir af suðaustri og
fer að rigna í kvöld. » 10
Gunnhildur Finns-
dóttir veltir fyrir sér
stílbroti í miðborg-
inni og breyttum
hugmyndum um
fegurð húsa. » 61
AF LISTUM»
Boðflenna á
Austurvelli
FÓLK»
Travolta vill fljúga Spice
Force One. » 59
Sverrir Bergmann
er búinn að heyra
sömu spurninguna
aftur og aftur: „Er
platan ekki að koma,
Sverrir?“ » 57
TÓNLIST»
Þriggja ára
meðganga
TÓNLIST»
Eivör víkur ekki úr
toppsætunum. » 60
TÓNLIST»
Bloodgroup er ekki svefn-
herbergissveit. » 58
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Trump og sjómaður í hár saman
2. Vakin með kossi fimm að morgni
3. Sviplegur endir á … lífshlaupi
4. Jackson yfirgefur barnfóstruna
BANDARÍSKI
ljósmyndarinn
Bob Gruen, sem
staddur er hér á
landi og var náinn
vinur John Lenn-
ons, segist vona
að friðarsúla
Yoko Ono í Viðey
veki fólk til um-
hugsunar um
mikilvægi friðar í heiminum.
„Ég held að John sé líka mjög
hrifinn af þessu verki, hvar sem
hann er staddur,“ segir hann í viðtali
í Morgunblaðinu í dag.
Vildi kynnast listamanni
Gruer segir John hafa hrifist mjög
af Yoko sem listamanni strax í upp-
hafi en þau kynntust á sýningu sem
hún hélt í London.
„Hann fór ekki á sýninguna til
þess að kynnast kynþokkafullri
stúlku heldur til þess að kynnast
listamanni. Og hann kunni að meta
það sem fyrir augu bar, og hann
hefði án efa kunnað að meta þetta
verk líka,“ segir Gruen.
Gruen vann náið með þeim hjón-
um en hefur auk þess unnið með
mörgum af þekktustu tónlist-
armönnum heims, meðal annars
Rolling Stones, Bob Dylan og Led
Zeppelin. | 54
Frábært
verk
Bob Gruen
ÞAÐ eru ekki
margir íþrótta-
menn eða -konur
sem reyna að
halda í þá gömlu
hefð að stunda
tvær keppnis-
íþróttir allt árið.
Hér áður fyrr var
það nánast regla
að karlar eða
konur æfðu tvær
boltagreinar en í dag er það und-
antekning. Málarinn Sverrir Þór
Sverrisson er einn fárra sem leggja
það á sig að sparka bolta á sumrin
og skjóta á körfu yfir vetrartímann.
Sverrir hefur nú skipt um lið í
körfuknattleiknum og mun hann
leika með Njarðvíkingum í úrvals-
deildinni – líkt og hann gerir í
knattspyrnunni. „Ég var kominn
með upp í háls af fótboltanum í
sumar en það er aldrei að vita hvað
ég geri næsta sumar. Það er því
best að segja sem minnst en
kannski leik ég með „old boys“ á
næsta ári,“ segir Sverrir Þór Sverr-
isson en vinnur líka með þessu öllu
saman sem málari. | Íþróttir
Er í íþrótt-
um allt árið
Sverrir Þór
Sverrisson
SLÖKKVIÁLFARNIR Logi og Glóð heimsóttu elstu
krakkana í leikskólanum Hæðarbóli í Garðabæ í
gær ásamt tveimur slökkviliðsmönnum frá Slökkvi-
liði höfuðborgarsvæðisins til þess að fræða þá um
eldvarnir.
Að sögn leikskólastjórans, Sonju M. Halldórs-
dóttur, áttu mörg barnanna erfitt með svefn í fyrri-
nótt vegna spenningsins yfir að hitta slökkviliðs-
mennina, sem þó þóttu svolítið ógnvekjandi í fullum
herklæðum, en sumpart líka yfir því að karlmenn
kæmu í leikskólann. Þeir eru frekar fáséðir fuglar í
„kvennastétt“ leikskólakennara. | 26
Samtaka gegn eldhættu
Eldvarnaátak slökkviliðanna í leikskólum
Morgunblaðið/Frikki
AF 33 vörutegundum sem bornar
voru saman í verðkönnun sem verð-
lagseftirlit ASÍ gerði í fjórum lág-
vöruverðsverslunum á höfuðborgar-
svæðinu í gær var Bónus með
lægsta verðið í 20 tilfellum og Krón-
an í 10 tilvikum. Í 13 tilvikum mun-
aði einni krónu og þrisvar var mun-
urinn 2-4 krónur. Nettó var með
hæsta verðið í 21 tilviki.
Eins og fyrr segir var könnunin
gerð í gær, miðvikudag, en daginn
áður hafði verðlagseftirlit ASÍ gert
samskonar könnun í sömu búðum.
Niðurstöðurnar eru þó einungis
fengnar úr seinni könnuninni.
Eysteinn Helgason, fram-
kvæmdastjóri Kaupáss, sem m.a.
rekur Krónuna, gerir verulegar at-
hugasemdir við þessa endurtekn-
ingu og í samtali við Morgunblaðið
sagði hann að í gær, þegar könnunin
fór fram, hefði Bónus lækkað verð á
veigamiklum vöruliðum. Sama verð
hefði gilt í báðum könnunum hjá
Krónunni. Viðskiptavinir Krónunn-
ar gætu vel við unað. Í þeim til-
vikum þar sem varan væri til í öllum
verslunum, væri verð körfunnar í
Krónunni lægst eða 8.655 krónur en
karfan hjá Bónusi væri þúsund
krónum hærri.
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, sagði að Bón-
us hefði ekki breytt verði á milli
kannana. Hins vegar hefði ekki ver-
ið kannað verð á sömu vörumerkj-
um á kjötvörum báða dagana. Aftur
á móti hefði Bónus sent athuga-
semdir við vinnubrögð Krónunnar
til verðlagseftirlits ASÍ þar sem
Krónan hefði, meðan seinni könn-
unin fór fram, sett upp skilti um að
10% afsláttur væri á öllum ostum og
20% afsláttur af öllum unnum kjöt-
vörum. ASÍ hefði greinilega látið
blekkjast af þessum vinnubrögðum.
Fleira væri ámælisvert.
Þetta er í fyrsta skipti sem ASÍ
gerir verðkannanir með eins dags
millibili en að sögn Ólafs Darra
Andrasonar, hagfræðings ASÍ, er
ástæðan sú að ákveðnir hnökrar
voru á framkvæmd fyrri könnunar-
innar og til þess að framkvæmdin
yrði hafin yfir vafa var ákveðið að
endurtaka hana. Ólafur Darri vildi
ekki greina frá því í hverju mistökin
voru fólgin en þau hefðu komið í ljós
við skoðun innanhúss. Aðspurður
hvort einhver hætta væri á því að
verslanir hefðu spilað á verðlagseft-
irlitið með því að lækka verð á milli
kannana, sagði hann að engin hætta
ætti að vera á því. „Verslanirnar
höfðu enga vitneskju um að við
myndum endurtaka könnunina
strax daginn eftir,“ sagði Ólafur
Darri.
Bónus og Krónan bítast
20 sinnum var ódýrast í Bónus en 10 sinnum í Krónunni Í
13 tilvikum munaði krónu og þrisvar var munurinn 2–4 krónur
Í HNOTSKURN
» Könnunin var gerð í eftir-töldum verslunum: Bónus í
Holtagörðum, Krónunni við
Hvaleyrarbraut, Nettó í Mjódd
og Kaskó í Vesturbergi.
♦♦♦