Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 19 freistuðu Geysis, þekkingin og orð- sporið, því tilboðið var rúmir 7,6 milljarðar, langt yfir matsverði Capacent, sem hljóðaði upp á 3,1 milljarð, og næsta tilboði, sem var 4,7 milljarðar. Orkuveita Reykjavíkur hóf barátt- una um Hitaveitu Suðurnesja í vor- með því að fá sveitarfélög til að nýta forkaupsréttinn. Í slagnum sem fylgdi seldu nánast öll minni sveit- arfélögin hluti sína til OR og GGE. Í samruna REI og GGE setti OR svo hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja inn í sameinað fyrirtæki og varð REI stærsti hluthafinn með 48%, en einn- ig fylgdi forkaupsréttur á hlut Hafn- arfjarðar. Við þennan gjörning varð forkaupsréttarákvæði sveitarfélag- anna aftur virkt og á eftir að reyna á hvort þau nýta það, enda óvíst að til þess þurfi að koma ef samruninn ógildist. Og áhrifamikill sjálfstæð- ismaður gagnrýnir það sem hann kallar rugl og vitleysu: „Hugsaðu þér, undir forystu sjálfstæðismanna er ríkið að fara út úr orkufyrirtæki til þess að einfalda strúktúr og gæta samkeppnissjónarmiða, þá fer Orku- veitan inn undir forystu sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn!“ Stórvarasöm stefna Á það er bent að salan á hlut rík- isins hafi farið fram á opinn hátt, en baktjaldamakkið hafi byrjað hjá OR, ógagnsætt ferli og samningar þar sem útvöldum einstaklingum og fé- lögum hafi verið boðið að samninga- borðinu. Eftir sem áður sé málið í höndum sveitarfélaganna. Þau haldi á meirihlutanum, jafnvel þótt af sam- runa REI og GGE verði og Sam- keppniseftirlitið leyfi það. Innan REI töldu menn Hitaveitu Suðurnesja viðkvæmasta málið í sam- runanum enda lá mestur undirbún- ingur í því. „Við höfum aldrei sóst eft- ir veitustarfsemi þessara fyrirtækja,“ segir Hafliði Helgason upplýsinga- fulltrúi. „En ef horft er á orkuver sem framleiðir beint fyrir stóriðju, þá er það einskonar útflutningur og fellur vel að okkar stefnu.“ Þegar kaup Orkuveitunnar á við- bótarhlut í Hitaveitu Suðurnesja komu til umræðu 3. ágúst í borgarráði kom fram að það væri afdráttarlaus afstaða Vinstri grænna að grunnþjón- usta samfélagsins skyldi vera á hendi ríkis og sveitarfélaga. Með hluthafa- samkomulagi í sumar um að einkaað- ilar, GGE, eignuðust 32% í Hitaveitu Suðurnesja væri „lýðræðislegu að- haldi innan Hitaveitu Suðurnesja stefnt í uppnám og almannahags- munir fyrir borð bornir“. Aðrir flokk- ar, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, sameinuðust hinsvegar í bókun um að aðkoma Orkuveitunnar hefði komið „í veg fyrir að Hitaveita Suðurnesja færðist að meirihluta í hendur einkaaðila“. Og afstaðan er hörð í bókun Sól- eyjar Tómasdóttur, Vinstri grænum, og forvitnileg í ljósi stöðu flokks- systur hennar Svandísar Svav- arsdóttur: „Með þessari yfirlýsingu er vakin athygli á stórvarasamri stefnu og hættulegu fordæmi og þess krafist að ekki verði hróflað við grunnþáttum samfélagslegrar þjón- ustu. Borgarráði ber að beita sér í þágu almennings og þar með leggjast gegn einkavæðingu orkugeirans. Í því ljósi ættu borgaryfirvöld að hafa frumkvæði að umræðu á milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig megi tryggja að orkufyrirtæki haldist í al- mannaeigu en gangi ekki kaupum og sölum á hlutabréfamarkaði eins og nú stefnir í varðandi Hitaveitu Suð- urnesja.“ MIKIL umræða hefur skapast um kaupréttarsamninga sem gera átti við starfsfólk REI og Orkuveitu Reykjavíkur. Hugmyndir um slíkt kvikna þegar Jón Diðrik Jónsson kemur sem ráðgjafi að REI til þriggja mánaða og kaupir nýtt hlutafé fyrir 30 milljónir á genginu 1,278. Þá byrja aðrir starfsmenn að velta þessum hlutum fyrir sér, að sögn Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra OR. Þegar unnið er að samruna við Geysi Green Energy í framhaldi af því kemur það upp að bæði innan GGE og Enex, sem er í 100% eigu REI eftir samrunann, hefur starfs- fólk getað keypt hlutafé. Þegar Ás- geir Margeirsson var keyptur yfir til GGE gat hann keypt sig inn í Geysi og er félag Ásgeirs, BAR Holding, skráð fyrir 0,8% í félaginu. En GGE er ekki í meirihlutaeigu sveitarfélaga og því ekki undirorpið óskráðum meginreglum stjórnsýslu- réttarins. Þegar kaupréttarsamn- ingar voru gerðir hjá öðru fyrirtæki í orkuútrásinni í byrjun sumars, þá voru eigendur þess hinsvegar að tæplega helmingi hlutafjár Lands- virkjun og Orkuveita Reykjavíkur, auk þess sem Hitaveita Suðurnesja var stór eigandi. Síðan þá hefur Landsvirkjun selt sinn hlut í Enex til GGE. Gerðir voru kaupréttarsamningar við framkvæmdastjóra upp á 18 milljónir að nafnvirði, fjár- málastjóra upp á 9 milljónir og fjóra lykilstjórnendur upp á 3 milljónir. Réttindin eru í þremur áföngum til þriggja ára og er miðað við gengi bréfanna 2 á fyrsta árinu en gengi næstu tveggja ára tekur mið af út- boðsgengi. Kaupréttartímabilið hófst í júní. Kaupréttir hjá Geysi og Enex komulagi við Vilhjálm um að klára málið með einhverjum hætti. En mér fannst ekki skýrt hver hefði um- boð fyrir hópnum – það var ekki borgarstjórinn.“ Fleira hafi hangið á spýtunni, s.s. Gagnaveita Reykjavíkur, sem sjálf- stæðismenn hafi viljað selja en hann ekki. „Sá ágreiningur var líka orðinn opinber.“ Björn Ingi verður þungur á brún. „Það getur vel verið að þau hafi svínbeygt Vilhjálm í málinu, en ég læt ekki svínbeygja mig.“ En málin þróast með óvæntum hætti í sal borgarstjórnar, þar sem áhorfendabekkir voru þéttsetnir. „Það þurfti ekki „rocket scientist“ til að átta sig á því að enginn úr minni- hlutanum réðst á Björn Inga – fólk sem hafði úthúðað honum áður.“ Daginn áður hafði Svandís gefið út yfirlýsingu með gagnrýni á borg- arstjóra fyrir að „fara á svig við lög og taka þátt í ósiðlegu atferli sem of- býður fólki um allt land.“ Hún virtist ósátt við að sexmenningarnir tækju málið ekki lengra og sagði sátt sjálf- stæðismanna „sátt um að viðhalda völdum Framsóknarflokksins í borginni.“ Aukafundur í borgarstjórn Í ljósi fundarhlés Ólafs F. Magn- ússonar í upphafi kjörtímabilsins má velta fyrir sér hvort fundarhlé Björns Inga og Óskars hafi haft svipaða þýðingu. Að minnsta kosti var það breyttur maður sem steig í pontu á aukafundi borgarstjórnar. Ekki þurfti annað en að „horfa yfir salinn“ til að skynja að þreifingar væru í gangi, að sögn Hönnu Birnu, sem var forseti borgastjórnar og fylgdist með herlegheitunum. Hún fór fimm sinnum úr forsetastóli til að spyrja Vilhjálm hvort hann vissi hvað væri að gerast, m.a. eftir að Björn Ingi hafði gengið nærri sjálf- stæðismönnum í ræðu sinni. „Það er verið að segja þér upp í beinni út- sendingu!“ Þá kemur að einum furðulegasta þætti þessa máls. Borgarstjóri held- ur því fram að Björn Ingi hafi sagt við sig að hann yrði að tjá sig með þessum hætti út af sínu baklandi. „Þetta er viðkvæmt fyrir mig per- sónulega.“ Og síðan hafi þeir ekki aðeins handsalað að þeir störfuðu saman af heilindum heldur fallist í faðma. En Björn Ingi er ósammála, segist hafa farið lasinn heim, aðeins talað við Vilhjálm í síma og því sé óhugsandi að þeir hafi faðmast. „Það á ekki við rök að styðjast. Ég lýsti yfir í lok fundarins að ég væri ósátt- ur og þetta er misskilningur hjá hon- um. Við töluðum saman í síma um kvöldið. Ég veit að hann átti samtal við Óskar Bergsson á fundinum. En það voru allir að tala sig saman um að finna lausn á málinu. Ég var mjög ósáttur eftir þennan meirihlutafund. Ég hugsaði með mér: „Það er mikið búið að gerast í þessu máli.“ – Misskilur maður faðmlag? „Það er búið að misskilja ótrúlega margt í þessu máli. Við töluðum saman í síma, en fundum enga lausn. Hann vissi að það væri ágreiningur, en ég hef sagt að ég hefði treyst mér til að loka honum með Vilhjálmi.“ Meirihlutinn ætlaði saman í vinnuferð út af fjárhagsáætluninni í tvo daga á Hótel Rangá daginn eftir, en Björn Ingi sagðist vera svo slapp- ur að hann treysti sér ekki út úr bænum. Í staðinn átti að halda vinnufund og „skilningsríku sam- starfsmennirnir“ sögðu: „Farðu bara heim og náðu þessu úr þér.“ Björn Ingi og Vilhjálmur ákváðu að hittast ellefu daginn eftir. Og eftir borgarstjórnarfundinn hittast borg- arfulltrúarnir á skrifstofu Vilhjálms og lýsa áhyggjum sínum. Það verður til þess að Gísli Marteinn slær inn númer Björns Inga og réttir Vil- hjálmi símann. Þar fullvissar Björn Ingi hann um að þeir muni leysa þetta í sameiningu. Guðlaugur Þór Þórðarson hringir líka í Björn Inga og er sagt að allt sé í góðu lagi. Óttast um Björn Inga Eftir að þau höfðu setið í klukku- tíma hjá Vilhjálmi, rætt málin og fylgst með símtali hans og Björns Inga Hrafnssonar, sagði Vilhjálmur: „Farið þið bara heim að sofa. Við vinnum fjárhagsáætlun á morgun.“ Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Gísli Marteinn, Hanna Birna og Magnús Þór Gylfason fóru saman á Vínbar- inn. Þar hittu þau fyrir tilviljun Sól- eyju Tómasdóttur og Svandísi Svav- arsdóttur, settust með þeim og tóku tal saman. En það er til marks um „andvaraleysið“ sem eignað er sjálf- stæðismönnum að ekki var mynd- aður nýr meirihluti. En spurning vaknar hvort Björn Ingi hafi átt í slíkum samræðum? „Ég var ekki búinn að eiga eitt ein- asta orð við þau um það,“ fullyrðir hann. – Og ekkert í gegnum aðra? „Nei, nei, en ég veit ekki hvað aðr- ir voru að tala um. Ég geri ráð fyrir að allir hafi verið að spekúlera í nið- urstöðunni. Og það var mikið spek- úlerað eftir borgarstjórnarfundinn. Ég heyrði svo sem alveg í Alfreð [Þorsteinssyni] og fleirum og þeir töldu að komin væri mikil gjá. Svo heyrði ég ótal samsæriskenningar um miklar viðræður milli Sjálfstæð- isflokksins og annarra.“ Björn Ingi mætir ekki til borg- arstjóra og heldur ekki á fyrirhug- aðan fund með Óskari, Vilhjálmi, Gísla Marteini og Hönnu Birnu klukkan tólf. Kortér yfir tólf hringir Vilhjálmur og segir: „Hann er ekki kominn.“ Um leið átta borgarfull- trúarnir sig á því að hann sé farinn annað. „Ímyndaðu þér ástandið í Höfða þegar fulltrúarnir tínast inn einn af öðrum og meldingar berast um viðræður við aðra flokka„“ Það er eftir þetta sem SMS- skilaboð fara frá sjálfstæðismönnum til hinna flokkanna, þar sem þeir reyna að komast aftur inn í atburða- rásina. Eitt á að hafa farið frá Þor- björgu Helgu til Svandísar með skilaboðunum: „Til í allt án Villa“. Á ákveðnum tímapunkti fóru skilaboð að berast inn á fund til oddvitanna og það merkilega var að ekkert pípti í símanum hjá Degi. Pólitískt bálviðri Embætti borgarstjóra hefur verið afar valdamikið í sögu Sjálfstæð- isflokksins, jafnvel valdameira en embætti varaformanns, og það sýnir vel hverju sexmenningarnir stóðu frammi fyrir þegar þeir tóku slag- inn. Færa má rök fyrir því að það hafi verið auðveldara fyrir Svandísi að mótmæla – það er jú það sem minnihluti gerir. „Við hefðum aldrei getað lifað með því að afgreiða þetta mál með neinum hætti,“ segir Hanna Birna. „Við settum fótinn niður og okkur er núið um nasir að við höfum svikið eitthvað. Ef við hefðum tekið þátt í þessu, sem ég vil kalla mjög óeðlileg vinnubrögð, þá sætum við öll undir því. Þrátt fyrir hollustu gagnvart flokki og leiðtoga gátum við aldrei gert þetta. Ekkert okkar er ósátt við að hafa tekið þann slag.“ Það sem gerir REI-málið sér- stakt er ekki aðeins að inn í það blandast þungavigtarmenn úr við- skiptalífinu og landsmálunum. Inn- an allra flokka í borgarstjórn er ungt fólk með metnað til að vera í forystu í sínum flokki. Þess vegna skipta skammtímahagsmunir ef til vill ekki mestu máli heldur hver hef- ur burði til að standa af sér pólitískt bálviðri til lengri tíma – án þess að bogna. Og innan OR eru ekki allir á eitt sáttir með atburðarásina. Flestir viðurkenna að farið hafi verið of geyst. „Í svona viðskiptum gildir að- eins eitt: „Make it everybody’s baby,““ segir einn starfsmaður við blaðamann. „En þarna var komið með krógann, blóðugan og slím- ugan, honum skellt á borðið og sagt: „Þið eruð pabbarnir.““ Það er ekkert nýtt að Reykjavík- urborg leiti samstarfs í orkumálum við helstu viðskiptajöfra þjóðar- innar. Árið 1909 var samið við félag sem tveir þekktir athafnamenn, Thor Jensen og Eggert Claessen, voru í forystu fyrir. Það fékk einka- rétt á að reisa gasstöð til gas- og rafmagnsframleiðslu í Reykjavík næstu 25 árin. Þegar til átti að taka treysti félag- ið sér ekki til að koma fyrirtækinu á fót. Ekki tókst að útvega fjármagn til verksins sökum fjárkreppu í ná- lægum löndum, að því er segir í bók Sumarliða R. Ísleifssonar, Í Straum- sambandi. Leiddi það til þess að fé- lagið var leyst frá samningum og lét einkaleyfið af hendi. Frægt er orðið risarækjueldi OR sem nýlega var lagt niður. Einnig voru settir fjármunir í Feygingu á Þorlákshöfn, sem átti að vinna með hör. Reist var veglegt hús, komið upp vélum og lagt inn hlutafé, en reksturinn komst aldrei almenni- lega af stað. Nú hefur verið ákveðið að hætta við og selja húsið. Og Þórsbrunnur var stofnaður um Vatnsútflutning með Vífilfelli og Hagkaupum. Til þess að geta selt „uppsprettuvatn“ til Bandaríkjanna varð verksmiðjan að vera við upp- tökin eða með beina tengingu þang- að, þannig að lögð var leiðsla úr sér- stökum brunni að Vífilfelli. Þegar fyrirtækið lagði upp laupana keypti Ölgerðin reksturinn og fylgdi þá með brunnur og sérleiðsla frá OR, sem verður að teljast óvenjuleg einkavæðing á auðlindinni. Undir samninginn skrifaði Jón Diðrik Jónsson,þá forstjóri Ölgerðarinnar. Einkafram- takið og Orkuveitan WWW.N1.IS Í verslunum N1 færðu úrval af bílavörum, allt frá perum og kösturum til barnabílstóla og slökkvitækja. Öryggi er lykilorð þegar kemur að rekstri bílsins, og því mikilvægt að velja ávallt vandaðar og traustar vörur. N1 - Meira í leiðinni. U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.