Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ERUM við ekki öll einhvern veg-
inn öðruvísi en allir aðrir? Það er
réttur okkar að vera við sjálf og
vera ekki spegilmynd af því sem
almennt er kallað eðlilegt.
Þessa dagana er mikið talað um
það sem kallað er minnihlutahópar
og réttindi þeirra.
Ég ætti að vera manna fyrst til
að tala máli þeirra en í Bandaríkj-
unum gæti ég fallið undir það sem
kallað er hvítt hyski, þ.e. fátæk
kona sem er öryrki og bý í blokk.
10 litlir negrastrákar
10 litlir negrastrákar var ein af
fyrstu bókunum sem ég eignaðist,
söng textann fyrir systkini mín,
börn og barnabörn. Nú er þessi
texti og myndir í bókinni orðið
stórt umræðumál hjá þjóðarsálinni.
Finnst þetta ekki mikið mál, fólk
er allavega á litinn og ég get ekki
annað en hugsað um blessaðan
dýrastofninn okkar sem er sér-
staklega fjölbreyttur að lit. Þannig
að við vorum alin upp við að það
var enginn munur á brúna klárn-
um og þeim gráa eða rauðu kúnni
og þeirri hvítu með rauðu eyrun,
fyrir utan hvað blessað dýrið var
gagnlegt.
Þess vegna held ég að Íslend-
ingar séu ekki með litafordóma
gagnvart fólki sem hér býr.
Ef manneskjan stendur sig og
er góð persóna tel ég að liturinn
skipti okkur engu máli, en það er
vandræðalegt að vita ekki hvaða
orð má nota. Er hann blökkumað-
ur, svertingi eða negri? Eða hvað
eigum við að kalla þá sem við svo
faglega nefnum múslima? Það er
fólk með annan húðlit, en getur
verið frá hvaða landi sem er og af
hvaða trúarbragðahópi sem er.
Sama má segja um Asíufólk. En
málið er að við erum í flestum til-
fellum að tala um manneskjur sem
hafa flust hingað og eru í mörgum
tilfellum orðnar Íslendingar. Meg-
um við bara ekki vera með fjöl-
breytt litróf rétt eins og dýrin
okkar?
Fyrir 40–50 árum heyrði ég sem
barn og unglingur að þessi eða
hinn/hin væri ógeðslegur hommi
eða lessa. Setti upp hjá manni ein-
hvern óskýranlegan varnarvegg
þar sem um engan skilning eða
umræður var að ræða. Tímarnir
breyttust og farið var að tala um
kynvillinga og síðan komu upp
samtök homma og lesbía og kröfð-
ust þess að það væru orðin sem
yrðu notuð um þau. Þá var ég al-
veg komin inn á að tala um sam-
kynhneigð og orðin fullkomlega
sátt við að þau væru hluti af sam-
félagi okkar. Veit samt ekki hvar
þau ætla að enda í réttindatali
sínu, tveir hommar eða tvær lesbí-
ur geta aldrei orðið fær um að
geta barn sín á milli, en burtséð
frá því er ekkert mál fyrir þau að
verða fyrirmyndar foreldrar.
Fatlað fólk
Þar finnst mér hnífurinn standa í
kúnni og öllum vera sama. Fyrir
33 árum eignaðist ég barn sem var
með Dowńs syndrome, var sagt að
hann væri vangefinn og gekk í
Styrktarfélag vangefinna. Síðan
voru stofnuð samtökin Þroskahjálp
og nú áttu allir fatlaðir að heita
þroskaheftir. Ekki dugði það, ýms-
um öðrum sem bjuggu við fötlun
t.d. lömun, blindu o.fl. líkaði ekki
að vera kallaðir þroskaheftir.
Nú er talað um fólk sem á við
andlega fötlun að stríða sem „fólk
með hegðunarvandamál“ og það
eru þeir íbúar þessa lands sem far-
ið er verst með. Svæðisskrifstofur
stafla þeim inn á misgóð og und-
irmönnuð sambýli og vona bara að
foreldrar og aðrir aðstandendur
láti sig hverfa og skipti sér sem
minnst af. Stjórnendur svæð-
isskrifstofa eiga ekki við manneklu
að stríða á skrifstofum sínum, þar
vinnur „hreinræktað hvítt menntað
fólk“ misgóða vinnu.
Á sambýlunum vinnur fólk af
öllum kynþáttum og frá ýmsum
þjóðum eins gott starf og erfiðar
aðstæður leyfa því. Þar er því jafn-
vel kennt að beita ofbeldi á óró-
lega fólkið með hegðunarvanda-
málin.
Allir Íslendingar, hvernig sem
þeir eru á litinn og hver sem kyn-
hneigð þeirra er, geta lent í því að
verða foreldrar andlega fatlaðs
barns og barnið á eftir að verða
fullorðið og flytjast að heiman, það
hættir þó ekki að vera það barnið
sem við berum mest fyrir brjósti.
Það má ekki syngja um 10 litla
negrastráka en enginn amast við
þessum algengu skítyrðum „Ertu
þroskaheftur fíflið þitt?“ eða „Hel-
vítis homminn þinn“ og fleiru á
þessum nótum.
Hvað er eiginlega að þessari
þjóð?
INGIBJÖRG DRÖFN
ÁRMANNSDÓTTIR,
Sléttahraun 32, Hafnarfirði.
Öðruvísi fólk
Frá Ingibjörgu Dröfn
Ármannsdóttur
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Traust þjónusta í 30 ár
OPIN HÚS Í EFTIRTÖLDUN EIGNUM
Falleg 87 fm 3ja herb. íbúð á 6. hæð í fallegu lyftuhúsi auk stæðis í
bílageymslu. Tvö stór og björt herbergi. Björt og rúmgóð stofa með útg. á
suðvestur svalir með fallegu útsýni. Stórt flísalagt baðherbergi, sturtuklefi
og baðkar. Þvottahús innan íbúðar. Parket og flísar á gólfum. Falleg
sameign. Stæði í bílageymslu fylgir (innangengt í sameign).
LAUS STRAX. Verð 25,5 millj
Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 16 - 17
LAUGARTEIGUR 3
NEÐRI SÉRHÆÐ
Góð 140 fm neðri sérhæð í fjórbýli á þessum eftirsótta stað. Tvö stór her-
bergi og tvær stórar og bjartar stofur. Góðar innréttingar. Parket og flísar á
gólfum. Samkvæmt skrá FMR er 30 fm bílskúr á lóðinni en hann er óbygg-
ður. Eign sem hefur fengið gott viðhald. Verð 35,9 millj.
Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 14 – 16
NÚPALIND 2 - 3JA HERB. ÍBÚÐ
Á 6. HÆÐ MEÐ BÝLSKÝLI
GULLSMÁRI 1 - 4RA HERB.
FALLEG ÍBUÐ Á 1. HÆÐ
Falleg 95 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð (1. hæð er jarðhæð) í fallegu fjölbýli.
Þrjú rúmgóð svefnherbergi og stór og björt stofa, útg. á suðaustur svalir.
Eldhús með góðum innréttingum og nýl. eldhústækjum. Baðherbergi
flísalagt, nýl. innréttingar. Nýl. parket og nátturuflísar á gólfum.
Verð 25,6 millj.
Eignin verður til sýnis í dag sunnudag frá kl. 14 – 16
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
SKAFTAHLÍÐ - STÓR SÉRHÆÐ
Falleg og vel skipulögð 165,5 fm neðri sérhæð
ásamt 19,5 fm bílskúr, samt. 185 fm. Hæðin
skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, tvær stofur og
þrjú herbergi. Í kjallara er sér geymsla, kyndiklefi
og þvottahús. Falleg aðkoma er að húsinu, lýsing
á lóð og nýlegar skjólgirðingar. V. 59,5 m. 7055
HJARÐARHAGI - SÉRHÆÐ - 4 - 5 SVEFNH.
Falleg og vel skipulögð 139 fm neðri sérhæð
ásamt 27,1 fm bílskúr og aukaherbergi í kjallara,
samtals 166 fm. Íbúðin skiptist í forstofu, 4 svefn-
herb., stofu, borðstofu, eldhús og baðherb. Í kjall-
ara fylgir íbúðarherbergi með snyrtingu. Íbúðin
hefur mikið verið standsett, m.a. er eldhús með
nýlegri innréttingu, baðherbergið er nýlega
standsett allt frá grunni og fl. Nýtt járn er á þaki
auk þess sem gluggar og rafmagn hefur verið endurnýjað. V. 49,6 m. 7064
BRÚNAVEGUR - NEÐRI SÉRHÆÐ
Glæsileg 114,7 fm sérhæð í glæsilegu tvíbýlishúsi við Brúnaveg í Laugarásnum, ásamt
25,7 fm bílskúr. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni, arkitekt, og stendur á 857 fm
lóð til suðurs og vesturs. Hæðin skiptist m.a. í stofu, borðstofu og þrjú svefnherbergi. Í
kjallara er sérgeymsla og herbergi með aðgangi að snyrtingu. Garðurinn er í fallegri rækt
og er mjög góð tenging við hann úr íbúðinni, bæði af svölum vestan megin og úr svefn-
álmu sunnan megin. V. 44,5 m. 7061
Rauðavað - jarðhæð Mjög glæsileg
2ja- 3ja herbergja 93,9 fm íbúð á jarðhæð
með sér inngangi, hellulagðri verönd og
stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í 2 her-
bergi, sjónvarpshol, stofu og eldhús, bað-
herbergi og þvottahús. V. 26,9 m. 7046
Álfheimar - laus strax Falleg og vel
skipulögð 3ja herbergja 85,3 fm íbúð á 1.
hæð í ný standsettu fjölbýli. Íbúðin skiptist í
eldhús, stofu, baðherbergi og tvö svefnher-
bergi. V. 21,9 m. 7084
Kórsalir - Útsýnisíbúð m/bílskýli
Glæsileg og velskipulögð 100,3 fm íbúð á
5. hæð ásamt bílskýli á frábærum útsýnis-
stað. Íbúðin skiptist í 2 svefnherbergi,
stofu/borðstofu, eldhús, þvottahús, bað-
herbergi og hol. Stórar svalir til vesturs og
innangengt er í bílskýlið. Í kjallara er sér
geymsla. V. 26,9 m. 7076
Hamrahlíð Falleg og vel skipulögð 86,7
fm íbúð í mjög lítið niðurgröfnum kjallara.
Eignin skiptist í forstofu, hol, tvö svefnh.,
stofu, baðh., tvær geymslur og eldhús. Í
sameign er þvottahús og sameiginleg
geymsla. Nýtt dren, skólp. Falleg eign á eft-
irsóttum stað. V. 22,5 m. 7079
Hvassaleiti - Með bílskúr Mjög fal-
leg 138,2 fm endaíbúð á 4. hæð í fjölbýli við
Hvassaleiti. Íbúðinni fylgir 7,5 fm herbergi í
kjallara með aðgangi að snyrtingu. Auk
þess fylgir 12,5 fm þvottaherbergi sem er
séreign þessarar íbúðar og einnig 20,7 fm
bílskúr. Samtals 179,8 fm. V. 29,5 m. 7067
Langholtsvegur Mjög góð 2ja her-
bergja 60,4 fm íbúð á jarðhæð með sér inn-
gangi og sér bílastæði. Baðherb. flísalagt í
hólf og gólf með sturtuklefa, góðri innrétt-
ingu og tengi fyrir þvottavél. Parket á gólf-
um og gott skápapláss. V. 18,9 m. 7068
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali