Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórunn JónaSigfúsdóttir fæddist í Reykjavík 6. maí 1941. Hún lést þar 18. október síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Sigfúsar Ólafs Sig- urðssonar húsa- smíðameistara, f. 7.4. 1907, d. 24.12. 1995, og Jóhönnu Björnsdóttur, f. 27.7. 1918, d. 29.10. 1999. Foreldrar Sig- fúsar voru Sigurður Tómasson, bóndi í Árkvörn í Fljótshlíð, f. 16.2. 1845, d. 4.3. 1934, og kona hans Þórunn Jóns- dóttir, f. 7.10. 1862, d. 17.1. 1936, og foreldrar Jóhönnu voru þau Björn Jónsson bakari, f. 29.3.1881, d. 4.8. 1972, og kona hans Jónína Elíasdóttir, f. 14.7.1897, d. 24.12. 1966, en þau voru búsett í Reykjavík. Systkini Þórunnar í aldursröð eru þau Sigfríð Elín, Jó- hanna Edda, d. 1999, og Sigurður Gylfi. Þórunn starfaði lengst af starfsævi sinnar sem ritari hjá sakadómaraemb- ættinu í Reykjavík og síðar sem einka- ritari hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í Kópavogi til ársins 1997, er það embætti var lagt niður og sameinað öðru, en þá lét hún af störfum af heilsufarsástæðum. Þórunn var jarðsungin í kyrr- þey 30. október. Ég finn, hve sárt ég sakna, hve sorgin hjartað sker. Af sætum svefni að vakna, en sjá þig ekki hér; því svipur þinn á sveimi í svefni birtist mér. Í drauma dularheimi ég dvaldi í nótt hjá þér (K.N.) Elsku besta mágkona mín og besta vinkona. Nú ertu horfin okkur frá. Alltaf man ég hvað þið Edda tókuð vel á móti mér þegar ég kom í foreldrahús ykkar. Þið voruð eins og englar og ég feimin, sem lítið barn. Þið voruð ætíð góðar við mig og urð- um við allar góðar vinkonur með tímanum. Þurftum við að tala saman alla daga. En svo misstum við Eddu okkar og þá kom tómarúm hjá okk- ur, en við studdum hvor aðra. Elsku hjartans Dídí mín, mikið hef ég misst að hafa þig ekki lengur, við sem vorum svo miklar vinkonur. Ósköp er aumt í húsi hér, engin Dídí lengur hér. Þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mín börn og barnabörn. Elsku Dídí mín, ég finn hve sárt ég sakna þín og harmurinn svo mik- ill. Kveð þig, elsku mágkona mín. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Elsku hjartans Dídí mín. Þín mágkona Björg Gunnarsdóttir. Látin er í Reykjavík frænka mín, Þórunn J. Sigfúsdóttir, en hún lést 18. október og var jarðsungin 30. október sl. Við fráfall Þórunnar rifjast upp ljúfar endurminningar frá æskudög- um, en við vorum jafnaldra og lágu leiðir okkar oft saman. Þórunn var glaðvær telpa og síðar þroskuð kona sem vegna ljúfrar lyndiseinkunnar laðaði fólk að sér. Sem börn hittumst við oft, þegar fjölskylda hennar bjó í Stórholti 43 í Reykjavík, en þar áttu þau heima til ársins 1955, er þau fluttust í Selvogsgrunn 12, glæsilegt hús sem faðir hennar byggði. Í Sel- vogsgrunni 12 átti Þórunn síðan heimili til dauðadags. Mér eru minnisstæðar heimsóknir mínar og foreldra minna í Stórholt 43 og Selvogsgrunn 12 þar sem glað- vær systkinahópur tók á móti manni. Það var gaman að heimsækja þau og ekki dró það úr ánægjunni að Hanna og Fúsi voru frábærir gest- gjafar. Um árabil sóttu fjölskyldur okkar Þórunnar – sem jafnan var nefnd Dídí – hvor aðra heim og voru jól og áramót fastir liðir í því efni. Var þá ævinlega sest að spilum og spilað fram á kvöld eins og þá var siður. Þórunn varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast góða foreldra og kærleiksrík systkini. Þó að Þórunn giftist aldrei né eignaðist börn var hún fjölskyldumanneskja, barngóð og frændrækin. Foreldrum sínum reyndist Þórunn styrk stoð á efri ár- um, enda bjó hún löngum í sambýli við þau eftir að hin systkinin fluttust að heiman. Enn er ótalinn sá þáttur í skap- gerð Þórunnar er sneri að átthögum föður hennar, Fljótshlíðinni, sem hún sýndi óvenjulega tryggð þegar í æsku. Vart leið svo sumar að hún legði ekki leið sína þangað og heim- sækti ættingja og vini. Hún dvaldist langdvölum hjá föðurbróður sínum, Páli í Árkvörn og Höllu konu hans, og tók ástfóstri við Hlíðina. Í þessum ferðum kom hún jafnan við á Neðri- Þverá hjá föðursystur sinni, Sigríði, ömmu undirritaðs. Þórunn stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum og Hús- mæðraskólanum í Reykjavík. Það kom glöggt í ljós hve hún var hand- lagin þegar hún aðstoðaði föður sinn við húsbygginguna í Selvogsgrunni 12 og hafði pabbi hennar oft orð á því að ekki hefði verið ónýtt að njóta hjálpar Dídíar við það. En ævistarf Þórunnar varð á öðru sviði því lengst af starfaði hún hjá saka- dómara og Rannsóknarlögreglu rík- isins uns hún lét af störfum. Ég veit að Þórunn var vel metinn starfs- kraftur, enda eignaðist hún fjöl- marga vini á starfsárum sínum. Þórunn var heilsuveil og fór heilsu hennar smám saman hrakandi þó að hún ræddi sjaldan um það. Þá dvald- ist hún langdvölum á sjúkrahúsum og gekkst undir læknisaðgerðir sem hún lét þó ekki buga sig. Tilbreyt- ingu sótti hún í ferðir til sólarlanda, og skömmu áður en hún lést hafði hún ráðgert ferð til Spánar. Með Þórunni er horfin góð kona sem var hvers manns hugljúfi. Það var gæfa að eiga hana að vinkonu og frænku. Blessuð sé minning hennar. Guðjón Albertsson. Hinsta kveðja, elsku Dídí. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. (B.H.) Guð geymi þig, Sigfús frændi og fjölskylda í Kaliforníu. Þórunn J. Sigfúsdóttir Elsku sonur minn. Loksins get ég minnst þín í fáein- um orðum, því ég átti eftir að kveðja þig betur. Þú varst besti sonur sem móðir getur átt. Alltaf heill og heiðarlegur, en svakalegur prakkari. Þú lifðir fyrir íþróttir, síðan fyrir son þinn og fjölskyldu. Í minningunni áttu skilið það allra besta. Þín elskandi mamma. Tómas Björnsson ✝ Tómas Björnsson fæddist 4.ágúst 1969. Hann andaðist 29. júlí síðastliðinn og var jarðsung- inn í kyrrþey. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, RANNVEIG JÓNSDÓTTIR, Sólheimum 23 5E, Reykjavík, lést fimmtudaginn 1. nóvember á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsdeild Landspítalans og Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Alois Raschhofer, Birgit Raschhofer, Jóhann Pétur Guðvarðarson Róbert Jón Raschhofer, Margarete Schrems, barnabörn, Ásmundur Jónsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær sonur minn, faðir og afi, BIRGIR ANDRÉSSON, sem lést fimmtudaginn 25. október sl., verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Blindrafélagið, Hamrahlíð 17, njóta þess. Andrés Gestsson, Arnaldur Freyr Birgisson, Ingólfur Breki Arnaldsson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, HULDA REYNHLÍÐ JÖRUNDSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtu- daginn 1. nóvember. Útförin auglýst síðar. Björg Sigurðardóttir, Hallgrímur Valdimarsson, Inga Jóna Sigurðardóttir, Sævar G. Proppé, Guðlaugur Sigurðsson, Kristrún O. Stephensen, barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, HJÖRTUR ÞÓR GUNNARSSON, Grófarseli 26, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 1. nóvember. Útför hans verður gjörð frá Hallgrímskirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Hinn látni óskaði þess að þeir sem vildu minnast hans létu Minningarsjóð Líknardeildar í Kópavogi njóta þess. Minningarkortin fást í síma 543 1159. Kristín V. Richardsdóttir, Ríkharður G. Hjartarson, Þuríður H. Hjartardóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður, faðir, tengdafaðir og afi, ÁSTRÁÐUR HELGFELL MAGNÚSSON, Hörgsási 4, Egilsstöðum, sem lést mánudaginn 29. október, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju miðvikudaginn 7. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög. Rósa Björnsdóttir, Elvar Ástráðsson, Guðrún Bóasdóttir, Sigríður Júnía Ástráðsdóttir, Björn Björnsson, Magnús Ási Ástráðsson, Hulda Rós Sigurðardóttir. Jóhanna Birna Ástráðsdóttir, Ævar Bjarnason og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ SKEGGJADÓTTIR, Strandvegi 11, Garðabæ, áður Álfhólsvegi 33, Kópavogi, sem lést á líknardeildinni í Kópavogi 28. október síðastliðinn, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 6. nóvember, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Líknardeildar, sími 543 1159. Fjölskyldan vill færa hjúkrunarþjónustunni Karitas og líknardeildinni í Kópavogi sérstakar þakkir fyrir ómetanlegt starf og umhyggju í garð hinnar látnu og aðstandenda hennar. Séu til englar á jörðu hér þá eru þeir allir saman komnir í þessu góða fagfólki. Guðmundur K. Ingimarsson, Skeggi Guðmundsson, Katrín J. Sigurðardóttir, Hólmfríður E. Guðmundsdóttir, Úlfar Henningsson, Henning Arnór Úlfarsson, Emilía Lóa Halldórsdóttir, Salka Kristinsdóttir, Kolka Henningsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.