Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 36
sjónvarp 36 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í huga flestra Íslendinga hófst raunveruleikasjónvarp með framleiðslu og sýningu bandaríska þáttarins Survi- vor í kringum aldamótin síð- ustu. Áhugi íslenskra sjónvarps- áhorfenda var mikill, þarna var eitthvað nýtt, ferskt og óhefðbundið á ferðinni. Í fyrstu var fólk spennt og opið fyrir nýjung í sjónvarpi en svo virtist koma á daginn að efnið stóð illa eða hreinlega ekki undir nafni. Fjölda áhorfenda þótti það ekki raunverulegt og fljótlega fóru að heyrast gagnrýnisraddir á borð við að þetta væri hrein og klár lágmenn- ing og ruslsjónvarp sem höfðaði til lægstu hvata. Áhugann mætti skýra með gægjuþörf. Þrátt fyrir gagnrýni virðist þessi tegund sjónvarpsefnis þó ætla að halda vinsældum sínum, hver svo sem framtíðin verður, og enn situr fjöldi fólks sem límdur við skjáinn. Öfgarnar ófyrirséðar Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvik- myndagerðarmaður og eigandi Krumma Films segir ekkert óeðli- legt við að farið hafi verið út í fram- leiðslu raunveruleikaefnis hér á landi. Á þessum tíma kepptu Sirkus og Skjár einn um áhorfendur og báð- ar stöðvar hófu framleiðslu raun- veruleikaþátta haustið 2005. Sirkus framleiddi Ástarfleyið og Skjár einn Íslenska bachelorinn. Hrafnhildur rifjar upp umræður og fyrirlestur sem dagskrárgerðarstjóri sænska ríkissjónvarpsins, SVT, flutti á IN- PUT-ráðstefnu í Halifax árið 2000. Á þeirri ráðstefnu kemur saman fag- fólk úr heimildakvikmynda- og sjón- varpsframleiðslu fyrir ríkisstöðvar og Public TV. Dagskrárgerðarstjóra SVT fannst hann bera ábyrgð á því sem var að gerast í framleiðslu raun- veruleikasjónvarps úti í heimi og sagðist sjá eftir að hafa tekið þessi fyrstu skref með Expedition Rob- inson. Á þeim tíma hefði engan veg- inn hvarflað að henni hversu mikið æði myndi skapast í kringum þessa tegund sjónvarpsefnis og hún hefði ekki séð fyrir þær miklu öfgar sem nú blasa við sjónvarpsáhorfendum um heim allan. Nafn Hrafnhildar kannast margir við en þeir eru líklegast færri sem vita að hún var fengin til að fram- leiða Ástarfleyið. Hún lærði kvik- myndagerð í San Fransisco, dvaldi þar í 18 ár og undan hennar rifjum eru runnar fjölmargar heimild- armyndir og þættir. Hrafnhildur og fyrirtæki hennar framleiða heim- ildakvikmyndir og sjónvarpsþætti, meðal annars Alive in Limbo sem nýlega var sýnd í Ríkissjónvarpinu og Óbeislaða fegurð sem var frum- sýnd á RIFF í byrjun október. Krumma Films framleiðir Örlaga- daginn fyrir Stöð 2 sem Sigríður Arnardóttir stjórnar. Á döfinni er mynd um íslenska kvennalandsliðið í fótbolta en verkefnavalið segir Hrafnhildur fyrst og fremst ráðast af áhuga og fjármagni. „Í fyrsta lagi eru kvikmyndirnar sem ég „verð“ að framleiða og þær eru ekki alltaf með raunverulegt fjármagn á bak við sig. Til þess að geta sinnt því sem ég kalla „support the habit“ vinn ég við það sjónvarp sem fjármagn fæst til og það var meðal annars ástæðan fyrir þátttöku minni í framleiðslu Ástarfleysins. Þar var líka æv- intýraþrá minni svalað auk þess sem reynsla mín af framleiðslu kvik- mynda við erfiðar aðstæður í útlönd- um nýttist mjög vel. Ég hafði hins vegar enga reynslu af raunveruleika- sjónvarpi eins og það kallast og ekk- ert okkar sem vorum fengin í verkið. Í raun og veru vorum við skeptísk í byrjun og líklegast haldin ákveðnum fordómum um raunveruleika- sjónvarp. Ég er heimildarmynda- gerðarmaður fyrst og fremst og í rauninni vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í. Þeir hjá Storm, sem nú er orðið Saga Film, og Sirkus vissu hins vegar að ég hafði framleitt efni í Líbanon og Tyrklandi og það skiptir verulega miklu máli að framleiðand- inn geti átt góð samskipti á staðnum og þekki hvaða reglur gilda svo allt gangi vel fyrir sig,“ segir Hrafnhild- ur. „Hlutirnir gerðust mjög hratt þarna í upphafi og ég get fullyrt að enginn raunveruleikaþáttur hafi nokkru sinni verið framleiddur á jafnstuttum tíma og Ástarfleyið.“ Hrafnhildur var fengin til starfa í lok ágúst, umsækjendur voru teknir í prufu um miðjan september og fyrsti þátturinn var kominn í loftið – eins og sagt er – mánuði síðar eða 18. október, allt undir gríðarlegri pressu vegna keppni við Íslenska bachelor- inn.“ „Ég var samviska hópsins“ Hrafnhildur segir raunveruleika- sjónvarp ganga mikið út á að búa til krassandi efni sem fær mikla at- hygli, umtal og áhorf. Því meira af sjokkerandi atburðum, því betra. Sirkus var þarna enginn undantekn- ing og þeir vildu búa til eins krass- andi og safaríkt efni og mögulegt væri. Því meira vesen sem kæmi upp í upptökum, því „betra“ sjónvarp væri hugsanlega hægt að fá út úr því. „Þeir voru hins vegar ekkert að velta fyrir sér hversu gríðarleg ábyrgð það er að fara með og halda utan um svona stóran hóp fólks sem þeir þekktu engin deili á,“ segir hún og heldur áfram: „Ég áttaði mig hins vegar strax á því að í ferðina vildi ég alls ekki fá fólk sem væri til alls lík- legt, gjörsamlega óútreiknanlega einstaklinga.“ Hún, sem ábyrgð- araðili yfir öllu saman, bæði tökuliði og þátttakendum, og fulltrúi Storm – Saga Film sem réð hana í verkefnið, stóð fast á því að taka enga vafasama með sem væru þó um leið hugs- anlega „gott“ sjónvarpsefni. Viðbrögð við auglýsingunni eftir fólki í raunveruleikaþátt létu ekki á sér standa og alls sóttu tæplega 400 manns um að komast á Ástarfleyið. Skýr krafa var gerð um hreint saka- vottorð, þátttakendur áttu að vera á aldrinum 20-30 ára og einhleypir. Áhersla var lögð á að hafa hópinn breiðan, ekki allt sömu eða svipaðar týpur þótt það væri mikilvægt að reyna sjá út fyrirfram hvort ein- hverjir ættu saman, en markmið Ástarfleysins var að búa til pör. Mik- ið verk var að vinna úr umsóknunum en eftir fyrstu úrvinnslu komu 100 umsóknir til greina. Ekki voru allir sammála innan framleiðsluhópsins um hverja ætti að velja til fararinnar en leikstjórinn og starfsfólk Sirkuss báru endanlega ábyrgð á valinu. Á endanum stóðu eftir 14 umsækj- endur sem allir sættust á og enginn þeirra var sérstaklega valinn til að „búa til vesen“. Að mati Hrafnhildar voru nokkrir þátttakendur líklegri en aðrir til að verða skrautlegir en þeirra þátttaka átti sinn þátt í að til varð skemmtilegt efni. Hún segir markmiðið fyrst og fremst hafa verið að búa til eins vandað sjónvarpsefni og mögulegt væri miðað við „con- cept“ eða hugmynd þáttanna og hennar persónulega markmið var svo að enginn færi sér að voða. „Ég var samviska hópsins,“ segir hún og brosir. Aðspurð hvort umsækjendur hafi átt eitthvað sameiginlegt segir hún það óneitanlega hafa verið áberandi á hópi umsækjenda að þetta var fólk sem fór mikið út að skemmta sér, var leitandi og inni á milli hafi verið ein- staklingar sem vildu athygli. „Loka- hópurinn var þó skemmtileg blanda af fólki í mismundandi starfs- greinum, m.a. sjómönnum, verka- mönnum, skrifstofustarfsmönnum, framhalds- og háskólanemum. Flest- ir áttu það sameiginlegt að hafa sótt um af eintómri ævintýraþrá og þá langaði til að upplifa Tyrkland.“ Handritið var notað fyrst … Biblían eða uppskriftin að þátt- unum var keypt frá Hollandi og þar var að finna leiðbeiningar og hug- myndir um hvernig ætti að ná mark- miði þáttanna, að búa til pör eða par í þessum tiltekna hópi fólks. Uppi- staðan fólst í að nýta sér það sem umhverfið hefði upp á að bjóða og þátttakendur Ástarfleysins voru meðal annars sendir í tyrkneskt bað, köfun, leirböð og heimsóknir á sögu- fræga staði. Ekkert var því beinlínis illkvittnislegt, nema uppákoma sem handritið kallaði á strax fyrsta dag- inn um borð. „Þá átti hópurinn að kjósa fjóra einstaklinga í burtu, tvo stráka og tvær stelpur. Það var mjög leiðinlegt fyrir alla aðila,“ segir hún og bætir við að sennilega hafi þetta verið partur í því að þátttakendur upplifðu sig berskjaldaða og líka til að skapa strax einhver átök, tilfinn- ingaflækjur og togstreitu innan hópsins, sem það svo sannarlega gerði. Pirringur og vonbrigði þátt- takenda voru augljós. Fjórmenning- arnir, sem allir héldu að væru á heimleið, fóru hins vegar ekki heim heldur héldu þeir til á hóteli í Tyrk- landi og komu aftur inn í þáttinn síð- ar. „Kannski voru skiptin ekki svo slæm eftir allt saman, krakkarnir fengu að njóta sín í landi, lausir við myndavélarnar, og upplifðu það sem Tyrkland hefur upp á að bjóða.“ Tækniliðið kom fyrir myndavélum úti um allt fley og meðal annars inni í káetunum sem stelpur og strákar deildu en þau fengu engu um það ráðið hverjir bjuggu saman. „Þetta var allt útpælt af okkur starfsliðinu og við vorum búin að reyna að sjá fyrir hverjir gætu hugsanlega náð saman,“ segir Hrafnhildur og hlær. Eftir því sem aðstæður breyttust innan hópsins var pörunum, eða sambýlingunum, raðað í káetur á nýjan leik. Lokamarkmið þáttarins var að eftir dvölina á bátnum stæði eftir par eða jafnvel pör og skemmti- legt nokk, þá tókst það. … en svo var því fleygt Fljótlega skapaðist mikil nánd á milli þátttakenda og tækniliðs, enda mikil samvera og stemningin góð. Strax í upphafi kom í ljós að ungur strákur í liði tæknimanna varð skot- inn í einni stelpunni og það fór ekki framhjá neinum að áhuginn var gagnkvæmur. „Mig minnir að það hafi verið á þeim tímapunkti sem handritið hollenska var látið róa og atburðarásinni ekki stýrt eins mikið, heldur fylgt eftir jafnóðum,“ segir Hrafnhildur sem sá þarna kærkomið tækifæri til að spila af fingrum fram í stað þess að vera bundin af upp- skrift. „Þarna gerðist eitthvað al- gjörlega óvænt, þrátt fyrir tilbúnar aðstæður, og við ákváðum að leyfa því bara að gerast í stað þess að stýra hlutunum og stoppa þá af.“ At- burðum á bátnum var svo fylgt eftir um leið og þeir afhjúpuðust og ekki stuðst frekar við handritið. Stelpan var spurð hvort hún vildi skipta einhverjum karlkyns þátttak- anda út fyrir tæknimanninn og hún þáði það en í staðinn þurfti stál- heilbrigður strákur að yfirgefa fleyið. Hópurinn var vægast sagt Framleiðandinn ræður bragðinu Expedition Robinson Sænski raunveru- leikaþátturinn naut mikilla vinsælda og var fyrirmynd framleiðenda Survivor. Morgunblaðið/Ómar Hrafnhildur Gunnarsdóttir framleiðandi Hún segist hafa haft ákveðnar efasemdir í upphafi en þegar tökur hófust var vinnan við Ástarfleyið bæði skemmtileg og mjög krefjandi í senn. Tekið á því Keppandi í Survivor China í einni af fjölmörgum keppnisþrautum sem lagðar eru fyr- ir þátttakendur. Raunveruleikasjónvarp kallast ákveðin gerð sjónvarpsefnis. Efnið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, meðal annars að þarna sé ekkert raunverulegt á ferðinni. Íslenski raunveruleikaþátturinn Ástarfleyið var sýndur fyrir tveimur árum. Katrín Brynja Hermannsdóttir hitti framleiðanda þáttarins sem ákvað að halda sig ekki við fyrirfram ákveðna uppskrift, heldur bragðbæta með íslenskum veruleika. Þátttakendur í Ástarfleyinu Alls sóttu tæplega 400 manns um þátttöku í íslenska raunveru- leikaþættinum Ástarfleyið. Eftir miklar vangavelt- ur framleiðenda var þetta hópurinn sem tók þátt. Langflestir þáttanna sem sýndir eru hér á landi eru frá Bandaríkjunum og þeir eru ugglaust margir sem telja að einmitt þar hafi raunveruleikaæðið byrjað. Upphafið er aftur á móti rakið til Svía sem tóku fyrstu skrefin í gerð raunveruleikasjón- varps árið 1996 þegar þeir settu á lagg- irnar þátt sem nefndist Expedition Rob- inson. Þættirnir snerust um hóp fólks sem átti að lifa af í óbyggðum. Þeir urðu gríð- arlega vinsælir og ljóst að eitthvað nýtt og ferskt féll sjónvarpsáhorfendum ákaflega vel í geð. Til marks um vinsældirnar horfðu rúmar fjórar milljónir Svía á loka- þátt fjórðu seríu en það er með því mesta sem þekkist í áhorfi þar í landi. Síðar keypti fjölmiðlafyrirtækið CBS, sem fram- leiðir Survivor, sýningarrétt og greiddi fyrir það fúlgur fjár en í þessum bransa tíðkast það að kaupa hugmyndina og rétt- inn. Honum fylgir svokölluð „biblía“ sem næsti framleiðandi fylgir, en höfundar eru mis kröfuharðir á það hversu nákvæmlega þeir vilja að farið sé eftir upprunalegu hugmyndinni. Eigendur vinsælu þáttanna á borð við Bachelor, Idol og nú síðast X- Factor, vilja að augljóst sé hvaðan þátt- urinn kemur og senda jafnvel eftirlitsmann til að fylgja því eftir. Ef allt er í lagi er gef- ið grænt ljós á sýningu þáttarins. Svíarnir voru fyrstir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.