Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 49
LÆKJASMÁRI 74 - 201 REYKJAVÍK
Sölusýning í dag milli kl. 17–17:30
Mjög góð snyrtileg 4ja herbergja 121,4 fm íbúð auk stæðis í bíl-
skýli. Sér inngangur. Suður svalir. Stutt í alla þjónustu, verslanir,
skóla og íþróttasvæði. Frábær eign fyrir fjölskyldufólk.
Bílastæði í lokuðu bílskýli.
Verð 32 millj.
NJÁLSGATA 80 - 101 REYKJAVÍK
Opið hús í dag 16 – 16:30, bjalla "Aðalheiður"
Falleg 82 fm 4ra herb íbúð við Njálsgötu. Tvær stofur endurnýjað
eldhús, parket á gólfum í stofu og holi, flísar á baðherbergi.
Sameign tekin í gegn og hús nýmálað. Mjög sjarmerandi íbúð
með mikin karakter, sjón er sögu ríkari.
Sólríkar suður svalir. Verð 25 millj.
Ágúst R. Pétursson
Sölufulltrúi
agust@domus.is
s. 664 6025/440 6025
Ágúst R. Pétursson
Sölufulltrúi
agust@domus.is
s. 664 6025/440 6025
www.domus.is Laugavegi 97 | 101 Reykjavík | sími 440 6000
Birkiás 20, Garðabæ
Raðhús á útsýnisstað
Opið hús í dag frá kl. 14-16
Vandað 215 fm raðhús á tveimur hæðum með 31 fm, innbyggðum bíl-
skúr á frábærum stað með útsýni til sjávar og að Snæfellsjökli. Rúmgóð-
ar stofur, sjónvarpshol, stórt eldhús með sérsmíðuðum innréttingum, 4
herbergi auk fataherbergis og 2 flísalögð baðherbergi. Mikil lofthæð er á
efri hæð. Auðvelt er að útbúa sér íbúð á neðri hæð. Hús klætt marmara-
salla að utan. Verð 63,0 millj.
Eignin verður til sýnis í dag,
sunnudag, frá kl. 14-16.
Verið velkomin.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is
Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
Jón Hólm Stefánsson
Lögg. fasteigna-, fyr-
irtækja- og skipasali
www.gljufurfasteign.is
Litla-Hraun 136072 í Borgarbyggð
Eyðijörðin Litla-Hraun í Kolbeinsstaðahreppi, nú Borgarbyggð, er til sölu að
lang stærstum hluta til, en jörðin er í óskiptri sameign. Litla-Hraun er landmikil
jörð og nær land jarðarinnar frá hinni þekktu gömlu eldstöð Eldborg og til
sjávar við svonefndar Löngufjörur. Stærstur hluti lands jarðarinnar er talsvert
mikið gróið hraun m.a. kjarr- og skóglendi á um 14 hekturum. Ströndin er
vogskorin og er veiði með ströndinni og mikið fuglalíf. Jörðin á um 2,8 km af
ósasvæði Haffjarðarár. Telja má jörðina til eftirsóknarverðra útivistarjarða. Allt
umhverfi jarðarinnar er ósnortið og getur talist til náttúruperlna.
Óskað er tilboða í jörðina.
Nánari upplýsingar gefur fasteignasali í síma 896-4761.
Ókeypis
kynningar-
fyrirlestur
Um er að ræða einstaka 136 fm
glæsilega íbúð í hinu nýja Skugga-
hverfi, ásamt stæði í bílgeymslu.
Íbúðin er staðsett á 2. hæð og með
svalir til vesturs. Allar innréttingar
eru sérsmíðaðar og öll gólfefni eru
sérvalin. Íbúðin skiptist í stofu,
borðstofu, 3 svefnherbergi, eldhús,
baðherbergi og snyrtingu. Verð 55,0
millj. 6355
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Vatnsstígur – 101 Skuggahverfi
M
bl
9
31
86
6
KIRKJAN er mannvirki Guðs,
stofnuð af heilögum
anda hans á hvíta-
sunnudag forðum. Hún
er byggð upp á stein-
um, lifandi steinum,
hriplekum steinum
með ólíka lögun. Mann-
eskjum sem bregðast,
sofna á verðinum og af-
neita jafnvel hyrning-
arsteininum. Hún
byggist upp á eld-
hugum sem gera mis-
tök, fólki með flein í
holdinu.
Kirkjan sam-
anstendur af lifandi steinum sem
efast um hlutverk sitt en þrá fyr-
irgefningu og sátt, viðurkenningu og
frið. Manneskjum sem innst inni þrá
að fá að vera með og að með þeim sé
reiknað.
Steinum þessum er jafnframt falið
mikilvægt hlutverk og þeir geta
treyst því að þeim verður ekki skipt
út þrátt fyrir breyskleika, leka eða
mistök.
Skilaboð höfundarins til efnisins
eru þessi:
Elskið hvert annað.
Ég mun vera með ykkur alla
daga, allt til enda veraldar.
Ég lifi og þið munuð lifa!
Kirkjan er vitnisburður um traust
Guðs á manninum og trú mannsins á
Guði. Það er ekki spurning um mikið
eða lítið, heldur allt eða ekkert.
Skip á siglingu
Kirkjan er eins og skip á siglingu
sem okkur er boðið far með. Það er
meira og stærra en við mennirnir
ráðum við að skilgreina.
Skipasmiðurinn fórnaði öllu til að
þú kæmist um borð. Hann greiddi
meira að segja sjálfur fargjaldið fyr-
ir þig og einnig fyrir alla hina far-
þegana. Þér er því boðið frítt um
borð, þótt fargjaldið hafi að vísu og
svo sannarlega verið dýru verði
keypt af honum, því hann elskar þig
út af lífinu.
Kirkjan er félag fólks sem velur að
ferðast saman á vit ævintýra fram-
tíðarinnar í gegnum ævina og inn til
lífsins bjarta. Hún er skip sem flytur
farm sinn í faðm frelsara síns.
Farþegarnir eru ólíkir með mis-
munandi skoðanir, eru í mismunandi
stöðum, á misjöfnum aldri, með mis-
munandi þarfir, áhugamál, drauma
og þrár.
Í höfn á friðarins strönd
Skipið mun ná ströndu því að
skipasmiðurinn sjálfur hefur heitið
að svo muni verða. Og það sem meira
er, þá hefur hann heitið því að yf-
irgefa farþegana aldrei. Hann býðst
til að fylla þá af anda sínum og senda
engla sína þeim til verndar og til að
vaka yfir þeim og vera allt um kring.
Hann mun fylgja skipinu í höfn.
Já, þér og hverjum og
einum farþega. Í höfn á
friðarins strönd, í faðm
frelsarans Jesú Krists.
Þangað sem þú færð
bót meina þinna, verð-
ur heill og færð lifað
með reisn.
Það skip sem kirkjan
er mun flytja þig í faðm
hans sem einum er af
Guði falið að brúa bilið
á milli dauðans og lífs-
ins þegar ævinnar
klukka hættir að tifa.
Hlutverk okkar far-
þeganna er að bjóða fólki far með
þessu skipi svo það geti sest til borðs
með lífgjafa sínum og notið þannig
ástar hans, friðar og gjafa.
Kirkjan er veiðifélag og þú ert
kallaður til að gerast mannaveiðari.
Kallaður til að draga fólk upp úr hyl-
dýpi hafsins. Fólk sem svamlar í
sjónum í eigin mætti og er að því
komið að örmagnast.
Hlutverk þitt er forða fólki frá
værukærð og doða, drukknun og
dauða. Leita það uppi og laða það um
borð í skipið. Taka vel á móti því og
bjóða það velkomið.
Það mun finna sálu sinni frið og
eignast líf. Eilíft líf, utan tíma og
rúms. Líf í fullri gnægð.
Mannvirki Guðs
Sigurbjörn Þorkelsson
skrifar hugleiðingu » Skipasmiðurinnfórnaði öllu til að þú
kæmist um borð. Hann
hefur greitt fargjaldið
fyrir þig og alla hina...
Sigurbjörn Þorkelsson .
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju.