Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Samúel Jónssonfæddist í Hvera- gerði hinn 29. sept- ember 1967. Hann lést af slysförum í Danmörku 9. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Hallgeir Hraun- dal, f. á Stokkseyri 6. júlí 1941, d. 26. júlí 1990, og Guð- ríður Karólína Ey- þórsdóttir, f. í Hveragerði 7. febr- úar 1942, d. 25. des- ember 1980. Systkini hans eru Fríða Bjarney Jónsdóttir, f. 6. júlí 1966, og Þórir Jónsson Hraundal, f. 1. júní 1974. Með og eftir grunnskóla vann Samúel fjölbreytt störf til sjávar og sveita. Hann var duglegur há- seti og eftirsóttur netamaður til margra ára. Um 1993 hóf hann störf hjá Skógrækt rík- isins í Gunnarsholti við sáningu og um- sjón dýra. Einnig stundaði hann skot- fimi á vegum Skot- veiðifélags Íslands og hlaut þar mörg verðlaun fyrir. Samúel fluttist til Danmerkur árið 1996 og vann þar ýmis störf, meðal annars á svínabúi við ræktun og aðra um- sjón. Síðastliðin átta ár bjó hann í Bastrup á Suður-Jótlandi. Útför Samúels fór fram frá Fossvogskapellu 23. október, í kyrrþey. Elsku Sammi bróðir, fréttirnar sem við höfum svo oft kviðið bárust okkur mánudagsmorguninn 10. sept- ember síðastliðinn. Þú hafðir dáið í bílslysi kvöldið áður, einn á ferð ná- lægt heimili þínu í Bastrup í Dan- mörku. Í mörg ár hafði vímuefnakr- umlan haft fast tak á þér, svo fast að við hræddumst alltaf að þú gætir orðið undir í þeirri baráttu. Eitthvert enn máttugra afl greip inn í þá bar- áttu á þann hátt að lífi þínu lauk 20 dögum áður en þú varðst fertugur. Á þeim tíma sem liðinn er höfum við gengið í gegnum öldudali tilfinn- inga og óskað þess að líf þitt hefði mátt vera öðruvísi og hamingjurík- ara en það var. Að við hefðum getað átt meiri hlutdeild í þínu lífi og þú í okkar lífi. Raunin var því miður sú að við hvorki skildum né gátum tekið þátt í þínu lífi eða þú í okkar. Við höfum aftur og aftur á þessum tæpu tveimur mánuðum sem liðnir eru talað mikið saman og reynt að rifja upp góðu minningarnar því þannig viljum við minnast þín og þannig viljum við að börnin okkar minnist þín, því betri og ljúfari sál en þína er erfitt að finna. Þú varst ljúf- lingur alla tíð með viðkvæma, hlé- dræga lund, barngóður og snillingur í að umgangast dýr eins og árin þín góðu í Gunnarsholti báru vitni um. Þar varstu önnum kafinn við hesta- tamningar og náðir miklum árangri. Ef menn geta talað dýramál þá vit- um við að þú kunnir það. Þegar þú fluttir til Danmerkur 1996 í leit að betra lífi fórstu að vinna á svínabúi. Ekki leið á löngu þar til þú varst orð- inn yfirmaður þar, sem kom okkur ekki á óvart, í ljósi þess hve þú varst alla tíð laghentur, vinnusamur og duglegur. Þegar þú komst heim sumarið 2000 og bjóst hjá okkur fjölskyldunni á Kambsveginum, áttum við saman eina yndislega viku. Við máluðum húsið, fórum í Nauthólsvík í góðu veðri, settum blóm á leiðið hjá mömmu og pabba og heimsóttum ömmu á Skúló. Við höfum ekki átt eins góða daga saman frá því við vor- um lítil. Við höfum oft síðan hugsað með okkur að þessa viku skyldum við geyma í minningunni og vefja birtu þrátt fyrir alla skuggana. Í lok september fórum við til Dan- merkur þar sem minningarathöfn um þig var haldin í Óðinsvéum. Við kvöddum heimili þitt og hittum Helge, besta vin þinn í Danmörku. Það var afar verðmætt fyrir okkur að hitta hann og heyra um vináttu ykk- ar tveggja en hann og fjölskylda hans, sonur hans Jesper og móðir hans, voru þér eins og þín eigin fjöl- skylda. Þú varst með þeim á jólum og afmælum og í orðum Helge var nær- vera þín svo góð og traust að meðal hans og fjölskyldu hans verður þín sárt saknað. Við vitum að nú líður þér vel, í það minnsta miklu betur en áður. Þú ert kominn til mömmu og pabba og kannski núna í fyrsta skipti er það orðið heilt sem brotnaði þegar mamma dó. Þegar hún dó fór stór hluti af þér með henni, líklega stærri hluti en svo að þú gætir nokkurn tíma orðið alveg heill aftur. Fyrr en nú. Við hittumst í næsta lífi, elsku Sammi, og njótum saman alls þess sem við hefðum viljað njóta saman hér. Þín systkini, Fríða og Þórir. Kveðja frá ömmu. Elsku Sammi minn. Nú veit ég að þér líður loksins vel. Megi guð blessa þig og varðveita og takk fyrir allt saman. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Þín amma á Skúló. Elsku Sammi. Þú varst alltaf jafn góður og ljúfur og gaman að fá þig í heimsókn. Alveg sama hvað maður bað þig um alltaf gerðir þú það strax. Ekki hafði ég búist við því þegar við skildum síðast að það yrði í síðasta skipti sem ég sæi þig. Guð blessi þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þín frænka Þórunn Ásgeirsdóttir (Núra). Elsku Sammi frændi. Nú hugsum við hlýtt til þín og ósk- um þess að við hefðum getað kynnst þér betur. Við báðum alltaf fyrir þér í bænunum okkar og við spurðum mömmu oft frétta af þér. Við vissum alltaf að þú hugsaðir til okkar; allar fínu jólagjafirnar sem þú sendir til okkur voru mikið gleðiefni, sérstak- lega af því að þær komu yfirleitt viku seinna en aðrar gjafir og lengdu jólin fyrir okkur. Það má segja að þú hafir verið síðasti jólasveinninn okkar. Þegar þú komst og varst hjá okkur rétt áður en Valgerður fæddist vor- um við í skýjunum yfir því að fá loks- ins að hitta þig almennilega og Katr- ínu þótti sérstaklega fyndið hversu tannlaus þú varst. Marteinn man eft- ir sólskinsdeginum þegar við Þórir sóttum þig á hótelið og þú spilaðir með okkur körfubolta, næstu dagar fóru svo í æfingar á planinu heima á Kambsvegi. Þú varst mjög góður í körfubolta, en þú varst sérstaklega góður við okkur og það erum við svo þakklát fyrir. Við minnumst góðu stundanna sem við áttum með þér og vitum að núna ertu hamingjusamur hjá ömmu og afa. Þú verður að skila rosa góðri kveðju til þeirra frá okkur. Við viljum senda þetta ljóð til þín að lokum, við vitum að þú hugsaðir svona til allra smávina. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Úr Hulduljóðum Jónasar) Katrín og Marteinn. „Ísalands óhamingju verður allt að vopni“ orti Bjarni Thorarensen er Baldvin Einarsson vinur hans lést. Eins varð óhamingju Samma frænda míns allt að vopni. Það er erfitt að trúa á hið góða í lífinu þegar gæfunni er jafnmisskipt og í lífi hans. Samt byrjaði allt svo vel í litla hús- inu í Hveragerði. Þar skottaðist lítill, hamingjusamur snáði um túnið ásamt stóru systur Fríðu sem vakti ábyrgðarfull yfir litla bróður. Sammi var fíngerður, laglegur drengur, með svart hár og brún, möndlulaga augu. Hann minnti mig svo oft á hann pabba minn, ömmu- bróður sinn. Oft hugsaði ég að ein- mitt svona hefði pabbi litið út sem ungur drengur. Upphaf ógæfunnar er jafnóljóst og endalokin voru augljós. Sammi var elskulegur og hlýr og bræddi alla með fallega brosinu sínu og brúnu augunum. En hann var mjúkur og brotthættur. Pabbi Nolli vildi herða hann og búa hann undir lífsbarátt- una. Vissi sem var að oft blæs á móti. Vildi Samma sínum svo vel. Ég elska Samma mest af börnunum mínum, sagði hann, þegar ég fann að því að hann væri harður við drenginn. Mamma Kaja mildaði og verndaði, fann að drengurinn hennar þoldi ekki hörðu tökin. Hann þurfti skjól og það fékk hann hjá henni. Hún var honum allt í senn, móðir, félagi, verndari og huggari. En óhamingj- unni varð allt að vopni. Eftir margra ára erfið veikindi dó Kaja frá börn- unum sínum þrem, Þórir litli var þá aðeins sex ára. Sammi minn var þrettán ára og á viðkvæmasta aldri. Nolli hélt ótrauður áfram uppeldi barnanna og Fríða varð bræðrum sínum sem besta móðir. Milli Samma Samúel Jónsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS BUHL, Ytri-Reistará, Arnarneshreppi. Margrét Magnúsdóttir Lovísa Kristjánsdóttir, Björn Einarsson, Magnús Kristjánsson, Hans Pétur Kristjánsson, Ástríður Kristín Kristjánsdóttir, Hólmfríður B. Kristjánsdóttir, Eggert Birgisson, Margrét Ósk Buhl Björnsdóttir, Einar Bergur Björnsson, Kristján Breki Björnsson, Sunneva Dögg Ragnarsdóttir og Kristján Birgir Eggertsson. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir ykkar stuðning, vináttu, samúð og fallegu orð við fráfall okkar ástkæra ÞÓRIS ÞORLÁKSSONAR. Megi guð geyma ykkur. Fjölskyldan. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar míns, bróður, dóttursonar og frænda, SIGURÐAR JÚLÍUSAR HÁLFDÁNARSONAR, til heimilis að Sætúni 8, 430 Suðureyri. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Ólafsdóttir Scoles. ✝ Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR frá Langabotni. Sérstakar þakkir til þeirra fjölmörgu starfsmanna heilbrigðis- og félagsþjónustunnar sem sýndu henni vináttu og virðingu. Sæmundur Valdimarsson, Valdimar Sæmundsson, Auður Björnsdóttir, Hildur Sæmundsdóttir, Sigurjón Halldórsson, Magnús Sæmundsson, Sigríður Þórarinsdóttir, Gunnar Sæmundsson, Lára Björnsdóttir og ömmubörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, ESTERAR J. BJARNADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við öllu því góða fólki sem annaðist Ester í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Hjálmar Markússon, Magnea Guðný Hjálmarsdóttir, Gunnlaugur Marinósson, Jóna Björk Hjálmarsdóttir, Guðbjartur Kristjánsson, Hildur Ýr Hjálmarsdóttir, Pétur Thors, Hjálmar Þór, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.