Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.11.2007, Blaðsíða 34
forfeður 34 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ J ákvæði og bjartsýni eru ein- kenni fyrir fyrirsögnina frá málþingi ungra innflytj- enda sem haldið var 24. september síðastliðinn og bar yfirskriftina Framtíð í nýju landi. Umræðan um innflytjendur, nýja Ís- lendinga, siði þeirra og trú hefur ver- ið mjög áberandi á undanförnum misserum. Um langan aldur hafa er- lendir einstaklingar sest hér að og haft misjafnlega mikil áhrif á sögu okkar Íslendinga. Hið sama á við um okkur sjálf, sem fædd erum í landinu. Að gefnu tilefni og til heiðurs sögu, fortíð okkar og framtíð verður hér minnst komu Tönnies Daniels Bern- höfts bakara til Reykjavíkur á vor- dögum 1834 og áhrifa komu hans en hinn 10. júlí sl. voru 210 ár frá fæð- ingu bakarameistarans. Umheimurinn Í kjölfar júlíbyltingarinnar í París árið 1830 breyttist margt í Evrópu. Þjóðernisstefnan, sem skapaði bæði sameiningu og sundrung, olli upp- reisnum víða. Stjórnarhættir breytt- ust. Urðum við Íslendingar ekkert út undan í þeim efnum. Til Danmerkur fór Jón Sigurðsson nefndur forseti árið 1833 til náms, og einbeitti sér síð- an að sjálfstæðisbaráttu okkar litlu þjóðar. Þegar Jón fór til Kaup- mannahafnar var þar fyrir ungur bakarameistari Tönnies Daníel Bern- höft ásamt konu sinni Maríu Elíza- bethu og börnum þeirra tveimur að undirbúa för þeirra til Íslands til að taka þátt í uppbyggingu þjóðlífsins þar. Þá þegar voru glæður komnar í efnahagslífið á Íslandi en til þess að láta þær loga urðu Íslendingar að fá nýtt og ferskt afl hugmynda og getu inn í þjóðfélagið. Komið til Reykjavíkur Þegar þau merku heiðurshjón stigu á land í Reykjavík á vordögum árið 1834 bjuggu innan við 500 manns í kaupstaðnum. Það stóðu yfir miklar framkvæmdir í Reykjavík, sem þá hafði fengið kaupstaðarréttindi 58 ár- um áður. Þá var verið að undirbúa lagningu Skólavörðustígs, þar var líka verið að gróðursetja fyrstu trén í Reykjavík, en þau voru gróðursett sunnan við Stjórnarráðshúsið. Á sama tíma var verið að flytja lyfja- verslun í bæinn utan af Nesi á Sel- tjörn. Bakarameistaranum og konu hans hefur að öllum líkindum verið brugðið við komuna til Reykjavíkur eftir árin sín í Kaupmannahöfn. En jákvætt lífsviðhorf, góð skaphöfn, kraftur og þor hefur verið þeirra styrkur til að takast á við breytt umhverfi. Þjóðverji og Dani Tönnies Daníel Bernhöft var fædd- ur 10. júlí 1797 í Neustadt á Holtseta- landi, sama ár og John Adams var kjörinn Bandaríkjaforseti. Faðir Tön- nies var Jóachim Michael Bernhöft. Hann var fæddur í Krempe Slésvík Holstein árið 1776. Hann rak brauð- gerð í Neustadt. Móðir Tönnies (fyrri kona Jóachims) hét María Dóróthea (fædd Stampen) hún fæddist árið 1780 einnig í Krempe Slésvík Hol- stein eins og faðir Tönnies. Tönnies Daníel var Þjóðverji. Kona hans María Elizabeth (fædd Abel) fæddist 2. mars árið 1799, sama ár og Napóleon tók völdin í Frakklandi. Hún var ættuð frá Helsingjaeyri á Sjálandi í Danmörku. Þau gengu í hjónaband haustið 1827. Á þeim árum sem Tönnies var að nema bakaraiðn var meira en helm- ingur bakara í Kaupmannahöfn Þjóð- verjar. Í Kaupmannahöfn fæddust börn þeirra hjóna, Wilhelm Georg Theo- dor 30. ágúst árið 1828 og Jóhanna Katharína Jakobína 23. maí árið 1830. Jóhanna giftist hér í Reykjavík árið 1855, Gottfred nokkrum Klentz og eignuðust þau ekki afkomendur eftir því sem næst verður komist. Wilhelm Georg Theodor, sem var bakari eins og faðir hans, lést ungur að árum hinn 13. ágúst árið 1871. Hann var kvæntur Johanne Lovise Bernhöft (fæddri Bertelsen), barns- móðir hans var Sigríður Sigurð- ardóttir. Wilhelm Georg Theodor er forfaðir Bernhöftanna á Íslandi og er óhætt að segja að þeir séu í dag á fjórða hundrað manns. Bakaraiðn er elsta iðngrein á Ís- landi, Bernhöftsbakarí er þar með elsta starfandi fyrirtæki á landinu, stofnað 1834. Tönnies Daníel keypti bakaríið á 8.000 ríkisdali árið 1845, sama ár og Alþingi var endurreist á Íslandi. Bakaríið hafði áður verið í eigu P.C. Knudtzons sem upphaflega réð Tönnies að bakaríinu og fékk hann til að koma til landsins. P.C. Knudtzon hafði áhrif á verslunar- og viðskiptasögu Reykjavíkur sem og Hafnarfjarðar. En má að gamni geta þess að árið 1787 var heitið verðlaun- um þeim mönnum sem byggðu hús í Reykjavík sem námu 10% af bygg- ingarkostnaðinum og fékk áð- urnefndur Knudtzon verðlaunin fyrir byggingu bakarísins. Góður vinur fjölskyldunnar skrif- aði eitt sinn: „Í skólaljóðum og hetjusöngvum er sungið um landnema og hetjur af konungakyni. En það er fagnaðarefni að hingað norður í myrkur og fásinni hafi komið fólk sem kryddað hefur til- veru heldur hnípinnar þjóðar með suðrænni hlýju, léttri lund og já- Bernhöftstorfan Bakaraiðn er elsta iðngrein á landinu og Bernhöftsbakarí þar með elsta fyrirtæki landsins, stofnað árið 1834. Bakarinn Tönnies Daníel keypti bakaríið á átta þúsund ríkisdali ár- ið 1845. Skörungur María Elízabeth rak heimilið af myndarskap og var manni sínum mikill bakhjarl. Valgerður Sigurðardóttir Íslandssaga Bernhöftshjónanna Ferskir straumar hafa iðulega fylgt fólki, sem flutt hefur til Íslands og sest hér að. Gott dæmi um það fyrr á tímum er koma Tönnies Daniels Bernhöfts bakara til Reykjavíkur 1843. Val- gerður Sigurðardóttir segir sögu Bernhöfts- hjónanna. Kanntu jól að baka? © In te r I KE A Sy ste m s B .V . 2 00 7 ISIG barnasvunta 395,- Opið 10-20 virka daga │ Laugardaga 10-18 │ Sunnudaga 12-18 RES Orkuskóli á Akureyri er framsækinn alþjóðlegur skóli sem býður nú, fyrstur íslenskra skóla, upp á eins árs M.Sc. nám í endurnýjanlegum orkufræðum. Fyrsta námsárið geta nemendur valið á milli þriggja námsbrauta: KENNSLA HEFST 11. febrúar 2008 Umsóknarfrestur er til 3. desember nk. - Jarðhitaorku - Vistvæns eldsneytis og lífmassaorku - Efnarafala og vetnis vertu orkugjafi framtíðarinnar RENEWABLE ENERGY SCIENCE ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR Á WWW.RES.IS OG Í SÍMA 460 8942 RES Orkuskóli er sjálfstæð vísinda- og menntastofnun sem starfar með Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Skólinn býður upp á spennandi alþjóðlegt nám, kennara sem eru leiðandi á sínu sviði og frábært námsumhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.